Nýr Stormur - 10.06.1966, Side 9
g
FQSTUDAGUR 10. júiaí 1060
t>.."— “
MANNKYNS
SAGA
í dagblaðsfprmi
Skyldur og réttindi
Saurfélagi vorra daga má líkja við Pýramída, þar sem kon-
■ungurfam situr á efsta tindi. Þrepi neðar standa svo lénsmenn
hans, stærri og minni. Síðan kemur svo aðallinn, lénsmenn léns-
mannanna. Grunnurinn samanstendur síðan af hinu frjálsa fólki,
fófki sem leysir af þau störf í þjóðfélaginu, sem vinna skal.
I konunginum er ekki aSeins að finna hinn æðsta lénsmann,
heldur og hinn æðsta dómara, verndara kirkjunnar og hinna
vamarlausu og verndara hins innri friðar. Embætti konungsins
fær sérstaka þýðingu með hinni hátíðlegu krýningu: hinn æðsta
af lénsmönnunum verður á þennan hátt „konungur af guðs náð“
(Dei gratia).
Vorir tímar sakna höfuðstaðar í fornri merkingu — Róm í
ítalíu, Aþenu í Grikklandi.
Konungurinn er venjulega á ferðalagi milli borga eða konungs-
gaTða, þar sem hann dvelst skemmri eða lengri tíma, til að fylgj-
ast með framleiðslu þegnanna og sjá um að skattar og aðrar
skyldur séu réttilega af hendi leystar, kveða upp dóma og sinna
öðrum stjómarstörfum.
Venjulega er íbúum landanna skipt niður í þrjár stéttir. —
Geistlega stéttin, klerkar og kennimenn sjá um hið kristilega
uppeldi og lifa samkvæmt því.
Aðallinn, sem hefir hin veraldlegu völd í höndum og hið vinn-
andi fólk, sem hefir næstum því engin pólitísk réttindi.
Hvað réttarstöðu íbúa landanna viðkemur, er um að ræða mjög
skýrar Iínur meðal vissra stétta. Pullkomlega réttlaus eru þræl-
amir, sem að vísu eru í minnihluta víðast hvar. Þræl má selja
og kaupa að geðþótta eigendanna; hann er aðeins vinnudýr og
er refsað án nokkurs réttlætis, ef eigandanum býður svo við að
horfa. Verði frjáls maður þræli að bana, ber honum að gjalda
skaðabætur, en að sjálfsögðu ekki fjölskyldu þrælsins, hfiídur
eigandanum.
Brjóti þrællinn af sér, ber hann sj&lfur ekki ábyrgðina, heldur
eigandinn. Þrældómur er ekki sama og ánauð. Herramaðurinn
hefir ekki óskertann rétt yfir hinum ánauðugu, sem eru hálf-
frjálsir landsetar. En allt sitt líf er hinn ánauðugi bundinn til
að yrkja jörð herra síns og skyldan færist yfir á herðar afkom-
endanna. Þessi skylda er auðvitað gerð með það fyrir augum
að veita landeigendum ódýrt vinnuafl, til þess að geta greitt
leiguna af lénunum.
Hinir ánauðugu mega ekki selja eignir sínar eða arfleiða þær
öðrum.
Ofar hinum ánauðugu standa svo hinir frjálsu bændur. Enn
aðeins á fáum stöðum í Ölpunum hafa bændurnir algjörlega
frjálsar hendur með sína jörð og afrakstur hennar, en allstaðar
annarsstaðar verða bændur að greið lénsherrunum skatta. Auk
þess verða þeir víða að vinna ákveðin dagsverk á höfuðbólunum
eða greiða jarðrentu. Frelsi þeirra er einkum fólgið í því að þeir
mega selja og kaupa jörð í samráði við lénsherrann.
Hinn félagslegi munur, sem er á stöðu aðalsmanna og bænda,
kemur fram í mörgum myndum. Það sem einum er leyfilegt,
er ef til vill öðrum bannað. Til dæmis er veiðirétturinn einungis
fyrir aðalinn og ver hann þessi réttindi sín af mikilli hörku.
Þung viðurlög eru bændum og öðrum gerð gegn því að veiða
villt dýr og er þeim bannað að eiga boga og örvar, dýragildrur
og veiðihunda. Hirtir, villisvín og rádýr mega ganga á jörðum
bændanna, án þess að við þeim verði stuggað, og skiptir þá
engu þótt þau traðki niður og eyðileggi uppskeruna. Jafnvel er
sumsstaðar aðlinum einum leyfilegt að ala kanínur og dúfur.
