Morgunblaðið - 04.06.2010, Side 2
2 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010
KNATTSPYRNA
VISA-bikarinn
Bikarkeppni karla, 32ja liða úrslit:
Leiknir R. – Stjarnan .............................. 1:3
Aron Daníelsson 44. – Daníel Laxdal 77.,
90., Halldór Orri Björnsson 73.(víti) Rautt
spjald: Steinarr Guðmundsson (Leikni) 73.
ÍA – Selfoss ............................................... 2:1
Andri Júlíusson 45., Andri Geir Alexand-
ersson 79. – Davíð Birgisson 50.
Þróttur R. – Grótta.................................. 3:1
Halldór Hilmisson 37., 80., Andrés Vil-
hjálmsson 68. – Elvar F. Arnþórsson 36.
Grindavík – Þór ....................................... 2:1
Jósef K. Jósefsson 85., Gilles M. Ondo 87. –
Nenad Zivanovic 5.
Víðir – Fylkir ........................................... 0:2
Jóhann Þórhallsson 23., Tómas Þorsteins-
son 88.
Valur – Afturelding................................. 2:1
Haukur Páll Sigurðsson 28., Viktor Unnar
Illugason 85. (víti) – Arnór Þrastarson 26.
Keflavík – KS/Leiftur............................. 1:0
Magnús Þórir Matthíasson 63.
Haukar – Fjölnir...................................... 0:2
Guðmundur Karl Guðmundsson 16., 79.
Breiðablik – FH ........................................1:1
Guðmundur Pétursson 71. – Björn Daníel
Sverrisson 72.
FH áfram eftir vítaspyrnukeppni, 2:4.
Sigurliðin níu eru komin í 16-liða úrslit
ásamt KR, Fram, KA, Víkingi R., Víkingi
Ó., Fjarðabyggð og BÍ/Bolungarvík. Dreg-
ið verður á mánudaginn.
Vináttulandsleikir
Spánn – Suður-Kórea.............................. 1:0
Jesus Navas 87.
Ítalía – Mexíkó ......................................... 1:2
Leonardo Bonucci 89. – Carlos Vela 17., Al-
berto Medina 84.
Þýskaland – Bosnía ................................. 3:1
Bastian Schweinsteiger 73.(víti), 77.(víti),
Philipp Lahm 50. – Edin Dzeko 15.
í kvöld
KNATTSPYRNA
VISA-bikar kvenna, 2. umferð:
Valbjarnarv.: Þróttur R. – ÍBV................ 18
Neskaupst.: Fjarð./Leiknir – Sindri........ 20
3. deild karla:
Ásvellir: Markaregn – Sindri ................... 20
Bessastaðav.: Álftanes – Hvíti riddarinn 20
Hvolsvöllur: KFR – KFG ......................... 20
Vogavöllur: Þróttur V. – Afríka ............... 20
Fagrilundur: KFK – KFS ................... 20.30
Boginn: Draupnir – Magni ....................... 20
Seyðisfjörður: Huginn – Leiknir F.......... 20
Fylkismenn þurftu að hafa virki-
lega fyrir því að komast í 16 liða úr-
slit bikarkeppninnar í knattspyrnu
í gærkvöld. Þeir sóttu 2. deildarlið
Víðis heim suður í Garð og náðu
ekki að gulltryggja sér sigurinn,
2:0, fyrr en undir lok leiksins.
Árbæingar náðu þó undirtök-
unum um miðjan fyrri hálfleik þeg-
ar Víðispiltum urðu á slæm varn-
armistök. Jóhann Þórhallsson nýtti
sér þau og kom Fylki yfir, 1:0.
Þannig stóð lengi vel og bar-
áttuglaðir Víðismenn voru í tví-
gang nærri því að jafna metin í
seinni hálfleiknum. En rétt fyrir
leikslok skoraði bakvörðurinn
Tómas Þorsteinsson laglegt mark
fyrir Fylki, beint úr aukaspyrnu, og
braut mótspyrnu heimamanna end-
anlega á bak aftur. vs@mbl.is
Tómas tryggði
sigur Fylkis
Hans Óttar Lindberg, danski landsliðsmaðurinn í hand-
knattleik sem leikur með þýska stórliðinu Hamburg,
hefur fengið tilboð frá Barcelona að því er spænska
blaðið Marca greindi frá í gær.
Börsungar vilja semja við Lindberg til þriggja ára en
hann kom til Hamburg frá danska liðinu Viborg fyrir
þremur árum.
Lindberg á ættir að rekja til Íslands en foreldrar hans
eru báðir íslenskir og léku með FH á árum áður. Hans
Óttar er hins vegar fæddur í Danmörku og hefur átt
fast sæti í danska landsliðinu undanfarin ár en hann er
afar lunkinn örvhentur hornamaður.
