Nýr Stormur - 02.12.1966, Side 2
%RNUR
Föstudagur 2. desember 1966
A
A
*>
❖
Framburður vitna
Nýjum Stormi þykir rétt að birta í þessum dálki örfá
atriði um mjög merkilegt málefni, en það er hvert gildi
framburður vitna hefur fyrir dómi.
Eini íslendingurinn sem vitað er til, að ritað hafi um
þetta mikilsverða málefni mun vera próf. Símon Jóh.
Ágústsson og af því tilefni leyfir blaðið sér að taka hér
fyrir örfá atriði úr Úlfljóti 1. tbl. 1961, en þar birtist stór-
fróðlegt erindi um þetta mál eftir próf. Símon, en hér verður
aðeins stiklað á stóru:
Próf. Símon segir svo m. a.:
„Langt er raunar síðan — og vissulega lengra en rakið
verður — að menn veittu því eftirtekt, að því fór fjarri, að
öll vitni væru jafntrúverðug. Þannig er langt síðan menn
voru á verði gegn framburði vilhallra og fjandsamlegra
vitna, ennfremur gegn framburði áberandi vangefinna
manna, ótvírætt geðveikra manna, svo og ungra barna, sem
mikið skortir á, að náð hafi fullum skynsemisþroska. Hitt
var mönnum miður ljóst, hversu valt er oft að treysta fram-
burði þeirra vitna, sem gera sér allt far um að segja satt, eru
geðheil, fullvita og ekki vanhæf til vitnisburðar sakir
bemskuóra né elliglapa. Það var ekki fyrr en á seinnii hluta
19. aldar, að farið var að gera skipulegar rannsóknir á þessu
sviði
0-0-O-0-0 - ;
Brautryðjandi í rannsóknum á framburði vitna var Austur-
ríski lögfræðingurinn Hans Gross. Höfuðrit hans eru Hand-
bók handa rannsóknardómurum, og Afbrotasálarfræði. Bæði
þessi rit hfa verið þýdd á ýmis tungumál og hafa þau komið
út í fjölmörgum og breyttum útgáfum, jafnvel eftir hans
daga. í Afbrotasálarfræði sinni sýnir Gross fram á með fjöl-
mörgum sönnum dæmum, hversu torvelt er oft að dæma um
sannleiksgildi framburðar vitna. En þótt Gross sé venjulega
talinn upphafsmaður fræðilegra rannsókna á þessu sviði, á
þessi sérgrein hagnýtrar sálarfræði öllu meira að þakka
tveimur ágætum sálfræðingum, öðrum frakkneskum, en hin-
um þýzkum, þeim Alfred Binet og William Stem.
0-0-O-0-0
Ég dreg nú að lokum fram nokkur atriði, sem sérstaklega
þarf að hafa í huga, þegar meta skal framburð vitna:
1. Mikilvægt er að vita, hvort framburður vitnis um eitt-
hvert atriði er fenginn með frjálsri frásögn þess eða sem
svör við spurningum; og ef um er að ræða hið síðarnefnda,
er áríðandi að vita orðalag spurninganna. Spurning og svar
eru ein heild. Yfirheyrslur um mikilvæg atriði skulu bók
aðar orðréttar, en ekki dregnar saihan og endursagðar,
e. t. v. með orðum, sem vitnið tekur sér aldrei í munn,
eða leggur óljósari skilning í.
2. Eftir því, sem unnt er, verður að reyna að komast að
því, að hve miklú leyti framburður vitnisins er byggður á
skynreynslu þess og að hve miklu leyti það hefur orðið
fyrir áhrifum frá öðmm. Gefa skal vandlega gaum að öll-
um þeim hvötum, sem leitt geta vitnið til hlutdrægrar eða
rangrar frásagnar og til þess að segja vísvitandi ósatt.
