Nýr Stormur


Nýr Stormur - 19.08.1966, Side 12

Nýr Stormur - 19.08.1966, Side 12
12 Föstuda'gurinn 19. ágúst 1966 Fyrir nokkrum árum bar svo við, að ungur maður hér í borg- inni hafði ger/t helst til fingra- langur, þegar óvænt atvik hög- uðu því þannig, að unga mann inum var trúað fyrir nokkurri fjárhæð milli bæja í sveit. Þessi ungi maður hafði aldrei gerzt brotlegur við lög og mun vart hafa hugsað til þess að gera sér mat úr fjármunum þeim, sem hann hafði verið beðinn um að færa skuldheimtumanni, sem á *ínum tíma halði gert húsbónda unga mannsins greiða, og lánað honum nokkra peningaupphæð. Á leið sinni milli bæjanna, hitti ungi maðurinn kunningja sinn og tóku þeir tal saman. í sam- tali þeirra bar á góma hverra erinda ungi maðurinn færi að þessu sinni. Kunningi unga mannsins fékk óvæntan áhuga, og spurði unga manninn spjör- unum úr, varðandi málið. Var kunningjanum sérlega forvitni- legt, að fá vitneskju um upp- hæð peningasendingarinnar, og þá ekki síður hversu mjög skuld areiganda lægi á, að fá féð í sínar hendur. Ungi maðurinn uggði ekki að sér, og taldi raun ar, að kunningjanum gengi for- vitnin ein til í þessum efnum. Hann sagði honum því allt hvað hann vissi, og tjáði hinum spurula sveitunga sínum, að fjár upphæðin sem hann hefði með- ferðis væri kr. 13.000.00. Einn- ig upplýsti ungi maðurinn kunn ingja sinn um það, að húsbóndi sinn hefði einhverju sinni haft orð á því, að skuldareigandinn væri mesti sómamaður, því allt frá því lánveitingin fór fram, hafði skuldareigandi aldrei að fyrra bragði reynt að innheimta fjárhæðina hjá skuldara, hvað hann be/.t vissi. Dró hann þessa ályktun m. a. af |ní, að ein- hverju sinni, þegar húsbóndinn ámálgaði það við skuldareig- anda, að hann mætti til með að fara að greiða skuldina, þá hafði hinn tekið svo til orða, að alls ekkert lægi á í þeim efnum, og áréttað þetta með þessum orðum: „Það er gott að eiga skuld sina hjá kónginumV' Kunninginn spurði nú unga manninn á eftirvæntingarlaus- an hátt, hvers vegna húsbóndi hans hefði allt í einu tekið á sig rögg og sent greiðsluna núna Ungi maðurinn vissi svar við því. Húsbónda hans hafði ó- vænt áskotnast happadrættis- vinningur og það fyrsta, sem honum hefði verið hugsað til, var að láta það ganga fyrir öllu, að greiða velyildarmanní ,sinum .skuldina, Annað. féþk kupntngi unga mannsins og að vita, en það var sú staðreynd, að skuld- areigandinn hefði engar spurn- ir af því haft, að p eningarnir væru á leiðinni til hans. — Þeg ar hér var komið fór kunning- inn, eins og upp úr þurru, að ræða um sín eigin fjárhagsvand ræði, sem hann kvað steðja að sér þessa stundina, en svo væri fyrir að þakka, að hann ætti peningavon, innan nokkurra daga. Loks kom þar samtalinu, að kunninginn triiði unga manninum fyrir því, að sannar lega myndi það koma sér eink- ar vel, ef hann gæti fengið pen- ingalán fyrr, en gert hafði ver- ið ráð fyrir þ. e. a. s. í þessu Framh. á bls. 3. ns: Er það rétt að einn af bankastjórum Lands- bankans hafi flutt inn „notaðann" Mercedes Benz, sem „metinn" var á 150 þús., hafi nú selt hann og fengið nýjan 450 þús. króna Buick „á sléttu"? ^ÍMNUR ^MiiiiiiiiitiiiiiiiiiittiiiiitiiiiiiiiiiiititiiiiiiiitiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMtiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiitiiiiiiitttiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiii 