Morgunblaðið - 22.05.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.05.2010, Blaðsíða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2010 LogiGunn-arsson landsliðsmaður í körfuknattleik er kominn í sumarfrí eftir að liði hans St. Etienne mis- tókst að komast í úrslitakeppnina í C- deildinni í Frakklandi. St. Etienne er gamalt stórveldi en var dæmt niður í C-deild vegna spillingarmála sem tengdust eiganda félagsins. Liðið byrjaði mjög illa í haust vegna þessa og hafnaði að lokum í 12. sæti deildarinnar. Logi lagði sitt af mörkum í síðasta leiknum og skoraði 26 stig.    Körfuknattleiksmaðurinn DaníelGuðni Guðmundsson er genginn í raðir Stjörnunnar en hann hefur leikið með Breiðabliki síðustu tvö keppnistímabil. Daníel er uppalinn Njarðvíkingur og þekkir þjálfara Stjörnunnar, Teit Örlygsson, frá fornu fari. Daníel var kjörinn leik- maður ársins hjá Breiðabliki á síðustu leiktíð en liðið féll niður í 1. deild. Stjarnan hefur þegar fengið Marvin Valdimarsson frá Hamri og mætir því að öllum líkindum með mjög sterkt lið til leiks í haust.    Eygló MyrraÓsk- arsdóttir úr Golf- klúbbnum Oddi lauk leik í fyrri- nótt á lokamóti bandarísku há- skólamótarað- arinnar NCAA en Eygló leikur fyrir Oklahoma State skólann. Lið Okla- homa hafnaði í 9. sæti í liðakeppninni en Eygló var langt frá sínu besta og hafnaði í neðsta sæti í einstaklings- keppninni.    Ragna Björk Ólafsdóttir úr Keililék ágætlega fyrir McLennan skólann á lokamóti NJCAA- mótaraðarinnar. Ragna lék á 239 höggum og hafnaði í 18. sæti í ein- staklingskeppninni. Skólinn hafnaði í 2. sæti í liðakeppninni, átta höggum á eftir sigurliðinu.    Alexander Pet-ersson skor- aði 5 mörk fyrir Flensburg í gær þegar lið hans burstaði Minden á útivelli, 40:22, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Gylfi Gylfason skoraði ekki fyrir Minden og Ingimundur Ingimund- arson lék ekki með liðinu sem er svo gott sem fallið í 2. deild. Grosswall- stadt vann Wetzlar, 28:25, en hvorki Einar Hólmgeirsson né Sverre Jak- obsson náðu að skora fyrir Grosswall- stadt.    Stúlknalandsliðið í handknattleik,skipað leikmönnum 20 ára og yngri, tapaði fyrir Rúmeníu, 28:31, í fyrsta leik sínum í undankeppni heimsmeistaramótsins í gær en leikið var í Rúmeníu. Heimastúlkur voru yf- ir í hálfleik, 14:12, en Ísland var yfir, 23:21, þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum. Íslenska liðið leikur við Frakkland í dag og Króatíu á morgun.    U18 ára landslið pilta í handknatt-leik vann Belgíu örugglega, 33:24, í undankeppni EM í Belgíu í gærkvöld. Sveinn Aron Sveinsson skoraði 7 mörk fyrir íslenska liðið og Guðmundur Hólmar Helgason 6.    HSÍ og fjarskiptafyrirtækið Mílaskrifuðu í gær undir samstarfs- samning. Mun Míla verða einn af að- alstyrktaraðilum kvennalandsliðs HSÍ, ásamt Póstinum og Lyfju. Fólk sport@mbl.is Óhætt er að segja að boðið verði upp á sannkallaðan stórleik í 32-liða úr- slitum Visabikarkeppni karla í knatt- spyrnu en dregið var í gær. Ríkjandi bikarmeistarar í Breiðabliki drógust gegn Íslandsmeisturum FH og fer leikurinn fram á Kópavogsvelli. Tvö önnur úrvalsdeildarlið drógust saman en ÍBV og KR munu mætast í Vest- mannaeyjum. Allir leikirnir verða spilaðir 2. og 3. júní. Tvö lið úr 3. deild eru enn með í keppninni. Ann- ars vegar Sindri frá Hornafirði sem sækir Víking heim í Fossvoginn og hins vegar KB sem fær Víking Ólafs- vík í heimsókn í Breiðholtið. Sex lið úr 2. deild eru eftir í keppninni og alla vega eitt þeirra kemst í 