Nýr Stormur


Nýr Stormur - 06.10.1967, Blaðsíða 5

Nýr Stormur - 06.10.1967, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 6. OKT. 1967. "I^MUIt © £0"'"".... I NÝR | IWBNUR Útgefandi: Samtök óháðra borgara. | Ritstjórar: Gunnar Hall sími 15104 og Páll Finnbogason, ábm \ Ritstj. og afgr. Laugav. 30 - Sími 11658. | Auglýsinga- og áskriftarsími 24510. Vikublað - Útgáfudagur: föstudagur. Úausasöluverð kr. 10.00. Áskriftarverð kr. 450.00. | Prentsmiðjan Edda h.f. ^* ■»■■■■■.. ......................iiiiitiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiitiiui* Hvíldarheimili þreyttra póiitíkusa Einhverjar ömurlegustu stofnanir sem íslendingar heimsækja erlendis eru ís- lenzku sendiráðin. Að láta sér detta í hug að snúa sér þang- að til þess að fá fyrirgreiðslu á einhvern hátt má teljast mikil bjartsýni. sendiráð okk- ar erlendis eru víðasthvar rek in eftir gamla embættis- mannakerfinu, semsé í „Canc elli“ stíl. Það er stórfurðulegt, að ríki eins og ísland með innanvið 200 þúsund íbúa hefur þrjá Ambassadora á Norðurlönd- um. Að sjálfsögðu mun nauð- synlegt að hafa slíkt embætti í Kaupmannahöfn, en í hin- nm löndunum, er það alger óþarfi. Viðskipti okkar við þau lönd eru ekki meiri en það, *ð nægjanlegt er að hafa einn ambassador fjurir öll Norður- löndin. Okkur ætlar seint að lærast að skilja það, að sendiráð okk ar erlendis gætu verið landinu þýðingarmiklar stofnanir og verða að breytast í það form, að verða einhverskonar mið- stöð allra viðskipta milli land anna. Þangað eiga menn að geta leitað til þess að fá upp- lýsingar og aðstoð ef á þarf að halda, en eins og þessar stofn- anir eru reknar í dag, er eins og að koma í annan heim. Embættismennskan og þekk- ingarleysið á öllum \(iðskipt- um manna í milli skipar þar öndvegi. Hér á landi er hægt að fara inn í erlend sendiráð og biðja um aðstoð til þess að ná sam- bandi við erlend firmu í hvaða grein sem er og boðist er til, að sjá svo um, að ef sá hinn sami vill fara til landsins að kynna sér hlutina, þá skuli verða tekið á móti honum þar og gata hans greidd að fremsta megni. Þannig lita er lend stórveldi á hlutina, að sendiráð þeirra séu ekki að- eins svo fínar stofnanir að þangað verði að koma með þvi að tilkynna komu sína löngu fyrirfram og sækja um við- talstíma, heldur eru þetta eins og hver önnur opinber þjón- ustufyrirtæki, sem hafa áhuga á viðskiptum millum land- anna og koma á sem nánust- um tengslum. Þar þykir það sjálfsagður hlutur að veittar séu allar leiðbeiningar og sú aðstoð, sem mest og bezt get- ur komið mönnum að liði. Okkar sendiráð eru langt á eftir tímanum i þessum efn- \ um, og forðast sem mest þau mega alla slíka starfsemi. Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra sagði m. a. í ræðú áinhi á hálfrar aldar af- mæli Verzlunarskóla ísland.s. 1955: Sá sem vill hafa forustu í verzlun, ferður að fylgjast með tímanum, ætíð að vera samkeppnisfær og í senn að hafa þekkingu og eðlisávís- un er segir honum til um, hvar möguleikarnir séu fyr ir hendi. Hann verður að vera sívakandi í starfi sínu. Forustumenn íslendinga á 19. öld töluðu oft um nauð- syn þess að vekja þjóðar- andann. Því verður ekki neitað, að sá andi er nú miklu betur vakandi en áð- ur var. Framfarirnar og betri lífskjör eru ekki sist þeirri vakningu að þakka. Allir einstaklingar og allar stéttir verða að halda sér vakandi í þessum skilningi. Eru ekki þeir tímar fram- undan, að nauðsynlegt er-að vekja þjóðarandann. Vonandi verður forsætisráðherra okk- ar fyrstur til að vakna og skilja þýbingu þess, að í stað þess að vera Hvíldarheimili þreyttra pólitíkusa þurfa þess ar stofnanir að gerbreyta öll- um starfsháttum sínum og veira sívakandi i starfi sínu fyrir þjóðina. Ekki eru margir mánuðir síðan að' þeir, er töldu ís- lenzku þjóðina stadda á tvi sýnum framfaravegi, voru kallaðir barlómsskjóður, sem ekki þykir sérlega virðulegt nafn í íslenzku máli. Það er ekki lengra en síðan í vor, að forráðamenn ríkisstjórnarinnar, einkum ráðherrar Sjálfstæðisflokks ins, úthrópuðu alla slíka nánast óalandi og óferjandi Framundan blasti við framtíðin björt og hrein og þeir erfiðleikar, sem að vísu væru framundan, væru að- eins reynzlutími ungrar þjóðar til manndóms. Nú skulu menn fá að lesa hér á eftir ummæli forsæt- isráðherra íslands, en hann er, sem „kunnara