Dagsbrúnarblaðið - 23.12.1936, Page 3
DAGSBRÚNARBLAÐIÐ
3
Verkamenn vilja ekki Hitlers-
»einingu« í »Dagsbrún«, heldur
einingu byggða á lýðræðis-
grundvelli.
þessi mál, hefir ekki enn þá
birt opinberlega álit sitt, enda
sennilega ekki búin að ganga
frá tillögum sínum, því að hér
er um að ræða stórmál, sem
þ'arf góðan undirbúning og ná-
kvæma yfirvegun. — Að svo
stöddu er því engin ástæða til
að ætla henni nein óheilindi 1
þessu máli, enda vitanlegt að
tillögur hennar verða að vera
þann veg úr garði gerðar, að
% félagsmanna þeirra, er at-
kvæði greiða, séu þeim sam-
þykkir til þess að þær nái að
verða að lögum. .
Eg er persónulega fylgjandi
því, að þetta trúnaðarmanna-
ráð verði sem fullkomnust speg-
ilmynd af félaginu, og til þess
að ná því marki, teldi eg heppi-
legustu leiðina að skipta félag-
inu í deildir, sem síðan kysu
hver sína fulltrúa. Deilda-
skiptingin ætti helzt að fara
eftir starfsgr.einum, en reynist
það ekki mögulegt, sem eg tel
ólíklegt, þætti mér réttara, að
skiptingin færi eftir bæjat'-
hverfum, heldur en að hafa
allsherjar atkvæðagreiðslu, því
að allsherjar atkvæðagreiðsla
hlýtur alltaf að hafa í för með
sér áberandi deilur, sem svo
aftur veikir félagið út á við. —
í>egar eg tala um deilur í félag'-
inu á eg við, að fara munu fram
pólitísk kapphlaup um yfirráð-
in, sem svo aftur leiðir af sér
sundrung, en það hlýtur a^
vera aðaláhugamál allra sannra
verkalýðsvina, að sundrungin
hverfi, en fullkomin eining
værði ríkjandi innan félag'sins.
Viðvíkjandi því, hvort kjósa
skuli aðráf« nefnd til að hafa
þessi mál til meðferðar, get eg
ékkert sagt að svo stöddu, —
það hlýtur að fara eftir þvi,
hversu aðgengilegar þær tillög-
ur verða, er koma frá nefndinni,
sem nú starfar.
Sveinbjörn Guðlaugsson, ritari
Pöntunarfélags verkamanna:
Hvernig lítur þú á lagabreyt-
ingartillögur Héðins Valdimars-
sonar frá sjónarmiði ykkar vöru-
bílstjóra?
Eg hefi nú ekki átt kost á að
kynna mér tillögurnar ræki-
lega, en eftir þeim upplýsing-
um„ sem eg hefi fengið, er ekki
gert ráð fyrir í tillögunum, að
vörubílstjóradeildin kjósi sína
fulltrúa í fyrirhugað „trúnað-
armannaráð“. Samkvæmt til-
lögunum mun deildin þó eiga
rétt á 5—6 fulltrúum í „ráðið“,
og verður ekki annað sagt en
það sé sanngirniskrafa að deild-
in kjósi þá beint; annað er ekki
samkvæmt fullkomnum lýð-
ræðisreglum.
Hvað getur þú sagt okkur um
skipulagningu Pöntunarfélags
verkamanna, eða er hún nokk-
uð svipuð því, sem gert er ráð
fyrir að verði í „Dagsbrún“
samkvæmt tillögum Héðins?
Pöntunarfélag verkamanna
er nú álíka að meðlimatolu og
„Dagsbrún“. Því hefir nýlega
veriö skipt 1 fimm deildir. Hv.er
deild hefir sína eigin stjórn,
sem er kosin á stofnfundum og
aðalfundum deildanna. Deild-
irnar kjósa síðan fulltrúa, 1
fyrir hverja 20 félagsmenn.
Fulltrúarnir sitfa aðalfund og
Alþýðublaðinu hefir tekizt
illa að rægja samfylkingarmenn
út af afstöðu þeirra gagnvart
lagabreytingunum í ,Dagsbrún‘.