11111111*4, IfiOTT FÚLKJG HREKKJALIMIR | '^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.. * & + ALBERT ENGSTRÖM — Eg þekki einn, sem fær dellu. Hann sér hvít hænsni! — Phu, það er nú ekki svo hættulegt. Ég þekki einn sem sér fjöldan all- an af hundum og það er honum fjandi dýrt! — Dýrt, hvernig þá — Já, sjáðu nú til. Hann fer og borgar hundaskatt fyrir þá! nokkra maðka. — Þeir voru uppseldir, en er hinn vonsvikni viðskiptamaður spurði um , verð á slíkri vöru, var honum sagt að ána- ATTOM maðkurinn væri seldur á ÁTTA krónur stykk- •EnnmmSiimmts ið. Nú þarf venjulega að egna lax-öngul með tveim ánamöðkum, svo að það kostar SEX- TÁN krónur að egna einu sinni fyrir laxprjón Mikil óánægja er með póstþjónustuna hér á landi. Allir, sem við kaupsýslu fást og þurfa oft að skrifa og fá stöðugt bréf frá útlöndum, hafa Ijóta sögu að segja. Bréf, sem send eru til íslands, komast a. m. k. í Reykjavík oft ekki til skila fyrr en eftir dúk og disk. Mikill fjöldi fólks sem er á ferð í útlöndum, sendir vinum og vandamönnum kort. Þessi kort eru stundum vikum saman á leiðinni og koma oft ekki til skila fyrr en ferðalangurinn er kominn heim, ef þau sjást þá nokkurn tíma. Hér er á ferðinni siðleysi í opinberri þjón- ustu, sem er óverjandi og hvergi .þekkist nema hér. En borgararnir eru varnarlausir gagnvart kærulausum embættismönnum, sem ekki hirða um að svara kvörtunum — hvað þá sinna þeim. ★★★ Ekkl er ofsögum sagt af dýrtíðinni í land- inu.... Fyrir nokkru síðan ætlaði maður nokk ur, sem ekki hefir stundað laxveiðar í nokkur ár, að skreppa dagstund á veiðar. Vantaði hann beitu á krókinn, en ánamaðkur er uppá- haldsfæða laxa. Hringdi hann í maðkakaup- mann nokkurn, eftir augl. í „Vísi“ og falaði sem allar líkur eru fyrir að taki ekki, og beit- an verði „afætu“ að bráð. Það eru þá ekki fyrstu sextán krónurnar sem fara í ginið á afætunum! ★ ★ ★ Eins og kunnugt er, reysti Reykjavikur- borg myndarlega byggingu við höfnina í stað hins gamla „verkamannaskýlis". Fæð- ingarhríðir þessa fyrirtækis urðu langar og strangar og var vinsælt efni í ,Bláu bókinni“ svonefndu. Þó fór svo að lokum að ekki var stætt á myndunum einum og fyrirtækið komst á laggirnar, við mikið lof verka- manna, samfara hinni alkunnu hógværð borgarstj órnarmeirihlutans. Verkamenn kvarta nú yfir aðbúnaðinu i þessu „skýli", sem nefnt er „Hafnarbúðir“. Er þar um að ræða ýmsa hlutl, svo sem loftræstingu. Drykkjuskapur virðist vera landlægur orðinn á þessum stað, til ama og leiðinda vinnandi mönnum. Ýmislegt fleira mun þarna vera að, sem /erður tekið til athugunar síðar. Ættu borg aryfirvöldin að sjá sóma sinn í að búa vel að þeim mönnum, sem vinna eríiðisstörf við aðalhöfn landsins, en ef til vill eru þeir það neðarlega i mannvirðingarstiganum hjá þeim miklu mönnum, nema þá á kosn- ingadaginn, að þess gerist ekki þörf. Margt er skrítið í.... Eins og kunnugt er hafa ríkisbankarnir talið það eitt af höfuðverkefnum sfnum að safna lóðum í miðbænum. Fram- kvæmdabankinn sálugi á tvær úrvalslóðir við Laufásveg. Nú eru menn að velta því fyrir sér hvort ekki muni ráð að gefa væntanlegum „Alþýðubanka“ lóðirnar. Hann fengi þá eitthvað til að glíma vlð fyrst um sinn!

x

Nýr Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.