Nýr Stormur


Nýr Stormur - 19.08.1966, Page 9

Nýr Stormur - 19.08.1966, Page 9
Föstudagurinn 19. ágúst 1966 9 \ MANNKYNS SAGA í dagblaðsformi Hættan úr austri Menn hljóta að spyrja sig sjálfa, hvernig á því geti staðið að hinir smávöxnu mongólsku hirðingjaflokkar, sem fóstruðu Djengis Khan, hafa á svo skömmum tíma getað fært svo út veldi sitt. Á sama tíma og hin mörgu kristnu lönd hafa ekki getað komið sér saman um, með tiltölulega herafla, að frelsa og halda Jerúsalem og hinni helgu gröf, hefur hið litla mongóla- fólk unnið víðlent ríki og vald, sem yfirgengur allt annað sem við þekkjum á vorum dögum. Hinn mikli khan, sem *nú ræður ríkjum í Peking, ræður víðlendara ríki en öll Evrópa sameinuð, já, stærra en Rómaveldi nokkru sinni var. Það eru margar skýringar á þessu. í fyrsta lagi eru mongól- amir afburða hermenn. Samfélag þeirra er byggt upp á hinum tfoma anda Spartverja, hemaðbrandinn er ríkjandi, her- mennskudáðirnar í hávegum hafðar. Frá barnæsku er þeim kennt að beita vopnum og sitja hest og harðfengi þéirra og út- hald er ótrúlega mikið. En aðrir hermenn hafa verið hugrakkir og úthald þeirra fram- úrskarandi, en þeir hafa samt beðið ósigur. Fyrir utan dyggðir hermennskunnar, hafa mongólarnir fleira til að bera og má þar fyrst nefna: óvenjulega skipulagshæfileika. Tæplega er nokkur nútíma her jafnvel skipulagður og her mongólanna. Hann lætur að stjórn eins fljótt og vel og traust og vel smurð vél. Sérstaklega er flýtir þeirra eftirtektarverður. Þol þeirra er svo undravert að næstum jaðrar við það ómögulega. Hermenn þeirra geta sofið, borðað og barizt á hestum. Þekktari eru þeir þó fyrir grimmd sína. Tímar vorir eru ekki viðkvæmir, og ótal- dæmi eru um hörku, sem á eldri tímum hefði þótt óviðeigandi, en mongólamir yfirganga allt. Her hins mikla khans brýtur alla mótspyrnu á bak aftur, brennir borgir og drepur konur og böm. Bær, sem sýnir mótstöðu er bókstaflega jafnaður við jörðu. Mönnum, konum og börnum smalað saman á torgið og þar er þeim slátrað eins og kvikfénaði með ægilegu blóðbaði og síðan er bærinn brenndur. Aðeins lík og aska er eftir og orð- rómurinn fer á undan herjunum og óttinn breiðist út, eins og hringir á vatni og aðrar borgir gefast upp baráttulaust. Ekki má heldur gleyma aðferð þeirra er þeir hafa við hina yfirunnu þjóðflokka. Það er aðeins meðan á mótspyrnunni stendur að hinni miklu harðýðgi er beitt. Eftir að sigur er unn- inn eru þjóðimar látnar sameinast í hina miklu heild, sem mongólaríkið er. Einnig í þessu eru mongólarnir meistarar. Heiðurinn af þessu verður að gefa ráðgjöfum hins mikla Khans. Eins og kínverjinn Ye-lú, sem var hægri hönd Djengis Khans og hin ntíbetski munkur Pagspa, sem þjónaði Kublai Khan, er er um að ræða menn með háa menntun og sem tileinkað hafa sér mörg hundruð ára menningu. 1 höndum þeirra eru þræðir skipulagningarinnar og í höndum þeirra er embættismanna- kerfið styrkt og öruggt. Þess vegna hefur þessum þjóðflokki, sem áður var hlédrægur, tekizt að halda þessu víðlenda ríki saman. Þess vegna vinnur hin mongólska stríðsvél markvisst og öruggt, og handverk og verzlun í Asíu er í góðu lagi. Vegir eru lagðir yfir hinar víðáttumiklu auðnir og það hefur tekizt að koma upp góðu póstkerfi. Þess vegna er hættan úr austri svo yfirvofandi og Evrópa finnur örlaganornirnar — án þess að gera sér það í rauninni Ijóst — nálgast á sama hátt og þegar márarnir sóttu fram gegn Konstantínópel, yfir Spán og í gegnum Frakkland í tangarsókn, sem hefði kyrkt kristindóm vesturlanda, ef