Blaðið hefir viljað koma því
inn hjá lesendum sínum, að eg
og aðrir, sem vilja skapa ein-
ingu í „Dagsbrún“, vær.um á
móti því, að skipulagi félagsins
yrði breytt frá því sem nú er,
til meira samræmis við vöxt þess
og þróun. Um þetta urðu skrif-
finnar blaðsins að vísu strax tví-
saga, því að sama daginn sem
þeir geta um breytingartillögur
íéðins Valdimarssonar, sögðu
þeir, sem satt var, að Eðvarð Sig-
fulltrúafundi að minnsta kosti
ársf jórðungslega. Þeir hafa að-
gang að öllum bókum og reikn-
ingum félagsins, og hafa úr-
skurðarvald í öllum málum, sem
varða félagið. Uppástungur og
kosning á stjórn og fulltrúum er
algerlega frjáls og er opinber
eða leynileg eftir því, sem ósk-
að er í hvert skipti.
Það er aldrei spurt um pólit-
iska skoðun eða trúarjátningu,
en stjórn félagsins gerir venju-
lega uppástungur um menn í
trúnaðarstöður eftir því, sem
hún álítur menn áhugasamasta
félagsmenn, án tillits til annarsý
Félagið samanstendur af
mönnum úr öllum pólitiskum
flokkum, og verður ekki með
neinni vissu sagt um hver flokk-
urinn mundi verða liðflestur, ef
til pólitískra átaka kæmi, en til
þess hefir aldrei komið, og mun
aldrei koma; þar ríkir fullkom-
in eining um starf og stefnu fé-
lagsins, fyrst og fremst vegna
þess, að félagið er skipulagt á
fyllsta lýðræðisgrundvelli.
Eg álít óhjákvæmilegt, að
skipta Dagsbrún í deildir,- eins
og Pöntunarfélaginu — eða eft-
ir starfsgreinum — og að kjósa
trúnaðarmannaráð eða fulltrúa
er eg líka samþykkur, en það er
ekki síður nauðsynlegt að við
allar kosningar ríki fullkomið
lýðræði.
Kosningafyrirkomulag það,
sem nú ríkir við stjórnarkosn-
ingu í Dagsbrún, og á að ríkja
samkvæmt tillögum Héðins —
þar sem aðeins einn listi er í
kjöri —- er ekki sæmandi nokkru
félagi, sem starfar á lýðræðis-
grundvelli. Eg er þeirrar skoð-
unar, að pólitiskar deilur og
flókkadrættir innan Dagsbrún-
ar stafi að miklu leyti af því, að
þar gætir ekki eins og æskilegt
væri nógu mikils lýðræðis. Eft-
ir þeirri reynslu, sem eg hefi
fengið af starfi mínu í Pöntun-
arfélaginu og víðar, þá er full-
komið lýðræði fyrsta skilyrðið
til félagslegrar einingar.
urðss. hefði lagt fram aðrar til-
lögur, sem gengið hefðu í sömu
átt. En í sama blaði segja þeir,
að ,,kommúnistar“ rísi einir upp
gegn tillögum Héðins um trún-
aðarmannaráð. En blaðritararn-
ir fóru hér mjög ófimlega á snið
við sannleikann, því að enginn
Dagsbrúnarmaður hefir opinber
að andstöðu sína gegn því, að
trúnaðarmannaráð yrði kosið í
„Dagsbrún“. En það, sem kom-
múnistar og fjöldi Alþýðuflokks-
manna hafa lýst sig andvíga er
fyrirkomulagið sem Héðinn vildi
hafa um kosningu trúnaðar-
mannaráðsins. Þeir mótmæltu
því og hófu strax virka baráttu
gegn því, að trúnaðarmannaráð-
ið yrði raunverulega kosið af
þriggja manna nefnd, sem að
einum þriðja hluta væri skip.uð
af stjórn Alþýðusambandsins.
