Nýr Stormur - 10.06.1966, Page 4
FÖSTUDAGUR 10. jónf 1966
!
Ódeigur skrifar pistiíinn:
Nú hefur hin nýkjörna
borgarstjórn Reykjavikur
komið saman til fundar i
fyrsta sinn----og þá þyk-
ir mér rétt að gjöra grein
fyrir sjónarmiðum mínum
í sambandi við hin nýju
viðhorf, sem skapast hafa
— þegar litið er til kosn-
ingaúrslitanna í heild.
Einkum þykir mér rétt og
sjálfsagt að víkja nokkrum
orðum að því, sem mestu
máli skiptir, en þaö eru lof-
orð allra þeirra flokka, sem
höfðu lista í kjöri til þess-
arra kosninga í Reykjavík.
Almenningur á heimt-
ingu á því, a'ð gjört sé
aimað og meira heldur en
að gefa gullin loforð fyrir
kosningar, þvi loforðin
verður að efna!
Rétt er að gefa lesend-
um nokkra innsýn í það,
sem fylgir réttindum og
skyldum þeirra frambjóð-
enda, sem náð hafa kjöri
til borgarstjórnar!
Borgarfulltrúastöðunnl
fylgir annað og meira held-
ur en að mæta á borgar-
stjórnarfundum — og deila
þar um menn og málefni,
— eða skiptast á skoðun-
um í sambandi við fram-
kvæmd verkefna sem fyrir
liggja hverju sinni!
Það er kölluð borgaraleg
skylda, að taka kjöri í borg-
arstjórn;
/ þeirri skyldu fellst sá
ábyrgðarhluti, að gœta
hagsmuna borgarbúa í öll-
um atriðum, sem snerta
borgarmálefnin
Þar á móti hafa fulltrú-
amir svo rétt til að láta
sannfœringu sína ráða um
lausn málefnanna — en þó
innan þess ramma, sem
þeir sjálfir hafa gefið lof-
orð fyrirfram um!
¥ A ♦ *
„Allir stjórnmálaflokkarnir
sammála í Reykjavík..!!“
Verður að ætla, að sú
meginregla gildi hér, að
sérhver kjósandi hafi ljáð
atkvæði sitt í þeim til-
gangi------og til að stuðla
að því, að sá flokkur sem
hann hefur kosið — hafi
hlotið atkvæðið vegna
trausts kjósandans á því,
að byggja megi á því, að
þeim stefnuskráratriðum
sé framfylgt, sem fyrir
lágu — áður en kjör full-
trúanna fór fram!
Nú hafa allir fjórir
stjórnmálaflokkarnir birt
fyrir kosningarnar ákveðna
stefnuskrá — og allir fram
bjóðendur orðið sammála
um framkvæmd hennar —
— eftir því sem þeir frekast
hafa bolmagn til-----mið-
að við kjörfylgi og fulltrúa-
tölu í borgarstjóm!
— Það er óþarft og langt
mál að birta hér stefnu-
skrár allra flokkanna, enda
tel ég þess ekki þörf.
Því hefur verið gerð nægi
leg skil í flokksblöðunum
fyrir kosningar — og ein-
mitt þar hefur hver og einn
kjósandi átt þess kost, að
kynna sér þau til hlítar!
Ég læt því nægja að víkja
að þeim staðreyndum —,
sem mestu skipta máli —
og telja verður megingrund
völl!
Sj álfstæðisflokkurinn gaf
að venju út sína Bláu bók,
þar sem flokkurinn greindi
stefnumál sín----------og
loforð um ákveðnar og fyr-
irhugaðar framkvæmdir,
sem hann kvaðst myndu
hrinda áfram og standa við
— ef hann fengi nægilegt
kjörfylgi — og næga tölu
borgarfulltrúa til að
stjórna á eindæmi málefn-
um borgarinnar næsta kjör
tímabil!
Góðu heilli fór svo, að
Sjálfstœðisflokkurinn fékk
nœgilegt hlutfallslegt
traust til að fara einn með
stjórn borgarinnar nœstu
fjögur árin!
¥ * ♦ *
„Nú er allt komið í ein-
daga . . . bæði gömul og
ný kosningaloforð ... “ !
Það eru staðreyndir, að
þessi flokkur — sem hefur
stjómað um fjörutíu ára
bil — hefur eigi staðið fylli
lega í stykkinu — og fer
víðs fjarri að hann hafi til
fulls efnt öll kosningaloforð
sín .
— Þeim mun írekar verð-
ur hann að gjöra betur nú
— ef bæta á upp allt það
sem á vantar — auk þeirra
viðbótarloforða, sem nú
voru gefin!
