Nýr Stormur - 10.01.1969, Page 2

Nýr Stormur - 10.01.1969, Page 2
© %MOR FÖSTUDAGUR 10. JAN. 1969. Fjárflótti Framh. af bls. 8. gjaldeyrisviðskipti. Síðari hluta ársins 1967 gaf bankinn út reglu gerð, sem stöðva átti þessi við- skipti og var um leið viðurkenn- ing bankans á misnotkuninni. En reglugerðin var svo bama- leg, að furðu sætir. Menn máttu ekki skipta stærri mynt en 100 króna seðli. Síðar var svo lagður 20% skattur á allan gjaldeyri og þá keyrði að sjálfsögðu um þver bak. Það var hagkvæmara að skipta hundrað króna seðlum í erlendum bönloim, en að fá gjaldeyri keyptan á löglegan hátt í íslenzkum bönkum. Þann- ig var Iögbrotunum beinlínis boðið heim, auk þess sem aug- Ijóst var ,að gengislækkun væri yfirvofandi. FALDIR FJÁRSJÓÐIR Árið 1958 var talið, að íslend- ingar ættu háar fjárhæðir í er- lendum bönkum, á földum reikn ingum. Þetta vissu erlendir bankamenn og fóm ekki leynt með. Segir sagan að fulltrúi Seðla- bankans þá, hafi fengið þetta framan í sig hjá erlendum banka er hann var að fá vfirdrátt fyrir Seðlabankann íslenzka. Fyrst þetta var svona þá, hvemig halda menn að umhorfs sé nú? Það er vitað um verzlan- ir hér, sem hafa selt smyglaðar vörur í stómm stfl. Er hér fyrst og fremst um tízkuvörur og skartgripi að ræða. Svo langt gekk jafnvel, að smyglaðar mat- vörar voru seldar hér í verzlun- um. Þessar vörur voru að sjálf- sögðu keyptar að meginhluta fyrir peninga, sem hafði verið smyglað úr landi. Kaupsýslu- meún vom að mestu hættir að láta leggja aukalega á vömr sín ar erlendis, nema þá eitthvað af smávöram .Vafalaust eiga ein hverjir þeirra umboðslaun sín gevmd að einhverju leyti er- lendis, en bað mun þó varla á orði gerandi. Kunnugir menn tala um milljarða ,sem íslendingar eigi erlendis í bönkum, þar sem ó- mögulegt er að finna þá, nema með róttækum ráðstöfunum. Þetta allt er sök Seðlabankans, að því leyti, sem þessir fjármun- ir hafa vérið fluttir út í íslenzk- um seðlum . Ekkert var auðveldara en að kaupa ekki íslenzkar krónur af erlendum bönkum, nema þær, er hefðu verið stimplaðar í passa viðkomandi ferðamanna, þannie var allur fjárflótti stöðv- aður með einu pennastriki. Það hefði vissulega verið hægara að veita meiri ferðamannagjaldeyri heldur en láta fólk selja íslenzk- ar krónur með afíöllum og kaupa þær svo aftur á fullu verði. Það verður að krefjast rann- sóknar á því, hve mikið Seðla- bankinn hefir innleyst af ís- lenzkum krónum, sem hann hef ir vitað, að voru ólöglega flutt- ar út. Það er mismunurinn á því, er leyfi var fyrir og því sem keypt hefir verið. Það mætti komast nokkuð nærri þessu með því að telja hina íslenzku ferðamenn erlendis á undanfömum árum. — • — Tilgangurinn með þessum orð um, er ekki sá að fá Seðlabank- ann til þess að gefa skýrslu um þessi afglöp, því að hún kemur auðvitað ekki — heldur sá að vekja fólk til umhugsunar um, hversu gálauslega hefir verið farið að í stjórn gjaldeyrismála hennar á undanförnum árum. Kaupsýslumenn seldu hér áð- ur fyrri undanskotinn gjaldeyri sinn fyrir hátt verð .Eftir geng- islækkanirnar nú, er hagkvæmt að selja gjaldeyri á réttu verði, fyrir þá, er hafa „aflað“ hans á þennan hátt er hér hefir verið lýst. Þótt nú lengist og lýsist dag- ur með hækkandi sól, verður það hverjum