Morgunblaðið - 22.05.2010, Blaðsíða 4
4 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2010
Ragna Ing-ólfsdóttir,
Íslandsmeistari í
badminton, féll í
gær úr keppni á
opna spænska
meistaramótinu
eftir naumt tap
fyrir Sarah Wal-
ker frá Eng-
landi í þriggja lotu hörkuleik sem
sú enska vann 2:1. Walker vann
fyrstu lotuna 21:18 en Ragna rúll-
aði yfir hana í annarri lotu, 21:9.
Sú þriðja fór síðan á sama veg og
sú fyrsta, 21:18 fyrir Walker sem
þar með var komin áfram. Ragna
skoraði þó fleiri stig í lotunum
þremur, 57 stig gegn 51 hjá and-
stæðingnum. Ragna fór beint í 1.
umferðina en Sarah Walker komst
áfram úr undankeppninni sem var
í fyrradag.
Íslands- og bikarmeistararHauka í handknattleik hafa
fengið til liðs við sig rétthentu
skyttuna Svein Þorgeirsson.
Sveinn kemur til Haukanna frá
Víkingi en hann er uppalinn Fjöln-
ismaður. Sveinn var markahæsti
leikmaður Víkings á síðustu leiktíð
og er honum ætlað að fylla skarð
Sigurbergs Sveinssonar að ein-
hverju leyti en Sigurbergur hefur
samið við þýska liðið Dormagen.
Þá hefur GísliGuðmunds-
son fyrrum
markvörður
Haukaliðsins
verið ráðinn að-
stoðarmaður
Halldórs Ing-
ólfssonar sem
tekur við þjálfun
liðsins af Aroni
Kristjánssyni. Jafnframt mun Gísli
sjá um markvarðaþjálfun bæði hjá
meistaraflokki og yngri flokkum
félagsins.
Það var Kristinn Steindórssonsem lagði upp síðara mark
Breiðabliks fyrir Alfreð Finn-
bogason gegn Val í úrvalsdeildinni
í fyrrakvöld. Ekki Haukur Bald-
vinsson eins og sagt var í umfjöll-
un um leikinn í blaðinu í gær.
Fólk sport@mbl.is
Þessir eru með flest M í einkunnagjöf
Morgunblaðsins. Gefið er eitt M fyrir góð-
an leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú
M fyrir frábæran leik.
Leikmenn
Sævar Þór Gíslason, Selfossi...................... 4
Alfreð Finnbogason, Breiðabliki ............... 3
Andrés Már Jóhannesson, Fylki ............... 3
Arnar Sveinn Geirsson, Val........................ 3
Baldur Sigurðsson, KR............................... 3
Baldvin Sturluson, Stjörnunni ................... 3
Bjarni Guðjónsson, KR............................... 3
Daði Lárusson, Haukum ............................ 3
Gunnleifur Gunnleifsson, FH..................... 3
Haraldur F. Guðmundsson, Keflavík ........ 3
Ian Jeffs, Val................................................ 3
Ingvar Þór Kale, Breiðabliki...................... 3
Jón Guðni Fjóluson, Fram ......................... 3
Kristján Hauksson, Fram .......................... 3
Steinþór Þorsteinsson, Stjörnunni ............ 3
Lið
Selfoss......................................................... 16
Stjarnan...................................................... 16
ÍBV ............................................................. 16
KR............................................................... 16
Fram........................................................... 15
Breiðablik................................................... 14
Keflavík ...................................................... 13
Fylkir.......................................................... 13
FH............................................................... 12
Valur ........................................................... 12
Haukar ....................................................... 11
Grindavík...................................................... 7
Einkunnagjöf
Gul Rauð Stig
Breiðablik................................... 1 0 1
Fram........................................... 3 0 3
Keflavík ...................................... 3 0 3
Stjarnan...................................... 6 0 6
FH............................................... 7 0 7
Fylkir.......................................... 7 0 7
Haukar ....................................... 7 0 7
Valur ........................................... 8 0 8
Selfoss......................................... 5 1 9
KR............................................... 6 1 10
Grindavík.................................... 3 2 11
ÍBV ............................................. 9 1 13
Gefið er eitt refsistig fyrir gult spjald og
fjögur fyrir rautt spjald.
Spjöldin II KR (2) ......................................... 4306 2153Haukar (1) ................................. 2153 2153
Grindavík (1) ............................. 1568 1568
FH (1) ........................................ 1527 1527
Fylkir (1) .................................... 1506 1506
Breiðablik (2) ............................. 2866 1433
Valur (3) ..................................... 3861 1287
Keflavík (1) ................................ 1260 1260
Selfoss (2) .................................. 2512 1256
Stjarnan (2) ............................... 2072 1036
Fram (2) ..................................... 1567 784
ÍBV (0) ............................................. 0 0
Samtals: 25.198.
