Nýr Stormur


Nýr Stormur - 19.08.1966, Síða 2

Nýr Stormur - 19.08.1966, Síða 2
2 ^ÍftORMlIR Lög og réttur í síðasta tbl. Nýs Storms var lítillega rætt um þá ósvinnu opinberra aðila, og þá einkum þeirra, sem gæta laga og réttar, að láta það ógert, sem skylt er að gjöra, eins og t. d. það atriði, að dómarar og full- trúar þeirra, gangi á undan um að óvirða réttinn, með því að bera engin embættisklæði eða önnur einkenni, svo merkja megi vald þeirra til hvers konar dóms- starfa. Ef til vill mun einhver segja, að smálegar séu aðfinnsl ur þessar, en ef betur er að gáð, þá fer þvi víðs fjarri. Það hlýtur óumdeilanlega að vera sjálfsagt grund- vallaratriði, að dómarar og þjónar þeirra gæti þess, að virðing fyrir réttindum og skyldum sé hvarvetna í hávegum höfð. Gegnir þá einu, hvort í smáu eða stóru sé enda geta þeir aðilar, hvort heldur þeir eru hærra eða lægra settir, eigi vænzt þess, að almenningur virði lög og rétt sem skyldi, ef sjálfir handhafar dómé'válds‘'tí^'' réttar, sýna þess engin merki, að þeir virði slíkt sjálf-, , ir! Þetta sýnist augljóst mál og þarf ekki frekar um að fjalla. Hér að ofan birtist táknræn mynd, sem áreiðanlega talar skýrara máli, heldur en jafnvel hin rökfastasta blaðagrein, um brýna nauðsyn þess, að i lýðfrjálsu landi sé allt og eitt gjört, til að styrkja réttarvitund fólksins, og einnig undirstrika, að því aðeins verður haldið uppi réttarfari meðal samfélags þess, ef aga- vald hins opinbera er hvergi hulið, yzt eða innst. Þetta sýnist mergurinn málsins, enda krefst félagslyndi mannanna þess, svo sambúð þeirra fái sem bezt notið sín. »• Myndin hér að ofan virðist í fljótu bragði einungis sýna lögreglumenn leiða brotamenn fyrir rétt, og er slíkt alls ekki fátítt, heldur alvanalegt í sérhverju þjóðfélagi, sem býr við lög og reglur. Öðru máli gegn- ir, þegar skýrt er frá texta þeim, sem myndinni fylgir, en hann er á þá leið, að fanginn í miðið er látinn segja, þegar hann hefur verið leiddur fyrir dómarann: „Hvernig dettur yður í hug, að við höfum verið að fremja innbrot, herra dómari? — Við vorum aðeins að framkvæma venjulega fógetagerð ígera fjárnám)!“ — Þessi skopmynd er þannig látin lýsa á meinlegan hátt, hversu mjög aga og virðingu fyrir dómstólum er ábótavant, því hinir æðri þjónar réttarins gætu allt eins verið búnir svipuðum búningum og innbrotsþjóf- amir á myndinni, við embættisverk sín, eins og öllu er háttað hérlendis nú á dögum! Flestir þeir, sem komnir eru til vits og ára, hafa sennilega fengið að kynnast ýmiss konar yfirvalds- framkvæmdum. Daglega eru fulltrúar borgarfógeta á ferli — í embættiserindum — en fáir munu til frá- sagnar af því, að þessir fógetafulltrúar geti sannað heimildir sínar, til að vinna nokkur fógetastörf! í raun réttu, þá er engum borgara skylt að lúta þess- ari framkomu, því engin krafa er til þess gerð, að al- menningur þekki í sjón þessa embættismenn — sem engin merki bera oftastnær um valdsvið sitt. Væri það eitt réttast að vlsa slíkum mönnum á dyr, sem koma arkandi með doðrant undir hendinni og vaða inn á gafl, ásamt meðreiðarsveinum slnum — réttar- vottunum — án þess að sýna nokkur