Morgunblaðið - 04.06.2010, Qupperneq 1
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Landsliðsmaðurinn Arnór
Smárason gæti verið á leið til
danska úrvalsdeildarliðsins
Esbjerg en félagið hefur
mikinn áhuga á að
tryggja sér þjónustu ís-
lenska framherjans og
hefur gert honum til-
boð. Skagamaðurinn er
laus allra mála frá hollenska
liðinu Heerenveen en hann hefur
verið á mála hjá liðinu und-
anfarin ár og sló í gegn með því
tímabilið 2008-09 en missti af nær
allri síðustu leiktíð vegna þrálátra
meiðsla aftan í læri.
,,Ég er með tilboð frá nokkrum liðum og
ég get staðfest að eitt þeirra er frá Esbjerg,“
sagði Arnór í samtali við Morgunblaðið í gær
en lið í Hollandi og Noregi hefur einnig falast
eftir kröftum hans.
,,Það er ekkert komið á hreint ennþá hvert
ég fer en danski fótboltinn er mjög áhugaverð-
ur og danska deildin er klárlega sú sterkasta í
Skandinavíu um þessar mundir. Það væri því
spennandi kostur að spila í Danmörku,“ sagði
Arnór, sem vonast til að fá sín mál á hreint í næstu
viku. Arnór er svo til nýbyrjaður að spila aftur en
hann var frá æfingum og keppni í níu mánuði vegna
meiðslanna aftan í læri. ,,Þetta var ansi erfiður tími
en ég er búinn að vera heill frá því í mars og þetta er
allt að koma hjá mér,“ sagði hinn 21 árs gamli Arnór
sem lék sinn 8. leik með A-landsliðinu í 4:0 sigri
gegn Andorra um síðustu helgi.
Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson
er á mála hjá Esbjerg en hefur ekki verið
inni í myndinni hjá þjálfara liðsins
og var í láni hjá Reading í Eng-
landi seinni hluta síðasta tímabils.
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010
íþróttir
B-riðill á HM Hleypur Maradona nakinn um götur Buenos Aires? Grikkir með 72 ára gamlan
nýliða. Í hvaða hlutverki verður Messi? Vinnuhestur alinn á soðnum froskasafa. 4
Íþróttir
mbl.is
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Guðmundur Guðmundsson þjálfari karla-
landsliðs Íslands í handknattleik tilkynnti í
gær 21 manns leikmannahóp fyrir æfingaleiki
við Danmörku og Brasilíu í þessum mánuði. Á
listanum eru menn sem eru að stíga sín fyrstu
skref með sterkasta landsliðshópi Íslands,
eins og til að mynda Oddur Gretarsson Ak-
ureyringur, sem á þó að baki tvo landsleiki
með nokkurs konar B-landsliði þjóðarinnar.
Hann var í skýjunum þegar Morgunblaðið sló
á þráðinn í gær.
„Mér líður bara frábærlega. Þetta er það
sem maður hefur stefnt að lengi. Þetta er svo-
lítið snemmt og kom kannski smá á óvart en
eftir þetta tímabil núna var maður samt alveg
farinn að gera sér vonir um að detta inn í hóp-
inn. Ég er mjög stoltur af þessu,“ sagði Odd-
ur sem mun berjast um stöðu vinstri horna-
manns við Sturlu Ásgeirsson en þeir Guðjón
Valur Sigurðsson og Logi Geirsson eru báðir
frá vegna meiðsla.
„Það er vonandi að maður fái einhvern séns
til að sýna sig og sanna en það verður bara að
koma í ljós,“ sagði Oddur.
„Leiðinlegt í útskriftarveislum“
Leikið er við Dani 8. og 9. júní í Laug-
ardalshöll en 13. júní heldur hópurinn til
Brasilíu þar sem hann mætir heimamönnum
16. og 18. júní. Þetta hefur ákveðnar afleið-
ingar fyrir Odd sem er að ljúka námi í
Menntaskólanum á Akureyri.
„Maður þarf að aflýsa útskriftarveislu, það
er ljóst. Ég held að það sé samt bara fínt, það
er leiðinlegt í útskriftarveislum,“ sagði Oddur
léttur í bragði en áhugasömum er bent á að
skilja eftir útskriftargjafir á heimili hans.
Þessi tæplega tvítugi hornamaður, sem
leikið hefur fjölda landsleikja með yngri
landsliðum Íslands, stóð sig með mikilli prýði
í liði Akureyrar í vetur en norðanmenn voru
sem kunnugt er hársbreidd frá því að komast
í úrslitaeinvígi við Hauka á Íslandsmótinu.
