Nýr Stormur


Nýr Stormur - 06.10.1967, Blaðsíða 7

Nýr Stormur - 06.10.1967, Blaðsíða 7
nú beraTVÆR bragðljúfar sigarettur nafniðCAMEL ÞVl CAMEL — FILTER ER KOMIN Á MARKAÐINN m mujnee Br%%°Í1E^c i—níaaf-—r I I L'I krs ^ FRESH [u|aJ Jl sjó og landi, sumar og vetur fímandi Camel - og allt gengur betur FÖSTUDAGUR 5. OKT. 1967. sem var strax svarað með kúlnaregni neðan frá. Ramiro bað og lagði „líf sitt i hönd guðs“. Því næst opnaði hann dyrnar út á flatþakið og gekk út. Crum og hinir fylgdu fast á eftir. Eina hugsun hans var „að gera það sem þurfti að gera“. Whitman sást hvergi. Rom iro og McCoy skriðu suður fyrir kytruna, en Crum hleypti af skoti til að villa um fyrir Whitman og leiða at- hygli hans að sér. Þegar Rom iro leit fyrir hornið sá hann Ijóshærðan mann í samfest- íng samanhnipraðan og beina byssu sinni að þeim stað, er hann bjóst við að Crum mundi vera. Romiro miðaði byssu sinni og skaut. Whitman snéri sér eld- snöggt við og skaut á hann, en hitti ekki. Romiro hélt áfram að skjóta og McCoy, sem var vopnaður fjórhleyptri haglabyssu hleypti tvisvar af. En Whitman sleppti ekki byssu sinni. Hleðslan í byssu Romiros var tóm svo hann þreif byssu McCoys og skaut þeim tveimur skotum sem eftir voru um leið og hann hljóp að særðum manninum. Uppgjör Charlies Josephs Whitmans við lífið og menn- ina var lokið. En það liðu fjór- ar mínútur áður en mennirnir niðri á svæðinu vissu það svo þeir hættu að skjóta. Romiro hafði aldrei áður skotið á mannveru. Honum var mjög brugðið er hann stóð fyrir framan hinn fallna. Titr andi hendur hans slepptu byssunni og hann hljóp frá staðnum. Skilríkin í veski Whitmans báru hver hann var og stund- arfjórðungi síðar var tilkynnt um atburðinn í útvarpi og sjónvarpi. í bænum Needville heyrði tengdafaðir hans frétt- ina um tvö leytið og hringdi strax til lögreglunnar í Austin. Hann var órólegur yfir einka- dóttur sinni. Hvernig leið henni? Þrettán manns höfðu fallið i turninum eða fyrir neðan hann eða dóu sama dag á sjúkrahúsi 31 höfðu særst og fyrir flesta var ástandið glæp- samlegt. Þeir sem höfðu verið i lifs- hættu spurðu sjálfa sig og aðra: Af hverju voru það ein- mitt þau en ekki við? Hefði ekki verið hægt að koma í veg fyrir þetta? Gat sálfræðingurinn, sem Whit- man fór til í marz 1966 ekki hafa gert það? Hyers vegna leið hálfur annar tlmi þar til lögreglan komst upp í turn- inn? Hver var skýringin á þvi að þeir sem lögðu líf sitt í hættu til að hjálpa særðum voru ekki lögreglumenn? Hvers vegna lét lögreglan sér nægja að skjóta neðan frá upp í turninn? Hvers vegna eru ekki til lög sem hindra að hver sem er geti keypt sér skotvopn eins og. kaffipakka? Þessum og svipuðum spurn- ingum byrja menn að velta fyrir sér að afloknum þessum harmleik; menn reyna að leita að einhverjum eða einhverju til að skella skuldinni á, ein- hverja syndaseli til að skeyta spenntu skapi sínu á. Charles Joseph Whitman hafði verið líkamlega heill, en í heila hans fannst kýli á stærð við valhnetu, sem var sex til tólf mánaða gamalt. Kýlið hafði ollið honum ó- þyrmilegum stöðugum höfuð- verk og Whitman hafði tekið inn alls konar meðul gegn honum. En samt var kýlinu ekkj kennt ,um. De Chenar álítur að Charlie Whitman, jafn dug legur og vinsæll sem hann var, hafi verið andþjóðfélagslegur sálsjúklingur af versta tagi. Þess konar fólk kemur vana- lega vel fyrir, kynnist mörgum eignast marga vini og hefur góða stjórnarhæfileika. Og allt þetta átti við Whitman. En það ber dulið hatur til ein- hvers einstaks, eða einhvers hóps eða þjóðfélagsins í heild. Heilakýli eða ekki, — Whit- man hefði gert það sem hann gerði. En De Chenar var mótmælt og sagt var að kýlið hefði ráð- ið gerðum Whitmans. Sumir áfelldust Dr. Heathly og sögðu að hann hefði getað komið í veg fyrir harmleikinn, en hann sagði að Whitman hefði ekki verið hættulegur um- / hverfi sínu þann 29. marz en hann hefði orðið það eftir þann tíma. Vinir Charlies sögðust ekki getað trúað því að það hefði verið hann sem hefði verið í turninum. Nokkrum dögum eftir jarð- arförina kom maður á tal við Romiro og sagði: — Ég ber ekkert hatur í brjósti til yðar fyrir að drepa son minn. Þér gerðuð það eina rétta því það var nauðsynlegt. Niðurlag. (Þýtt. J. A. E.)

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.