Nýr Stormur - 15.12.1967, Blaðsíða 3
FÖSTCÐAGUR 15. DES. 1967.
Auglýsing
um takmörkun á umterð i Reykjavík
12. til 23. desember 1967.
Ákveðið hefur verið að gera eftirfarandi ráðstaf-
anir vegna mikillar umferðar á tímabilinu
12. til 23. desember n.k:
I. Einstefnuakstur:
1) Á Vatnsstíg frá Laugavegi til norðurs.
2) Á Frakkastíg frá Hverfisgötu að Lindargötu.
3) í Naustunum frá Hafnarstræti að Tryggvagötu.
4) í Pósthússtræti fra Trvggvagötu til suðurs.
II. Hægri beygja bönnuð:
1) Úr Tryggvagötu í K.alkofnsveg.
2) Úr Snorrabraut í Laugaveg
3) Úr Snorrabraut 1 Njálsgötu.
III. Bifreiðastöðubann:
1) Á Skólavörðustíg, norðan megin götunnar,
frá Týsgötu að Njarðaigötu
2) Á Týsgötu, austan megm götunnar, frá
Skólavörðustíg að Þórsgötu.
IV. BifreiSastöður takmarkaðar við Va klst.:
1) Á eyjunum á Snorrabraut frá Hverfisgötu
að Njálsgötu-
2) Á Frakkastíg milli Lindargötu og Njálsgötu.
3) Á Klapparstíg frá Lmdargötu að Hverfisgötu og
frá Grettisgötu að Niilsgötu. rOÍ f^lnT
4) Á Garðastræti, norðan Túngötu.
Þessi takmörkun gildir á almennum verzlunar-
tíma frá þriðjudeginum 12 desember tii mið-
nættis laugardaginn 23. desember n. k. Frekari
takmarkanir en hér eru ákveðnar verða settar
um bifreiðastöður á Njálsgötu. Laugavegi, Banka
stræti, Aðalstræti og 4usturstræti, ef þörf krefur.
V.
Ökukennsla í miðborginni er bönnuð milli Snorra
brautar og Garðastrætis á framangreindu tímabili.
VI.
Bifreiðaumferð er bönnuð um Austurstræti, Aðal*
stræti og Hafnarstræci, laugardaginn 16 des.
kl. 20.00 til 23.00, og föstudaginn 22 desember
kl. 20,00 til 24,00. Ennfremur verður sams konar
umferðartakmörkun á Laugavegi frá Snorrabraut
og í Bankastræti á sama Þ'ma, ef ástæður þykja til.
VII.
Athygli skal vakin á takmörkun á umferð vöru-
bifreiða, sem eru yfir 1 smálest að burðarmagni,
og fólksbifreiða. 10 farþega os þar yfir, annarra
en strætisvagna. um Laugaveg. Bankastræti, Aust
urstræti og Aðalstræti
Sú takmörkun gildir fra Kl. 13 00 þar til almenn-
um verzlunartíma lýkur alla virka daga, nema
föstudaginn 22. og 'augardaginr 23 desember,
en þá gildir bannið ^ra kt. 10.00. Ennfremur er
ferming og afferming bönnuð á sömu götum
á sama tíma.
Þeim tilmælum er bein< til ökumanna, að þeir
forðist óþarfa akstur b'ir sem þrengsli eru, og
að þeir leggi bifreiðum sinum vel og gæti vand-
lega að trufla ekki eða tefja umferð Þeim til-
mælum er beim til gansandi >'esfarenda. að þeir
gæti varúðar i umferðinni, fvlg’ settum reglum
og stuðli með því að ömggri os skipulegri umferð
Lögreglustjórinn í RevKjavfk 9 des. 1967
SIGURJÓN SIGURÐSSON
0
Ný bók eftir
Drífu Viðar:
Fjalldals-
lilja,
Heimskringla. .
Það hefur verið í góðri tízku
meðal bókmenntagagnrýnenda
dagblaðanna, sem margir hverj
ir hafa ekki svo lítið álit á sjálf
um sér, að fordæma hverja þá
bók, sme frá kvenrithöfundi
kemur, sem „kerlingabók", það
er, talið heldur litlar líkur á,
að slíkar bækur hefðu nokkurt
gildi.