16-liða úrslit- in því BÍ/Bolungarvík og Völsungur drógust saman. Landsliðsmarkvörðurinn Gunn- leifur Gunnleifsson segir FH-inga stefna á sigur í öllum mótum. „FH fer í öll mót til að vinna þau og það verð- ur engin breyting á því. Við ætlum okkur alla leið í bikarnum. Það er því alveg eins gott að fá bikarmeistarana strax. Það skiptir ekki máli í raun og veru. Það eru nokkrir leikir í þessari keppni fyrir þau lið sem fara alla leið í úrslit. FH er Íslandsmeistari og við ætlum okkur stóra hluti,“ sagði Gunnleifur í samtali við Morg- unblaðið. Kári Ársælsson fyrirliði Blika segir Kópavogsbúa vera áhugasama um að komast aftur í úrslitaleikinn á Laug- ardalsvelli eftir upplifunina í fyrra. „Alveg klárlega. Eftir því sem nær dregur úrslitaleiknum því skemmti- legri verða leikirnir. Þetta er kannski ekki draumadrátturinn því það er nú yfirleitt betra að fá neðri deildar lið í 32 - liða úrslitum, með fullri virðingu fyrir þeim,“ sagði Kári við Morg- unblaðið í gær en hann varð mjög hvumsa þegar hann sá að FH hafði komið upp úr hattinum. „Við Óli þjálf- ari vorum að ræða þetta á hádegisæf- ingu í dag og ég hélt að við gætum ekki mætt liði úr sömu deild í þessari umferð. Þetta kom mér því hressilega á óvart,“ sagði Kári og hann varð ör- lítið hressari þegar blaðamaður til- kynnti honum að Breiðablik hefði fengið heimaleik. kris@mbl.is Fyrirliði Breiðabliks kom af fjöllum Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Þátttaka okkar í þessari Evrópu- keppni hefur verið einn draumur til þessa. Við erum búnir að slá út tvö þýsk lið, Flensburg og Göppingen, og erum staðráðnir í að fara alla leið, vinna Lemgo og verða Evrópumeist- arar,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður svissnesku meistaranna Kadetten og íslenska landsliðsins í handknattleik, við Morgunblaðið í gær. Lemgo og Kadetten mætast á morg- un í fyrri úrslitaleik EHF-bikarsins en hann fer fram í Lipperlandhöllinni í Lemgo. Seinni leikurinn fer fram í Schaff- hausen í Sviss næsta laugardag. Björg- vin mætir í þessum leikjum Vigni Svav- arssyni, línumanni úr landsliðinu, en Logi Geirsson leikur ekki með Lemgo þótt hann sé enn í leikmannahópi fé- lagsins. „Það verður gaman að hitta Vigni, við erum góðir félagar og hann hefur spilað mikið með Lemgo í undan- förnum leikjum. Logi verður í stúkunni að fylgjast með. Við erum búnir að slá út eitt Íslendingalið, Flensburg, þar sem Alexander Petersson var besti maðurinn á móti okkur, og það yrði sætt að ná líka að leggja Lemgo að velli,“ sagði Björgvin. Framganga Kadetten í vetur hefur komið geysilega á óvart. Liðið varð svissneskur meistari með yfirburðum og hefur sýnt styrk sinn í EHF- bikarnum svo um munar. Kadetten vann m.a. sannfærandi sigra á hinu geysisterka liði Astrakhan frá Rúss- landi fyrr í keppninni. „Ég sagði þegar ég kom til Sviss að ég væri kominn í lið sem væri í þeim styrkleika að það væri í hópi tíu bestu í Þýskalandi. Flestir hlógu að mér á þeim tíma en þeir gera það ekki lengur. Lemgo er samt sigurstranglega liðið í þessari viðureign, það er stóra liðið í þessum leikjum, og öll pressan er á Þjóðverjunum. Þeir mega ekki mis- stíga sig, ef þeir vinna ekki þessa keppni fá þeir ekki Evrópusæti á næsta tímabili en við erum hins vegar búnir að tryggja okkur sæti í Meist- aradeild Evrópu. Við mætum afslappaðir til leiks og ætlum okkur að ná sem bestum úrslit- um í útileiknum. Þar byggist allt á því að byrja leikinn vel og lenda ekki mörgum mörkum undir snemma. Við munum ekki einblína á tölurnar sem slíkar, heldur að spila sem best og sjá hve langt það fleytir okkur, og hvaða stöðu við náum í fyrir seinni leikinn á okkar heimavelli.