Meðaltal: 1.400.
Fjöldi heimaleikja í svigum. Fremri tal-
an er heildarfjöldi áhorfenda á heima-
leikjum viðkomandi liðs en aftari talan er
meðaltal á hvern heimaleik.
Aðsóknin
Hér má sjá markskot liðanna, skot sem
hitta á mark innan sviga og síðan mörk
skoruð:
KR ............................................ 45 (22) 5
Valur......................................... 42 (28) 3
FH ............................................ 39 (25) 5
Stjarnan ................................... 37 (20) 7
Fram ........................................ 37 (18) 6
Fylkir ....................................... 35 (21) 7
Keflavík.................................... 35 (21) 4
Haukar..................................... 30 (16) 2
ÍBV........................................... 28 (17) 4
Breiðablik ................................ 27 (19) 4
Selfoss ...................................... 25 (14) 6
Grindavík ................................. 19 (8) 0
Markskotin
Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni .......... 3
Ívar Björnsson, Fram................................. 3
Alfreð Finnbogason, Breiðabliki ............... 2
Jóhann Þórhallsson, Fylki.......................... 2
Jón Daði Böðvarsson, Selfossi ................... 2
Kjartan Henry Finnbogason, KR.............. 2
Markahæstir
Guðmundssonar á FH-liðinu. „Við
hefðum líklega ekki farið út í að
pressa FH-liðið svona framarlega ef
Tryggvi hefði ekki lagt það til. Eins
og hann sagði sjálfur þá þekkir hann
FH-liðið náttúrlega mjög vel. Hann
vissi um veikleika og styrkleika liðs-
ins. Við spiluðum með tvo frammi í
leiknum og það gerum við ekki oft.“
Fjórði leikurinn í efstu deild
Ekki er hægt að segja að Eyþór
sé reynslubolti eins og Tryggvi fé-
lagi hans í framlínunni. Eyþór er að-
eins 21 árs gamall og er uppalinn hjá
HK. Þar fékk hann smjörþefinn af
efstu deild sumarið 2008 og svo var
hann kominn í herbúðir ÍBV síðast-
liðið haust. „Ég held að þetta hafi
bara verið fjórði leikurinn sem ég
hef tekið þátt í og annar leikurinn
þar sem ég er í byrjunarliði í efstu
deild,“ sagði Eyþór og hann segist
yfirleitt hafa spilað framarlega á
vellinum. „Fyrir utan það þegar ég
fór í miðvörðinn í 4. flokki. Þá vorum
við Aaron Palomares mið-
verðir en hann er nú
kantmaður í meist-
araflokki HK. Það er
skemmtileg tilviljun
en annars hef ég spil-
að framarlega á vell-
inum, annaðhvort sem
framherji eða kantmað-
ur. Ég kann best við mig á
fremri hluta vallarins,“ sagði
Eyþór og gat ekki neitað því
að frammistaðan gegn FH
gæfi honum byr undir báða
vængi í framhaldinu. „Já, alveg klár-
lega. Maður verður að byggja ofan á
þetta. Þetta er náttúrlega bara einn
leikur og maður verður að sýna
fleiri svona takta. Ég æfði vel í
vetur og spilaði marga leiki.
Maður er því alveg
tilbúinn í
þessa bar-
áttu.
Sjálfs-
traustið óx
heldur betur á
undirbúnings-
tímabilinu og þá sér-
staklega þegar mörkin
fóru að koma í deildabik-
arnum,“ sagði Eyþór sem
lék mestan hluta síðasta
sumars með 3. deildarliði
Ýmis, sem er í raun B-lið HK.
Eyþór segir það vissulega
hafa verið stórt stökk að fara úr 3.
deildarleikjum yfir í það að leika á
heimavelli Íslandsmeistaranna. „Það
eru svo sannarlega viðbrigði. Það er
allt annar klassi á þessu. Það
hjálpar mjög að hafa Heimi sem
þjálfara vegna þess að hann hefur
verið mjög duglegur að gefa mér
tækifæri. Ég hef reynt að nýta
þau tækifæri eins vel og ég
get. Það skemmir heldur
ekki fyrir að hafa svona
snilling við hliðina á sér
eins og Tryggva Guð-
mundsson. Hann er
reynslubolti og hjálpar
manni gríðarlega mikið.
Mér hefur fundist vera
stígandi í mínum leik eft-
ir að hann kom til félags-
ins,“ sagði Eyþór og
hann er óspar á lofið
þegar Tryggvi berst í
tal.
Gagnrýni frá
Tryggva
„Tryggvi er mjög
gagnrýninn á mig og
ég kann að meta það.
