Nýr Stormur


Nýr Stormur - 10.06.1966, Page 11

Nýr Stormur - 10.06.1966, Page 11
FÖSTUDAGUR 10. júní 1966 ^ORMUR 11 GUNNAR HALL: Þættir úr stjórnmálasögu íslands eftir árið 1900 SAMBANDSMÁLIÐ 1908 KOSNINGAR f DANMÖRKU Kosningar fóru fram í Dan- mörku 25. maí til fólksþings- ins sem hafði verið rofið í sambandi við hervarnarmál- in. Verður hér minnst með nokkrum orðum helztu ráð- herra sem tóku við stjórn í Danmörku. C. Th. Zahle, forsætis- og dómsmálaráðherra, er fædd- ur í Hróarskeldu 1855, og var faðir hans skósmiður. — Zahle var lögfræðingur og var lengi yfirdómslögmaður í Kaupmannahöfn, en nokkurn tima hafði hann þó á hendi ritstjórn blaðs í Árósum á Jót- landi. Zahle varð þingmaður 1895. Formaður frjálslyndari vinstri manna eftir 1904, er flokkur vinstrimanna klofnaði á þingi Christopher Kratíbe, her- málaráðherra, var lengi hér- aðsfógeti og fæddist hamn á Falstri 20. júlí 1833; Á tímabili var hann ritstjóri, en varð þingmaður árið 1864, og sat á þingi unz hann lét af þing- mennsku 1883. Árið 1895 var hann kosinn á þing og hef- ur verið það fram að þessu (1909). Formaður Fóíksþings- ins var hann 1870—1883, og siðar um hríð varaformaður, og hefur notið mikils álits í flokki vinstrimanna. Hann var einn í sambandslaganefnd inni; og þar einn hinna til- hliðrunarsömustu í garð vor íslendinga. SAMBANDSMÁLIÐ Schack, fólksþingsmaður, — sami maðurinn, er bezt orð gat sér, meðan hann var for- ingi danska varðskipsins hér við land, hélt því fram í þing- ræðu, að það, sem sjálfstæðis- flokkurinn íslenzki stefndi að, væri í raun og veru skilnað- ur. Skoraði hann á Zahle, hinn nýja forsætisráðherra, að taka sambandsmálið hið bráðasta til umræðu. Ræðu Schack’s svaraði for- sætisráðherrann á þá leið, að hann væri samningaumleit- unum af íslands hálfu eigi nægilega kunnugur, og ráð- stefnur um það mál enn eng- ar haldnar. Jafnframt gat forsætisráð- Bjarni frá Vogi herrann þess og, að hann vonaðist að „allir flokkar í danska þinginu fylgist órjúf- anlega að máli gagnvart ís- landi“. Bjarni Jónsson frá Vogi Var skipaður viðskiptaráðu nautur eða verzlunarerindreki af Birni Jónssyni, ráðherra sumarið 1909. Veitti Alþingi fjárveitingu til þessarar starf semi og varð mikill árangur af starfi hans, bæði um mark aðsbætur og ný viðskiptasam bönd fyrir fslendinga, auk kynninga sem hann stofnaði til við ýmsa atkvæðamenn meðal frændþjóða okkar, er veittu fslendingum lið síðar. Bjarni ritaði ýmsar grein- ar um sjálfstæðismálið í dönsk blöð og átti tal um sama efni við erlenda blaðamenn. Dönum gazt illa að ýmsu sem danskir blaðamenn höfðu eft- ir Bjarna og ýmsu því sem hann ritaði um málið. Skrifaði danski utanrikis- ráðherrann ráðherra íslands bréf hinn 10. nóvember 1909 og fór þess á leit, að fá að sjá erindisbréf viðskiptaráðu- nautsins. f þessu bréfi bendir hann og á það, að bæði í dönskum og norskum blöðum séu höfð pólitísk ummæli eftir hr. Bjarna Jónssyni, er sýnist lítt samrýmanleg stöðu hans, og telur utanríkisráðherra sig vera sannfærðan um það, að ráðherra íslands muni vafa- laust vera sér sammála um það, að það sé miður heppi- legt, að slík ummæli komi frá manni, er af stjórnvöldum sé viðurkenndur sem fulltrúi ís- lands, og biður því ráðherra íslands að hlutast til um, að slíkt komi eigi aftur fyrir. Jafnframt sendi utanríkis- ráðherra Dana ráðherra ís- lands úrklippur úr dönskum og norskum blöðum, til að sýna, hvaða ummæli höfð væru eftir viðskiptaráðunautn um. Bréfi þessu svaraði ráðherra íslands 17. des. 1909 á þessa leið: „Jafnframt því að endur- senda þrjú fylgiskjöl, er fylgdu bréfi hins konunglega ráðuneytis, dags. 10. f.m., að því er viðskiptaráðunaut ís- lands í útlöndum snertir, og jafnframt því að senda þýð- ingu af erindisbréfi því, er honum hefur verið fengið til bráðabirgða, þá er eigi látið hjá líða, að geta þess hérmeð, að það stafar af leiðinlegri gleymsku, að erindisbréfið hef ir eigi verið sent utanríkis- ráðuneytinu, fyrr en nú. Eins og erindisbréfið sýnir glögglega, þá liggur pólitísk starfsemi gjörsamlega fyrir utan verksviðs viðskiptaráðu- nautsins, og þykir það mjög leitt, hafi honum, en það ef- ast ráðuneytið um, farizt svo orð um sambandið milli ís- lands og Danmerkur, sem seg ir í blaðaúrklippunum, er hing að voru sendar, og hafa því verið gerðar ráðstafanir til þess að slíkt komi eigi fyrir