Nýr Stormur - 02.12.1966, Blaðsíða 8
8
%RNOR
Föstudagur 2. desember 1966
MANNKYNS
“'ÍSíííí!1"!)'
SAGA
1493-1521
Blóðbað í STOKKHÓLMI
Kristján konungur útrýmir sænska aðlinum og kirkjuyfirvöldum. 90 háishöggnir á 3 dög-
um í Stokkhólmi.
Stokkhólmi, 11. nóv. 1521.
1 dag er Kristján II. konungur
yfirboðari þriggja Norðurlanda.
Meðan Noregur hefur haldið
tryggð við sambandið, hefur
Svíþjóð stöðugt reynt að slíta
sig frá, en nú liggja örlög lands
ins á ljósu. Kristján er orðinn
konnngur og það verður erfitt
að hreyfa mótmælaaðgerðum úr
þessu.
Fyrir viku 4. nóv. var Kristján
Kristján konungur 11.
konungur af Danmörku og Nor-
egi krýndur í Stórkirkjunni hér
í borginni, sem konungur Sví-
þjóðar. Sama dag sendi mágur
hans honum mestu orðu Evrópu
Hið gullna Vlies, sem aðeins fá-
einir bræður í trúnni bera.
Kristján konungur lofaði, að hér
með væri klofningur Danmerk-
ur og Svíþjóðar á enda bundinn
Nýtt korta-
geröafyrirtæki
nefnir nýja
landið Ameríku
Lissabon, 31. des. 1507
Nýtt kortagerðafyrirtæki,
sem Martinus Waldseemuller
veitir forstöðu, sem hefur
vakið athygli langt suður í
álfuna, alla leið til Afríku
hefur kallað hið stóra nýja
land Ameríku. Waldseemull-
er er prófessor í landafræði
við St. Die háskólann í Lorr-
aine.
Það er nefnt eftir Amerigo
Vespucci, sem 1499 ferðaðist
með Alonso de Ojeda. Eftir
44 daga siglingu komu þeir
til lands og þræddu fyrir
langa strönd. Þeir sigldu fyrir
gífurlegt ármynni, síðan
fóru þeir enn norðar að öðru
ármynni og því næst sneru
þeir heim.
Landið liggur langt suður
af þeim eyjum sem Kolumbus
fann.
og deilur fortíðarinnar gleymd-
ar. Sænsk stórmenni tóku þátt
í fagnaðinum með miklum létti,
jafnvel þótt menn tækju eftir
að nokkrir danskir og norskir
menn, en enginn sænskur, voru
slegnir til riddara í þessu til-
efni.
• Lokaður inni í höllinni.
Hvað gerðist er ennþá óljóst
en þremur dögum eftir krýning-
una stóð erkibiskupinn Gustav
Trolle upp og kvartaði yfir þeim
sænsku höfðingjum, sem leikið
höfðu hann grátt, fangelsað
hann og svívirt dómkirkjuna í
Uppsölum. Frú Kristín Gylden-
stjerne vildi verja minningu
látins eiginmanns síns mót á-
kæru erkibiskupsins og lagði
fram frægt bréf þar sem marg-
ir sænskir höfðingjar sóru sig
saman og ákærðu erkibiskupinn.
Nöfn þeirra og innsigli voru á
skjalinu.
Konungurinn yfirgaf salinn,
loks kom Sören Norby inn og
færði burt þau sænsk stórmenni,
sem undirritað höfðu skjalið. Öll
um hliðum hallarinnar var læst,
enginn gat sloppið út. Næsta
dag var útgöngubann sett á
Stokkhólmsborg, það voru ridd
arar og fallbyssur á götunum,
regnið streymdi niður, enginn
sýndi sig í hinum.auða og myrka
bæ. Það var kopunginum nóg,
að þeir sem sett höfðu sig á
móti erkibiskupi voru heiðingjar
og höfðu svívirt kirkjuna. Fyrir
Herklæði Kristjáns II.
þá nægir ekki hin almenna
stjórnmálalega fyrirgefning
hans.
• Fjöldaaftökur á torginu.
Klukkan 12 á hádegi var út-
göngubanninu aflétt og riddar-
ar konungsins mynduðu lokaða
götu frá höllinni til stórtorgs-
ins. Borgararnir streymdu að
og sáu sænsku aðalsmennina
færða út xir höllinni til Atórtorgs
ins. Niels Lykke tilkynnti frá
ráðhússvölunum, að menn
skyldu ekki undrast það sem
þeir sáu, þetta væri heiðingjar,
sem ætti að taka af lífi. Hinn
dæmdi mótmælti, biskup Vinc-
ens af Skara hrópaði, að þetta
væri lygi og fals, en riddaram-
ir yfirgnæfðu hann með háum
hrópum sínum.
Fyrst var tekinn af lífi Matt-
hias biskup af Strangnæs, Eril
Leijohuvud tíu aðrir stjórnar-
ráðsmenn, Erik Johannsson
Vasa, 14 þingmenn og margir
Framh. á bls. 9.
Aðalsmenn og biskupar færðir fram fyrir böðulinn á torginu í
Stokkhólmi, þar sem blóðið flaut í göturæsunum.
Skálmöld á íslandi
Undanfarna áratugi hefir ríkt skáimöld á fslandi. Biskupar og veraldlegir höfðingjar deila
og fara með ránum og yfirgangi. Löglegir dómar ná ekki fram að ganga og bannfær-
ingarréttur biskúpáhfra'er rtíisnotaður til að svæla fé og jarðir undir yfirráð þeirra.
