Nýr Stormur


Nýr Stormur - 10.06.1966, Blaðsíða 2

Nýr Stormur - 10.06.1966, Blaðsíða 2
2 KfffolKMIIR FÖSTUDAGUR 10. júní 1966 Lög og réttur „ÚLFLJÓTUR" nefnist málgagn laganema við Há- skóla íslands og þykir það bera af öðrum lögfræðirit- um hérlendis, enda birtist í þvi riti margháttaður fróð- leikur lögfræðilegs efnis. Rit þetta er skrifað af ungum og eldri „juristum" og yfirleitt vel til þess vandað. í 2. tbl. árs 1965 er grein eftir ungan lögmann, Sigurð Gizurarson, sem hann nefnir: „Lögteikn og Lögtrúnaður.“ Þessi ritsmíð er vel unnin og greindar- lega samin. Höfundur er sonur Gizurar Bergsteinsson- ar, hæstaréttardómara, en Gizur er talinn einn vand- aðasti og réttsýnasti lögmaður núlifandi íslendinga. í þessari grein Sigurðar er margt athyglisvert tekið til meðferðar og þykir rétt að birta hér nokkur atriði, sem hann drepur á, enda eiga þau erindi til almenn- ings — og einkum þegar þess er gætt, að meginmál höfundar stingur mjög i stúf við framkvæmd dóms- mála á hinum síðustu timum. Sigurður Gizurarson segir m.a. í ritsmíð sinni: - 01 - „Meginmarkmið réttarskipunarinnar er, að þegnar ríkisins fái lifað saman í sátt og samlyndi. Flestar réttarreglur miða þess vegna að þvi að veita hverjum manni þann rétt, sem hann verðskuldar. . . Nú á síð- ustu árum hafa verið bomar brigður á gildi þess að tala um einstaklingsrétt yfir höfuð . . . Hvað sem þessu deiluefni líður, er þó ótvírætt, að bókstaflega allir þegn- ar réttarríkja nútímans njóta réttarverndar hinna margvíslegu hagsmuna, og að öllum jafnaði virðist eðlilegt að segja þessa aðilja eiga rétt. Andstætt rétti manna stendur einnig ávallt einhvers konar skylda . . . í ríkinu úir og grúir af réttindum og skyldum. Því er skiljanlegt, að vandrötuð er leiðin frá vöggu til grafar í gegnum réttarríkið . . . má einnig minnast þess, að í hinum fjölbreytilegu nútímaþjóðfélögum eru ávallt að myndast ný athafnasvið, sem engin sett lög ná yfir, og á eldri athafnasviðum ber alltaf öðru hverju að höndum ný tilvik, sem löggjafinn hefur ekki gert ráð fyrir. / þessum tilvikum er starfsemi dómstólanna að miklu leyti réttarskapandi. Naumur meirihluti dóm- enda í fjölskipuðum dómstóli getur þannig skapað nýja reglu. Er þvi ekki að undra, að leikmenn greini á, hvað sé réttur og skylda, þegar SKOÐANIR SPRENG- LÆRÐRA LÖGFRÆÐINGA SKIPTAST í TVÖ HORN . . " Þannig mælir hinn ungi lögfræðingur, Sigurður Giz- urarson m. a. í áminnztri grein sinni og er það út af fyrir sig athyglisvert hvað hann hefur að segja og hvort tveggja það, sem hér hefur verið tilgreint, og það annað, sem hann ritar í þessari athyglisverðu grein Isinni um lögfræði. En af þeirri ástæðu hefur verið vakin athygli á grein þessari, að hún á nokkurt erindi til fslendinga 1 dag. Færi betur að sjónarmlð Sigurðar fengju að ríkja heldur en það öngþveiti, sem nú bugar allt „réttarfar" á íslandi og hefur á hinum síðustu árum valdið óvissu og rangsleitni gagnvart almenningi. Er raunalegt til þess að vita, að svo þykir „Bleik brugðið" i réttarfars- legum efnum, að eigi verður með sanni sagt, að lengur sé hægt að treysta dómstólunum, eins og áður þótti sjálf sagt, heldur hafa dómarar nú nánast misst þá virðingu, sem þeim er nauðsynlegt að halda 1 lýðfrjálsu landl. -01- Ber sannarlega margt til þess, að svo er komið og x er