Nýr Stormur - 19.08.1966, Blaðsíða 4
"FfORMUR
Fftstudagurinn 19. ágúst 1966
Jseja — nú er búið að
stofna eitthvert stórmerki
legasta RÁÐ, sem hér til
hefur verið sett á laggirn-
ar á ístandi!
Þetta fyrirbrigði hefur
hlotið nafnið HAGRÁÐ ...
og mun þessari samsteypu
ætlaður sá tilgangur að
„skapa vettvang fyrir full-
trúa ríkisstjórnar, þing-
flokka, verkalýðssamtaka,
atvinnuveitenda og helstu
atvinnugreina til að ræða
efnahagsmálin, skiptast á
skoðunum og afla upplýs-
inga“, eins og segir í Al-
þýðublaðinu hinn 4. ágúst
s.l. Formaður þessa ráðs er
að sjálfsögðu efnahagsmála
ráðherrann, Gylfi Þ. Gísla
son--------sem eftir sam-
fellt tíu ára setu í ríkis-
stjórn — er nú orðinn alveg
örþrota og hyggur væntan-
lega tíma til kominn að
rétta við efnahag íslenzku
þjóðarinnar, sem kominn
er á heljarþröm!
Þetta svokallaða Hag-
ráð var stofnað með lögum,
sem Alþingi afgreiddi á s.l.
vori!
Má til sanns vegar færa
að vel hafi Alþingi gert á
vissan máta — með stofn-
un þessa ráðs — því hvað
sem öðru líður, þá hafa
stjórnarþingmenn, beint
eða óbeint, séð fram á það
— að þeir væru alls ófærir
til að gera nokkuð af viti
í efnahagsmálunum — og
jafnframt er ráðsstofnun
þessi yfirlýsing um það, að
blessuð ríkisstjórnin sé bú-
in að staðreyna — að henni
sé ef til vill margt betur
lagið — heldur en að ráða
fram úr vandamálunum —
sem hún sjálf hefur búið
þjóðinni með óhyggilegri
stefnu sinni og handa-
hófskáki — á bókstaflega
öllum sviðum — og þó eink
um fjármálalega séð! —
„Hagráff og Parkinsons-
lögmáliff... “
Vandséð þykir mér,
hvaða erindi efnahagsmála
ráðherra og fjármálaráð-
herra eigi inn í þetta Hag
ráð — þegar þess er gætt,
að stofnun ráðsins hefur
það hlutskipti með hönd-
um, að betrumbæta sí-
aukna öfugþróun á fjárreið
um og efnahag þjóðarinn-
ar — sem einmitt stafar
fyrst og fremst af ráðleysi
þessara sömu manna!
Ofan á allt er þeirri
slaufu svo hnýtt við krans-
inn — að efnahagsmálaráð
herrann er sjálfur formað-
ur ráðsins — þess ráðs sem
á að leiðrétta kórvillu'r
hans sjálfs — og leiðbeina
honum út úr öngþveitinu!
Að sönnu erum við fs-
lendingar alls ekki óvanir
hvers konar nýjum RÁÐ-
UM og STOFNUNUM . . .
en reyndin hefur orðið sú,
að eftir því sem fleiri slík
fyrirbæri eru sett á lagg-
irnar — hefur heimskuleg-
um athöfnum stjórnvalda
fleygt fram!
það má því búast við, að
ekki sé þess langt að bíða
— að „efnahagssvín" þjóð
arinnar hlaupi fram af
klettunum — svona senn
hvað líður!
Óneitanlega minnir þessi
Hagráðsstofnun mig á
Parkinsons-Iögmálið sem
tengdafaðir efnahagsmála-
ráðherrans, Vilmundur
landlæknir Jónsson, þýddi
úr ensku á íslenzku á vet-
urnóttum 1959 — eða rétt
í þann mund, sem tengda-
sonurinn fór að grufla í
efnahagsmálunum!!
Er engu líkara, en tengda
faðirinn hafi viljað undir-
búa þjóðina að hverju
stefndi — þegar tengda-
sonurinn var farinn að
skipta sér af þeim málum
— sem hann af haldlausu
bókviti taldi sig geta ráðið
við!
Mun fleirum en tengda-
föðurnum hafa þótt sem
nokkuð vantaði á, þegar
framkvæmd viðskipta- og
efnahagsmála heillar þjóð
ar, var fengin í hendur
reynslulausum háskóla-
kennara!
Þykir mörgum vafalaust,
sem nokkur sannindi séu í
því fólgin, að affarasælli
hljóti einatt að vera sú
ráðstöfun, að fá nýgræð-
ingum úr skóla annað til-
raunaverkefni í hendur
fyrst í stað a. m. k. heldur
en efnahagsmál og utan-
ríkisviðskipti heillar þjóð-
ar!!