3. Þegar dæma á gildi framburðar vitnis um sérstakt og
mikilvægt atriði, skal, ef þess er kostur, prófa með tilraun-
um gildi framburðar þess um lík atriði. Vitni, sem þykist
t. d. hafri heyrt hljóð af ákveðnum styrkleika i 50 m. fjar-
lægð, en nemur það ekki við tilraun í 10 m. fjarlæggð; vitni,
sem staðhæfir, að stúlka hafi verið í bláum kjól, en þekkir
ekki við tilraunir aðallitina, er lítið sem ekkert að treysta.
Við sálfræðilegar athuganir getur einnig óvenjulega gott
minni og frábær athugunarhæfileiki komið fram hjá vitninu.
Ótrúlegt má t. d. virðast, þótt þess séu dæmi, að maður.
sem einungis hefur staldrað við örfáar sekúndur í stofu,
?
Framh * ^ sf?!u.
Þjófnaður í
Framh. af bls. 1.
Skipafélögin hafa gefist upp
við að hafa eftirlit með mönn
um sínum, en vörusendingar,
sem ekki eru heilar, er þær
koma upp úr skipunum, eru
venjuiega sendar í sérstakt
„tugthús“ eða í sér vöruskála,
þar sem þær eru yfirfamar.
Það virðist því vera vöm-
húsin sjálf, sem böndin her-
ast að. Er hér um slíkt ó-
fremdarástand að ræða, sem
auk þess er til algjörrar
skammar, að ekki verður við
unað. Virðist ekki annað vera
til úrræða hjá innflytjendum,
en kæra þessi mál til saka-
dómara, ef ekki verður úr
bætt.
• Ösvífni og ótúr-
snúning
Þeir, er fyrir svörum verða
á þessum stöðum, virðast ekki
kunna snefil af mannasiðum.
Sem dæmi upp á þetta, skal
sagt hér frá smáatviki.
Fyrir nokkru síðan átti mað
ur hér í bæ von á tveim all-
stórum kösspm eða um um 5
kubifet og ajls, 600 . kg. frá
Danmörku. Kassarnir voru
merktir og mál og: þyngdigef-.
ið upp. Er til átti að taka
fundust kassarnir hvergi í
vöruskemmum Eimskinafél-
agsins, þrátt fyrir víðtæka
,,leit“. Innflytjandinn sneri
sér til skrifstofunnar, sem
setti allt í gang til að finna
kassana. Hringt var á allar
hafnir, þar sem hugsanlegt
var að þeir hefðu f'”-:ð í land,
en allt kom fyrir ekki. Hringt
var til Kaupmannahafnar og
kom þá í ljós, að kassarnir
höfðu farið með skipi því, er
farmskýrteinið sagði til um.
Liðu svo nokkrir dagar í
stanzlausa leit, bið og óþæg-
indi, þar til allt í einu var
tilkynnt, að kassarnir hefðu
fundizt — nákvæmlega í þeim
skála í Borgartúni, þar sem
þeir áttu að vera!
Kom þá í ljós, að kassarnir
höfðu allan tímann verið fyr-
ir framan augun á „leitar-
mönnunum“. Hins vegar úifði
verkstjórinn fullyrt að búið
væri að ,,slá máli“ á alla kassa
í öllum húsum félagsins og
þeir væru hvergi eða nokkrir
kassar sem gæti „passað“.
Er upp um sleifarlagið
komst, sögðu forsvarsmenn
vöruhússins að kassarnir væru
ómerktir og eitthvert „enskt
letur“ á þeim. í ljós kom að
kassarnir voru greinilega
merktir á tveim stöðum, en
starfsmenn hússins höfðu rif
ið merkispjöldin af, til að fela
mistökin, en gættu þess ekki
að það voru önnur merkis-
spjöld á hinni hliðinni.
Er eigandi kassanna fann
hóglátlega að þessum mistök-
um, sem höfðu orðið honum
til all mikils tjóns, fékk hann
þau svör hjá einhverjum yfir
verkstjóra, að hann gæti sótt
kassana ,,ef hann vildi“.