degi enn Ijósar, að brýn nauðsyn er að fá öðram mönmun stjórn þessara inál.a — það getur varla orðið verrá! Atvinnuleysi Framh. af. bls. 1. þegar herinn bjó sig til að fara? Halda þessir menn, að þjóðin viti ekki um þátttöku Sjálfstæð- isflokksinS og Alþýðuflokksins og raunar hinna flokkanna lfka, í betlinu á þessum árum og að menn hafi ekki hugmvnd um, hvaða þýðingu Keflavíkurflug- völlur hafði þá og raunar enn fyrir íslenzkt atvinnulíf? Heyr fim mikil! Ætla þessir menn aldrei að skammast sín fyrir eigin gerðir og jafnvel tilvist? Eða er það kannske nóg að þjóðin geri það? FYRTRLITLEGT Almenningur fyrirlítur stjóm- málamennina fvrir grobb þeirra og mikilmennskubrjálæði. Húrt hefir hlustað á þá, trúað þeim og kosið þá í trausti þess, að þeir væru það. sem þeir sögðust vera. Það hefir því miður alltof oft revnst blekking ein. Áþreifanlegasta afleiðingin af þessum mistökum þjóðarinnar er atvinnulevsið í dag. Allri orku bjóðarinnar var beitt að hráéfna framleiðsln og þjónustustörfum, en vanrækt að bvggja upp at- vinnuvegina. Nú situr þjóðin eftir með sárt ennið, en pólitíkusamir „rífa kjaft“ hver við annan og revna að gera sig merkilega. Rlöðin birta af þeim myndir, en myndu ekki gera það, ef þau vissu hvað fólk gerir við þær! Og um þverbak keyrir þegar þessir sömu menn era að tala um eitthvað „niðurlægjandi". Þeim finnst það ekki niður- lægjandi hvemig þeir eru búnir að fara með íslenzkt efnahags- líf og íslenzka atvinnuvegi. Svei attan! Blóðug Framh. af bls. 1. arar á fslandi taka af sínum viðskiptavinum.) Viðhefðu sömu bankar slíka viðskiptahætti við viðskipta- menn sína í Danmörku eða öðr- um löndum, væri hætt við, að þeim sömu bönkum yrði fljót- lega lokað. HVERSU MIKIÐ? Eitt af þeim hetjuver'Kam, sem núverandi ríkisstjóm hefir hefir státað einna mest af, er einmitt þetta; að hægt hefir ver ið að selja íslenzka krónu í er- lendum bönlcum, eins og flest- allan annan skráðan gjaldeyri. Að vísu hafa erlendir bankar ekki íslenzku krónuna skráða á töflum sínum, en á þvi er eðli- leg skýring, þar sem um svo ofur smávægilega afgréiðslu er 5að ræða hjá þeim. Önnur skýr- ing er þó og tiltæk, en hún er sú, að þeim væri erfitt um vik, að taka afföll af krónunni ef gengi hennar væri stillt upp. Það þýðir þó ékki, að gengi krónunnar hafi ekki verið skráð, heldur hitt að þægilégra var, að snuða landann á þennan hátt. ÖIl bankaviðskipti við ísland hafa verið gerð á skráðu gengi og um vantraust á krónuna var ekki að ræða, svo sem sjá mátti á brézka láninu, sém Gunnar Thoroddsen bauð út í Bretlandi og seldist upp „eins og skot“. Nú er kannske von að einhver spvrji: Hvað háar upphæðir hafa þannig verið greiddar í af- föll og okurvexti til erlendra banka á undanförnum árum? Þessari spumingu getur að- eins einn aðili svarað, en héfir alls ekki viljað svara henni, þ. e. SEÐLABANKINN. Einn þing- maður, Benedikt Gröndal, hefir haft hug til að úia að þessu máli í fv'rirspum á Alþingi, en ékki er kunnugt um néinar tölur i þessu sambandi. frá Séðlabank- ans hendi eða ríkisstjómarinnar. Nú hafa íslenzkir ferðamenn haft levfi til að hafa með sér ákveðna upphæð í íslénzkurn krónum til útlanda Fvrst var bessi upphæð kr. 2500.00, en nú 1500 krónur. Lanjjflestir þessara manna