Þeir mótmæltu því, að lýðræðið
yrði afnumið í „Dagsbrún“. —
Þessi mótmæli, og barátta verka
manna yfirleitt, hefir strax haft
þau áhrif, að nefnd sú, sem hef-
ir unnið að breytingum á tillög-
um Héðins, hefir gert kosninga-
tilhögunina miklu frjálslyndari
en áður var ætlað. Samfylking-
armenn hafa því unnið mjög
þýðingarmikinn sigur í þessu
efni. —
En það eru þó enn ýmsir gall-
ar á tillögunum, sem er nauð-
synlegt að fá út úr þeim. Og að
því er eg bezt veit, munu verka-
menn vera nokkurn veginn sam-
mála um, að rétt sé að kjósa
nefnd á næsta Dagsbrúnarfundi
til þess að rannsaka tillögurnar
enn og færa þær til betra horfs
í mörgum atriðum. Það leikur
trauðla á tveim tungum, að fátt
sé nauðsynlegra en að „Dags-
brún“ verði nú tryggt það skipu-
lag, sem geri félagið sem stei'k-
ast og baráttuhæfast á grund-
velli hins fullkomnasta lýðræð-
is. Það munu heldur ekki verða
skiptar skoðanir um það, að þeir
menn, sem vilja ganga sem bezt
I frá lagabréytingunum með því
að kjósa nefnd á næsta félags-
fundi til að yfirvega þær, eru úr
hópi þeirra, sem ekki vilja rasa
fyrir ráð fram um afgreiðslu
þessa þýðingarmikla vandamáls.
Þeir menn eru vinir verka-
manna, sem ekki vilja fram-
kvæma nein flaustursverk í
sambándi við lagabreytingarn-
ar, heldur hugsa sem bezt fyrir
því, að þær verði sem farsælast-
ar fyrir félagslífið.
Ilinsvegar eru þeir menn, sem
vilja hraða svo breytingunum á
lögunum, að verkamönnum gef-
ist ekki tími til þess að átta sig
á þeim í einstökum atriðum, væg
ast sagt, óvinir verkamanna og
líklegastir til skemmdarverka í
verkalýðssamtökunum hvenær
sem er.
í fyrra vetur, þegar greitt var
atlcvæði um styttingu vinnudags
ins, tók skrifstofumaður nokk-
ur, sem á sínum tíma hefir
villzt inn á félagaskrá „Dags-
brúnar“ sér fram um það, að
lýsa fyrir verkamönnum þeirri
alvöru, sem fylgdi því að stytta
vinnudaginn. Hann taldi, að
verkamenn þyrftu að vera mjög
varfærnir við þá atkvæðagr. En
hafi Dagsbrúnarmenn þurft þá
að vera varfænir, þá er eg viss
um, að þeim er ekki síður nauð-
synlegt að gæta allrar varúðar,
er þeir ganga til atkvæða um
breytingar á skiplagi félags síns.
—r Fyrir fátæka verkamenn er
„Dagsbrún“ svo þýðingarmikill
félagsskapur, að það skiptir ekki
itlu máli hvernig lögum henn-
ar og skipulagi öllu er háttað.
Samfylkingin í „Dagsbrún“ og
húskarlaskrif forustunnar.
Til þeirra manna, sem í Al-
þýðublaðinu hamra á því í sí-
íellu, að óeining sé í „Dags-
brún“ vil eg segja það, að þeir
eiga þar um mesta sök, sem aldrei
geta látið af því að eggja til
deilna og draga fram á fundum
að tilefnislausu forna fjandsemi
milli Alþýðuflokksmanna og
,,kommúnista“.
Eg hefi í tvö undanfarin ár
barizt fyrir einingu og samhug
á félagsfundum í „Dagsbrún“.
— Þessi barátta mín og fjölda
verkamanna hefir borið þann ár-
angur, að óþarfar deilur, þar
sem viðað. var að framandi á-
greiningsatriðum í sambandi við
dægurmálaumræður í félaginu
hafa fallið niður. Við þetta hef-
ir samstarf og samhugur milli
verkamanna í Alþýðuflokknum
og Kommúnistaflokknum aukizt
til ómetanlegs gagns fyrir sam-
eiginleg hagsmunamál þeirra.