Réttindi borgarbúa eru annars eðlis en bændanna. Sumar
borgir hafa eigin stjórn og lög, meðan aðrar heyra undir krún-
una og lénsherrann. 1 stórum dráttum má segja að borgarbúar
njóti meiri réttinda en bændur.
Lægri aðallinn, hinir minni lénsherrar, sem hafa lén sín af
öðrum lénsherrum, eru bundnir þeim en ekki konunginum.
Milli konungs og kirkju er venjulega gott samkomulag. Kirkj-
an tekur ekki á vorum dögum — þrátt fyrir auðæfi sín — ekki
mikinn þátt í veraldlegum málum. Vald páfadómsins er að vísu
míkið í afgerandi málum, en hinar ýmsu kirkjur hinna ýmsu
þjóðlanda, styðjast að mestu leyti við hið þjóðlega veraldlega vald
og sumstaðar eru háttsettir kirkjunnar menn í ráðum með hin-
um veraldlegu þjóðhöfðingjum.
Eins og sjá má, er skyldum samfélagsins deilt á h 'gs-
meðlimina, þótt réttindunum sé að mestu skipt a fárra
manna hendur.
Rögnvaldur jarl klippir hár Haralds hárfagra
Haraldur háríagri
lætur klippa sig
Sór að hann myndi hvorki skera hár sitt né skegg
fyrr en hann hefði náð undir sig öllum Noregi.
Lúna sigruð —
Framh. af bls. 8.
hefði verið sú að taka kristna
trú og fá kristilega greftrun.
Innrás í kirkjuna
Eftir þetta álitum við, að hark
an hefði brunnið upp. Eftir
nokkrar viðræður fengu víking-
arnir leyfi ti lað bera hinn dauða
höfðingja sinn upp í stærstu
kirkju borgarinnar, þar sem
biskupinn hafði á meðan safn-
að saman íbúum borgarinnar
til að vera vitni að því, hvern-
ig sannleikurinn nær að lokum
jafnvel hinum daufustu eyrum,
og hvernig iðrun og yfirbót get-
ur jafnvel náð til hinna forhert-
ustu.
Börur höfðingjans voru
skreyttar fögru klæði og settar
fyrir framan háaltarið og hinir
hraustu hermenn stóðu hljóðir
og kyrrir fyrir framan altarið,
meðan biskupinn gekk fram til
að syngja hina heilögu messu.
Einmitt á því andartaki
spratt Hasting upp frá bör-
unum, kastaði líkklæðunum
til hKðar og klauf enni bisk-
upsins með öxi sinni. Lamað-
ir af ótta stóðu borgarbúar
þétt saman í kirkjunni, með-
an víkingarnir drógu upp vopn
sín undan skikkjunum og réð-
ust á varnarlausa kirkjugest-
ina. Margir menn, konur og
börn, voru drepin og limlest
er víkingarnir brutu sér leið
út úr kirkjunni. Þeir geystust
niður göturnar að ströndinni,
en rændu verzlanirnar á leið-
inni og fóru með þungar byrð-
ar af allskonar verðmætum,
niður að herbúðunum í gegn-
um borgarhliðin.
Þaðan hlupu þeir svo niður að
skipunum, sem voru reiðubúin
til að sigla, áður en borgarbú-
ar kæmu því við að ná vopn-
um sínum og veita þeim eftir-
för.
Þrátt fyrir að tjón borgarinn-
ar yrði í raun og veru lítið,
hefir þetta þó verið óhugnan-
legur atburður. Afleiðingamar
eru auðvitað smávægilegar á
móts við það sem hin norðlæg-
ari lönd hafa orðið að þola.
ísland fundlff —
Framh. af bls. 8.
marsson. Þeir urðu ósáttir við
sonu Atla jarls á Gaulum og
felldu tvo þeirra í orrustu. Náðu
þeir sættum við jarlinn, en létu
eignir sínar í sonarbætur. Þeir
fóstbræður bjuggu þá skip mik-
ið, er þeir áttu, cg fóru að leita
Iands þess, er Hrafr.a-Flóki
hafði fundið og kallað var Is-
land. Þeir fundu landið og voru
á Austfjörðum í Álftafirði hin-
um syðra um veturinn, en fóru
síðan aftur til Noregs, til að und
irbúa för sína og sinna til lands-
ins. Hjörleifur kvæntist Helgu
systur Ingólfs. Þeir mágar
bjuggu síðan skip sitt til ís-
landsferðar og létu í haf sum-
arið 870 eða 871 að tölu Ara
fróða, en 874 að sögn Landnámu
Island var albyggt á 60 árum.
