Morgunblaðið - 04.06.2010, Síða 4
Aðalmaður
Park Ji-sung
er fyrirliði og
lykilmaður í liði
Suður-Kóreu.
Park Ji-sung er án efa þekktasti leikmaður Suð-
ur-Kóreu og hefur sannað sig hjá stórliði Man-
chester United á undanförnum árum. Park er
raunar einn þekktasti Kóreubúinn, burtséð
frá boltasparki. Þrátt fyrir að vera ein-
ungis 29 ára gamall þá hefur Park
leikið 88 landsleiki og hefur ýjað að
því að keppnin í Suður-Afríku
verði hans HM-svanasöngur.
Park er fyrirliði S-Kóreu og
skoraði þrjú mörk í und-
ankeppninni. Park sló í
4 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010
Ljóst er að pressan er á Argentínu-
mönnum í þessum riðli. Þeir eiga að
vinna hann ef allt er eftir bókinni.
Hin liðin eru þó sýnd veiði en ekki
gefin og hafa öll sannað sig á ein-
hverjum tíma í alþjóðlegri knatt-
spyrnu. Auk þess voru Argent-
ínumenn allt annað en sannfærandi í
undankeppninni. Fyrsti leikurinn
gegn Nígeríu gæti ráðið miklu.
Morgunblaðið spáir Argentínu og
Nígeríu 6 stigum en Grikklandi og
Suður-Kóreu 3 stigum.
Pressan er
á Argentínu
gegn á heimavelli á HM árið 2002 og fór í kjöl-
farið til PSV Eindhoven í Hollandi. Vafalaust
hefur sá búferlaflutningur verið fyrir tilstilli þá-
verandi landsliðsþjálfara, Guus Hiddink.
Vinnusemi Parks hefur fallið í góðan jarðveg
hjá núverandi vinnuveitendum hans á Old Traf-
ford. Bretarnir gantast gjarnan með að úthald
Parks sé slíkt að hann hljóti að vera með þrjú
lungu. Sjálfur rekur leikmaðurinn það til þess að
hafa nærst á soðnum froskasafa hjá föður sínum
í uppvextinum.
kris@mbl.is
Vinnuhestur alinn upp á
soðnum froskasafa
Lionel Andrés Messi er ein af skærustu stjörnum
knattspyrnunnar og er fremstur á meðal jafningja
í liði Spánarmeistara Barcelona. Messi fór oft á
tíðum hamförum hjá Börsungum í vetur og ætti
því að koma fullur sjálfstrausts til leiks á HM.
Málið er hins vegar ekki alveg svo einfalt.
Barcelona notast við leikkerfið 4-3-3 sem hefur
hentað Messi afar vel. Maradona hefur hins vegar
látið Argentínu leika 4-4-2 og svo virðist sem
Messi passi síður inn í það kerfi. Enda hefur hann
ekki verið ýkja áberandi með landsliðinu að und-
anförnu en Messi skoraði 4 mörk í 18 leikjum und-
ankeppninnar. Það er ágætt framlag en ekki mjög
mikið fyrir mann sem er nefndur til sögunnar sem
einn allra besti leikmaður
heims. Eftir framgang Messi á
síðustu árum vill það stundum
gleymast að hann er aðeins 23
ára gamall og á því mörg ár
enn í að ná kjöraldri knatt-
spyrnumannsins. Messi er lík-
legur til þess að skrifa nafn sitt
rækilega í sögu HM en spurn-
ingin er hvort það verði í sum-
ar, eftir fjögur ár eða jafnvel
eftir átta ár. Menn fara
kannski varlega í að spá því að hann verði stjarna
keppninnar að þessu sinni einfaldlega vegna
þeirrar óvissu sem ríkir í kringum argentíska lið-
ið. Maradona notaði gífurlega marga leikmenn í
undankeppninni og ekki er ljóst hvert hlutverk
Messi verður í keppninni. Almennt séð eru hlut-
irnir ekki í mjög föstum skorðum hjá Argent-
ínumönnum að þessu sinni.
Saga Messi er um margt sérstök. Hann hefur í
raun verið eign Barcelona frá því hann var 13 ára
gamall. Þá fluttist hann og fjölskylda hans frá
Rosario í Argentínu til Katalóníu. Stór þáttur í
þeirri ákvörðun var boð Barcelona um að greiða
allan lækniskostnað sem hlaust af baráttu drengs-
ins við sjúkdóm sem fól í sér skort á vaxtarhorm-
ónum. Þeir sjá ekki eftir því. kris@mbl.is
Í hvaða hlutverki verður Messi?
