Nýr Stormur


Nýr Stormur - 10.06.1966, Síða 3

Nýr Stormur - 10.06.1966, Síða 3
FÖSTUDAGUR 10. júní 1966 3 LOG og RETTUR Framhald af bls. 2. komandi, t. d. með því að hafa áhrif á framkvæmda- stjórn landsins, ellegar sniðganga skýlaus lagaákvæði, ef svo ber undir. Hér eru stjórnarskrárákvæði um verksvið dómstól- anna þverbrotin.. Þegar þannig er málum komið mun draga að því, að almenningur hljóti fyrr en síðar að andæfa og krefj- ast þess, að breytt verði um stefnu í réttarfarsmálum og þeim mönnum, sem gerzt hafa sekir um augljós dómglöp víkji úr embætti og verði fengin önnur störf, sem betur henta þeim! — ffl Það hefur löngum þótt óviðeigandi og jafnvel and- stætt lögum, að gagnrýna dóma Hæstaréttar! Hér er þó um reginmisskilning að rœða, því ef al- menningi þykir dómstóllinn eigi fara að lögum, þá ber hverjum og einum fullkominn réttur til að gera aðfinnslur, enda vœri það óforsvaranlegt, ef œðsta dómstóli landsins héldist það uppi að misþyrma réttar- vitund þjóðarinnar, með hverjum þeim hœtti, sem það annars vœri gjört. Sjálf þjóðin vill búa við réttlæti, en foragtar rangs- leitni í hverri mynd, sem hún birtist! Þetta er mergurinn málsins — og þetta verða dóm- stólar að skilja — hvað sem tautar! Annað er ósvinna og verður eigi liðið! Hver er Evans? Hin fræga sakamálasaga Agatha Christie WHY DIDN’T THEY ASK EVANS? er komin út á íslenzku HVER ER EVANS er 320 bls. bók og kostar kr. 113,00 með söluskatti. riiistear — Framh. af bls. 12. verzlunardómi milli víxil- skuldarans og eiganda mun- anna, „á mál þetta eigi leng- ur heima fyrir Hœstarétti. — Ber því að vísa þvi frá dómi.“ Samkvæmt ofangreindu er augljóst að mál þetta hefur þó einhvern tíma átt heima fyrir Hæstarétti, en eftir að þeir aðilar, sem eigandi mun anna taldi hafa traðkað á rétti sinum höfðu læðupokast upp í fógetarétt og meira að segja eftir að þeim hafði rétti lega verið stefnt til Hæsta- réttar, þá er málinu vísað frá og eigandinn jafnframt dæmd ur til að greiða aðeins einum af þremur stefndu málskostn að! Tekið skal fram, að það var ekki sá sem á í máli við eigandann fyrir sjó- og verzl- unardómi, heldur annar lög- fræðinganna Enginn grein er gerð fyrir þessu atriði og er engin leið að skilja hvað Hæstiréttur meinar með því, að láta þann sem leitar réttar síns á löglegan hátt verða að kosta allan mála- reksturinn, sem skiptir þús- undum króna, auk þess sem hann er dæmdur til að greiða einum hinna stefndu kr. 6000 í málskostnað. Hafi málið ekki átt lengur heima fyrir Hæsta- rétti — þá hlýtur það sam- kvæmt þessu orðalagi að hafa átt þar einhvern tíma heima, hvað sem öðru líður — og það var áður en hinir stefndu máls aðilar gerðu upp sín á milli og leystu fjárnámið af eign um áfrýjandans. Nú er spurn- ingin: „Hvers á sá að gjalda, sem skv. þessu hefur rétti- lega höfðað mál fyrir Hæsta- rétti og ekkert annað er til- komið en að hinir stefndu höfðu leyst fjárnámið af eign unum löngu EFTIR að málið var höfðað fyrir Hæstarétti, og sá sem áfrýjaði er síðan lát inn bera kostnað af öllu mál- inu, sem var mjög mikill og skipti mörgum þúsundum króna?“! — Getur hver sem er skv. þessari dómsniður- stöðu Hæstaréttar bent á Morgunblaðshöllina til fjár- náms fyrir skuldum sínum og síðan leyst fjárnámið af Höll inni seinna og eftir áfrýjun, eigi að síður látið Mogga borga brúsann af slíkum að- förum?!! Ef til vill verður ofangreind ur dómur Hæstaréttar tekinn rækilegar til meðferðar síð- ar í blaðinu ásamt fleiri furðu dómum, en það er svo önnur saga. Gengislækkun — Framh. af bls. 2. endasambandinu íslenzka! — Kveður Benedikt það hafa verið sitt verk (og Alþýðu- flokksins) að koma í veg fyrir að slíkt mætti takast. Þá segir greinarhöfundur enn fremur að Álbræðslan gæti styrkt mjög samtök vinnuveitenda, starfsfólk Álbræðslunnar verð ur íslenzkt og myndi því að sjálfsögðu vera í íslenzkum verkalýðsfélögum — en hér á landi séu stöðug átök milli verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda um kaup og kjör. — Nú leyfir Nýr Stormur að læða þeirri látlausu spurn- ingu inn í þetta mál: „Hvern- ig stendur á þessum sífelldu átökum milli íslenzks verka- lýðs og íslenzkra vinnuveit- enda um kaup og kjör — ef allt er í himnalagi í efnahags- málum þjöðarinnar — eins og ríkisstjórn og stjórnarflokkar hafa ávallt haldið fram?