Leiðarhólmi í Dölum 24. júní
1513.
Tveir. veraldlegir höfðingjar á
Vestur- og Norðurlandi hafa
boðað til fundar, sem nú er hald
inn að Leiðarhólmi í Dölum, um
að mynda samtök allra höfð-
ingja á Vestur og Norðurlandi
til að stemma stigu við yfir-
gangi klerka og biskupa, sem
nú er orðinn svo niikill, að eng-
in er óhultur lengur um eign-
ir sínar og jafnvel líf. Er svo
komið að biskuparnir nota ó-
spart bannfæringarrétt kirkj-
unnar til að kúga fé af mönn-
um og Ieggja undir sig tugi og
hundruð jarða. Þeir er aðallega
standa fyrir þessum fundi eru
höfðingjarnir Bjöm Guðnason
í Ögri og Jón Sigmundarson lög
maður.
Er líða tók á síðustu öld gerð-
ust biskupar ærið yfirgangsfrek-
ir hér á landi og er sagnir af
einum þeirra mönnum minnis-
stæðar sérstaklega. Er þaö Jón
Gerreksson biskup, sem var út-
lendur maður og fór með rán-
um og ofríki og lauk lífi sínu
í Brúará, en bændur drekktu
honum þar. Um svipað leiti var
Jón Vilhjálmsson biskup á Hól-
um og var hann litlu betri. Sýndi
hann fádæma frekju og yfirgang
á ýmsum sviðum, er hann fýsti
að ná undir sig fé. Má þar nefna
er hann tók undir verndarvæng
enska ránsmenn og lýsti þá frið
helga í nafni heilagrar kirkju,
gegn ærnu gjaldi. Gengu bisk-
upsembættin lengi eftir þetta
kaupum og sölum og voru í mis
jafnra manna höndum.
Er líða tók á öldina urðu mikl
ar róstur og vígaferli og tóku
kirkjunnar menn engu síöur
þátt í þeim, en aðrir.
IlOrtfiJil ■ uSilni11Ti ,/i'i 'í
Gottskálk og Stefán
Skálholtsbiskup
Biskupamir í Skálholti og Hól
um, þeir Stefán Jónsson og Gott
skálk Nikulásson, kallaður hinn
grimmi, eiga í stöðugum úti-
stöðum við leikmenn. Er nú svo
komið að þeir bera lognar sak-
ir á menn í fjáröflunarskyni og
má nefna sem dæmi, að Gott-
skálk grimmi hefir látið útbúa
reikning á Reykhólakirkju í
Tungusveit 209 ár aftur í tím-
ann og látið dóm ganga, svo
að jörðin og allt sem henni fylg
ir hrekkur hvergi nærri tH. Með
þessum og öðrum slíkum brögð-
um hefir honum tekist að koma
110 jörðum undir Hólastól og
er nú leikmönnum nóg boðið.
• Siðleysi
Prestar kirkjunnar hlýta lítt
reglum hennar um skírlífi og eru
flestir þeirra auðugri, ekki við
eina fjölina felldir í kvennamál-
um. Má nefna sem dæmi, að
tveir þeirra, síra Þorkell Guð-
bjartsson, eigi 30 börn, er hann
hefir gengist við og annar, síra
Sveinbjörn Þórðarson í Múla 50.
Er það almennur siöur, að prest-
ar friðkaupa sig við kirkjuna og
biskupa með fégjöldum. Biskup-
arnir láta sakamenn um hjú-
skaparmál, hórdómsmál og sifja
spell, kaupa sig undan refsing-
um og komast þannig yfir of
fjár.
Ofan á þetta bætist svo al-
menn efnahagsleg hnignun af
völdum eldgosa og annarra ó-
áran.
• Plágan síðari
Árið 1494 barst hingað drep-
sótt með enskum kaupmönnum
sem út komu í Hafnarfirði. —
Breiddist plága þessi út um nær
liggjandi sveitir og eyddust þá
nálega margar sveitir, svo að
eftir urðu á sumum bæjum ekki
nema tvær til þrjár manneskj-
ur. Dóu menn út af skyndilega
við vinnu sína og ungbörn sugu
látnar mæður sínar, er að var
komið. — Önnur sótt kom í fyrra
og var það bólusótt og féllu úr
henni fjöldi manns. Er nú fólks
ekla svo mikil að víða fást ekki
konur til mjalta og nautpening-
ur æðir baulandi um og sauð-
fé hleypur til fjalla.
Framh. á bls. 9.
Kólumbus var
ekki fyrstur
Hispaniola, Nýja Spáni 1911
Menn hafa lengi vitað, að ís-
lenzkir sæfarar- hafa fundið
land í vestri, en jafnvel þótt
reiknað sé meö síðustu öldum,
þá var Kolumbus ekki fyrstur
til að finna land hinu megin
við Atlantshafið.
Er sonur hins mikla aðmíráls
kom hingað, eftir útnefningu
sína sem aðmíráls yfir Indlandi,
nafn hans er Diego Kolumbus,
þá hafði hann uppgötvað að
Sebastian Ocampo hafði fundið
Kúbu og siglt umhverfis hana
áður en faðir hans Kólumbus
kom þangað.
Þá berast þær fregnir frá
Englandi, að Sebastian Cabot
frá Bristol hafi komið til hinna
nýju landa mörgum árum aður.
Þannig en það ætíð um nýjar
uppgötvanir; margir eru um
hana, en einn gerir hlutina,
þannig að þeir fréttast og fá
þýðingu.