skilríki — heldur láta sögusögn eina nægja, um embættisrétt sinn! Þess- Framh. á bls. 2. ti Föstudagurinn 19. ágúst 1966 Sýndarmennska — Framh. af bls. 1. og tilkynnt að fyrsta athöfnin sem framfæri I hlnu vígða húsi væri landskeppni íslend- inga og Dana í sundi. Fljótlega EFTIR kosningar kom í ljós, að ekki myndi unnt að ljúka verkinu í tæka tið fyrir hina fyrirhuguðu sundkeppni, svo ekki var ann að sýnna en að geirfuglsfjöðr in myndi fjúka úr hatti borg- arstjórans. Var að finna ráð við þessu. Álit borgarstjórna hafði hlotið svo mikið afhroð við kosningarnar, að öll ráð myndu ódýr til að firra meiri vanda. Það vill hinsvegar svo vel til, að ráð borgarstjórnar- meirihlutans í Reykjavík eru og hafa ávallt verið greidd af borgarbúum í vaxandi útsvör um, sem samkvæmt útsvars- skránni, virðast ekki koma sér lega hart við hina ráðslyngu borgarfulltrúa. Glæpsamleg fjársóun Til þess að ekki þyrfti að færa sundkeppnina upp í Sundhöll Reykjavíkur, þar, sem þær hafa verið haldnar áfallalaust undanfarna ára- tugi, var tekið til bragðs að láta mikinn fjölda iðnaðar- manna „fullgera" sundlaug- arnar til bráðabirgða! '1 ' Þelr sem' kunnugir eru þess uip málum, fullyrða að þessi bráðabirgðaaðgerð, sem síðar' á að ríía burt, hafi ekki kost að minna en EINA MILLJÓN! Menn eru undrandi á þvi að be/rgarsjóður skuli vera í sí- felldum peningavandræðum, en hér er ein skýringin: Gengdarlaus fjáreyðsla f sýndarmennsku og óþarfa pjatt, auk þess, sem fjár- munum er ausið í hvers- konar gæðinga og sukk, sem jafngildir beinum þjófnaði á fjármunum borgaranna. .miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiii] \lE!DARLJÓS\ I SIR WALTER SCOTT (1771-1832) | Skozka stórskáldið Sir | Walter Scott skrifaði fyrst | ur manna sögulegar skáld | sögur og hlaut heimsfrægð | fyrir snilli sína. | Sir Walter Scott fæddist | í Edinborg og var kominn | af góðum ættum. Faðir | hans stundaði -lögfræði | störf. Sonurinn fékk löm- i un á öðru ári, en veikind- 1 in ollu því að hann var | sendur í sveit, og hafði sú | dvöl varanleg áhrif á hann. | Hann hreifst mjög að feg- | urð og tign náttúrunnar, | og hann fékk sérstakan á- | huga fyrir ýmsum söngv- | um, sem lifðu á vörum | fólksins. | Þar sem sveitarvistin | veitti honum mikla heilsu- | bót, var hann kvaddur | heim og hóf skólanám í | Edinborg. | Að ósk föðursins lagði | hann stund á lögfræði í há | skólanum og varð lögmað- | ur 1792 og síðar fógeti í | Selkirkshire. | Á þessum tímamótum í 1 ævi hans sáust lítil merki | þess, að hann myndi helga | sig ritstörfum, en skömmu | eftir aldamótin 1800 gaf | hann út skáldsögur, sem | lögðu grundvöllinn að | frama hans. | Alls skrifaði hann 29 | skáldsögur, sem flestar | voru byggðar á sögulegum | staðreyndum. | Varðveitti hann þannig | gamlan fróðleik frá | gleymsku og gerði hann að I vinsælu og lifandi lestrar- efni fyrir almenning. Skáldsagnagerð Sir 1 Walter Scott olli byltingu § í bókmenntaheiminum. — | Viðsvegar um Evrópu tóku | menn hann til fyrirmyndar | og fóru einnig að rita sögu § legar skáldsögur. Á efri árum olli lömun- | in því, að sir Walter Scott | varð oft að sitja í hjóla- | stóli. Eitt sinn skömmu fyr | ir andlátið, bað hann vin | sinn að lesa fyrir sig. Þeg- | ar vinur hans spurði, úr | hvaða bók það ætti að vera, | svaraði Scott: „Þarftu að | spyrja þessa, það er aðeins | ein bók.