Nýr Stormur


Nýr Stormur - 06.10.1967, Blaðsíða 6

Nýr Stormur - 06.10.1967, Blaðsíða 6
 0 f(£$ORM(IR FOSTUDAGUR 6. OKT. 1967. GUNNAR HALL: Þættir ór stjórnmálasögu íslands eftir áriö 1900 Mnn 18. september 1915 birtist í ísafold. Stefnuskrá S jálf stæðisf lokksins; Vér undirritaðir Sjálfstæð- ismenn viljum vinna að lands málum á grundvelli þeim, ér hér segir: I. Mál landsins út á við. { a) Samband við Dani. 1 Vér viljum eigi að gerðar séu fyrst um sinn tilraunir af íslands hálfu til samninga um samband vort við Dani, heldur viljum vér sem bezt færa oss í nyt núverandi stjórnarfyrir- komulag, og vinna á þeim grundvelli að andlegu og efnalegu sjálfstæði þjóðarinn ar, með því takmarki, að hún fái tekið öll mál í sínar hend- ur og farið með þau. b) 'Vér viljum vinna að því, að skapa landinu lánstraust á peningamarkaði heimsins, svo sem hverju öðru ríki™svo að það geti fengið það lánsfé, er því er nauðsynlegt, meðf þeim kjörum sem bezt bjóðast. í þessu skyni, meðal annars, viljum vér að unnið sé að því, eftir því sem fært er, að gera landið og þjóðina kunna öðr- um menntaþjóðum heimsins. c) Vér viljum beina sam- göngum vorum og vetzlun við önnur lönd til þeirra staða, er oss er hentugast að skipta við. II. Innanfandsmál. a) Samgöngur á sjó og landi. Vér viljum vinna að þvl, að þær komtst í hendur inn- lendra manna, svo að lands- menn fái bg haldi sjálfir for- ræði á þeim að öllu leyti. b) Fiskiveiðar. Þær viljum vér efla á allan hátt, ekki sízt botnvörpuút- gerð og stærri vélbáta. Því viljum vér vinna að því, að hafnir verði gerðar á hentug- um stöðum og lendingarstaðir bættir, og því flýtt sem mest, að strandvarnir komist að fullu í vorar hendur. c) Landbúnaður. Vér viljum að endurbætt verði landbúnaðarlöggjöfin, sérstaklega að kjör leiguliða verði bætt og unnið kappsam- lega að ræktun landsins. d) Vátrygging. Vér viljum fá það rannsak- að, hvort unnt sé að stofna hér á landi til vátrygginga, svo sem í skipum, að því leyti sem það er eigi ge^t, svo og brunatryggingar, ííftrygging- 'ar ofe slysa. e.) Menntamál. Vér filjum styðja æðri menntastofnanir landsins því að það teljum vér auðsætt, að muni verða til mikils stuðn- ings í baráttu vorri fyrir til- verunni. Jafnframt viljum vér vinna að því, að alþýðumennt un vor verði sem mest bætt og kennsla í sérfræðigreinum, svo sem jarðyrkju, verzlun og sjómannafræði verði gerð sem fullkomnust. f) Verzlunar og ban&amál. Vér viljum að verzlunar og atvinnulöggjöf landsins verði endurskoðuð og bætt sem fyrst að verða m$. Innlenda banka viljurh vér efla sem kostur er framast, svo pen- ingaviðskipti landsins og landsmanna geti sem mest farið um þeirra hendur og orð ið fyrir aðstoð þeirra og milli- göngu. — Það er og takmark vort, að allir hlutir landsins geti haft bankanna sem jafn- ast og fyllst not. g) Iðnaður. Vér viljum styðja hverskon- ar iðnað í landinu, sérstaklega þær greinar, sem standa í sambandi við aðalatvinnuvegi vora. Jafnframt viljum vér vinna að því, að takast megi að framleiða rafmagn með fossföllum til iðnaðar og ann- ars. h) Skatta og tollalög. Viljum vér að endurskoðuð séu og þeim málum komið í fastara og betra horf en þau nú eru í. t i) Vér viljum vinna móti stéttaríg í landinu og forrétt- indum einstakra stétta. k) Það teljum vér grund- völl undir öllu heilbrigðu stjórnarfari í landinu, að heimtuð sé fullkomin ráð- vendni og réttlæti af öllui'n þeim, er með umboð þjóðar- innar fara, embættismönnum og öðrum starfsmönnum henn ar, og fullum lagajöfnuði sé haldið uppi fyrir æðri sem lægri. Að því viljum vér vinna. l) Vér viljum að unnið sé að því, að lög vor verði þjóð- leg að gerð og að útrýmt verði úr löggjöf vorri öllu því, sem útlent er og eigi á hér við, svo og að dómaskipan landsins verði komið 1 betra og hag- kvæmara horf. Vér væntum þess, að aliir góðir Sjálfstæðismenn líti svo á, að það sé skylda þeirra að vinna að efnalegu og andlegu sjálfstæði voru með veruleg- um Framkvæmdum í þarfir landsins, fremur en að eyða kröftum þjóðarinnar 1 orða- stælur, sem til þoss elns eru fallnar, að skapa úlfúð milli landsmanna í stað SAMUÐAR, sem reynast mun oss sem oðr- um skilyrði fyrir öllum þjóð- nytja framkvæmdum. Reykjavík í september 1915. í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins. Br. Björnsson (form. Sjálfstæðisfél.) Jón Þorkelsson (alþ.m.) Ólafur Björnsson (ritstj. ísafoldar) Ólafur Ólafsson (f rlkirk j uprestur) Sveinn