Skylt er að geta þess, að
skrifstofa Eimskipafélagsins
gerði allt sem í hennar valdi
stóð til að leysa málið og það
sem að henni snýr í þessu máli
og öðrum viðlíka, er það að
starfsmenn vöruhúsanna, sem
margir hverjir eru búnir að
vera árum og áratugum sam-
an, eru „eins og heimaríkir
hundar“ og hirða ekki um
skyldustörf sín, en þau er
fyrst og fremst sú, að veita
viðskiptamönnum skipafélag-
anna þá beztu og liprustu
þjónustu, sem unnt er.
Stjórnarmönnum skipaféla^
anna ber og skylda til að veita
þessum mönnum áminningu
og reka þá, ef þeir láta sér
ekki segjast. Þau eru í sam-
keppni um vöru- og farþega-
flutninga og ef starfsmenn
þeirra kunna ekki sitt starf,
getur það komið niður á fé-
lögunum sjálfum, þótt eigend-
ur þeirra og stjórnendur vilji
gera sitt bezta.
Þjófnaðurinn i húsunum er
svo aftur annað mál. Verk-
stjórar bera að sjálfsögðu á-
byrgð á sínum mönnum, en
það þýðir aftur á móti ekki
það, að þeir sjálfir steli. Það
verður hins vegar að krefjast
þess að þeir hafi eftirlit með
þessum ófögnuði, en láti ekki
afskiptalaust í trausti þess að
„tryggingin borgi“.
Farið hefir verið fram á að
þetta blað birti myndir og
nöfn verkstjóranna, með sér-
stökum tilmælum til þeirra,
en það verður látið bíða, þar
til séð verður hvort ófögnuð-
inum linnir ekki.
Ögöngur —
Framh. af b]s. 1.
til að magna andstöðuna að
miklum mun og vinna til fylg-
is við hana geysilegan fjölda
manna, sem áður höfðu látið
ser fátt urn finnast þeSsi hand
rit, sem margir töldu Dönum
vera lítið hjartans mál, þar
sem þau f jalla, ekki að ráði
um sögu Danmerkur.
01 Úhappaverk
Nú horfir málið hinsvegar
allt öðru vísi við. Þótt vænt-
anlega verði engu breytt um
úrslit þessa máls úr þessu, þar
sem öruggur þingmeirihluti
er fyrir afhendingunni, eftir
nýafstaðnar kosningar í Dan-
mörku, þá hefir hér verið unn
ið óhappaverk, sem er til þess
eins fallið, að vekja óþarfa
deilur og óánægju, meðal þess
arar, annars vinsamlegu grann
^UIIIIIIIIIIH|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||i||||,|||,||||||||||||||||||||||
STEFKRÓKUR
Ýmsir að aurum falast,
alltaf er vasinn tómur,
milljónir eyðast — malast,
magnaður tóma-hljómur
sækir með sulti stórum
sálrænt að hugum vórum.
Allir af öðrum krefja
aura og dala fleiri,
uppfullir illskurefja
otandi bitrum geiri,
stéttir við stéttir miða,
stimpast án vopnagriða.
Ríkasta heimsins ríki
rifrildisþegna nærir,
— austur í eyðsludýki —
ofrausnin spillir, tærir,
heimtun við heimtun gellur,
hækkandi auðvon fellur.
Krakkar um kökubita
kljást — svona eins og gengur —
oft snýst í hörkuhita
hunda og krumma fengur.
— Hvort ertu þá eins og krakki?
ellegar hrafn ,og rakki?
Grímarr.
& IIlllllIIHinillllllllHIHIIIllllIIHHHHHHHHIIHHHHIHHniHnilHIIIIIIIIIHIIIIHIIIIIIIIIIHIIHIIHHIIHHHHHIHIIIIItC