Nýr Stormur - 19.08.1966, Page 6
6
%Rinm
Föstudagurinn 19. ágúst 1966
Dagböðín í Reykjá%’ík eru
ekki upp á marga fiska þessa
dagana og er auðvelt að rekja
orsakir þess. í þjóðmálum er
kyrrt veður þessa dagana. Logn
ið er hinsvegar ekki merki þess,
að allt sé fallið í ljúfa löð og
ekki sé nóg til að deila um. Það
er hinsvegar aðeins hlé á undan
storminum, sem í hönd mun
fara.
Framundan eru átök. þar sem
barist verður með hverjum þeim
ráðum, sem siðaðir menn telja
sér sæma. Ef til vill er þetta þó
of mikið sagt. Því fer víðsfjarri
að ritmennzka íslenzku blað-
anna í stjórnmálum, sé að hætti
siðaðra manna.
Hvert öðru bera þau á brýn
vammir og skammir í málflutn-
ingi. Slíkt orðalag mun hvergi
sjást meðal nágrannaþjóða okk-
ar í þeirra dagblöðum — svo
langt er hér skotið fram hjá
öllu velsæmi. Hvert blaðið á
fætur öðru segir hitt Ijúga, en
samt sem áður kemur sjálfur for
sætisráðherrann, sem með viss-
um hætti er sjálfur blaðamaður
og segir að málflutningur blað-
anna batni með hverjum degil
Sannleikurinn er sá, að aldrei
hafa blöðin talið sig þurfa að
beita ósannindum meir en nú.
í næstu kosningum verður bar-
izt um hverja sál. Fjármunum
verður ausið út í rfkum mæli
og hvergi til sparað.
Þar mun Sjálfstæðisflokkur-
inn njóta beztu aðstöðunnar,
jafnframt því sem blaðakostur
hans er mestur. Enginn flokkur
mun heldur taka í sína þjón-
ustu fyrrnefndar baráttuaðferð
ir í ríkara mæli en hann og kem
ur þar ekki til að sjálfstæðis-
merin séu lygnari eða ómerki-
legri, en menn annarra flokka.
Hinsvegar er skýringin sú, að
stefna stjórnar þeirra hefir mis-
tekist svo hrapalega, að ekki er
unnt að viðurkenna sattnleik-
ann, ef flokkurinn á að eíga sér
nokkra framtfð. « “
í ljósi þessarar staðreyndar
verður að skoða skrif flokks-
blaða þeirra og um leið og fólk
fyrirgefur þeim, þótt þeir vid
hvað þeir gjöra, verður því að
vera Ijós þessi staðreynd.
Stærstu dagblöðin deila harð-
ast og eftir þeim er mest tekið.
Morgunblaðið og Tíminn eru
gamlir erfðaféndur, þótt vopnin
hafi stundum verið slíðruð.
Útbreiðsla þessara blaða er
mest; lesendahópurinn stærstur.
Framsóknarflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn hafa verið
mestu ráðandi í ’íslenzkum
stjómmálum í nærri hálfa öld.
Þeir hafa stundum unnið saman
en oftast verið á öndverðum
meiði. Enginn dómur verður
hér lagður ástörf þessara flokka
í heild eða samanburður gerð-
ur. Báðir hafa flokkamir margt
vel gert, en sumt verið til mik-
illar óþurftar. Hinar upphaf-
legu hugsjónir þessara flokka
hafa smátt og smátt hjaðnað,
og á það ekki við um þá eina,
en eftir stendur smáskítlegur
kritur á milli misheppnaðra
stjórnmálaforingja.
Vonir, sem myndast hafa í
sambandi við unga menn, er til
áhrifa hafa komist í Jressum
flokkum, hafa bru ðgist,því þeir
hafa verið bældir af hinum
eldri.
Áður en þeir vita eru þeir
orðnir gömul kynslóð, sem er
haft á hinum yngri.
Þannig gengur það koll af
kollr. Hinir eldri hafa reynzl-
una fram yfir liina, en þeim
tekst aldrei að læra neitt, eða
miðla öðram af reynzlu sinni.
Hinsvegar er hún ósþart notuð
í eigin þágu.
Reynzlulausir skólapiltar eru
látnir spreyta sig á verkefnum,
sem þeir þekkja aðeins úr skóla-
bókum. Hinir sitja sælir og á-
nægðir og skella skuldinni á
„sérfrasðingana’‘.