Björnsson (alþ.m.) Utan miðstjórnar Bjarni Þorláksson (alþ.m.) Einar Arnórsson (alþ.m.) Gísli Sveinsson (yfirdómslögm.) Jakob Möller. Karl Einarsson (alþ.m.) Magnús Pétursson (alþ.m.) Sigurður Gunnarsson (alþ.m.) Harmleikurinn Hr. Gabour hafði áöur skreiðst um'í herbergjunum á efstu hæð og kallað á hjálp. Tveir menn fylgdu honum nú eftir upp stigann og litu á hin fjögur, sem lágu í einni hrúgu. En þeim virtist enginn þeirra vera lifandi. Lögreglunni hafði verið gert aðvart og allt handbært lið var sent til háskólans Frá flug vellinum í Austin hóf lítil kennsluflugvél sig á loft með vopnaðan lögregluþjón um borð. Ungir námsmenn í hvítum SKyrtum, sem voru ágætis skotmörk, hlupu út á opið svæðið og hjálpuðu eða björg- uðu hinum særðu. Gift námsfólk, hún komín átta mánuði á leið, urðu fyrir skothríðinni. Hún fékk skotj í kviðinn og er hann ætlaði áð hjálpa henni og skýldi henpi varð hann fyrir skoti og léjzt en hún lifði af en hið ófædcja barn dó. { Kúlunum hélt áfram |ð rigna niður úr turninum. Hn nú var lögreglan farin að svara skothríðinni. Höfuð og herðar Whitmans gægðust o 8 iurninsjm ekki lengur yfir brjóstriðið, nú skaut hann í gegn um fram- ræslupípurnar á því. í langan tíma flaug vélin í hringi yfir turninum, en er hún nálgaðist urðu þeir að hörfa undan kúl- um Whitmans. Lögregian átti í miklum erf- iðleikum| með forvitið fólkf Sem varí^ að halda í hæfilegri fjarlægð frá turninum og enn fremur nokkrum „óbreyttum" sem höfðu blandað sér í leik- inn. Einn þeirra hafði orðið fyrir skoti frá Whitman og flýtti sér heim til að ná í byssu sína og skaut nú á turninn ofan af þak á nærliggjandi húsi ásamt tveim lögreglu- mönpum. Slijól Whitmans var svo öruggt að lögreglan vildi ekki leyfa sjúkrabílunum, sem biðu á öruggum stöðum, að fjar- lægja hina særðu. Lögreglu- maður, sem hafði gefið kost á sér, var skotinn. Blaðamaður, sem hljóp í fylgsni hj^ turn- inum var einnig skotinn, en tveir lögregluþjónar, sem höfðu hlaupið aðeins fyrr, höfðu það af. — Hann var afburða skytta; aðeins meira til vinstri og ég hefði fengið kúluna í hjartað, hvernig gat hann verið svona nákvæmur, ég sem var hlaup- andi. Ofanfrá, og^það á þessu færi? Hinir særðu, sem lágu í sól- inni, en það var 37 stiga hiti í skugga, hlutu að kveljast óskaplega. Klukkan 12,35 kom skotheldur bíll frá léigufyrir- tæki, sem sá um jjeningaflutn inga, og hægt var að koma hinum særðú til hjálpar að nokkru leyti. Þeþar útvarpað var fyrstu tilkynningunum frá lögregl- unni að morðingi léki lausum hala í turninum var hinri 29 ára gamli lögregluþjónn Ram iro Martinez af mexicönskum ættum, staddur í eldhúsinu heima hjá sér og steikti buff. Hann átti fri þennan dag. Stundu seinna var hann staddur á háskólalóðinni, til- búinn að gera skyldu sína. Gamall yfirforingi, Allen Crum sá tvo stúdenta draga þann þriðja á milli sín út af bannsvæðinu. Hann hélt að þeir hefðu verið að slást og ætlaði að hjálpa hinum „fallna“, en námsmennirnir æptu á þann að vara sig fyrir skyttunni í turninum. Nokkr- um kúlum rigndi yfir hann t orðum piltanna til sönnunar.og Day opp kollunum. Crum og nokkrir aðrir sem komið höfðu á vettvang flúðu í skjól. Crum hitti skömmu seinna á Day lögregluþjón og fylgdust þeir að. Nokkru síðar náðu þeir í mann sem gat vís- að þeim leið inn í turninn um neðanjarðargöng. Þessi göng voru hluti af völundarhúsi, sem lá undir svæðinu. Nú voru liðnar fjörutíu og fimm mínútur síðan Whitman hóf skothríð úr turninum. Ramiro hafði tekist að sleppa inn í turninn og þar hitti hann fyrir starfsbróður sinn McCoy og nokkrum mín- útum siðar skutu þeir Crum McCoy rétti Crum riffil. Þeir héldu upp með lyftunnl og til öryggis athuguðu þeir herbergin á 26. og 27. hæð. Hr. Gabour ráfaði ennþá um í sinnuleysi og blæddi mikið. Mennirnir fjórir gengu gæti lega upp íangan stigann og er upp kom sáu þeir líkin af hin- um meðlimum Gabour-fjöl- fjölskyldunnar. Inngangurinn að flatþakinu var hindraður með húsgögnum og er þeir tóku að ryðja þeim í burtu fundu þeir líkið af móttöku- stúlkunni. Whitman hleypti af skoti, Samtíðar- menn * Ef þér viljið vita deili á einhverjum þeirra sem fremstir standa í önn og athöfnum þjóðarinnar, þá má fletta upp í bókinni Samtíðarmenn. Bæði bindi ritsins eru nú komin út. Þar eru stutt æviágrip 4687 manna og kvenna. Fæst í bókaverzlunum um allt land. __________________ 1

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.