Nýr Stormur


Nýr Stormur - 02.12.1966, Blaðsíða 5

Nýr Stormur - 02.12.1966, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. desember 1966 í NÝR | iVOBMUR | Útgefandi: Samtök óháðra borgara 3 § Ritstjórar: Gunnar Hall, sími 15104 og Páll Finnbogason, ábm. i I Ritstj. og afgr. Laugav. 30. Sími 11658 í Auglýsinga- og áskriftarsími: 22929 Vikublað — Útgáfudagur: föstudagflr | Lausasöluverð kr. 12.00. Áskriftarverð kr. 450.00. í PTentsmiðjan Edda h.f. ^JIIIIIIIIIIIIIHHIIIIHIIHIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIHIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHHIIHIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIHHl^ Áróður Hinn látlausi árqður sem rekinn er af hinum pólitíslcu flokkum og málpípum þeirra, hefur haft skaðlegri áhrif í þjóðfélagi okkar en flestir gera sér grein fyrir, gegnum blöð og útvarp er fólkinu færð þessi andlega næring, sem eitrar heilbigða hugsun og spillir dómgreind þess, því það sem'einn segir rétt, segir annar lýgi. Út yfir tekur þó um hverjar kosningar. Þá nær áróðurinn hámarki sínu, þegar flokksvélamar em settar í gang fyrir alvörti. Menn eru rægðir, málefni rangfærð og mgluð sitt á hváð og við útvarpsumræður um stjórnmál, trúir hlutlaus hlustandi venju- lega þeim, sem er að tala, en sannfærist svo um, að allt sem hann hefur sagt, er rangt, þegar næsti ræðumður hefur fengið orðið. Það væri vissulega full ástæða til þess að takmarka verulega hinn pólitíska áróður flokkanna og bezt væri að losna við flokk- ana alla eins og þeir leggja sig, með öllu þeim tilheyrandi. Þá fyrst gætu liér farið fram frjálsar kosningar. Það er áreiðanlegt að mikill hluti þjóðarinnar myndi greiða þeirri hugmyrid atkvæði, ef hún væri borin undir þjóðaratkvæði. Væri það þjóðinni bæði heilbrigðara og liagkvæmara, að kjósen.dur í liverju kjördæmi veldu frambjóðendur úr liópi þeirra manna, er þeir treystu bezt og kysu svo milli þeirra, í stað þess að verða að taka á móti og eiga að kjósa einhvem mann, sem æðsta ráð-flokkarina í Reykja- vík úthlutar þeim. Jafnframt því, sem áróður flokkanriá spillir dóriigreirid þfóðár- innar og mati hennar á mönnum og málefnum, er hann undirrót þeirrar pólitísku spillingar, sem nú er á góðum vegi með að eyði- leggja allt atvinnu- og fjármálalíf þjóðarinnar. Flokkarnir ausa fé ríkisins þangað, sem þeir helzt eiga von á fylgi og veita ein- stökum aðilum fríðindi, sem laun fyrir störf þeirra við flokksáróð- unnn. Flokkarnir eru búnir að koma þjóðinni í úlfakreppu með hinum látlausa áróðri sínum. Fólkið vill fá að hugsa og starfa í friði, en það fær það ekki og má það elcki. Alls staðar þurfa flokkarnir að smeygja inn áróðri sínum og áhrifum. í hverjum kaupstað, kaup- túni og sveit, hafa þeir fjölda útsendara, sem eiga að boða trú, þeim sem óákveðnir eru eða hvikandi, læða inn illkvittni í garð andstæðinganna, sannfæra ósjálfstæðar sálir um ágæti síns flokks og ókosti hinna og trufla sjálfstætt mat kjósandans á þjóðmál- unum. Þjóðin er orðin langþreytt á áróðri flokkanna og hinum póli- tísku málsprautum þeirra. Hún óskar eftir að fa að mynda ser skoðanir í friði og án afskipta þeirra. Hún er farin að sjá í gegn um blekldngavef áróðursins og kosningaloforðin, sem eru at- kvæðagjaldeyrir flokkanna við hvejar kosningar. Vonandi fer hún að hætta því, að láta áróðursútsqndara flokkanna blinda sig, heldur tekur ákvarðanir sínar éftir eigin dómgreind og skoðun- um, hvað sem öllum upskriftum líður frá áróðurssérfræðingum flokkannna í Reykjavík. Fjárbrall — Framh. af bls. 1. með fríðu föruneyti og munu bankar standa á bak við það. Munu menn víða um land vera orðnir langeygðir eftir að hann standi skil á andvirði vöru, er hann hefir tekið að sér að selja, oft með yfirboð- um, og er enn ógreidd, eða óseld og liggur undir cV«mmd um eða er gjörónýt. Grásleppuhrognin Eins og kunnugt er, eru grásleppuhrogn ein verðmæt- asta útflutningsvara lands- manna. Fjölmargir smáfram- leiðendur hafa lífsframfæri sitt af þessari framleiðslu að miklu eða öllu léyti. Ýmsir aðilar höfðu annast sölu á þessári vöru og allt gengið snurðulaust. Er Friðrik Jörg- ensen hóf