aftur, og skyldi þó svo fara, mun viðskiptaráðunauturinn, samkvæmt 6. gr. erindisbréfs- ins, strax verða kvaddur heim. Björn Jónsson" Þessu bréfi var illa tekið af stuðningsmönnum ráðherra hér heima og einn af helztu stuðningsmönnum hans hér heima, ritaði um málið á þessa leið: Það er leitt að ráðherra ís- lands skuli hafa tekið svo í mál þetta, sem hann gerði. Fráleitt er honum ókunnugt um, að meiri hluta Alþingis er ekkert ljúfara, en það, að Bjarni Jónsson grípi pennan öðru hvoru, til að fræða út- lendinga um sjálfstæðismál vort, og um það, hversu Dan- ir taki þvi. Má og óhætt fullyrða, að það hafi að minnsta kosti vakað fyrir ýmsum af þing- mönnum meiri hlutans, er fjárveitingin til viðskiptaráðu nauta var samþykkt að heppilegt væri, að hafa mann í útlöndum, er tekið gæti svari voru erlendis og talað máli voru, ef á þyrfti að halda enda þótt aðalstarf hans sé ann- að. Enda þótt hr. Bjarni Jóns- son sé viðskiptaráðunautur vor erlendis, hefur hann að sjálfsögðu málfrelsi og rit- frelsi og það er því sannar- lega í meira lagi borginmann legt og frekjulegt, er danska utanríkisráðuneytið ætlast til þess, að ráðherra íslands hefti frelsi íslenzkra embættis- manna eða sýslumanna f greindu efni, hvort sem þeir starfa fyrir oss hér á landi eður erlendis. Hvað hr. Bjarni Jónsson kann að rita um samband fslands og Danmerkur, eða tala við erlenda blaðamenn, kemur utanríkisráðuneytinu eigi meira við, en það, sem hver annar íslenzkur borgari, er staddur er í útlöndum, kann að rita, eða tala. Þetta átti ráðherra íslands að tjá danska utanríkisráðu- neytinu berum orðum, sem utanríkisráðherra Dana virðist hafa láðst, að athuga þessa hlið málsins sem skyldi. Má hann og vita, að það er ^síst í þágu vor íslendinga, að hamla mál eða ritfrelsi landa vorra, að því er til sambands- málsins kemur, og láta Dani eina um það, að skýra það fyrir öðrum þjóðum. Bréf ráðherra vors ber því miður með sér þann undir- lægjuhátt, sem sjálfstæðis- máli voru er allt annað, en heppilegur. Bezt er að koma fram hreinlega og drengilega í hvívetna, og óefað sigurvæn- legast að því er til sambands- málsins kemur. Eins og vænta mátti var Zahle, forsætisráðherra Dana, er hann las upp téð bréf ráð- herra íslands við aðra um- ræðu fjárlaganna mjög ánægð ur yfir því, að ráðherra fs- lands skyldi vera danska ut- anríkisráðuneytinu að öllu samdóma í máli þessu. íslenzkir námsmenn í Kaup mannahöfn voru annarar skoðunar, sem sjá má af eft- irfarandi fundaráíyktun þeirra um málið: „Á fundi íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn var 12. febr., þ.á., samþykkt svolát- andi: Fundarályktun: Fundurinn telur það aug- Ijóst, að ráðherra Björn Jóns son hefir með ummælum sín- um og loforðum til Dana- stjórnar, sérstaklega viðvíkj- andi starfi viðskiptaráðu- nautsins að vettugi virt sjálf stæðisstefnu fslendinga og bakað henni tjón — og skor- ar því á hinn núverandi meiri hluta Alþingis, er nefnir sig sjálfstæðisflokk, að lýsa sig ósamþykkan þessu atferli ráð herrans. FRITZ BAADE: Paradís eða ragnarök? j — Uapphlaupið - til | — aldamótanna I 20—30% lassir og skrifandi í Indlandi og 50—60% í Tyrk- landi. Hér er enn á ný saman- burðurinn á þeim 8—900 millj ónum, sem búa viS landamæri kommúnistaríkjanna og þeim 1200 milljónum sem í þeim búa mjög óbagstæður fyrir van þróuðu löndin. Af því Tyrk- neska fólki, sem býr innan landamæra Sovétríkjanna, ganga 1 8% í skóla, en í Tyrk- landi aðeins 9% og í írak acS- eins 6%. Hægt er acS fullyrSa aS skólaganga í Indlandi og Indónesíu, er á enn lægra stigi. FagskólakerfiS í Sovétríkjun- um er svo útbreitt acS tvisvar sinnum fleiri Tyrkir ganga á fagskóla þar, en í Tyrklandi sjálfu og í háskólunum er pró- sentutalan fimm sinnum hærri. I verkfræðináminu standa Sovétríkin mjög framarlega. Þar eru útskrifacSir þrisvar sinn um fleiri verkfræSingar en í Bandaríkjunum, en þacS þýSir meira en hjá öllum hinum löndunum til samans. Kína er á leiS meS aS ná svipuSum ár- angri. VanþróuSu löndin verSa aS veita miklu meira af þjóSar- tekjum sínum til þess aS auka menntunina og skólakerfiS og uppbyggingin og háskólamálin verSa aS fá utanaSkomandi hjálp, sem verSur aS vera miklu meiri, en í dag er áætl- aS, ef þeim á aS takast aS yfir- vinna hiS erfiSa efnahagsá- stand. Frh.

x

Nýr Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.