,JJugsjónir reetasl“ EKKl
Enginn hugsjónamaður liefir
svo heitið geti haslað sér völl á
sviði íslenzkra stjórnmála, síð-
ustu áratugina. Sá síðasti þeirra
var Jónas Jónsson frá Hriflu.
Hann var skarpasti penni sem
ritað hefir í íslenzk blöð. Hann
hefir veitt ungum og öldnum
innsýn í sögu og þjóðhætti þjóð
arinnar. Hann' hefir ritað af
meiri þekkingu og innsæi um
menn og málefni, en nokkur
annar, er ritar í blöð á íslandi.
Hann var áhrifamesti stjórn-
málamaður þjóðarinnar á því
tímabili, er þjóðin ein og ó-
studd af öðram þjóóðum, gerði
meira grettistak f menningar og
samgöngumálum, en nokkru
sinni síðan hefir verið gert, mið-
að við aðstæður. Flokksmenn
hans ýttu honum til hliðar, með
aðstoð annars flokks, vegna þess
að þeir náðu honum ekki f
axlir.
Þessi andans jöfur, var svo
mikill ógnvaldur smámennun-
um í kringum hann, að þeir
gerðu að honum aðför og úr-
skurðuðu hann geðveikann.
Pénni hans dansaði um pappfr-
inn og setjararnir settu jafnóð-
um og landslýður las.
Svo óttalegur var þessi penni,
að andstæðingamir hafa ekki
enn getað unnt honum sann-
mælis, þótt hann sé löngu hætt
ur afskiptum af stjórnmálum.
Um þennaii mann er auðvelt
að rita bækur og mun það vafa
laust verða gert síðar.
Því er þetta ritað, að æski-
legt er að gerður sé samanburð-
ur á þeim mönnum, sem áður
mótuðu þjóðlff á íslandi. Þeirra
er rituðu í íslenzk blöð af eld-
móði og hugsjónum, þrátt fyrir
að oft gneistaði af hárbeittum
bröndum þeira.
Sjálfsánægja fyrrverandi aðal-
ritstjóra Morgunblaðsins yfir
lágkúruhætti blaðsins og annara
íslenzkra blaða, er þvf skiljan-
leg, þar sem honum mun öðr-
um fremur vera ljóst, sem fyrr-
verandi flokksmaður Jónasar,
að þar kæmist enginn með tærn
ar, er hann hefði hælana.
Fjölmargir aðrir en Jónas, rit
uðu afburða greinar í blöð fyrr
á árum, svo sem Tryggvi Þór-
hallsson, Björn Jónsson, Sig.
Eggerz, Jónas Þorbergsson og fl.
Þessir menn höfðu hugsjónir
og komu þeim á framfæri. Nú
er það ekki lengur fyrir hendi.
Hinn eini, er hægt er að segja
að sé verulega sendibréfsfær, af
þeim er nú ritar greinar í blöð-
in, hefir að vfsu hugsjón, en
hún fellur ekki íslendingum f
geð og er það ekki hans sök.
Hinir skrifa ekki af lnnri þörf,
heldur til að halda f, eða kom-
ast f valdastöður sjálfum sér
fyrst og fremst til ánægju, og
þarfa.
Hinir eru leigupennar og
framleiðslan samkvazmt því. Það
Að deyja, þótt menn lifi:
Alvarleg áminning — skrifuð af
biturri lífsreynslu.
Hinum megin við götuna
liggur litli drengurinn minn,
f litlu sjúkrahúsrúmi, og
kvartar. í tuttugu sólar’ "!nga
hefir hann legið og ekki getað
hreyft legg eða lið og kvartað.
Það hefir þurft mikið af deyfi
eins og hraustur og frískur
drengur. Hann kemur aldrei
framar þjótandi inn og fleyg
ir sér á rúmið okkar og hróp-
ar: „Hérna er ég! Mamma og
pabbi, á fætur nú! TJpp —
upp!“
lyfjum til að lina þjáningarn
ar og bæla þennan litla dreng
niður. Við og við brýst út óp,
örvæntingarfullt óp:
„Mamma, ég vil komast á
fætur! Ó, mamma, má ég
ekki fara á fætur?“
Jón er fjögurra ára — hann
kemst aldrei á fætur — aldrei
Stundum þreyfar hann um
brjóstið til að rífa umbúðirn-
ar burtu, með þeirri hendi,
sem heil er og sárbænir; —
„Taktu þetta í burtu, mamma.
