Framsóknarblaðið - 23.01.1946, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 23.01.1946, Blaðsíða 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ FRAMSÓKN ARBLAÐIÐ Útgefandi: Framsóknarfél. Vestmannaeyja. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurjón Sigurbjörnsson. Prentsmiðjan Edda, Reykjavík. Allt verðnr að bera sig Þetta hefir verið kjörorð Framsóknarmanna. Þeir vilja ekki reisa verksmiðjur, kaupa skip eða framleiða mjólk og osta, nema afkoman sé fjár- hagslega trygg. Síldarverksmiðj ur, sem borga hærra verð fyrir síldina en hægt er fá íyrir vinnsluvörurnar, að frádregn- um reksturskostnaði, geta ekki starfað mörg ár. Skip, sem er svo dýrt, að ómögulegt er að láta það standa undir vöxtum og afborgunum í meðalaflaári, vegna þess að reksturskostnaö- urinn étur upp allt andvirði afl- ans, er ekki líklegt til að verða þjóðinni til happa. Hraðfrysti- hús, sem ekki getur selt vöru sína nema rétt fyrir vinnulaun- um, mundi ekki skapa atvinnu til lengdar. Nei, allt byggist á því, að framleiðslukostnaður fari ekki fram úr markaðsverði Þar sem sýnilegt var, að hafn- arnefnd hafði ekki tekið til greina erindi bréfs míns, sem áður segir, flutti ég á þessum fundi eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn Vestmannaeyja beinir þeirri áskorun til hafn- arnefndar, að hún vinni að því markvist að fá skip á leigu eða til kaups til handa hafnarsjóði með viðráðanlegum kjörum, hið alra fyrsta.“ Tillaga þessi var samþykkt í bæjarstjórninni með 6 — sex atkvæðum. Síðan hefir ekkert heyrzt frá hafnarnefnd, og þeir bæjarfull- tr&ar Sjálfstæðisfl., sem sam- þykktu framangreinda tillögu hafa heldur ekki hreyft hönd né fót til þess að koma þessu máli í framkvæmd. Þó aðeins þessar tvær tillögur mínar séu hér tilfærðar, þá gæti ég tilfært fleiri er ég hefi flutt í bæjarstjórninni undanfarin ár, um tekjuöflun bæjar- og hafnarsjóðs, en þær hafa flestar verið afgreiddar á einn veg: Steindrepnar eða svæfðar í nefnd. S. G. á hverjum tíma, og þjóðirnar reyna í keppni sinni um mark- aðinn — að geta boðið sem lægst verð. Hvað bíður okkar íslend- inga í þeirri samkeppni, sem höfum mestan framleiðslu- kostnað í heimi, vegna fyrir- hyggjuleysis og afglapaháttar í stjórn landsins, sem þó er svo mikið borgað fyrir, að hvergi í heiminum er jafn miklu fé eitt til að stjórna 120 'þúsund manns eins og hér? Fyrir tilverknað Framsóknar- manna var tekinn upp sá hátt- ur í síldarverksmiðj um ríkisins, að innleggjendur fái sannvirði vöru sinnar, jafnt sjómenn og útgerðarmenn. Þetta er sá hátt- ur, sem taka verður upp á fleiri sviðum, enda hafa Vestmanna- eyingar góðan skilning á svona félagsvinnslu. Og þeir vita líka vel sannleik þeirra orða, að allt verður að bera sig. Búrekstur bæjarsjóðs Að stofnun Dalabúsins stóðu allir flokkar í bæjarstjórn, utan Ársæll, er greiddi atkvæði gegn því. Það var af nauðsyn einni, að bæjarstjórn fór þessa leið. Við ótal atvinnumöguleika við sjávarsíðuna, er gáfu meira í aðra hönd en mjólkurfram- leiðsla, hurfu velflestir frá jarð- ræktinni og mjólkurframleiðslu. Frá heilbrigðis- og uppeldislegu sjónarmiði var vá fyrir .dyrum, ef ekkert væri að gert. Framsóknarflokkurinn lítur svo á, að heilbrigðasta og hag- sýnasta leiðin í þessum efnum hefði verið samvinnubú kúa- eigenda hér, og hann telur enn, að það verði varanlegasta lausn- in. Síðar mun verða skrifað um þétta efni hér í blaðinu. Eigi 'að síður taldi flokkurinn rétt, úr því sem komið var, að styðja þessa tilraun bæjarsjóðs til auk- innar mjólkurframleiðslu. Og