Messi þykir ekki passa vel inn í leikkerfið 4-4-2 Fór 13 ára til Barcelona
Lionel
Messi
Eftir Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Morgunblaðið heldur í dag áfram
kynningu sinni á liðunum 32 sem
leika til úrslita um heimsmeistaratit-
ilinn í knattspyrnu í Suður-Afríku en
veislan byrjar 11. júní. B-riðilinn
skipa: Argentína, Grikkland, Níg-
ería og Suður-Kórea.
Argentína verður vafalaust í sviðs-
ljósinu meðan á keppninni stendur.
Ekki er liðið einungis með eina
skærustu stjörnu samtímans, Lionel
Messi, innanborðs, heldur stýrir ein
skærasta stjarna knattspyrnusög-
unnar, Diego Armando Maradona,
liðinu. Ef að líkum lætur munu báðir
sjá til þess að fjölmiðlamenn hafi
nóg fyrir stafni en hvor á sinn hátt.
Argentína státar af glæsilegri knatt-
spyrnuhefð og tvívegis hefur þjóðin
fagnað sigri á HM. Í fyrra skiptið á
heimavelli 1978 en síðara skiptið í
hinni stórskemmtilegu keppni í
Mexíkó 1986 þar sem Maradona var
einmitt fyrirliði. Allar götur síðan
hefur Maradona verið dýrkaður og
dáður í heimalandinu þar sem starf-
ræktur er Maradona-trúarsöfnuður
og er enginn hörgull á meðlimum.
Þrátt fyrir þetta eru til þeir Argent-
ínumenn sem hafa litla trú á þjálf-
arahæfileikum kappans. Þeim hefur
raunar farið fjölgandi og þeirra á
meðal er Daniel Passarella sem var
fyrirliði 1978. Þessir tveir eiga álíka
mikla samleið og Árni Finnsson og
Kristján Loftsson. Maradona gaf
fjölmiðlamönnum það einkennilega
loforð að hann muni hlaupa nakinn
um stræti Buenos Aires takist Arg-
entínu að sigra í keppninni. Það ætti
að vera næg ástæða til þess að halda
með Argentínu þetta árið.
Grikkland öðlaðist virðingu knatt-
spyrnuheimsins en litla aðdáun sum-
arið 2004 þegar liðið varð Evr-
ópumeistari. Agaður og frábærlega
útfærður varnarleikur gerði útslagið
ásamt óaðfinnanlegri frammistöðu
markvarðarins, Antonios Nikopolid-
is. Maðurinn á bak við þennan gíf-
urlega óvænta sigur, Þjóðverjinn
Otto Rehhagel, er enn við stjórnvöl-
inn. Sá mikli herforingi hefur stjórn-
að liðinu síðan 2001 sem er nú lengri
starfstími en gengur og gerist í hans
stétt. Einungis Morten Olsen hjá
Dönum hefur verið lengur með sitt
lið af þeim sem verða með í loka-
keppninni. Þrátt fyrir langan starfs-
aldur er Rehhagel nýliði þegar kem-
ur að lokakeppni HM og þangað
hefur Grikkland aðeins einu sinni
áður komist. Sú keppni var í Banda-
ríkjunum árið 1994 og það var ekki
ferð til fjár hjá Grikkjum. Ekkert
stig og markatalan 0:10. Þá lentu
Grikkir einnig í riðli með Nígeríu og
Argentínu.
Nígería hefur á síðari árum verið
þekkt knattspyrnuþjóð og hefur
komist fjórum sinnum upp úr und-
ankeppni HM í síðustu fimm mótum.
Þar til 1994 þegar Nígería komst í
lokakeppnina í fyrsta skipti, var
saga Nígeríu í HM nokkuð skrautleg
en Nígería hætti í undankeppninni
1966 og var dæmd úr leik 1974. Níg-
eríumenn unnu hins vegar hug og
hjörtu knattspyrnuunnenda 1994 og
fylgdu því eftir með sigri á Ólympíu-
leikunum 1996. Liðið var hins vegar
á síðasta snúningi með að tryggja
sér farseðilinn til Suður-Afríku en
sigurmark í síðasta leiknum gegn
Keníu á 81. mínútu kom þeim áfram.
Svíinn Lars Lagerbäck stýrir liðinu
en hann tók við því í febrúar.