Af ofangreindu tilefni
þykir rétt að benda les-
endum mínum á það, að
kynna sér Parkinsonslög-
málið af eigin raun, enda
kennir þar margs fróðleiks
— og snilldarleg er þýðing
Vilmundar Jónssonar.
„Þegar kennari gerir sér
glæsimynd ... og hafnar
í ráðherrastól...!“
Ég leyfi mér að vitna til
þess, sem Vilmundur hef-
ur sjálfur um Lögmál
Parkinsons að segja:
Vilmundur segir m.a.:
. . . Sannast er, að sá
einn, sem hefur glöggt
auga og eyra fyrir kátlegri
hlið hluta og fyrirbrigða,
getur borið fullt skynbragð
á það, hvað alvara er í
raun og veru. Ekki er vand-
séð á skopi Parkinsons,
hver alvörumaður hann er.
Þegar skop hans er allra
kátlegast, svíður honum
AUÐSJÁANLEGA ÍSKÖLD
ALVARA OG ELDHEIT
VANDLÆTING SÁRAST í
BRJÓSTI."-----------
Og vissulega hefur Park-
inson sett Lögmál sitt
fram á snilldarlegan og
rökfastan hátt, svo naum-
ast verður það betur gert
Ódeigur skrifar pistilinn:
enda segir Vilmundur Jóns
son:
„ . . . fyrir lögmál sitt er
Parkinson nú víðar og tíð-
ar nefndur en sjálfur Ein-
stein og oftar en hitt í
RAMMRI ALVÖRU . . .“
Ég leyfi mér að birta orð
rétt örfá atriði úr bók Park
inssons! — Bók hans hefst
á þessum formálsorðum:
„Kornungt fólk, skóla-
kennarar og höfundar
kennslubóka um þróun
þjóðskipulags, stjórnmál og
almenn viðskiptamál trúa
því statt og stöðugt, að
heimurinn sé tiltölulega
skynsamlegt fyrirtæki. —
Þetta góða fólk gerir sér í
hugarlund, að almenning-
ur standi frjáls að því, að
velja sér fulltrúa úr hópi
þeirra, sem hann ber mest
traust til. Það gerir sér
glæsimynd af þeim gangi
mála, að hinir vitrustu og
beztu hinna kjörnu fulltrúa
hafni að sjálfsögðu í ráð-
herrastólum . . . Þeir sem
hnútum eru kunnugir
hlæja hins vegar dátt að
þessari speki. Hátíðleg sam
ráð viturra og góðra manna
eru sem sé ekkert annað
en hcilaspuni og kennara-
bábilja . . . ! !“
Hið mikilsvirta brezka
blað, „The Scotsman“, seg
ir um bókina má a. á þessa
leið:
„Prófessor Parkinson hef
ur að voru áliti skrifað
hina langbeztu bók um
stjórnsýslu, sem vér höfum
rekizt á til þessa. Kaflinn
er meistaraverk. Mér þykir
rétt að drepa örlítið á inni-
hald kaflans FORSTJÓRAR
OG RÁÐ — að gefnu til-
efni! Þar segir m. a. þann
veg:
„Heillaríkastur ráðherra-
fjöldi er FIMM ...! “
„ . . . Þegar grannt er
skoðað kemur fljótt í ljós
— að dómi nefndafræðinga
og sagnfræðinga og jafn-
vel að mati þeirra, sem
skipa ríkisstjórnir — að
hcillaríkastur fjöldi ráð-
herra í hverri ríkisstjórn
er að jafnaði fimm. Með
þeim ráðherraf jölda er jurt
in lífhæf, jafnvel þótt tveir
séu fjarverandi eða veikir
samtímis . . .“
Og Parkinson heldur á-
fram og segir:
„Af þessum fimm ráð-
herrum geta fjórir mæta-
vel vcrið kunnáttumenn,
hver á sína grein ....
Hinn fimmti, sem látið hef
ur undir höfuð leggjast að
afla sér sérþekkingar í
nokkurri grein, er sjálfsagð
ur oddviti, þ. e. forsætis-
ráðherra. — En hversu
hagkvæmt sem virðast
mætti að takmarka ráð-
herrafjölda við fimm, Icið-
ir athugun í Ijós, að þeim
fjölgar skjótlega upp í sjö
eða níu . . . í nfu manna
ríkisstjórn verður reyndin
sú, að þrír ráða stjórnar-
stefnunni, tveir miðla
þekkingu, og einn prédikar
AÐGÆZLU í FJÁRMÁLUM.
Að meðtöldum aðgerðar-
lausum forsætisráðherra
eru nú greindir sjö, og virð
ist þá, fljótt á litið, að tveir
ráðherrar sitji í ríkisstjórn
inni aðcins upp á stáss“!!
Og nú skulum við lítil-
lega ræða það atriði,
hversu fráleitt er að stofna
til HAGRÁÐS með samtals
TUTTUGU mönnum, auk
alls kyns sérfræðinga!