Hann hefur hjálpað
mér mikið með því að
segja mér hvað ég sé
að gera rétt og hvað
ég sé að gera vit-
laust. Einnig er
frábært að eiga
liðsfélaga eins og í
ÍBV-liðinu. Leik-
mannahópurinn hef-
ur þjappað
sér vel
saman
og leik-
menn
standa vel við bakið á manni,“ út-
skýrir Eyþór og hann segir leik-
menn ÍBV vera orðna spennta fyrir
því að geta spilað á heimavelli en bið
hefur orðið á því vegna þess ösku-
falls sem varð í Vestmannaeyjum á
dögunum. „Já, það kitlar okkur að
fara og spila fyrir Eyjamenn á Há-
steinsvelli. Við höfum þurft að bíða
eftir því,“ sagði Eyþór ennfremur.
Lék í 3. deild og lék sér
að FH-ingum ári síðar
Eyþór Helgi Birgisson stökk upp um 3 deildir Fékk tvö M fyrir frammistöð-
una gegn Íslandsmeisturunum Segir Heimi og Tryggva hafa hjálpað sér
Morgunblaðið/hag
Frískur Varnarmenn
FH voru í mestu vand-
ræðum með að ráða
við Eyþór Helga
Birgisson í leikn-
um í Kaplakrika
í fyrrakvöld.
VIÐTAL
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Ungur sóknarmaður vakti mikla at-
hygli í liði ÍBV í sigurleiknum gegn
FH á fimmtudagskvöldið. Sá heitir
Eyþór Helgi Birgisson og fékk tvö
M í einkunnargjöf Morgunblaðsins
fyrir frammistöðuna. Hann skoraði
eitt marka ÍBV og fékk að auki víta-
spyrnu í 3:2 útisigri Eyjamanna á
meisturunum.
„Þetta var skemmtilegt. Hlutirnir
þróuðust eins og við lögðum upp
með. Okkar áætlun gekk út á að
skora snemma og setja annað mark í
kjölfarið. Það gekk algerlega eftir en
það var hins vegar ekki planið að
missa forskotið niður eins og við
gerðum. Við ætluðum alltaf að fara í
Hafnarfjörðinn og taka þrjú stig.
Heimir var búinn að þjappa það inn í
hausinn á okkur. Við komum því
mjög vel stemmdir inn í þennan
leik,“ sagði Eyþór þegar Morgun-
blaðið ræddi við hann í gær og fer
ekki leynt með þá bjartsýni sem
ríkti hjá Eyjamönnum fyrir leik-
inn. Hann segir upplegg Heimis
Hallgrímssonar þjálfara fyrir leik-
inn hafa skipt miklu máli og
einnig þekkingu Tryggva
Lið 3. umferðar í Pepsi-deild karla
4-3-3
Hannes Þór
Halldórsson
Fram
Baldvin
Sturluson
Stjörnunni
Eiður Aron
Sigurbjörnsson
ÍBV
Haraldur Freyr
Guðmundsson
Keflavík
Andri Freyr
Björnsson
Selfossi
Halldór Hermann
Jónsson
Fram
Ingólfur
Þórarinsson
Selfossi
Kristinn
Steindórsson
Breiðabliki
Eyþór Helgi
Birgisson
ÍBV
Kjartan Henry
Finnbogason
KR
Alfreð
Finnbogason
Breiðabliki
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
2
2
Þótt KR-ingum hafi ekki lánast að
innbyrða sigur í fyrstu þremur um-
ferðum úrvalsdeildarinnar í fótbolta
eru þeir það lið sem oftast hefur
skotið að marki andstæðinganna til
þessa. Eins og sjá má hér til hliðar
eru þeir í efsta sæti á töflunni yfir
markskotin í deildinni, hafa skotið
45 sinnum að marki, eða 15 sinnum
að meðaltali í leik.
Það eru hins vegar Valsmenn sem
oftast hafa hitt á mark mótherjanna,
28 sinnum í fyrstu þremur leikj-
unum, en hafa þó aðeins uppskorið
þrjú mörk og eru líka án sigurs, eins
og KR-ingar.
Á hinum enda „skottöflunnar“
sitja Grindvíkingar en þeir hafa enn
sem komið er aðeins hitt mark mót-
herjanna átta sinnum í þremur leikj-
um og eiga enn eftir að skora mark.
Blikarnir prúðastir
Breiðablik er með prúðasta liðið í
fyrstu þremur umferðunum en Blik-
arnir hafa aðeins fengið eitt gult
spjald til þessa. Eyjamenn hafa hins
vegar verið í mestum samskiptum
við dómarana og fengið níu gul
spjöld og eitt rautt.
Eftir fimm rauð spjöld í fyrstu
tveimur umferðunum fór ekkert
slíkt á loft í 3. umferðinni. vs@mbl.is
KR-ingar
skjóta oftast
að marki