Framsóknarblaðið - 01.11.1943, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 01.11.1943, Blaðsíða 2
2 I FRAMSÓKNARBLAÐIÐ v Ritstjóri: Sveinn Guðmundsson. Afgreiðsla: Miðstræti 4, Prentsmiðjan Edda h.f., Rvík. TIl miniMS í maí 1942 tók stjórn Sjálf- stæðisflokksins við völdum und- ir forustu hins málga formanns hans, Ólafs Thors. Ólafur lýsti þegar yfir því, að öll lands- og þjóðarmál væru stjórninni óvið- komandi utan kjördæmamálið. Stjórnin hefði blátt áfram keypt líf sitt hjá stuðningsflokkum sínum með því að hreyfa ekki við aðkallandi vandamálum. Þessi einstæða stjórnarnefna ríkti í 7 mánuði, en íslenzka þjóðin sleppur vel og hefir gæf- una með sér, ef hún verður bú- in að sigrast á afleiðingum þessara stjórnarmyndunar eftir 7 ár, svo óskaplega var með völdin farið og á stjórnartaum- unum haldið. Dýrtíðin tvöfald- aðist og vel það. Vísitalan hækk- aði úr 183 í 273 stig eða um 89 stig. Hvert hækkunarstig vísi- tölunnar kostar ríkissjóð 10 þús. kr. á mánuði. samkv. yfirlýsingu flokksbróður Ólafs Thors í nú- verandi stjórn. Vísitöluhækkun Ólafs kostaði því ríkissjóð 890 þús. krónur á mánuði hverjum eða nær 11 milljónir á ári. Þessi ofvöxtur dýrtíðar og vísitölu or- sakar svo aukna skatta á út- gerð og almenning. Þannig hefn- ir sín skammsýni flokksforingja og ginningarfíflska, og kemur oftast harðast niður á þeim, sem kjósa þá eða styðja til valda beint eða óbeint með atkvæði sínu og á annan hátt. Z. lieiðréttíng í Framsóknarblaðinu, er út kom 27. okt. s.l., er grein með yfirskriftinni „Frá bæjarstjórn“, þar sem getið er um Kvöldskóla iðnaðarmanna og styrk þann, er samþykktur var til skólans. Er þar sagt m. a., að bæjarsjóður sjái skólanum fyrir ókeypis hús- næði. Þetta er byggt á misskilningi eins og augljóst má vera af því, að það er Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja en ekki bæjar- sjóður, sem á húsið. Vestmannaeyjum 5. nóv. 1943 f.h. Iðnaðarmannaf. Vestm.eyja Guðjón S. Scheving. FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Leynim i. Ýmislegt hér í Eyjum á sér merkilega sögu. Eitt af því er leikstarfsemin. Gamalt fólk, sem hér er borið og barnfætt, tjáir mér, að í æsku þess hafi hér verið iðkað leikstarf, og hafi þessi menningarstarfsemi hér jafnan haft á að skipa nokkrum góðum leikkröftum. í fyrra vakti Léikfélagið hér sérstaka athygli á sér. Þá lék j það skopleikinn „Þorlák þreytta" og leikritið „Mann og konu“. Leikhúsgestum þótti hvort- * tveggja takast mæta vel og voru félaginu þakklátir. Bæjarstjórn- in sýndi líka félaginu réttan skilning og mikla viðurkenn- ingu með auknu fjárframlagi. Er félagið vissulega vel að j5eim styrk komið, og bæjarstjórninni sómi að. Mætti hann þó gjarn- an hækka Á þessu hausti sýnir Leikfé- lagið hér skopleikinn „Leynimel 13“ eftir Þrídrang. Efni leiksins er ekki mikið né djúpstætt. Þó eru sumar persón- urnar þar skarpt og skýrt dregn- ar og verða býsna minnisstæð- ar, þegar þær eru vel leiknar. Leikurinn gerist á heimili Madsens klæðskera, sem býr í átta herbergja íbúð með „sinni ektavífeins og okkar virðulegi akademiski borgari kemst svo þjóðlega að orði einhversstaðar á góðum stað! Madsen er tauga- bilaður sérgæðingur, sem um- skapast í ölæði og vill þá allt gefa. Gróði hans hefur til þessa staðið á mörgum stoðum, venju- legum saumakonum, sem nú, á tímum haftanna og þreng- inganna, skortir efni til að Með hliðsjón af húsaleigu- samningi bæjarsjóðs og Iðnað- armannafél,agsins annarsvegar og leigu, miðað við matsverð hússins, verður ekki annað séð, en að Kvöldskólinn hafi fría húsaleigu af leiguþega. Bæjar- sjóður greiðir iðnaðarmönnum í húsaleigu kr. 6000,00 á ári í grunnleigu, sem verða hátt á 8. þús. með dýrtíðaruppbót. ’ Annars mun blaðið ekki gera það að kappsmáli, hvaða skiln- ingur er lagður í það, að hve miklu eða litlu leyti bæjarsjóð- ur styrkir Kvöldskólann með húsnæði. \ Ritstj. elur 13 sauma úr. Gjaldþrot klæðsker- ans er því fyrir dyrum. Á heimilinu