Dagsbrúnarblaðið - 23.12.1936, Blaðsíða 1

Dagsbrúnarblaðið - 23.12.1936, Blaðsíða 1
GSBRUNAR- BLAÐIÐ VERNDIÐ LYÐRÆÐIÐ I „DAGSBRUN"! 1. árgangur Reykjavik, 23. desember 1936. 1. tölublað I Samfylking og lýðræði. Eftir Pétur G. Guðmundsson, ¦ ritara Jafnaðarmannafélags Islands. Á þessu ári, sem nú er að líða, hafa gerzt tvö merkileg fyrir- brigði í verklýðshr.eyfingunni hér á landi. Annað er það, að ýmsir unn- endur jafnaðarstefnunnar og verklýðssamtakanna hafa gert háværar og ákveðnar kröfur til hinna frjálslyndari flokka í landinu um meira samstarf en verið hefir í baráttunni gegn aft- urhalds- og yfirdrottnunarstefn- unni. Þessum mönnum — sam- fylkingarmönnum, sem þeir hafa verið kallaðir — er það fullljóst, að nú er komið að þýðingarmikl- um tímamótum í sögu þessara mála hér á landi. Fyrir dyrum standa bæjar- stjórnarkosningar í Reykjavík. Á þeim kosningum veltur það, hvort yfirdrottnunarfull íhalds- stefna á að ráða öllu um bæjar- málin mörg ár enn, eða hvort við á að taka — í fyrsta sinn í sögu bæjarins — lýðholl bæj- arstjórn, stjórn með umboð hinna vinnandi stétta, stjórn, sem hefir almenningsheill fyrir augum í hverju ráði og hverri athöfn. Fyrir dyrum standa alþingis- kosningar. Á þeim kosningum veltur það, hvort íhaldið á að taka völd í landinu aftur um ófyrirsjáanlegan tíma, eða hvort hinir frjálslyndari flokkar eiga að fá tækifæri til að stjórna landinu áfram og eflast að mætti til að halda áfram þjóðþarf- legri umbótastarfsemi, sem þeir hafa hafið í mörgum greinum, og auka þar drjúgum við. Allir frjálslyndir menn, sem bera almenningshag fyrir brjósti óska sínum málstað sigurs í báðum þessum höfuðorustum, sem framundan eru. En það er nú flestum orðið ljóst, sem af alvöru h'ugsa um þessi mál, að sá sigur er vonlaus, nema því að eins, að fullkomið samkomu- lag náist milli hinna frjálslynd- ari flokka, um fullkomið sam- starf í baráttunni fyrir þessum sigri. Framsóknarflokkurinn hefir haft samstarf með Alþýðu- flokknum um stjórn landsins frá síðustu alþingiskosningum. Það er ekki ástæða til að efast um, að mikill fjöldi framsóknar- manna sé fús til að halda því samstarfi áfram. Kommúnistaflokkurinn hefir boðist til samstarfs við þessa tvo flokka ,og leggur mikið kapp á, að það samstarf megi takast. Fjöldi Alþýðuflokksmanna um allt land æskir einskis frek- ar, en að samstarf milli þessara þriggja flokka mætti takast, og sjá það eitt úrræði til þess, að hrista ok íhaldsins af þjóðinni. Þ.essi samstarfsvilji og skiln- ingur á nauðsyn samvinnu hinna frjálslyndari flokka gefur von um það, að framundan séu betri flokknum, sem telja samfylk- ingu allra frjálslyndra manna í landinu æskilega og nauðsyn- lega. — Og þessi neitun foringjanna er ekki að eins birt í orðalagi einfaldrar yfirlýsingar. Hún kemur fram í skipulagðri og margþættri ofsókn á hendur þeim mönnum, sem vinna að fullkominni sameiningu verka- lýðsins og samvinnu allra frjáls- lyndra manna og flokka. Árna Ágústssyni er vikið úr Alþýðu- flokknum, og Pétri G. Guð- mundssyni er gefið fyrirheit um sömu meðferð. En vitanlega eru þessar að- gerðir hvergi nærri einhlýtar, til þess að hefta hina nýju og al- mennu samtakaviðleitni. Þar þarf meira til. Enda er nú ekki annað sýnna, en þessir fáu menn í forustu Alþýðusambandsins ætli að taka til ráða, sem engan hafði órað fyrir að beitt yrði. Hver hræðíst dómstóí lýðræðísíns ? Vill Héðinn Valdimarsson sýna hollustu sína við lýð- ræðið í Dagsbrún á næsta fundi með eftirtöldum þrem at- riðum: 1. Að báðir aðilar, þeir, sem eru með tillögum hans, og þeir, sem eru á móti þeim, fái jafnan ræðutíma? 2. Að félagsmenn fái að svara með jái eða neii í leyni- legri atkvæðagreiðslu, hvort þeir vilja að ný nefnd, skipuð fulltrúum beggja aðila, verði kosin á fundin- um, til þess að leita að sameiginlegri lausn á skipulagi Dagsbrúnar, sem tryggi lýðræðið og eininguna innan félagsins? 