starfsemi sína tók hann að þrengja sér inn í þessi viðskipti og bauð fram- leiðendum hærra verð, áð- ur hafði tíðkast. Gerði hann síðan víða mikil kaup, sem flest eða öll einkenndust af því að hann „greiddi vel“ en greiðslan lét standa á sér. Hugðist hann ýta keppinaut- um sínum út af markaðnum með yfirboðum og er nú svo komið að menn víða af land- inu, svo sem á Húsavík, Þórs- höfn, Flatey og víðar, hafa lít ið sem ekkert fengið og munu sennilega ekki fá, þar sem stór hluti vörunnar liggur óseldur Fjöldi fjölskyldna er í fjár- hagslegri rúst út af þessu máli. Árinu áður hafði öll framlelðslan selzt á góðu verði, en framboð hafði aukizt, svo sem oft vill verða um arðbæra framleiðslu. Þurfti því að hafa hemil á framboð- inu. Hinsvegar fékkst Jörgensen ekki til að hlusta á slíkt. — Blekkti hann ráðuneytið til að veita ótakmarkuð útflutnings- leyfi og „keypti“ síðan í stór- um stíl. Framleiðendur hafa hinsvegar ekki Jengið nema lítinn hluta andvirðisins og sumir. ekkert, en Jörgensen siglir út í lönd með fríðu föruneyti, sumir segja átta manns! 15 milljónir Engin tök eru á því að rekja allar svikamillur þessa ævin- týramanns, sem virðist hafa tekizt að tröllríða sumum bönk um þessa lands, svo að ótrú- lefú er. ,^ýaf,sýa?in er útibússtjóra- fandur hjátvegsbanka.íslands og er sagt að sumir útibús- Stjórarnir hafi fengið veru- lega ofanígjöf og er þar eink- um tilnefndur útibússtjórinn í Vestmannaeyjum. Mun Jörgensen hafa komizt þar verulega inn fyrir dyr og mun nú vera búinn að koma stóru fyrirtæki, Fiskiðjunrii í Vestmannaeyjum og félögum sínum þar á heljarþröm. ■ Síldarverksmiðja ein á Seyð isfirði hefir átt allmikil við- skipti við Jörgensen. þennan og komst fyrir skömmu í greiðsluþrot vegna þess að Jörgensen skuldaði henni 15 milljónir króna! Má furðulegt teljast hvernig sumir menn geta spilað á náungann og er sannarlega tími til kominn að sett verði á stofn opinbert eftirlit hæfra manna, sem fylgjast með at- höfnum slíkra manna. Hér er ekki um mál sem varða eingöngu þá eina er viðskiptin gera heldur þjóð- ina alla. Það er sparifé hennar, sem verið er að sólunda og hún verður að gera kröfu til þess að trúnaðarmenn hennar láti ekki ófyrirlitna ævintýra- menn leika lausa í fjárhyrzl- um hennar. Mennn verða látn ir fylgjast með framvindu þessa máls, hér í blaðinu ef það gæti orðið til varnaðar því að slíkir afglapar geti vaðið uppi og lagt í rústir líf og af- komu fjölda manns. Nýju bækurnar Halldóra Bjarnadóttir: Vefnaður á íslenzkum heimilum. Höfundur þessa rits hefur safnað til þess efni ára- tugum saman, bæði máli og myndum. Þar er fjallað um íslenzkan vefnað af öllu tagi, og gerð grein fyrir helztu vefurum í flestum héruðum landsins. I bók- inni eru 115 litmyndir og fjöldi annara mynda. Þetta er veglegt rit og fallegt, sem mjög hefur ver- ið til vandað. I' ' . Arnheiður Sigurðardóttir: . Híbýlahættir á miðöldum Bók þessi er árangur víðtækra rannsókna á íveru- húsum íslendinga fyrr á tímum. Þar er fjallað um skála, stofu, baðstofu, svefnstaði, borð, stóla, kistur og annan húsbúnað. — Merkisbók, einkar vel og ljóslega ’rituð. Mynd úr bókinni Híbýlakostur á miðöldum. Ævar R. Kvaran: Á leiksviði Leiðbeiningabók um flezt hið helzta, er að starf- semi og leiksviðsbúnaði lýtur. Fjöldi skýringamynda og ljósmynda af íslenzkum leikurum er í bókinni. Guðmundur Halldórsson: Hugsað heim um nótt Safn smásagna, fyrsta bók nýs höfundar. Gottfried Keller: Rómeó og Júlía í sveitaþorpinu Ástarsaga, sem hlotið hefur heimsfrægð og verið þýdd á fjölmörg tungumál. — Njörður P. Njarð- vík íslenzkaði. Njáls saga Gefin út af Magnúsi Finnbogasyni, menntaskóla- kennara, með vísna og textaskýringum eftir hann. í bókinni eru kort og nokkrar myndir af sögustöðum Njálu. Loks ber að nefna tímaritin Almanak Þjóðvinafé- lagsins og Andvara. í Andvara birtist að þessu sinni löng og gagnmerk ævisaga Ólafs Thors eftir Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra. Kynnið yður hjá umboðsmönnum útgáfunnar val- frelsið og þau kostakjör, sem félagsmenn njóta. Bókaútgáfa Menningarsjóðs

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.