hefir hanntengda- móður sína, norn, sem hatar tengdasoninn og leitar hvers tækifæris til að koma inn tor- tryggni hjá frú Madsen og tor- tíma hjónabandinu. Ofan á allt þetta böl klæðskerans, óttann við gjaldþrotið og kerlinguna hana tengdamömmu, bætast svo heimsóknir gamalla gjálífis- synda, sem drýgðar voru á dugg- arabandsárunum með Magnhildi miðli. Allt þetta hræðilega ástand veldur taugabilun og sálsýki Madsens. Glas læknir, sem virð- ist vera vinur þessara hjóna, reynir eftir megni að bæta úr hörmungunum og styrkja taug- ar klæðskerans með fyrirtölum og glasaglundri. Gefið er í skyn, að hann taki ekki steininn í staðinn. Húsnæðisvandræðin í borg- inni fara vaxandi. Hið opinbera grípur í taumana. í krafti húsa- leigulaganna er fólki vísað til húsnæðis í ,.lúxus“-íbúðirnar. Með ávísun frá valdhöfunum kemur hver af öðrum, sem hús- villtur er, inn í íbúð Madsens klæðskera og sezt þar að. Meðal þeirra er Sveinn Jón skósmiður með konu og 11 börn. Sveinn Jón þessi er sú persónan í leikn- um, sem höfundarnir hafa mót- að gleggst. Hann er ímynd let- ingjans og mannhraksins, sem krefst alls af öllum öðrum, en einskis af sjálfum sér. Hann er ábýrgðarleysinginn o^ eigin- konukúgarinn. Hann er persónu- gervingur síngirninnar, svikar- ans og prangarans. Og hann er býsna heilsteyptur persónugerv- ingur, sem trúlegt væri, að höf- undarnir hefðu blátt áfram' þekkt persónulega í öllum hans ómennismyndum eða haft glögg- ar sagnir af. Margar fleiri persónur eru í leiknum. En hvernig eru svo persónurn- ar leiknar? Þar lítur hver sínum augum á silfrið. Sá, sem þetta ritar, er fyrst og fremst enginn listdómari. Honum var aldrei list sú léð. En af sónarhóli leik- mannsins vildi hann þó mega segja um það nokkur orð. Sigurður Scheving leikur Mad- sen klæðskera og hefir jafnframt leikstjórnina á hendi. Hann hef- ir hlotið náðargáfu skopleikar- : ans í vöggugjöf í töluvert ríkum mæli og virðist leika hinn tauga- bilaða yfirborðsmann býsna vel. Það er fjör í leik hans, svo sem vera ber og nokkur tilþrif, eins og efni stendur til, en ýkir þó hlutverkið um of. Frú Madsen, Dóru, leikur frú Sigríður Þorgilsdóttir. Hún fer jafnan vel með hlutverk sín. Svein Jón skósmið leikur Valdimar Ástgeirsscn. Ég fæ ekki betur séð, er. að honum lakist vel og sumstaðar snilldarlega að túlka innri mann skósmiðsins, skapgerð hans og hugsun. Mynd- in verður heilsteypt að leikslok- um. Valdimar hefur oft áður leikið sérkennilega persónugerv- inga og jafnan farizt það vel úr hendi. Konu skósmiðsins, hina undir- okuðu og úttauguðu heimilis- ambátt, leikur frú Kristín Þórð- ardóttir. Leikur hennar er með ágætum. Frú Nikólína Jónsdóttir leikur tengdamömmuna, skassið. Það er kraftur í leik hennar og sókn, sem á að stafa af aukinni sigur- vissu kerlingar um að fá ljóstr- að upp meintum hjúskaparbrot- um tengdasonarins. Glas lækni leikur Guðmundur Jónsson skósmíðameistari. Oft hefir mér fundizt Guðmundi takast betur hlutverk sitt, því að hann býr tvímælalaust yfir góðum hæfileikum. Þó er ró hans og jafnaðargeð skemmtileg andstæða við æðishætti Mad- sens. Magnhildi miðil leikur frú Jónheiður Scheving, — leiðinlegt hlutverk og lítilmótlegt, sem dylur í sér lúalega árás. Það er mesta furða, hvað frúnni tekst að ná úr þessu hlutverki. Ólafur Gránz leikur skáld, sem höfundarnir láta vera auðnuleysingja, fórnardýr Bakk- usar. Skáldið fellir hug til vinnu- konunnar hjáMadsenshjónunum Henni velgir í fyrstu við „gröf- inni“. En svo verður hún þess áskynja, að þessi biðill hennar hefir unnið 10 þúsund krónur í happdrætti og þá vaknar „ást“ hennar loksins til drykkjuræf- ilsins. Ósjálfrátt vaknar sú spurning, hvort þetta á að vera dómur höfundanna yfir ungu ungu stúlkunum okkar, sem hljóðar á þá lund, að þær veigri sér ekki við að ofurselja sig ævi- kjöruip drykkjumannskonunnar, ef mannsefnið á nokkrar kringl- óttar til að byrja með. Ólafur

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.