Aldrei hefur það skeð
fyrr, svo ég muni, að and-
stöðuflokkarnir hafi allir
orðið sammála í megin-
máli — en það skeði nú —
því þeir urðu á eitt sáttir
um það — — með Sjálf-
stæðisflokknum — að fela
honum meirihluta í borg-
arstjórn--------gegn því
einu fororði þó — að hann
stœði í einu og öllu við gef-
in kosningaloforð!
Minnihlutaflokkarnir
gerðu nú ekki kröfur til
þess, að kjósendur felldu
meirihlutastjórn Sjálfstæð
isflokksins-----heldur ein
ungis lofuðu því, að veita
meirihluta Sjálfstœðis-
flokksins i borgarstjórn
nauðsynlegt og aðkallandi
AÐHALD í sambandi við
alla framkvœmd borgarmál
efnanna!
Alþýðubandalag, Alþýðu-
flokkur og Framsóknar-
flokkur voru hér á einu
máli------og er það vel!
Þessir þrír flokkar gerðu
eigi kröfur til kjósenda um
að veita sér brautargengi
til að fella meirihluta Sjálf
stæðisflokksins að þessu
sinni-----heldur brýndu
kjósendur á þvi einu að
veita meirihlutanum verð-
uga áminningu-------með
því að RÝRA kjörfylgi Sjálf
stœðisflokksins-----en að
sama skapi að ATJKA kjör-
fylgi minnihlutaflokkanna,
svo þeir fengju nægilega
marga fulltrúa til þess að
veita öflugt AÐHALD þeim
flokki, sem krafðist þess, að
fá enn einu sinni hreinan
meirihluta borgarfulltrúa
til. að stjórna borginni
nœsta kjörtímabil!
Reyndin varð og sú, að
kjósendur hlýddu kallinu
og juku kjörfylgi minni-
hlutaflokkanna — að sama
skapi og þeir rýrðu fylgi
Sjálfstœðisflokksins!
V A ♦ *
„Hagkvæmari úrslita var
alls ekki aS vænta...! “
Mjótt var á mununum,
því aðeins skorti Framsókn
arflokkinn tæp 400 atkvæði
til að fella meirihlutavald
Sj álf stæðisf lokksins!
Forlögin urðu jhins vegar
öllum flokkunum velviljuð
— og nú hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn einungis eins
atkvæðis mun í borgar-
stjórn
Minnihlutaflokkarnir
voru enda ekki undir það
búnir að taka við stjórn
borgarinnar — — og
bjuggu sig heldur ekki und
ir slíkt.
Úrslit kesninganna gátu
því alls ekki orðið betri og
hagkvœmari, heldur en
raun varð á!
Borgarbúar mega því
sannarlega fagna úrslitum
kosninganna!
Ef allt fer sem lofað er
— — og ætla má að ó-
reyndu,-----þá ætti vissu-
lega meira og farsælla starf
að vera unnið í þágu borg-
arbúa á næsta kjörtíma-
bili — heldur en nokkru
sinni fyrr!
Kosningaúrslitin hafa
hins vegar lagt öllum stjórn
málaflokkunum ríkar skyld
ur á herðar!
Aldrei áður hafa borg-
arar Reykjavíkur mátt vera
vonbetri um heilladrjúga
stjórn en á komandi og ný-
byrjuðu kjörtímabili!
Það er þetta marglofaða
AÐHALD minnihlutaflokk-
cmna, sem hlýtur að vera
mest fagnaðarefni kjós-
endum!
Það eru brigður — ef
ekki verður staðið við gef-
in loforð um strangt og ná-
kvœmt AÐHALD gagnvart
meirihlutanum!
Það væru og stærri svik
við reykvíska borgara —
en nokkru sinni fyrr
— ef Sj álfstæðisflokkurinn
hvarflaði frá loforðum sín-
um núna-------þegar þess
er gætt, að minnihluta-
flokkarnir eru allir sam-
mála um að leyfa Sjálf-
stœðisflokknum að stjórna
borginni — — í trausti
þess, að hvergi vœri kvikað
frá því að vinna verkefn-
in af kostgœfni — sem
flokkurinn hefur tekizt á
hendur að framkvœma
Að öðrum kosti myndi
Sjálfstæðisflokkurinn gjör-
samlega bregðast trúnaði
við reykvíska kjósendur —
— og raunar einnig forustu
minnihlutaf lokkanna!
¥ * ♦ *
„Allir flokkarnir hafa feng-
ið traust... og bera sam-
eiginlegar skyldur...! “
Honum yrði alls ekki
treystandi oftar — ef út af
vœri brugðið i þessum efn-
um!