Karli Martels hefði ekki tekizt að skipuleggja krafta Vestur-Evrópu. Fyrir stuttu síðan ruddust mongólskir herir yfir Pólland og Schlesíu og aðrir yfir Austurríki Hinir síðarnefndu stóðu fyrir utan borgarhlið Vínar og borgin skalf af ótta vegna yfirvofand’ árásar. Það, sem þá bjargaði, var skyndilegt fráfaU hins mikla Ogotau. Svo nærri var her mongólanna hjarta Evrópu. Á meðan sefur Evrópa sínum Þyrnirósasvefni, upptekin af eigin erfiðleikum og hlægilegri valdabaráttu. Furstar berjast við fursta, konungar og páfar rífast og senda heri gegn hver öðrum. Hið sameiginlega áhugamál um að frelsa hina heilögu gröf, er runnið út í sandinn. Eining fyrirfinnst hvergi. Er það heimskuleg hugsun, að Evrópa geri sér sína óvissu að- stöðu ljósa, og byrji að vinna að sameiginlegu markmiði, fyrir sameiginlegu öryggi. Er ekki skylda að segja hinum stríðandi furstum og konungum: Öxin liggur við rætur trésins. Það er enn ekki of seint. Stórkhaninn Kublai beinir nú sjónum sínum gegn auðæfum Kína og hinni gömlu menningu. En þann dag, sem hann hefur náð þar markmiði sinu, hvert beinast augu hans þá? Hefur hann, eða hinn tíbanski ráðgjafi hans þegar fullskipaðar áætlanir í huga. — Aðeins eining gefur afl. ^TORNUR Mongólahernmenn lúta afbragsstjórn og eru frægir fyrir hreyfan- leika. Fílar eru notaðir til að flytja vistir fyrir herinn. Mongólarnir — Framh. af bls. 8. gegn um Ungverjaland, sem biðu algjöran ósigur. Reykjavík, 20. ágúst 1262 Þeir atburðir hafa nú gerzt hér á landi, að hið rösklega þrjú hundruð ára gaml'a lýðveldi á íslandi er liðið undir lok. Lands- menn hafa nú játað Noregskon ungi þegnskap og er hann nú konungur fslands, ásamt Noregi. Fyrir 4 árum skipaöi konung- ur jarl yfir allmiklum hluta ís- lands, sem hann hafði þá náð tangarhaldi á, í sambandi við innanlandsdeilur islenzkra höfð ingja, sem með engu móti gátu komið sér saman um nokkur mál. Má segja að um næstum því hundrað ára bil, hafi verið sífelldur innanlandsófriður. — Völdin innanlands höfðu skipst á milli héraða og stórra ætta, en dregist úr höndum hinna mörgu goðaþjóðveldisins. —Al- þingi hafði aðeins lögsöguvald, en ekki framkvæmdavald og var það í höndum höfðingjanna, er beittu því að eigin geðþótta, enda ekki fengið í hendur af Alþingi. Alþingi var ekki leng- ur sá dómstóll, sem menn sættu sig við, því féllu dómar eftir fjölmenni og afli höfðingjanna. Gamli sáttmáli íslendingar hafa nú gert sátt mála við Hákon gamla, Noregs- konung, þar sem þeir játast und ir yfirráð hans og erfingja hans. Skulu þeir gjalda honum skatta, en konungur heitir aftur á móti að láta íslendinga ná friði og íslenzkum lögum. Skuli konung ur koma á samgöngum milli landanna og skuli 6 skip ganga af Noregi til íslands 2 næstu sumur og svo eftir þörfum, sem konungi og beztu bændum þyk- ir hentast landinu. Einnig skulu erfðir gefast upp Þeir stóðu fyrir utan borgar- hlið Vínar tilbúnir til árásar, þegar boð komu skyndilega um, að stórkhaninn Ogota væri lát- inn. Þá sneri herinn til baka og hélt til Suður-Rússlands. fyrir íslenzkum mönnum í Nor- egi og skuli þeir hafa hinn bezta rétt er þeir hafa áður haft. — Einnig skulu landaurar upp gef- ast . fyrir íslenzkum mönnum. Hinsvegar kemur yfirlýsing um að þeir vilji hafa jarlinn yfir sér, meðan hann haldi trúnað við konung, meðan hann go hans erfingjar haldi sáttargerð ina. Hins vegar skulu íslending- ar Iausir allra mála, ef „hún rýfst að beztu manna yfirsýn". Konungur og jarl Ótti manna um að hinar miklu innanlandsdeilur yrðu til að