Þetta er svo þungt.“
Hann leggur í gipsi frá hálsi
og niður á lær. Það er gips
utan um báða fætur hans og
annar handleggurinn er 1
gípsi. Það er málmútbúnaður
um háls hans til að styrkja
höfuðið.
Hann er eins og vængstýfð-
ur fugl. — bam, sem hefir
mlsst bamæsku slna, já meira
en llfið sjálft.
Eg hefi fengið mörg bréf.
Velmeint bréf. En þau hafa
hræðileg áhrif á mig, þvi að
þau em skrifuð í þeim tilgangi
að sýna að Guð hafi sýnt mér
sérstaka miskunnsemi með
þvi að láta drenglnn minn
lifa. Eg vildi óska að þetta
fólk gæti heyrt hann kveinka
sln.
í þessa hræðilegu tuttugu
sólarhringa hafa læknar og
hjúkrunarkonur gert allt, sem
mögulegt er til að láta hann
lifa. Röngentlæknar, skurð-
læknar, hjúkrunarkonur —
allir hafa gert sitt bezta —
til að ráða bót á því, sem ung
ur maður gerði í flýti sínum,
er hann var orðinn of seinn
á stefnumót.
Þumlung fyrir þumlung
hafa þau ýtt dauðanum til
baka, meðan ég hef beðið þess
að þeim tækist það ekkl. Þau
bjuggust ekki við því að Jón
myndi lifa nóttina af.
Næsta dag hristu þau höf-
uðið og sögðust ekkert geta
sagt — síðan byrjuðu þau
að tala um von. í dag sögðu
þau: „Hann mun lifa.“
Orðin hafa legið í loftinu
allan daginn. Nú í kvöld
hljóma þau fyrir eyrum mér
eins og trommur, sem hljóma
á sterkara og sterkara: „Hann
mun lifa — lifa — lifa!“
Enginn sem ekki hefir sjálf
ur beðið þess, að dauðinn
frelsaði ástvin sinn, mun
skilja þetta. Mér finnst þetta
vera hjólið, sem ók yfir dreng
inn minn, og nú er að aka
yfir mig. Á hverju kvöldi hefi
ég fengið sprautur til að missa
meðvitund nokkrar klukku-
stundir. Eg hefi fallið í svefn
meðan ég hefi beðið: „Góður
Guð, láti drenginn minn ekki
líða degi lengur.“ Nú verð ég
samt sem áður að horfast í
augu við framtíðina, full ang
istar og kvíða, vegna okkar
þriggja, mín, mannsins míns,
og fyrst og fremst vegna
drengsins okkar.
Enginn má vita, að við er-
um óhamingjusöm, vegna þess
að drengurinn okkar lifir enn.
Páll og ég, verðum að lifa
með lygi á vörunum, já bros-
andi lygi. Það sem eftir er
lífs okkar, verðum við að láta
sem við séum hamingjusöm
vegna þess að drengurinn okk
ar komst lifs af úr hinu hræði
lega bílslysi. Að við séum ham
ingjusöm vegna þess að við
fáum að hafa þennan hræði-
lega limlesta líkama hjá okk-
ur, sem mun lifa við sífelldar
þjáningar. Við verðum að vera
vltni að óskaplegum sálarleg-
um þjáningum drengsins okk
ar, sem næstu árin mun verða
að liggja á hjólabörum. Og
síðar? Ef til vill hjólastól.
Það koma vetrar, þegar aðr
ir drengir eru á skiðum og
skautum. Og sumur, þar sem
við munum sjá þá stíga á bak
reiðhjólunum sínum, með
knattspyrnuskóna yfir öxlina.
Hvernig mun okkur takast
að fá styrk og trú til að kenna
Jóni að horfa á þetta — án
beiskju — til að fara I hug-
anum með öðrum drengjum
tíl leiks. Guð hjálpi okkur!
Það er aðeins eitt, sem ég
er þakklát fyrír og það er að
drengurinn okkar mun aldrei
aka með 80 kílómetra hraða á
vegarbeygju og eiga sök á því
að önnur sál verður lokuð inni
í hjálparlausum likama.
Við þekkjum tvo drengl,
sem hafa alizt upp i hjólastól.
Það hefir eitrað hugi þeirra,