Framsóknarblaðið - 01.11.1943, Side 3

Framsóknarblaðið - 01.11.1943, Side 3
FRAMSOKNARBLAÐIÐ Andlátsfregn Bergs Guðjónssonar. Kvæði það, sem hér tairtist, sendi Eyjólfur bóndi Guðmunds- son Hvoli í Mýrdal Ólöfu á Kirkjubóli -hér, þegar hann frétti andlát Bergs sonar henn- ar, hins góða drengs og sonar. Heyri ég rétt? — í hinzta sinni hafi Bergur kvatt mig heima, og lokið sé hans lífi og starfi. Lifandi skal hans minning geyma. — Svo var Bergur sannur drengur, sæmdur listadáð — og dyggðum. Eins og bjarg af bergi traustu bezta efnis íslands byggðum. Svo var Bergur sínum vinum samstarfandi í ævistríði. Skyldubyrði að banastundu bar svo vel, að dug og prýði. — Gott á nú Bergur guðs í riki! Glaður njóti verkalauna. — Feðga beggja finnst í ævi fögur perla á botni rauna. — Þannig lauk þá þessum þætti. Þannig fér í íslandssögum. Sigra lífsins fá, — og falla — frægðar vinna dóm að lögum. Ég sé í anda — saman standa sveipaðar blómum feðgakistur. — En lengra og hærra lífs til landa lít ég hvar þeim fagnar Kristur. — Svo kvað vinurinn gamli. E. S. leikur „skáldið“ að ýmsu leyti vel. Vinnukonuna leikur ungfrú Rakel Sigurðardóttir. Trúað gæti ég því, að hún byggi yfir tölu- verðum leikarahæfileikum, svo vel ferst henni að mörgu leyti hlutverkið. Gamlan, ergigjarnan Dana leikur Stefán Árnason lögreglu- þjónn. Enginn frýr Stefán leik- arahæfileikanna og tekst hon- um hlutverkið með prýði, þó að persónan Hekkenfeldt sé í raun- inni aukapersóna og harla veiga- lítil í leiknum. Margar fleiri persónur eru í leiknum, þótt minna kveði að þeim og leyfir rúmið ekki að orðlengja um þær. Miklar þakkir allra bæjarbúa á Leikfélagið hér skilið. Það get- ur innt af hendi mikið menn- ingarstarf, ef því endist vit, þróttur og þrek til þess. Það krefst meiri vinnu og þraut- seigju en margur gerir sér grein fyrir, að halda uppi leikstarfi í tómstundunum. Þess vegna er áhugi og fórnarlund Leikfélags-. þátttakendanna sérstaklega at- hyglisverð og þakklætisskyld. Þ. Þ. V. ó Skófatnaður gott úrval Helgi Benedikisson Hurðarskrár og laniir fást hjá Yerzlun SYeins Guðmundssonar Skípaverzlun mín, heiir fyrírlíggjaadi flest- ar pær útgerðarvörur er fáanlegar eru á hverjum tíma. Helgí Benediktsson Verzlun mín hef- ur á boðstólum veínaðarvöru svo sem tilbúin fatnað °g prjonavörur Ennfremur \ hreinlætis- vörur, tóbak og sælgæti Tilkynning Með skírskotun til auglýsingar, dags. 2. apríl 1943, um hámarks- verð og hámarksálagningu á greiðasölu, og tilkynningar dags. 5. október 1943, um hámarksverð á ölföngum, tilkynnist hlutaðeig- andi aðilum hér með, að Viðskiptaráðið hefur ákveðið, að til við- bótar hinu auglýsta hámarksverði á ölföngum og gosdrykkjum, sé greiðasölum utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar heimilt að bæta við verð hverrar flösku áföllnum flutningakíostnaði, þó ekki hærri en hér segir: 1. í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Árnessýslu .. 10 aurar 2. í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaptafellssýslu 20 aurar 3. A) Á Akranesi og Borgarnesi ............ 20 aurar B) Á öðrum höfnum um land allt ......... 40 aurar Á öðrum stöðum utan hafna í 3. lið má bæta við allt að 10 aurum á flösku, vegna flutnigskostnaðar á landi, auk flútningskostnað- ar á skipi til næstu hafnar, samkv. 3. lið. Mel tilkynningu þessari er úr gildi fallin tilkynning frá 19. apríl 1943 um sama efni. Ákvæði tilkyningar þessarar ganga í gildi frá og með 6. nóvem- ber 1943. Reykjavík 3. nóvember 1943 VERÐL AGSST J ÓRINN. Verzlun Vefnarðavara og skóíafnaður f jölbreytt úrval. GÍSLA WÍUM Helgi Benedíktsson

x

Framsóknarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.