Fyrst framan af komu menn á
stangli, en er Haraldur konung-
ur hárfagri tók i alvöru að beita
ofriki sínu við landslýðinn,
holdu margir það illa og stukku
úr landi. Fóru þá margir frá
Harahlur hárfagri, sonur
Hálfdáns Svarta konungs í Vest
foldu og dóttur Sigurðar Hjörts,
hefir nú í mikilli sjóorrustu í
Hafursfirði sigrað mótstöðu-
menn sína, svo að hér eftir er
ekki búist við að hann mæti
meiri mótspyrnu í Noregi.
Frá Vestfoldu ákvað Haraldur
konungur að berjast fyrir því
að sameina og leggja allan Nor-
eg undir sig og hefir barist ár
eftir ár með stöðugt meiri ár-
angri.
I baráttunni notaði hann öll
meðöl, þrátt fyrir að hann er
mjög norrænn í öllum háttum,
Noregi til íslands, þar til er Har-
aldur konungur bannaði, af því
að honum þótti landauðn nema.
Sættust menn á það, að hver
maður skyldi greiða konungi
gjald, er hingað færi, og var það
upphaf að gjaldi því, er seinna
var kallað LANDAURAR. Kon-
ungur undi því illa, að svo marg
ir þegnar hans vildu flytjast
burtu, og vildi því ná yfirráðum
vfir landinu.
Uni Garðarsson var þá send-
ur til fslands og skyldi freista
bess að leggja undir sig landið.
og tækist honum það hafði kon-
ungur heitið honum að gera
hann jarl sinn. Þegar landsmenn
vissu ætlun hans. tóku þeir að
ýfast við hann og vildu ekki
selja honum kvikfé eða vistir,
svo hann fékk eigi við haldist
ng var hann að lokum drepinn.
Um 890 var mest útstreymi til
landsins. Kom þá fjöldi manna
vestan um haf. er um lengri
eða skemmri tíma höfðu dval-
ið á írlandi. Skotlandi eða Vest-
urhafseyjum. Byggðust þá heil
héruð svo að segja í einni lotu.
séð frá evrópsku sjónarmiði. —
Meðal annars á hann níu kon-
ur, og yfirgengur þar alveg
sjálfa múhammeðstrúarmenn-
ina, sem aðeins mega hafa fjór-
ar konur.
Fjöldi norskra smákonunga
sameinuðust gegn honum og þeir
fengu aðstoð frá frjálsum norsk
um konungsdæmum í Skotlandi
og írlandi. En Haraldur hefir
sigrað og það er bersýnilega
lokasigur hans: Enginn getur
veitt honum andspymu í Noregi
í dag.
Þau ár, er konungurinn hefir
unnið að þessu lífstakmarki sínu
hefir hann hvorki látið skera
hár sitt eða skegg, vegna þess
að hann hafði svarið að gera
hvorugt þar til hann hefði náð
undir sig öllum Noregi.
Það færði honum nafnið
„Haraldur hinn hárfagri“. Það
hefir verið tilkynnt nú í kvöld
að hann hafi látið skera hár
sitt og skegg, en hinir áköfu
fylgismenn hans hafa þó ákveð
ið, að hann skuli áfram bera
nafnið „Haraldur hárfagri“.
Hinn mikli víkingur —
Framh. af bls. 8.
Viðurnefni hans „loðbrók" er
þýtt sem loðnar buxur, sé í sam
bandi við ævintýri hans með
norskri höfðingjadóttir.
Með fráfalli Ragnars, er hinn
vestræni heimur laus við óttann
af hinum herskáa víkingi, sem
kunni að nota sér öll tækifæri
til hlýtar og hlýfði engu.
En í umhverfi York eru menn
ekki eíns rólegir. Eftir norrænni
venju er föðursins hefnt og
menn telja hyggilegt að vera
við því búnir að synir Ragnars
láti sjá sig næsta sumar, eða
innan fárra ára.