“ Schaffhausen, heimabær Kadetten, er alveg við þýsku landamærin en Björgvin sagði að samt væri 6-8 tíma keyrsla til Lemgo. „Við förum því með flugi í fyrramálið, svo framarlega sem jökullinn heima er ekki að stríða okkur, en annars yrðum við að keyra ef flug- vellirnir lokast.“ Róbert líka í úrslitaleik Þeir Björgvin og Vignir eru ekki einu Íslendingarnir í úrslitaleikjum í Evrópukeppni. Róbert Gunnarsson, fyrirliði Gummersbach, leikur með sín- um mönnum gegn Granollers frá Spáni í dag en það er fyrri úrslitaleikurinn í Evrópukeppni bikarhafa. Hann fer fram á heimavelli Gummersbach í Þýskalandi en seinni leikurinn verður á Spáni um næstu helgi. Eitt Íslendingalið enn, Kiel, gæti komist í úrslit í Meistaradeild Evrópu en lokakeppni fjögurra efstu liðanna þar verður leikin í Köln um næstu helgi. Kiel leikur þá við Evrópumeist- ara Ciudad Real í undanúrslitum. Morgunblaðið/Kristinn Óvænt Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Kadetten hafa komið verulega á óvart í EHF-bikarnum í vetur og nú blasa við úrslitaleikir gegn Lemgo.  Björgvin Páll og Vignir mætast í fyrri úrslitaleik EHF-bikarsins á morgun „Þetta hefur verið einn draumur“ Það er mikilvægara að fá að spila heldur en að sitja kannski á bekknum hjá öðru liði. Ef ég stend mig aftur vel á næsta tíma- bili þá er möguleiki á að stærri lið komi inn í myndina,“ sagði Gylfi Þór við Morgunblaðið í gærkvöld en hann var í vikunni valinn í A-landsliðið í fyrsta sinn og kemur til að fá eldskírnina í leik á móti Andorra á Laugar- dalsvellinum um næstu helgi. Gylfi, sem er tvítugur að aldri, sló í gegn á sínu fyrsta heila tímabili með Reading. Hann varð markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með 20 mörk og lagði upp flest mörkin og í lok leiktíð- arinnar var hann útnefndur leikmaður ársins hjá stuðningsmönnum Reading. Draumurinn að spila í úrvalsdeildinni ,,Draumurinn er að spila í ensku úrvalsdeildinni og það er vonandi að við förum upp á næsta tímabili. Ef það tekst ekki þá sé ég bara til,“ sagði Gylfi Þór. Það er því ljóst að Reading mun skarta áfram þremur Íslendingum á næsta tímabili því þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson hafa á síðustu dögum báðir gert nýja eins árs samninga við liðið. ,,Ég er ánægður að þeir verði áfram. Það er fínt að hafa smá reynslu í liðinu og þeir Ívar og Brynjar hafa staðið sig mjög vel með liðinu síðustu árin,“ sagði Gylfi Þór. samningstilboði Reading Gylfi Þór Sigurðsson Það ræðst í kvöld hvort það verður Bayern München eða Inter sem hampar Evrópumeistaratitlinum í knattspyrnu en liðin leiða saman hesta sína í úrslita- leik Meistaradeildarinnar á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid, klukkan 18.45. Inter mun spila án Portúgalans Thiago Motta sem tekur út leik- bann en meiri blóðtaka er hjá Bæjurum þar sem Franck Ribéry er í leikbanni. Í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Milljónir manna um allan heim munu fylgjast spenntar með leiknum og hér heima á Fróni verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem sendir leikinn út í opinni dagskrá. Í fyrsta skipti er leikið til úrslita á laugardagskvöldi og hinn glæsilegi leikvangur Real verður stútfullur en hann tekur rúmlega 80.000 manns. gummih@mbl.is Bayern eða Inter?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.