“ Las hann þá fyr- | ir hann 14. kapitula Jó- | hannesarguðspj allsins. Sir Walter Scott sagði | um þessa bók bókanna: | „Dásamlega Biblía! Það | er ekkert sem hún getur | ekki gefið sérhverjum, sem | þekkir neyð sína. Hún veit 1 ir sannleika, sem ekki fyrn | ist, gleði, sem menn fá | aldrei leið á, kórónu, sem | ryð fær eigi grandað, fróun | i áhyggjum, frið í harmi, | sæluríka von um eilíft líf. | Þetta eru þær gjafir, sem 1 Drottinn veitir þeim, sem| elska orð hans. Áttu ekki fyrir hreinlætis- tækjum! Það er táknrænt fyrir þessa óstjórn, að er kaupa átti 10 handlaugar, voru peningar ekki fyrir hendi! Einn verk- takinn bauðst þá til að kaupa nefnd hreinlætistæki til bráða birgða, svo hægt væri að halda áfram við verkið. En þá var komið við auma kviku borgarstjórnarstolts- ins. Þessu var neitað og verk ið látið bíða, þar til aurar voru tiltækir. Hins vegar var tíminn naum ur og eftir- og næturvinna jókst, til að „gera klárt“ fyrir sundmótið! Það alvarlegasta við þetta mál er þó það, að allt sem þarna var unnið, eða megnið af því, er aðeins gerti til bráðabirgða. Þetta á að rífa niður aftur og byggja á ný fyrir framtíðina. Hvaða öfl það eru, sem hafa komið borg aryfirvöldunum til að fremja þennan dýra fíflaskap, skal ósagt látið, en sennilegasta til gátan er sú, að borgarstjórn- in hafi skammast sín fyrir að þurfa að tilkynna að hús, sem hann var nýbúinn að vígja til notkunnar, væri svo alls ekki tilbúið. Sundlaugarnar voru eitt af afrekunum, sem áttu að leggja Sjálfstæðisflokknum til 10 borgarfulltrúa og voru því notaðar sem kosningaáróður. Það er Ijótur sannleikur, ef þetta misheppnaða herbragð borgarstjórans hefir kostað út svarsgreiðendur um eina milljón króna. Hlutskipti minnihlutans Aumkunarvert er hlutskipti minnihlutaflokkanna í borg- arstjórn, sem göspruðu um aukið aðhald, sem hafði svo mikil áhrif á borgarbúa, að þeir voru nærri því búnir að fella meirihlutann. Fyrstu við brögð Geirs borgarstjóra voru að láta einn af lögfræðingum sínum tilkynna, að nú væru öll plögg opin og sjálfsagt að fleiri í undirbúningi. Hinsveg ar hefir borgarstj órnarmeiri- hlutinn tekið sig á í þessum málum og er „batnandi manni bezt að lifa“. Verður því að sinni látið kyrrt liggja, nema sérstakt tækifæri gefist, af nógu öðru mun vera að taka. Hins vegar var eins og upp í fulltrúa minnihlutaflokkana væri stungið, því ákaflega lít- ið hefir frá þeim heyrzt. Virð- ist eins og allt sé fallið í ljúfa löð, því langt er til kosninga. Gagnrýni upp á við Hlutverk óháðs blaðs er að gagnrýna yfirvöld og embætt ismannakerfi hins opinbera, ásamt einstaklingum, sem mis nota aðstöðu sína. Gildir þá einu hvaða flokkur eða flokk ar fara með völd. Borgar- stjórnin í Reykjavík hefir sýnt að hún ætlar ekki að láta sér segjast við þá áminningu sem hún fékk við síðustu kosn ingar. Óstjórnin og sukkið

x

Nýr Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.