3. Og að verði sú tillaga samþykkt, að nef ndarmenn verði kosnir skriflega, Ieynilegri kosningu, þar sem einn sé ekki rétthærri en annar? Enginn lýðræðissinni getur verið á móti þessari að- ferð, nema því aðeins, að hann vantreysti málstað sínum. og sigursærli tímar í verklýðs- baráttunni. Hitt fyrirbrigðið er það, að nokkrir af helztu leiðtogum og trúnaðarmönnum Alþýðuflokks- ins hafa risið öndverðir gegn þessum samstarfshug og sam- takaviðleitni. — Þeir hafa á þjösnalegan hátt neitað öllu samstarfi við kommúnista. Þeir hafa neitað að ræða um skilyrði og möguleika fyrir slíku sam- starfi. Þeir hafa neitað „í eitt skipti fyrir öll" allri samvinnu við þá unnendur verklýðssam- takanna, sem teljast til komm- únistaflokksins. En ekki nóg með það. Þeir hafa neitað sam- vinnu við þá menn úr Alþýðu- Þeir gera sig líklega til að vilja afnema lýðræðið í stærsta og sterkasta samtakahóp verka- lýðsins í landinu, verkamanna- fél. Dagsbrún. Hinar nýju tillögur þeirra um endurskipulagningu félagsins lúta í einu og öllu að því, að skapa einræði fárra manna í öll- um félagsmálum. Hinum alm. félagsfundum á að fækka, og fundina á að svifta að mestu valdi yfir hinum merkilegustu félagsmálum. Það vald á að fá í hendur trúnaðarmannaráði, sem foringjarnir ráða öllu um hvaða mönnum verður skipað á hverjum tíma. Ef þessar tillögur Framhald á 4. síðu. Skipulagsbreytingar á »Dagsbrún«. Raddir verkamanna. Nokkur viðtöl við verkamenn og trúnaðarmenn þeirra í alþýðu- samtökunum. Blaðið hefir snúið sér til nokkurra Dagsbrúnarmanna og annara leiðandi manna í verka- lýðssamtökunum hér í bænum og spurt þá um álit þeirra á breytingum þeim, sem fram hafa komið við lög „Dagsbrún- ar", og hvaða skipulag á félag- inu þeir teldu að bezt tryggði einingu og lýðræði í baráttu þess og störfum. Svör verkamanna fara hér á eftir: AxeJ Jónsson, deildarstjóri í „Dagsbrún": Að svo miklu leyti, sem eg hefi kynnt mér tillögur þær, sem Héðinn Valdimarsson flutti á síðasta ,,Dagsbrúnar"-fundi, þá tel eg þær mjög gallaðar og fyrirkomulagið, sem Héðinn vildi hafa um kosningu hins fyrirhugaða trúnaðarmanna- ráðs, með öllu óhæft. Tillögurnar voru að vísu af- greiddar til nefndar, sem átti að endurskoða þær og breyta þeim, ef henni litist svo. Nefnd- in hefir nú skilað áliti sínu til deildarstjóra félagsins. Helzta og bezta breyting nefndarinnar á tillögunni er sú, að fyrirkomu- lagið um trúnaðarmannaráðs- kosninguna er gert frjálslegra, þar sem hún leggur til, að ef 100 félagsmenn beri fram til- lögu um sérstakan kjörlista, þá verði hann prentaður ásamt til- lögu uppástungunefndar. Sam- kvæmt tillögunum eins og þær komu fyrst fram frá hendi Héð- ins var gert ráð fyrir að þau nöfn, sem uppástungunefnd kæmi með, væru ein prentuð á þar til gerðan kjörlista með auðum línum á milli, þar sem þ.eir félagar, sem ekki væru ánægðir með tillögur nefndar- innar, gætu skrifað önnur nöfn. Það er'fljótséð, að með slíkri tilhögun hefði trúnaðarmanna- ráðið ekki verið kosið í raun og veru af „Dagsbrúnar"mönnum almennt, heldur af þeim þrem mönnum, sem skipað hefðu uppástungunefndina. En þrátt fyrir það, þótt nefndin hafi breytt hér um mjög til batnað- ar, þá tel eg breytingarnar, sem hugsaðar eru um skipulag „Dagsbrúnar", svo umfangs- miklar og verkamönnum ekki gefist enn svo góður kostur á að kynnast þeim, að rétt væri að samþykkja þær, án þess að þær séu enn athugaðar gaum- gæfilega í nýrrí nefnd, kosinni af félagsfundi. Deildarstjóri í „Dagsbrún": Eg lít svo á, að þegar um skipulag „Dagsbrúnar" er að ræða, þá beri að leggja höfuð- áherzlu á það, að lýðræðinu sé ekki sniðinn of þröngur stakk- ur. Og ennfremur að tryggja það sem bezt, að hver einstak- ur félagsmaður finni sig ábyrg- an þátttakanda (í störfum f é- lagsins. Inn á þessi atriði hljóta lög félagsins ávalt að grípa. — Það er þðss vegna nauðsynlegt að verkamenn kynni sér ætíð vel allar breytingartillögur, er koma fram við félagslögin. Og mín skóðun er sú, að ýmislegt mætti b.etur fara í þeim laga- breytingum, sem nú eru rædd- ar í „Dagsbrún", einkum og sér í lagi með tilliti til Jýðræðisins. Og vegna þess styð eg þá skoð- un, sem eg hefi heyrt ýmsa verkamenn hafa, sem ekki vilja rasa fyrirráð fram í þessu efni, að bezt sé að fá kosna nýja nefnd á félagsfundi, er athugi enn lagabreytingatillögurnar og reyni að gera þær svo úr garði, að sem mest eining og samhugur geti orðið um endan- lega afgreiðslu þeirra. • Sig. Guðmundsson, Bergþ. 17, deildarstjóri í „Dagsbrún": Eg tel það góða hugmynd, sem fram kemur í Iagabreyt- ingatillögunum í „Dagsbrún", þar sem gert er ráð fyrir trún- aðarmannaráði. En eg var á- kveðinn andstæðingur þess skipulags, sem átti að ríkja um kosningu þessa ráðs samkvæmt tillögunum, eins og þær voru

x

Dagsbrúnarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrúnarblaðið
https://timarit.is/publication/796

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.