íslendingar töpuðu alveg sjálfstæði sínu, hefir nú rætzt. Er mörgum góðum mönnum hér um slóðir þungt í skapi. Þó.tt landkostir séu hér góðir og hag sæld manna á meðal, þá munu margir tregir til að taka að greiða erlendum konungi skatta. Margir hugga sig þó við það, að hér er aðeins um konungs- samband að ræða, og að konung ur hefir heitið því að koma á friði í landinu, en ófriður sá er ríkt hefir, var orðinn þungbær alþýðu manna. Hinsvegar þykir mönnum þungt í skauti að verða að lúta erlendum yfirráð um. Umboðsmaður konungs hér á landi er jarlinn og er hann ekki alltof vinsæll meðal manna. — Hann á nú að heimta skatta af mönnum og færa konungi. Menn óttast einnig, að þótt vald konungs á Islandi sé ekki ýkjamikið í dag og íslenzk lög, sem Alþingi hefir sett, gildi fyr- ir landsmenn, muni að þvi koma, að konnngur víkki valdsvið sitt og ætli sjálfum sér löggjafar- valdið og dómsvald í málum Eftir Ogota, varð sonur hans Guyk, stórkhan og eftir hann kom frændi hans, Mangu. Báð- ir þessir stórkhanar riktu . ao- eins í fá ár. Bræður Magnus urðu khanar. Kublai, Hula'»u og Ariboka. Bæði Mangu og Kublai nutu góðs af skóla Fe- Lu, því að hirðingjalífið hafði ekkert aðdráttarafl fyrir þá. Þeir mátu menningu og list mikils. Kaublai heldur áfram sigurvinn ingum í Sungríkinu í Kína og hefir ráðist inn í Tíbet, þar sem hann samdi frið við prestana. En handverki mongólanna hefir hann ekki gleymt. Styrj- öldin gegn Sung heldur áfram. Það er í þessu stríði, sem Bayan hershöfðingi hefir látið höggva niður milljón manns á einu bretti. Ghengis-Klian íslenzkur jarl — Framh. af bls. 8. Oddaverjar, honum þung í skauti. Lét jarlinn hálshöggva þeirra bezta mann, Þórð Andrésson, en mun samt hafa þótt róðurinn þungur, því að á síðasta ári afréð hann að láta af jarlstign- inni og ganga í klaustur hér í nágrenninu, Viðeyjarklaustur. — Jarlinum entist ekki líf til að hrinda þessum ákvörðunum í framkvæmd og er nú aílt í óvissu um nýjan jarl. Gizur Þorvalds- son varð 59 ára gamall og ríkti hér, sem jarl í 10 ár, eins og áður er sagt. Hann átti mest- ann þátt í að koma landinu undir konung og var fyrri hluti æfi hans æði stormasamur. Hann lenti snemma í deilum við aðra höfðingja landsins og veitti ýmsum betur. Fór svo að hann, ásamt fleirum leitaði á náðir Noregskonungs, sem fól honum að koma landinu undir sig, en tilraunir hans höfðu mis tekizt áður vegna þess, að þótt íslenzkir höfðingjar vildu láta konung dæma um mál sín, vegna skorts á íslenzkum dóm- stólum, sem hefðu vald til að framfylgja dómum, þá voru þeir ófúsir að kaupa þá liðveizlu með hví að afhenda sjálfstæði lands- ins. Gizur og konungur stóðu yfir höfuðsvörðum Snorra Sturlusonar, sem var einn ágæt isti höfðingi hér. Má segja að bessi fyrsti umboðsmaður er- lends valds á íslandi, sé fáum harmdauði vegna stöðu hans og æfiferils og vonandi verður það eins um komandi eftirmenn hans. Er að því rekur, munu verða þung eftirmælin um þá menn, sem vegna ósamlyndis leituð’- á náðir erlends konungs með þeim afleiðingum, að landið týn ir sjálfstæði sínu. ísland konungsríki ísland hefir nú gengið á hönd Noregskonungs. — Samningur gerður á milli Hákons gamla Noregskon- ungs og Islendinga um yfirráð konungs yfir landinu. íslenzkur jarl, Gizur Þorvaldsson, skipaður jarl yfir öllu landinu. Samningurinn nefndur GAMLI SÁTTMÁLI. — Úhugurí mönnum. Frétzt hefir lát Gizurar Þorvaldssonar, jarls Hákonar gamla yfir íslandi. — Allt í óvissu um nýjan jarl.

x

Nýr Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.