Parkinson segir svo:
„Augljósastir eru erfið-
leikar á því að kalla sam-
an marga menn á sama
stað, degi og stund dags.
Einn fer í burtu hinn 18.
dag mánaðar, en annar
kemur ekki heim fyrr en
hinn 21. Hinn þriðji er
aldrei viðlátinn á þriðju-
dögum og hinn fjórði
aldrei tiltækur, fyrr en eft-
ir klukkan fimm síðdegis.
En þetta er aðeins upphaf
vandræða, því loks þegar
. ; . einu sinni flestir sam-
ankomnir, er miklu meiri
hætta á, að bagalega marg
ir þeirra séu komnir að fót
um fi/am, þrautpínandi leið
inlegir, um megn að tala,
svo að til þeirra heyrist, og
vitaheyrnarlausir ... til-
tölulega fáir . . . gætu verið
eða hefðu nokkurn tíma
verið til nokkurs nýtir. Vel
má vera að meiri hluti
þeirra sitji í stjórninni (þ.
e. hér Hagráði) aðeins til
að friða einhverja hags-
munahópa . . . Þeir hafa
því tilhneigingu til að bera
í hópinn, sem þeir eru full
trúar fyrir, allt stórt og
smátt, sem gerist á . . .
fundum. Enginn trúnaður
kemur lengur til greina ...
Klíkur myndast. . . Samtöl
óháð hvort öðru hefjast,
hvort við sinn borðenda.
Vilji fundarmaöur láta alla
fundarmenn heyra til sín,
neyðist hann til að rísa úr
sæti sínu. Og þegar hann
er staðinn upp, getur hann
ekki stillt sig um að halda
ræðu, þótt ekki sé vegna
annars en ríks vana. —
„Þung ábyrgð hvílir á
okkur — herra
forseti...!!“
„Herra forseti“, hefur hann
mál sitt, „ég hygg að mér
sé óhætt að fullyrða . . .
að ég tala hér af reynzlu
. . . að á þetta mál verðum
við að líta mjög alvarleg-
um augum. ÞUNG Á-
BYRGÐ HVÍLIR Á OKK-
UR, HERRA FORSETI, og
ég fyrir mitt leyti . . . “
Undir þessari ræpu skipt-
ast gagnlegir menn við-
staddir, ef nokkrir eru, á
miðum, sem á er skrifað:
„BorÖaðu með mér I hádeg
inu á morgun — þá gerum
við út um þetta.“!
Nú sýnist mér sem ég
sjái samanburð Hagráðs
við aðrar nefndir og ráð,
þegar Parkinson segir:
„Malandinn suðar í eyr-
um án afláts. Ræðumaður
gæti eins verið að muldra
upp úr svefni. Nefndin, sem
hann á sæti í, gagnslaus-
astur allra gagnslausra, er
hætt að skipta máli. Hún
hefur runnið sitt skeið á
enda. Hún á sér enga von.
Hún er dauð.“!!!
Sérðu ekki lesandi sæll
— hið augljósa — tilgangs-
leysi þeirrar reginheimsku,
að ætla sér — sem efna-
hagsmálaráðherra — að
stjórna sjálfur heilum her
sundurlausra afla — TIL
AÐ LAGFÆRA SÍNA EIG-
IN STJÓRNVILLU?!!
Það er nægilegt að benda
á þá eina staðreynd, að
bændur þeysa nú um land
ið þvert og endilangt —
um hábjargræðistímann —
til að sameinast um sín —
og aðeins sín — hagsmuna-
mál!! — — Þeirra hags-
munir eru alveg ósamrým
anlegir hagsmunum ann-
arra stétta----—og vice
versa!
Ekki virðist annað fyrir-
sjáanlegt, en að fara kunni
svo, að á komandi vetri
verði farið að flytja inn
mjólkurduft frá búgarði
Lyndon B. Johnson í Texas
— og nautgripunum ís-
lenzku verði fargað!
Ein og ein kvíga verður
ef til vill stoppuð upp —
og hengd upp á vegg 1
stássstofu ríkisstjórnar-
spekinganna — aðeins til
að minna á velferð og við-
reisn á árunum 1959—1967!
Á bak við formannssæti
Hagráðs hanga glerkýr sitt
hvorum megin við grind-
horaðan kviguskrokk —
Bændurnir okkar munu
snúa sér að arðvænni at-
vinnugrein og rækta blóm
— einkum liljur til að
stinga í hnappagöt Hag-
ráðherra — og túlipana til
manneldis!!
Fulltrúar Hagráðs munu
ekki bregðast verkefnum
sínum — og almenningur
mun njóta góðs af — því
eigi verður þess langt að
bíða að hann fái fyrir
alvöru að lepja dauðann úr
skel Viðreisnarstiórnarinn
ar —------þegar lausnar-
andi Hagráðsmanna tekur
að spíra á kolli samheldn-
innar. ..."
Ódeigur