Nú vill svo til, að margir
þessara gagnrýnenda hafa ann-
aðhvort ekki tíma til að lesa
bækur þær, er þeir skrifa um,
eða þá að þeir hafa harla lltið
vit á því verkefni, sem þeir hafa
tekið að sér. Út yfir tekur þó,
þegar höfundar fara að skrifa
um bækur hvers annars, og er
þá stutt eftir í kunningsskap-
inn eða iilgirnina.
Ástæðan fyrir þessum for-
málsorðum er, að lítið hefur
sézt á prenti um þessa síðustu
bók Drífu. „Bókmenntagagn-
rýnendurnir" jmrfa þó ekki að
óttast að þeir „taki niður fyrir
sig“ þótt jreir gerðu sér það ó-
mak eða lesa bók Drífu.
Drífa er jiekkt baráttukona,
sem ófeimin er við að koma
skoðunum sínum á framfæri.
Menn hefðu því gjarnan getað
átt von á, að bók hennar hefði
haft pólitískan boðskap að
flytja, en svo er ekki. Að vísu
gerir hún góðlátlegt gys að
stjórnmálamönnum í frásögn-
inni af „fundinum“, en hver
getur ekki tekið undir það?
Sagan er saga sveitatelpu, frá
barnsaldri til fullorðinsára.
Höfuðkostir þessarar einþar
hugljufu sögu er, á hversu léttu
máli hún er skrifað. Drífa er
algjörlega laus við orðhengils-
hátt og mærð. Hressileg orða-
tiltæki hennar eru frískandi og
kímni hennar látlaus og sönn.
Sögupersónurnar standa les-
andanum lifandi fyrir hugskots
sjónum og Drífa hefur bersýni-
lega ekki ætlað að raska hugar-
ró neins. Hún fellur ekki fyrir
þeirri freistni, sem oft vill
henda kvenrithöfunda, að gera
ástinni mærðarfull skil i þess-
ari sögu. Hún klæmist ekki
heldur á orðum og hugsun.sem
mjög er nú í tízku. Persónulýs-
ing Guðfinnu er sönn og heil-
steypt. Sveinn á sfna líka ( þús-
undatali og undir drvkkju-
ruddamennskunni bjó viðkvæm
sál, með sínar tilfinningar og
sinn rétt.
NÝJAR BÆKUR
JOHANN BRIEM
TIL AUSTURHEIMS
f bók þessari segir Jóhann Briem listmálari frá för sinni
um Arabalönd, þar sem hann þræðir ýmsar slóðir, sem
íslendingum eru lítt kunnar. — Vel rituð og fróðleg
bók.
Bókin er myndskreytt af höfundi, og eru sumar mynd-
irnar í litum. — Verð kr. 387.—.
WILL DURANT
GRIKKLAND HIÐ FORNA
Stórfróðleg og skemmtileg bók um menningu Forn-
Grikkja. Þýðinguna gerði Jónas Kristjánsson cand. mag.
Er hún frábærlega af hendi leyst.;— Verð kr. 408.50.
AISKÝLOS
AGAMEMNON
Hér birtist í fyrsta sinn í íslenzkri þýðingu einhver
frægasti harmleikur forngrískra bókmennta. Dr. Jón
Gíslason skólastjóri hefur þýtt leikritið úr frummálinu
og ritað rækilegan inngang og skýringar. — Verð kr.
172.00.
Þessi litla en snotra bók hefur að geyma fimm útvarps-
erindi eftir Helga Hjörvar, hinn snjalla útvarpsmann
og rithöfund. — Verð kr. 172.00.
HELGI HJÖRVAR
KONUR A STURLUNGAOLD
Nýtt bindi í bókaflokknum „Lönd og lýðir“. Áður eru
komnar út 16 bækur í þessum bókaflokki. Upplag sumra
þeirra er' senn á þrotum.
Tímaritin Almanak Þjóðvinafélagsins, Andvari og
Studia Islandiea eru einnig komin út.
Félagsmenn njóta sérstakra kjara. Kynnið yður þau.
Bókaútgáfa IMenningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.