Þar á móti verða og
hljóta minnihlutaflokkarn-
ir ALLIR að gjöra það, sem
þeir hafa tekið að sér —
— og veita meirihlutanum
öflugt AÐHALD svo sem
þeir hafa lofað að gjöra!
En hvernig verður þetta
AÐHALD bezt framkvæmt?
Það er auðvelt að gera
grein fyrir því?
Borgarfulltrúar eru skyld
ugir til að gegna hlutverki
sinu á raunhœfan hátt og
með skynsamlegum aðgjörð
um.
Þessi skylda er i þvi fólg
in, að fylgjast með öllum
málefnum og framkvœmd-
um borgaryfirvaldanna!
Sérstaklega ber minni-
hlutafulltrúunum að rœkja
þessa skyldu sina — með
þvi að afla sér nauðsyn-
legra upplýsinga um ALLT
það, sem lítur að borgar-
stjórninni i smáu og stóru!
Þetta verður einungis
gert með þvi að kynna sér
alla framkvœmdastjórn
borgarinnar og þá sérstak-
lega starfsemi og fjármála-
rekstur hinna einstöku em-
bœttismanna borgarinnar!
Það er og réttur og
skylda borgarfulltrúa að
fylgja fast eftir í þessum
efnum — þvi annars . er
ekki um að rœða NAUÐ-
SYNLEGT AÐHALD!
Borgarfulltrúar minni-
hlutans verða að skilja það
— að með kjöri sinu hafa
þeir ekki aðeins öðlast rétt
til setu i borgarstjórn —
heldur miklu frekar TEK-
IÐ AÐ SÉR ÞÁ SKYLDU,
að vera hvarvetna á verði
gagnvart embœttisrekstrin
um sjálfum og FJÁRMÁLA
STJÓRNINNI
Þetta starf verður eigi
framkvæmt með öðrum
hætti heldur en þeim, að
KYNNA SÉR ALLAN BORG
ARREKSTURINN AF EIG-
IN RAUNH
V A ♦ *
„Borgarfulltrúar minni-
hlutans verffa að fylgjast
persónulega meff öllum
borgarrekstrinum ...! “
Það er alls ekki nóg að
spyrjast fyrir--------og
heyra svo borgarstjóra
segja frá!!
Fulltrúar minnihlutans
verða að leggja það á sig
— að VERA SJÁLFIR Á
VERÐI — með því bókstaf
lega að SITJA YFIR EM-
BÆTTISMÖNNUNUM OG
UNDIRMÖNNUM ÞEIRRA
og FARA í GEGNUM ALLT
BÓKHALD OG SKRÁNING
AR hinna ýmsu deilda fram
kvœmdarstjórnar borgar-
innar!
Síðast og ekki síst, að
AFLA SÉR PERSÓNULEGA
ALLRA UPPLÝSINGA UM
FJÁRREIÐUR BORGAR-
INNAR!
Til þess að þetta komi
að gagni, þá verða borgar-
fulltrúar minnihlutans að
skipta með sér verkefnum
----eða vinna þau á víxl!
Borgarfulltrúum er skylt
að vinna öll þessi verkefni
af nákvœmni og natni, ef
vel á að vera — og til
þessa hafa þeir lagalegan
rétt og skyldu!
Óráðsía og bruðl með
fé borgaranna verður eigi
upprætt nema til komi
slíkt eftirlit — sem l raun
réttu er hið nauðsynlega
AÐHALD!
Það þarf að fylgjast ræki
lega með því, að starfs-
menn borgarinnar vinni
verk þau, sem þeir þiggja
kaup fyrir----en séu ekki
að slugsa hér og þar í
iðjuleysi — eða við einka-
mál sin!
Það þarf að yfirfara gaum
gæfilega alla starfsemi
Gjaldheimtunnar — varð-
andi innheimtu og gjöld
borgaranna — og fyrir-
byggja, að mönnum sé mis
munað í þessum efnum!
Það er ekki nægjanlegt
að spyrja Gjaldheimtu-
stjóra um eitt eða annað
— heldur verður að afla
upplýsinganna úr fyrirliggj
andi gögnum í bókum og
öðrum skjölum!
í einu orði sagt---þá
þarf hvers konar gagn-
rýni á stjórn borgarmál-
anna að BYGGJAST Á EIG
IN KYNNUM borgarfulltrú
anna sjálfra, en ekki sögu
sögnum meirihlutans á
borgarstjórnarfundum —
----engu þarf að leyna!!
ÓDEIGUR
i
Í
♦
♦