Má í því sambandi minna á þær
nefndir, sem starfað hafa í
„Dagsbrún“ undanfarið og skip-
aðar hafa verið bæði „Kommún-
istum“ og Alþýðuflokksmönn-
um. Innan þeirra hefir skapazt
jafnan ágætt samkomulag um
afgreiðslu merkra mála, eins og
t. d. atvinnuleysismálanna og
tryggingamálanna. En í þóknun
fyrir þessa baráttu mína gegn
því, að fundir fatækra verka-
manna væru sprengdir upp með
ofstæki og þrjózku pólitiskra
fyrirliða, hafa 40 Alþýðuflokks-
menn (í þeim hópi fáir verka-
menn) vísað mér úr Jafnaðar-
mannafélagi Islands. Og ástæð-
an er sú, að eg hefi ekki getað
fylgt þeirri kenningu, að jarð-
vegur fyrir einingu og samstarfi
i félagi, þar sem uppi eru skipt-
ar skoðanir um þjóðmál í víð-
tækri merkingu, yrði bezt skap-
'aðúr með því að liðstyrkari pól-
itiska sveitin beitti hina ofríki
á kostnað þeirrar baráttu, sem
fátækir og atvinnulitlir verka-
menn verða jafnan að heyja fyr-
ir afkomu heimila sinna. Þessa
baráttu fyrir daglegri lífsaf-
komu sinni verða verkamenn að
hefja upp yfir öll fjarlægari
„pólitisk“ sjónarmið, svo að ein-
ingin um það, sem mest veltur á,
truflist ekki vegna sundurleitra
skoðana um önnur þau atriði,
er fjær liggja.
Sé svo, að foringjum Alþýðu-
flokksins í „Dagsbrún“ þyki eg
hafa höggvið nær sér en „Kom-
múnistum“ með því að tala fyr-
ir friði í félagsskap verkamanna
þá getur það því aðeins verið,
að þeir skoði hagsmuni sína
tengdá við það, að eg örfi frem-
ur en dragi úr vopnaburði hins
forna áflogaliðs, sem „Komm-
únistar gerðu út á Dagsbrúnar-
fundum á réttlínuárum sínum.
En ef svo er, hvers vegna
sögðu foringjarnir mér ekki frá
þeim leyndardómum, sem ef til
vill hefðu getað sannfært mig
um að hagsmunir þeirra og virð-
ing ylti á því, að „Kommúnist-
ar“ væru nógu grimmir, og að
þeir fengju síðan að fljúgast á
við þá á Dagsbrúnarfundum sem
oftast, t. d. undir umræðum um
atvinnuleysið, sem jafnt þjáir
kommúnistiska verkamenn og
þá, sem eru í Alþýðuflokknum?
Og hvers vegna hafa „kom-
múnistar“ ekki vítt mig fyrir að
bera klæði á vopn sín, sem þeir
á ,,réttlínu“-árum sínum töldu
eklci eftir sér að beita freklega
gegn forustu Alþýðuflokksins á
fundum Dagsbrúnar?
Hvað veldur?
Eg harma það, ef forusta Al-
þýðuflokksins sér ekki betri úr-
ræði til að tryggja hagsmuni
flokks síns en þau, að rífast við
kommúnista í tíma og ótíma. —
Eg harma það vegna þess, að eg
hefi trú á framtíð Alþýðuflokks
ins, og fylgi stefnu hans nú sem
fyrr í landsmálum yfirleitt, þótt
40 menn hafi vikið mér úr Jafn-
aðarmannafélagi Islands, enda
g.eta þeir auðvitað ekki ákveðið
mér aðra pólitiska skoðun en þá,
sem eg hefi fylgt, síðan eg byrj-
aði að kynna mér stjórnmála-
stefnur.
Og eg vil að lokum skora á
alla skoðanabræður mína, Al-
þýðuflokksmenn í „Dagsbrún“,
að ljá lið sitt fyrst og fremst til
þess, að sauma, að íhaldinu, en
ekki til þess að þrengja að frelsi
stéttarbræðra sinna í verka-
mannafélaginu með ófrjálslegri
félagslöggjöf, þótt þeir séu kom-
múnistar.
Við viljum ekki Hitlers-,,ein-
ingu“ í „Dagsbrún“, heldur ein-
ingu byggða á grundvelli lýð-
ræðisins og mótaða af alvöru
sannrar verkalýðsbaráttu fyrir
atvinnu og frelsi.
Árni Ágústsson.
Munið að ritfanga-
verslunin
býður yður beztu
ritfanga kaupin.