nauðsynlegt úr að bæta — tafarlaust. > Dómar sjálfs Hæstaréttar eru orðnir sumir með | slíkum hætti, að eigi verður á þeim byggt, því svo- J kölluð dómvenja er nánast horfið hugtak! > Það kann ekki góðri lukku að stýra, þegar hliðstæð > mál eru dæmd sitt með'hvorum hætti og sjálfur æðsti f dómstóll landsins er farinn að blanda sér meira og > minna inn í málefni, sem dómstólum er alsendls óvið- \ Framhald á bls. 3. Gengislækkun Framh. af bls. 1. Úvænt atvik villtu almenningi sýn . . . og huldu honum staðreyndir... r Því er ekki að leyna, að fjöldinn allur tók mark á þess um ósvífnu blekkingarskrif- um stjórnvaldanna og lét næga atvinnu og góðæri hafa áhrif á sig í þeim efnum. Fólk uggði ekki að sér og lét sér fátt um finnast, enda þótt aug ljós væru voðatákn á himni í sambandi við vaxandi dýr- tíð og rýrnandi kaupmátt launa sinna. Óvænt atvik og óskyldar aðstæður réðu þann ig hugsunargangi almennings, því órækar staðreyndir um næga atvinnu og góðæri villtu sýn. Almenningur trúði því bókstaflega, að samhengi væri hér á milli — og að augna- bliks-velmegun jafngilti fram tíðar-velsæld Rikisstjórnin hefur hingað til hangið í þessari hengingaról og gjörir enn þá, svo lygilegt, sem það annars er, ef þess er gætt hversu augljós og illkynjaður sjúkdómur sá er sem herjar á efnahag íslenzku þjóðarinn- ar. Nú virðist hins vegar sem ríkisstjórnin sjái sér eigi fært lengur að halda almenningi í þeirri villutrú, að efnahags- líf þjóðarinnar sé í fyllsta lagi. Bæjar- og sveitarstjórn- arkosningarnar eru um garð gengnar, og fyrirséð gengis- felling verður ekki lengur fal in fyrir þjóðinni, hvernig svo sem reynt væri að gjöra slíkt. Þegar svo er komið, að blekk- ingarstarf ríkisstjórnarinnar verður með engum ráðum lengur falin fyrir þjóðinni, hvernig svo sem reynt væri að gjöra slíkt. Þegar svo er komið, að blekkingarstarf rik isstjórnarinnar verður með engum ráðum lengur hjúpað faldi nægrar atvinnu og góð- æris, þá eru „góð ráð dýr“. Bólgin af kólgu Viðreisnin er . . . ! ! Dagblaðið Vísir er látið riða á vaðið og tilkynna þjóðinni að „kólga sé framundan" I mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar, sj ávarútvegin- um og að „mjög óraunsœtt sé að búast við þvi, að fiskiðnað- urinn geti tekið á sig kostn- aðar og kauphœkkanir og mcett þeim vegna verðhœkk- ana á erlendum mörkuðum." — Þá veit fólkið það — sem alþjóð mátti raunar vera löngu ljóst, ef hin ósvífna blekkingarstarfsemi hefði eigi verið látin þruma út úr hverri setningu ríkisstj órnarblað- anna á undanförnum árum. Látlaust hefur verið skrökvað að þjóðinni og ekkert til spar- að í þeim efnum, þar til loks nú s.l. laugardag, að Vísir upp lýsir, að „fyrr en seinna kem- ur að þvi, MEÐ ÁFRAMHALD- jiiiiiiiiiiiiiiiifiiiitmiiii 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 111111111111111111111111111 LEIBARLJÓS SIR WINSTON CHURCHILL (1874-1965) Hinn mikli leiðtogi Breta á þessari öld boðaði á þingi sem forsætisráðherra hinn 13. maí 1940 algjöra styrj- öld gegn ógnherjum Adolfs Hitlers — „á sjó, landi og í lofti, með öllum mætti okkar og öllum þeim styrk, sem Guð gefur okkur." — Hvatningarorð hins brezka stjórnmálaskörungs á þessari örlagastundu voru: „Sigur — sigur, hvað sem hann kostar, sigur, þrátt fyrir allar ógnir, sigur — hversu löng og örðug, sem brautin