“ — Hefur stjórnarliðið ef til vill ekki ávallt sagt sannleikann í þessum efnum, þegar mál- gögn þess hafa haldið því sýnkt og heilagt fram, aö við- reisn og velmegun færi blóm- strandi og hefði gert allt frá því stj órnarf lokkarnir tóku við völdum fyrir sjö árum?! Eða er það einungis Benedikt Gröndal, sem óvart hefur nú hlaupið á sig — aldrei þessu vant?! — Máske að almenn- ingur fari að sjá hvað upp snýr áður en lýkur — og taki eftirleiðis með varúð allar full yrðingar ríkisstjórnarinnar um „heilbrigt og batnandi efnahagslíf þjóðarinnar ís- lenzku“?! Ef hins vegar væri betur skyggnst inn í launastíga þá, sem stjórnarflokkarnir hafa hingað til gengið, mætti kannske sjá glitta í ljósið frá þeim grútarlampa, sem nú á að bregða upp á baðstofuloft íslenzks almennings á næst- unni. Þegar stjórnarflokkarn- ir hafa einangrast í sinum eigin blekkingarvef — og verkföll — kauphækkanir — og vaxandi vöruverð fer að segja til sín, þá mætti ætla að stjórnin reyndi enn að grípa til einhverra ráða til að geta eilítið lengur setið við „völd“ á íslandi. '— Trúlega myndi það henta einkar vel, að geta bent almenningi á þá staðreynd — AÐ ALLT VÆRI SVO SEM í HIMNALAGI — þrátt fyrir gengislækkun, sem óhjákvæmilega myndi sigla í kjölfar nýrra kauphækkana og vaxandi vöruverðs — því atvinnumöguleikarnir hefðu sízt rýrnað, né kaupmáttur launþega — þar eð Álbræðsl- an væri þá orðin allra meina bót — og ekkert væri að ótt- ast í sambandi við efnahags- líf þjóðarinnar!! — Aðeins eitt er eftir — skyldi íslenzka þjóðarheildin enn láta blekkj- ast um sinn? Mörgum mun þó sýnast mál sé að linni . . . ! Núverandi ríkisstjórn og stuðningsflokkar hennar á Alþingi eiga nú bráðlega í vændum að fá að standa frammi fyrir íslenzkum kjós- endum — þar sem þeir loks neyðast til að gera íslenzku þjóðinni skil þeirra gífurlegu skulda, sem ógoldnar eru enn — og þá er hætt við grið- rofum milli núverandi stjórn- valda og íslenzks almenn- ings . . . ! Hætt er við að ekki náist fullar sáttir strax með þessum aðilum — þeg- ar endanlegt uppgjör liggur fyrir.. „Dragbítar í íslenzku þjóðlífi" Framh. af bls. 5. arheildin öðlast örugga forsjá. Þá fyrst er þess að vænta að hún muni geta lifað ánægð í ríki hagsældar við eðlilegar og jafngóðar aðstæöur. Illu heilli hafa nokkrir frekir og skamm- sýnir sérgæðamenn náð æðstu völdum innan allra íslenzku stjórnmálaflokkanna, en hinir þroskaðri velvildarmenn al- þýðunnar hafa hvergi komizt að stjórnvellinum. Þeir bíða samt þolinmóðir álengdar — reiðubúnir hvenær sem kallið kemur frá fjöldanum. — Blekkingar, lygar og auðsæld hafa fleytt skuggasveinum til valda — en vonandi verður þess eigi langt að bíða, að þessir dragbítar í íslenzku þjóðlífi hverfi á burtu með óheillaverkum sínum. Allt bendir til að svo verði í náinni framtíð og vonandi fer að rofa til í þessum málum. Síðar mun Nýr Stormur gera þessu máli nánar skil og þá reyna að færa rök að því, hverjir þurfi og verði að hverfa úr forustu stjórnmálaflokkanna — og hverjir séu liklegastir til að koma i staðinn! imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii I Orðskviðir | Því aö speki mun koma í hjarta þitt og þekking veröa sálu þinni yndisleg; | aðgætni mun vernda þig og hyggindin varðveita þig, — | til þess að vernda þig frá vegi hins illa, frá þeim mönnum, sem fara með fals, | sem yfirgefa stigu einlægninnar og ganga á vegum myrkursins, | sem hafa gleði af því að gjöra illt. Orðskviffir Salomons | ef hún væri þar aðili, þvi njiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiii

x

Nýr Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.