Suður-Kórea er lið sem er ávallt
vanmetið á HM enda þarf ekki mikið
til að komast upp úr þeirra undan-
riðli. Þeirra langbesti árangur kom á
heimavelli árið 2002 þegar liðið fór
alla leið í undanúrslit. Það er í eina
skiptið sem S-Kórea hefur farið upp
úr riðli í lokakeppninni. Heimamað-
ur er við stjórnvölinn í fyrsta skipti í
langan tíma, Huh Jung-Moo, en
hann þjálfaði liðið 1998-2000 áður en
Guus Hiddink tók við og vann
kraftaverk. S-Kórea getur hæglega
komið á óvart ef hraði og snerpa
leikmanna fær að njóta sín.
Fá spjarirnar að fjúka?
Maradona er tilbúinn til þess að koma nakinn fram Rehhagel er 72 ára
gamall HM-nýliði Lagerbäck nýtekinn við Nígeríu Heimamaður hjá Kóreu
Reuters
Fyrirliði og þjálfari Javier Mascherano og Diego Maradona verða í sviðsljósinu í kringum alla leiki Argentínu á HM.
B-RIÐILL
12.6 S-Kórea – Grikkland 11:30
12.6 Argentína – Nígería 14:00
17.6 Argentína – S-Kórea 11:30
17.6 Grikkland – Nígería 14:00
22.6 Nígería – S-Kórea 18:30
22.6 Grikkl. – Argentína 18:30
Leikið í Port Elizabeth, Jó-
hannesarborg, Bloemfon-
tein, Durban og Polokwane.
Argentínumenn tefla fram ófáum
stórstjörnum eins og svo oft áður þó
nokkrar sitji heima. Javier Zanetti
og Esteban Cambiasso hlutu hvor-
ugir náð fyrir augum landsliðsþjálf-
arans og hefur sú ákvörðun vakið
mikið umtal. Fyrsta verk Maradona
í starfi var að svipta Zanetti fyrir-
liðabandinu og láta það utan um
handlegg Javiers Mascherano sem
virðist ekki ýkja spenntur fyrir
ábyrgðinni sem hlutverkinu fylgir.
Auk þess neitar Juan Román Ri-
quelme að leika undir stjórn Mara-
dona. Lionel Messi er náttúrlega
helsta tromp liðsins en fleiri sókn-
armenn eru lík-
legir til afreka.
Diego Milito og
Gonzalo Higuain
koma báðir með
gríðarlegt sjálfs-
traust inn í
keppnina. Angel
Di Maria gæti átt
eftir að vekja at-
hygli á vinstri
vængnum en hann þykir geysilegt
efni.
Grikkir eru ekki með marga
heimsþekkta leikmenn í sínu liði,
ekki frekar en þegar þeir urðu Evr-
ópumeistarar 2004. Flestir leik-
manna liðsins leika með stórliðunum
Panathinaikos og Olympiakos í
heimalandinu. Einn þeirra er miðju-
maðurinn ungi Sotiris Ninis hjá Pa-
nathinaikos sem vakið hefur mikla
athygli en mun væntanlega hefja
keppnina á varamannabekknum.
Fróðlegt verður að fylgjast með
hvernig sóknarmanninum Theofanis
Gekas gengur að koma tuðrunni í
netið í Suður-Afríku en hann skoraði
10 mörk í undankeppninni. Auk
þeirra má nefna tvær hetjur frá EM
2004, fyrirliðann Giorgos Karagoun-
is og Angelos
Charisteas.
Fyrir utan
Park Ji-sung er
vinstri bakvörð-
urinn Lee Pyong-
yo líklega sá
reyndasti í liði
Suður-Kóreu en
er ekki lengur í
lykilhlutverki.
Park Chu-young samherji Eiðs
Smára Guðjohnsens hjá Mónakó
gæti gert góða hluti í Suður-Afríku
en hann náði sér vel á strik í und-
ankeppninni.
Hjá Nígeríumönnum má segja
að Obafemi Martins sé þeirra þekkt-
astur. Þrátt fyrir að vera aðeins 26
ára er hann á góðri leið með að verða
mesti markaskorari nígeríska lands-
liðsins frá upphafi. Mikel John Obi
leikmaður Chelsea er í mikilvægu
hlutverki aftarlega á miðjunni. Jos-
eph Yobo er einnig orðinn leik-
reyndur eftir nokkur ár með Ever-
ton þar sem hann er fyrirliði.
B-riðill
Sæti á
FIFA-lista
Argentína 7
Grikkland 13
Nígería 21
Suður-Kórea 47