kann að verða“. — Þetta stórmenni tuttugustu aldarinnar — mælskumað- urinn, stjórnmálamaðurinn og sagnfræðingurinn — fékk bókmenntaverðlaun Nobels árið 1953. Æfiferill þessa merka manns er ann- ars öllum almenningi kunnur. Leiðarljós sitt fann Sir Winston Churchill í Biblíunni eins og eftirfar- andi ummæli hans sýria: „Vér höfnum með"'fyrir- Winston Churchill litningu öllum þessum vis- inda- og úthugsuðu goð- sögnum um, að Móse hafi einungis verið helgisagna- persóna, sem prestastéttin og fólkið notaði sem fyrir- mynd um þjóðfélagslegar, siðgœðislegar og trúarlegar skipanir. Vér trúum, að hin rétta vísindalega stefna og hið skynsamlegasta sjónar- mið sé, að fólk taki hina sögulegu frásögn Bibliunn- ar BÓKSTAFLEGA. Vér get um verið örugglega viss um, að allir þessir hlutir gerð- ust einmitt, eins og þeim er lýst í Heilagri ritningu. Vér hvílum örugg á — „hinu ósigrandi bjargi Ritningarinnar.“ “ iiiiiiiiiiiiimmiii 11111111111111111 ii n m n 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ANDI HÆKKUNARSTEFNU, AÐ FRAMLEIÐSLUKOSTN- AÐUR ÍSLENZKRA SJÁVAR- AFURÐA VERÐUR ORÐINN SVO HÁR AÐ ÞÆR VERÐA ALLS EKKI SAMKEPPNIS- HÆFAR Á ERLENDUM MÖRKUÐUM. — ÞÁ ER EKKI NEMA EITT RÁÐ: GENGIS- LÆKKUN.“ Og Visir heldur áfram og segir: „Með hinni skammsýnu kauphækkunar og kröfupólitík er því verið að kalla á gengislækkun.“ — Ekki vill Vísir viðurkenna það, að óheillavænleg efnahags- málastefna ríkisstjórnarinn- ar eigi hér nokkurn hlut að máli — heldur eru það menn- irnir innan verkalýðssamtak- anna, sem ryðja brautina fyrir gengislækkun íslenzku krón- unnar! — Hvar er nú komið? — Á almenningur virkilega að trúa því, að viðreisnarpólitík ríkisstjórnarinnar hafi bogn- að fyrir „auðvirðilegum verka lýð?“ — Og hvar er nú hetju- lund þeirrar ríkisstjórnar, sem sífellt hefur talið almenningi trú um það, að VELMEGUN þjóðarinnar hefði á undan- förnum sjö árum risið allt til himinhæða! „West-side story“ í Alþýðublaðinu um fokvonda menn...! Alþýðublaðið hlakkar yfir því, að nú séu vinnuveitendur orðnir fokvondir! Höfundur greinar þeirra, sem um þessi mál fjalla s.l. sunnudag er að sjálfsögðu „West-side- story“-maðurinn, Benedikt Gröndal, og sá hefur frá mörgu og merkilegu að segja! Benedikt ræðir um tímarits- grein vinnuveitenda, sem hann segir hafa birt allþung skrif í garð Alþýðuflokksins! Vill greinarhöfundur Alþýðu- blaðsins rekja þessa fokreiði vinnuveitenda til þess, að ís- lenzkir kapitalistar hafi ekki náð tengslum við álbræðslu- sambandið svissneska á þann hátt, sem þeir hafi helzt kos- ið, en það var að gera Ál- bræðsluna aðila að Vinnuveit- Framh. á bls. 3 ígulkerið — Framh. af bls. 5 ir frásagnargáfu íþrótta- fréttaritara okkar, öldung- is eins og forfeðra þeirra. Og því skal aldrei trúað, með tilliti til þeirra afreka, sem þeir vinna dagsdaglega á íþróttasíðum dagblað- anna, að þá yrðu ekki aft- ur til íslendingasögur. Og þó að stílsnilldin yrði ef til vill eilítið minni, þá mundi frásagnargáfan áreiðan- lega vega upp á móti því . . . og vel það. IAUGLÝSIÐ í NÝJUIV? STORMI | 1 '^IIIiiIHI—MH'illTTilll IIUSBTPl&'IIIW'MWIil ........................................................................................................................................................Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.