hafa selt þessa npphæð erlendum bönkum oc mikill meirihluti þeirra langtum meira. Sumir hafa farið með tugi og jafnvel hundrað þúsunda í ís- lenzkum seðlum og skipt þeim í erlendum bönkum. Margir hafa eytt þessu fé, aðrir keypt fyrir það vörar og smyglað þeim inn i landið; enn aðrir hafa skipt stórum upphæðum, eins og áð- ur segir og lagt inn i erlenda banka. íslenzkir peningamenn hafa verið það forsjálir, að þeir sáu fyrir að krónan myndi falla og hagkvæmara væri að koma fé sínu fyrir í erlendum bönkum, þótt 10% afföll þyrfti að greiða, eða rúmlega það. GLÆPSAMLEFT ATHÆFI Hér hefir verið framinn stór- kostlegur glæpur gagnvart þjóð inni. Það er ekki nóg með það, að einstaklingar hafi brotið lög, það er ekki stærsti glæpurinn þótt Ijótt sé. Stærsti glæpurinn er sá ,að yfirmenn þessara mála skuli hafa horft á ófamaðinn þegjandi og innleyst fyrir gjald- eyri þjóðarinnar oflroðslega eyðslu og fjárflótta til útlanda í þessari mynd. í samanburði við þessar upp- hæðir undanfárinn áratug, er gjaldeyrisvarasjóðurinn sálugi sennilega smámunir . Blaðið leyfir sér að kalla yfir- menn þessara mála óhæfa og tilræðismenn við þjóðina og skorar á þá að draga blaðið fyrir lög og dóm fyrir þessi ummæli, að því tilskyldu að þeir leggi fram fyrir þjóðina réttar tölur um, hve mikið hefir verið inn leyst af íslenzkum peningaseðl- um á undanförnum áram og hve mikið hefir orðið að greiða í afföll af þeim upphæðum. ÞéSs gerist raunar ekki þörf; á því er engin launung. Blaðið leyfir sér að fullyrða, að íslendingar þyrftu engin lán, eða erlenda aðstoð í erfiðleik- um, þéim, sem nú er við að eiga, ef flutningur á þessum fjármunum hefði ekki verið leyfður. Blaðið heitir því, ef það reynist fara með rangt mál í þessu efni, að hætta útkomu sinni og biðja afsökunar á tilvist sinni, sem óþarfri og óhæfri og nú er tækifærið, kæra vinir að losna við Nýjan Stórm! / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ t '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ f / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ ‘/ / ‘/ '/ '/ '/ UPPREISN GEGN ÓRÉTTLÆTI Vérkalýður vori'a tíma veit, að stritsins „bændaglíma“ auðsins stoðir uppi ber. Ekki situr auðum höndum, upp hann rís í flestum lönduín —, héfndarþorsta haldinn er. Óréttlætið er nú mikið. Ýmsum finnst að tælt og svikið eigi jafnan á sér rétt. Öreigarnir ekki vilja alltaf þessa hugmynd skilja, énda gérð af yfirstétt. Þeir, sem aldrei þurfa’ að vinna, þykjast enga gæfu finna —, óska sér þó auð og völd. Yfirburði allra manna er þeim tamt að reyna’ að sanna alveg fram á ævikvöld. Enginn getur öllu ráðið eða róið fram í gráðið alla sína ævitíð. Sumir reyna gott að gera, gjarnan láta á því bera —, látast hata last og níð. Ýmsir borga enga skatta, eigandi þó mikinn slatta auðs, í bönkum alls staðar. Aðrir, sem þó aldrei geta ofan í sig haft að jeta, skulu greiða skuldirnar. Óréttlætið á að víkja —, eining verður látin ríkja, mun brátt þessu marki náð. Uppreisn verður innan tíðar, ef ei nú, þá litlu síðar —, koma tímar. koma ráð. Keflavík 1. júní 1968. S. Þ. / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ‘/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/

x

Nýr Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.