Oddur ætlar sér að leika áfram með Akureyr-
ingum á næstu leiktíð undir stjórn nýs þjálf-
ara, Atla Hilmarssonar:
„Ég verð á Akureyri áfram og það er verið
að ganga frá því. Ég ætla að fara í háskóla hér
og einbeita mér svo bara að því að verða betri
handboltamaður.“
Fimm leikmenn í hópnum léku í N1-
deildinni í vetur en þar af hafa þrír nú samið
við erlend félög, til að mynda Arnór Þór
Gunnarsson en þeir Oddur eru einu „nýlið-
arnir“ í sterkasta landsliðshópnum. Þeir hafa
þó báðir leikið með því sem má kalla B-
landslið Íslands.
Oddur aflýsir veislunni
Guðmundur valdi 21 leikmann fyrir leikina við Danmörku og Brasilíu
Fimm leikmenn léku í N1-deildinni í vetur Oddur og Arnór „nýliðar“
Handknatt-
leikskapp-
inn
Valdi-
mar
Fannar
Þórs-
son
kom
til
lands-
ins í
gær eftir nokkura daga
dvöl í Danmörku en þar
var hann til skoðunar hjá
danska úrvalsdeildarlið-
inu Viborg.
,,Ég veit lítið um
framhaldið. Þeir sögð-
ust ætla að vera í
sambandi en mín
tilfinning er sú að
þetta gangi ekki,“
sagði Valdimar
við Morgunblaðið í gær.
Valdimar er lykilmaður í
HK-liðinu. Hann varð í 2.-3.
sæti yfir markahæstu leikmenn
í úrvalsdeildinni á síðustu
leiktíð og var valinn leik-
maður ársins í lokahófi HSÍ.
Valdimar, sem lék með
sænska liðinu Malmö leiktíð-
ina 2007-08, reiknar með að
halda fljótlega til Noregs en
nokkur lið þar í landi hafa
sýnt áhuga á að fá hann
til liðs við sig, eitt
þeirra er Elverum
sem Eyjamaðurinn
Sigurður Ari Stef-
ánsson leikur með.
gummih@mbl.is
Nokkur norsk
lið vilja fá
Valdimar
Valdimar
Þórsson
Forráðamenn
norska knattspyrnuliðsins
Viking í Stavanger vilja
gjarnan framlengja samn-
inginn við Birki Bjarnason
en samningur hans við félag-
ið rennur út á næsta ári.
Birkir hefur farið á kostum
með liði Viking á leiktíðinni og
þrátt fyrir ungan aldur er
hann orðinn lykilmaður liðsins,
sem er í sjötta sæti norsku úr-
valsdeildarinnar. Birkir, sem
lék sinn fyrsta leik með ís-
lenska A-landsliðinu gegn An-
dorra um síðustu helgi, hefur
vakið áhuga margra félaga
fyrir frammistöðu sína. Egil
Østenstad, yfirmaður knatt-
spyrnumála hjá Viking, segir í viðtali við
norska blaðið Rogeland Avis að vilji félagsins sé að framlengja samn-
inginn við Birki enda sé litið á hann sem framtíðarmann í liðinu en
hann dregur ekki úr því mikilvægi félagsins að fá eins hátt verð fyrir
Birki og mögulegt er, ákveði útlend félög að draga upp tékkheftið og
kaupa Íslendinginn unga en litið er á Birki sem helstu söluvöru Viking.
Tveir aðrir Íslendingar leika með Stavangursliðinu, Indriði Sigurðs-
son, sem er samningsbundinn Viking til ársins 2012 og Stefán Gíslason en
hann er í láni frá Bröndby. Sá samningur rennur út þann 1. ágúst en vilji
forráðamanna Viking er að framlengja þann samning.
gummih@mbl.is
,,Spennandi
kostur að spila í
Danmörku“
Viking vill
framlengja
við Birki
MARKMENN:
Aron Rafn Eðvarðsson, Haukum
Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten
Hreiðar Levy Guðmundsson, TV Emsdetten
AÐRIR LEIKMENN:
Alexander Petersson, Flensburg
Arnór Atlason, FC Köbenhavn
Arnór Þór Gunnarsson, Val
Aron Pálmarsson, Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Faaborg
Ingimundur Ingimundarson, Minden
Kári Kristján Kristjánsson, Amicitia Zurich
Oddur Gretarsson, Akureyri
Ólafur Andrés Guðmundsson, FH
Ólafur Stefánsson, RN Löwen
Róbert Gunnarsson, Gummersbach
Rúnar Kárason, Füsche Berlin
Sigurbergur Sveinsson, Haukum
Snorri Steinn Guðjónsson, RN Löwen
Sturla Ásgeirsson, Düsseldorf
Sverre Jakobsson, Grosswallstadt
Vignir Svavarsson, Lemgo
Þórir Ólafsson, N-Lübbecke
Landsliðshópurinn
HANDBOLTI