er, en orð þurfi frá að segja“ höfund- ur Reykjavíkurbréfs Morg- unblaðsins, og hér kemur pistillinn: ORSAKA ER LANGT AÐ LEITA Vetrarvertíðin síðasta er af fróðum mönum talin hin erfiðasta, sem við höfum átt við að búa í hálfa öld. Með sama hætti hafa síld- veiðar í sumar verið miklu langsóttari og aflaminni en vonir stóðu til. Hvorugt mundi þó hafa valdið okk- ur mjög tilfinnanlegum örð ugleikum, ef annað hefði • ekki bætzt við. Markaður- inn á hraðfrystum fiski hefur mjög þrengst hin síð- ustu misseri. Ástæðurnar til þess eru ýmiskonar: Meiri veiði t. d. Breta, Rússa og Pólverja en áður. En neyzlan a. m. k. á Banda rikjamarkaði virðist einnig hafa minnkað eða a. m. k. ekki vaxið með sama hætti og undanfarin ár. Þar kenna menn aðallega tvennu um, annars vegar páfaleyfi til, að kaþólskir menn megi borða kjöt á föstudögum og aukin neyzla kjúklinga hins veg- ar. Skreiðarmarkaður hefur að mestu lokast um sinn i Afríku vegna borgarastyrj - aldarinnar í Nigeríu, og orð ið torsóttari en fyrr í Ítalíu vegna möguleika Norð- manna til að selja þar að þessu sinni eftirsóknarverð ari vöru en við höfum á boðstólum. Síldarafurðir, mjöl og lýsi hafa hrunið í verði, annars vegar vegna geypi- veiði við Perústrendur og hefur hún orðið enn meiri vegna þess, að staðfastari vinnufriður og betra stjórn málaástand hefur verið þar í landi að undanförnu en stundum fyrr. Ofan á þetta bætist mjög mikil veiði Norðmanna, bæði á síld og makríl, og er talið að sú veiði valdi mestu um hina stórfelldu lækkun á síldar- lýsi, sem enn sér ekki fyrir endann á. Þá verður og stöðugt erf- iðar^ um sölu allra ís- lenzkra afurða, bæðji i EFTA, þ. e. fríverzlunar- löndunum og efnahags- bandalagslöndunum vegna hækkandi tolla á okkar af- urðum þar. Ef þannig held- ur áfram án þess að við verði gert, lokupist við áður en langt um liður sjálf- krafa frá þessum mörkuð- um, samtímis því, sem t. d. Sovétríkin verða á næstu þremur árum sjálfum sér nóg um fiskafla miðað við núverandi fiskneyzlu, sam- kv. umsögn sjávarútvegs- málaráðherrans sovéska hér á sl. vori. Gegn öllu þessu er okkur vissulega erfitt um vik, en án samvinnu við aðra er vonlítið að ráða bót á þess- um örðugleikum. 0—0 Vissulega er ráðherran- um vandi á höndum. Með þessum orðum, hvort þau eru að öllu leyti rétt eða ekki, þá segir hann þjóð sinni all alvarlegan sann- leika. Nú er hinsvegar engin ástæða til að segja ANNAÐ en sannleikann, því að nú eru fjögur ár til kosninga. Það þykir allgóð list að lesa á milli línanna, en eng anveginn óskeikul, sökum þess að þá er hætt við að þeim, er það þykist kunna, muni skeika og er það von. Á það skal þó hætt, að lesa á milli lína hjá for- sætisráðherranum að þessu sinni. KAÞÓLSKARI EN PÁFINN Það var sagt um ofsatrú- armenn í kaþólskum sið, að þeir væru kaþólskari en páf inn. Vissulega mætti, hið sama segja um ýmsa af fylgismönnum og forspjalls mönnum Sjálfstæðisflokks ins í síðustu kosningum. Það væri gaman að sjá framan í þá menn nú, sem æptu sig hása yfir hrak- spár- og barlómsmönnum. Hvenær birtist annar eins „barlómur" í kosningabar- áttunni og hvað hefði verið sagt við annan eins endem- is þöngulhaus. Nú hefir „Páfinn“ talað og hér gefur á að líta. Eftir lestur þessa pistils, spyrja menn senriilega: „Það er til einskis að vera að veiða fisk meira, það vill enginn kaupa af okkur.“ Og ef einhver heldur að þetta sé „rövl“, þá skulu þeir hinir sömu lesa pistil ráðherrans á ný! Hafi menn einhvern tíma lesið meiri „barlóm“ meiri svartnættis svartsýni; van trú á hina gömlu aðalat- * vinnuvegi þjóðarinnar, þá væri gaman að fá að vita það. Og hver er þá ástæðan til að forsætisráðherrann, sem taldi allt í himnalagí fyrir kosningar, segir nú allt í kaldakoli og meira en það? Ástæðan er sú, að hann er búinn að missa kjarkinn og trúna á sjálfan sig, og er þá vissulega mikið sagt. Það eina ,sem hann trúir á er erlend aðstoð og hversu oft hefir ekki verið sagt hér í þessú blaði, að allt væri komið í strand og ekki myndi úr rætast nema með erlendri aðstoð. Nú á að fara að byggja upp vegi, allskonar nýjar framkvæmdir, gerðar með erlendu fé. Fyrirhyggju- leysið, að endalaust væri hægt að selja HRÁEFNI hef ir nú sagt til sín. Við höfum aldrei reynt að komast inn g Framhald á bls 2. 5!

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.