Lindberg á markakóngstitilinn vísan í þýsku 1. deildinni þetta tímabilið
en þegar einni umferð er ólokið hefur hann skorað 251 mark, 36 mörkum
meira en stórskyttan Lars Kaufman í liði Göppingen.
gummih@mbl.is
Barcelona vill fá Hans Óttar
til sín frá Hamburg
Hans Óttar
Lindberg
Umboðsmaður landsliðsmannsins Ragnars Sigurðssonar,
miðvarðar sænska liðsins IFK Gautaborg, sagði í viðtali við
sænska netmiðilinn FotbollDirekt.se að tilboðs væri að
vænta í Ragnar í sumar. ,,Það eru mörg lið að fylgjast með
honum og hann getur reiknað með tilboði í sumar,“ segir
Carl Fhager, umboðsmaður Ragnars.
Ragnar er á sínu fjórða tímabili með Gautaborgarliðinu
og það lítur allt út fyrir að þetta verði hans síðasta en samn-
ingur hans við félagið rennur út á næsta ári. Félagaskipta-
glugginn opnast um næstu mánaðamót og að sögn umboðs-
mannsins er allt eins líklegt að Ragnar verði seldur frá
Gautaborg í næsta mánuði en hefur átt góðu gengi að fagna
með liðinu þau ár sem hann hefur leikið með því.
Sænski netmiðillinn telur að verðmiðinn á Ragnari sé á bilinu 15-18 millj-
ónir sænskra króna sem jafngildir 245-300 milljónum íslenskra króna.
gummih@mbl.is
Reiknað með að IFK Gauta-
borg fái tilboð í Ragnar
Ragnar
Sigurðsson
Skagamenn unnu loksins leik á
keppnistímabilinu og þá gegn liði úr
úrvalsdeildinni. Þeir náðu að leggja
Selfyssinga að velli, 2:1, á Akranes-
velli í gærkvöld, í 32ja liða úrslitum
bikarkeppninnar í knattspyrnu. Kær-
kominn sigur fyrir ÍA eftir að hafa
fengið eitt stig í fyrstu fjórum leikjum
1. deildar.
Andri Júlíusson kom Skagamönn-
um yfir á lokasekúndum fyrri hálf-
leiks þegar hann slapp innfyrir vörn
Selfyssinga. Sem voru fljótir að jafna
eftir hlé þegar Davíð Birgisson skor-
aði af stuttu færi uppúr hornspyrnu.
Hjörtur Júlíus
Hjartarson, sem
lék með Selfyss-
ingum í fyrra, tók
vítaspyrnu fyrir ÍA
á 68. mínútu en
skaut framhjá
markinu. Það kom
þó ekki að sök því
tíu mínútum fyrir
leikslok skoraði
Andri Geir Alex-
andersson með hörkuskalla eftir
hornspyrnu og tryggði Skagamönn-
um sigurinn, 2:1. ste@mbl.is
Andri Geir tryggði Skaga-
mönnum fyrsta sigurinn
Andri
Júlíusson
Þórsarar máttu sætta sig við ósigur í
Grindavík í gærkvöld þrátt fyrir að
vera yfir gegn úrvalsdeildarliði
heimamanna í 80 mínútur. Grindvík-
ingar náðu að skora tvisvar undir lok-
in og tryggja sér sigurinn.
Norðanmenn byrjuðu af miklum
krafti og Nenad Zivanovic kom þeim
yfir eftir aðeins fimm mínútna leik.
Grindvíkingar sóttu sig smám saman
en hvorki gekk né rak hjá þeim fyrr
en stutt var til leiksloka og allt stefndi
í að enn eitt tapið á þessu tímabili yrði
staðreynd.
Jósef Kristinn Jósefsson náði þá að
jafna metin í 1:1 og
útlit fyrir að
Grindvíkingar
hefðu krækt sér í
framlengingu. Þeir
gerðu þó betur því
strax í kjölfarið
slapp Gilles Mbang
Ondo innfyrir vörn
Þórsara og lyfti
boltanum yfir
Gísla Eyland
Sveinsson markvörð og í netið. Lang-
þráður sigur Grindvíkinga eftir fimm
töp í deildinni. vs@mbl.is
Grindavík undir í 80 mín-
útur en gerði tvö í lokin
Jósef Kristinn
Jósefsson
Í seinni hálfleiknum brá Bjarni Jó-
hannsson, þjálfari gestanna, á það ráð
að færa fyrrnefndan Daníel úr vörn-
inni á miðjuna og það, ásamt því að
Halldór Orri Björnsson kom inná sem
varamaður, hleypti mun meira lífi í
sóknarleik Stjörnumanna.
Daníel skoraði tvö góð mörk, annað
með hjálp Jóhanns og hitt með aðstoð
Halldórs, en Halldór skoraði jöfn-
unarmarkið úr vítaspyrnu sem Jó-
hann fiskaði eftir sendingu Daníels.
Þetta þríeyki gerði því gæfumuninn í
Breiðholtinu, og bræðurnir sér í lagi
enda ættu þeir að kunna ágætlega
hvor inn á annan.
„Þekkjum hvor annan vel“
„Við bræðurnir þekkjum hvor ann-
an mjög vel þannig að það er fínt að
vera með honum í liði. Við kláruðum
þetta vel. Annars vorum við sem lið
bara lengi í gang í þessum leik enda
eru Leiknismennirnir mjög sterkir,“
sagði fyrirliðinn Daníel og má taka
undir þessi orð því Leiknismenn voru
hreinlega sterkari aðilinn fram að
vítaspyrnunni á 72. mínútu. Leikmenn
á borð við Kristján Pál Jónsson og
Fannar Arnarsson glöddu augað með
góðri spilamennsku en þegar vítið var
dæmt fékk Steinarr Guðmundsson,
reyndur bakvörður Leiknis, að líta
rauða spjaldið fyrir litlar sakir og var
það vendipunktur.
„Þetta var sennilega víti en ég er
mjög ósáttur við rauða spjaldið,“
sagði Sigursteinn Gíslason þjálfari
Leiknis. „Við hefðum fengið meira út
úr þessum leik hefðum við haldið
áfram 11 gegn 11. Liðið lagði sig mjög
vel fram og mér fannst Stjarnan
hreinlega ekki spila fótbolta í fyrri
hálfleik. Þeir virðast hreinlega verða
að hafa Halldór Orra eða Steinþór
Frey Þorsteinsson til að geta spilað
almennilega,“ bætti hann við.
Bræðurnir til bjargar
Stjarnan kvað útivallagrýluna í kútinn
Vendipunktur er Steinarr sá rautt
Valsmenn þurftu heldur betur að
hafa fyrir því að sigra 2. deildarlið
Aftureldingar, 2:1, í 32ja liða úr-
slitum bikarkeppninnar að Hlíð-
arenda í gærkvöld.
Arnór Þrastarson kom Aftureld-
ingu yfir um miðjan fyrri hálfleik
eftir hornspyrnu. Valsmenn voru
fljótir að jafna metin og þar var
Haukur Páll Sigurðsson að verki
með góðu langskoti, 1:1.
Þannig stóð allt þar til fimm
mínútur voru til leiksloka. Mark-
vörður Mosfellinga felldi þá Danni
König, markahæsta leikmann úr-
valsdeildarinnar, sem kom inná
sem varamaður skömmu áður.
Vítaspyrna dæmd, og úr henni
skoraði Viktor Unnar Illugason
sigurmarkið.
Það var lítill glans yfir leik Vals-
manna að þessu sinni og lið Aftur-
eldingar stóð fyllilega uppi í
hárinu á þeim allan tímann.
vs@mbl.is
Valsmenn í
vanda gegn
Aftureldingu
Morgunblaðið/Ómar
Skot Leiknismaðurinn Fannar Þór Arnarsson skýtur að marki Stjörnunnar en Jóhann Laxdal sækir að honum.
Á VELLINUM
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Það þurfti samstillt átak bræðranna
Jóhanns og Daníels Laxdal, og
kannski eitthvað aðeins meira, til að
Stjarnan bryti á bak aftur öfluga vörn
Leiknis R. og næði að vinna sinn
fyrsta útileik frá því í maí í fyrra en
liðin áttust við í 32-liða úrslitum
VISA-bikarsins í knattspyrnu í gær.
Lengi framan af leik benti ekkert til
þess að Stjarnan færi með sigur af
hólmi og heimamenn úr Breiðholtinu,
sem eru í 2. sæti 1. deildar, náðu for-
ystunni áður en flautað var til leikhlés
með marki úr eina færi fyrri hálfleiks.
Þróttarar eru komnir í 16 liða úrslit
bikarkeppninnar í knattspyrnu eft-
ir sigur á Gróttu, 3:1, í viðureign
tveggja 1. deildarliða á Valbjarn-
arvellinum í gærkvöld.
Sérstakt atvik átti sér stað seint í
fyrri hálfleik. Elvar Freyr Arnþórs-
son skoraði þá fyrir Gróttu, eftir að
hans menn áttu að skila boltanum
aftur til baka til Þróttara í kjölfar
dómarakasts.
Seltirningar afgreiddu málið á
heiðarlegan hátt. Þróttarar byrj-
uðu á miðju og fengu að jafna metin
óáreittir, 1:1. Halldór Hilmisson
fékk það hlutverk að skila knett-
inum í netið.
Þannig stóð fram yfir miðjan
seinni hálfleik. Andrés Vilhjálms-
son kom þá Þrótti yfir og Halldór
innsiglaði sigur liðsins þegar hann
skoraði sitt annað mark. vs@mbl.is
Leyfðu Þrótt-
urum að jafna