það var í trausti þess, að það yrði rekið á sem hagkvæmastan hátt, svo sem greindur og dug- andi bóndi mundi gera. í öðru lagi gerðum við okkur vonir um, að þetta nýja skipulag á mjólk- urframleiðslu mundi ýta undir ræktun í Eyjum, og fráleitt drepa niður það undraverða framtak Eyjabúa undanfarin ár, um ræktun. Því miður hafa þessar vonir ekki rætzt. Og. er það eingöngu vegna skammsýni fárra manna, Sjálfstæðismann- anna í bæjarstjórninni. — Það mun almennt hafa verið litið svo á, að búið mætti reka á hagkvæmari hátt en gert hefir verið. Og mun síðar verða að því vikið. Þó er sú hliðin rauna- legri að með aðgerðum Sjálf- stæðismannanna í bæjarstjórn hefir ræktun Eyjanna stórkost- lega færzt saman, og tún, sem stóðu í „algrænu skrauti prýdd- um jarðargróða“ fyrir 3 árum síðan, hafa undanfarin tvö ár staðið ónytjuð, grá og mosavax- in. Sá háttur var upp tekinn að kaupa hey til búsins „ofan af landi“ og frá Akureyri, og að sjálfsögðu mörgum sinnum dýr- ara hingað komið en það hey, sem hér hefði mátt framleiða. starf, og þá gerum við um leið góðverk á hinum mörgu sjúk- lingum hans, því að umstang hans og amstur í bæjarmálum hlýtur alltaf að vera á kostnað sjúklinganna. Minnumst þess. Þorsteinn Þ. Víglundsson. Á kostnað hínna sjúku Skáldið hefir yndi af því að lýsa ástarþrá svannans, þegar hann^ nálgast hálf-fertugsald- urinn. Skáldið lýsir því, hvernig ást- arþráin brýzt fram í háttum, tilgerð og tilhaldi. Það lýsir sál- arlífinu, sætleika þess og súr- lyndi. Það lýsir klæðnaði, hár- greiðslu, púðrun og pjatti, — og eyrnalokkunum, hversu þeir skína og hversu þeir vekja nýjar vonir um biðla og trúna á full- nægingu ástarþrárinnar. Ég sé í rauninni ekkeft ljótt’ i þessum háttum piparmeyjunn- ar, þó svo væri, að skáldið segði satt. Allt er þetta græskulaust gaman og náttúrlegt, en c^tast tjáð okkur í stækkaðri og ýktri mynd. — Það er engin ástæða til þess, að við Eyverjar látum glepjast af gljáandi eyrnalokkum. Piparmey skáldsins, sem ég gat nú um, kemur mér í hug, þegar ég hugleiði tilburði og til- hald samkeppnis- eða eigin- hagsmunastefnunnar í stjórn- málum bæjarfélagsins um þess- ar mundir, hversu forustumenn- irnir reyna að gylla hana, og g*inna kjósendur til fylgilags við hana. ' Samkeppnisstefnan eða eig- inhagsmunastefnan, eins og hún hefir þróast og birzt okkur ís- lendingum á seinni áratugum, nálgast nú rontualdurinn hér í Eyjum. Hún örvæntir því um gengi sitt og fullnægingu og tjaldar nú öllu, sem til er, til þess að ginna biðla, — „hátt- virta kjósendur“ — til fylgis við sig. Allt er sett á oddinn. Jafnvel lækninum okkar, Einari Gutt- ormssyni, er att fram. Öllu hlá- legra gerræði er naumast hægt að fremja gagnvart Eyverjum. Einar Guttormsson er vel lát- inn læknir og maður, enda drengur góður, duglegur læknir og nærgætinn eins og segja má um alla lækna okkar. Við, sem njóta viljum óskertra lækniskrafta Einars Guttorms- sonar, hörmum það, að hann skuli gefa kost á sér í annir og amstur bæjarmálanna, svo önn- um hlaðinn sem hann er. Þátt- taka læknisins í bæjarmála- vafstrinu hlýtur að verða á kostnað sjúklinga og lasburða fólks hér í bænum, því að stjórnmálin stela tíma læknis- ins og hugsun frá læknisstörf- unum. Þessum vini mínum og heim- ilislækni hefði ég líka getað unnað betra og glæsilegra hlut- skiptis en að vera við þessar bæjarstjórnarkosningar eins konar gljálokkur við eyrnasnep- il eiginhagsmunastefnunnar í þessu bæjarfélagi. Foringjar hennar hafa nú' setið yfir hlut bæjarfélagsins árum saman i menningar- og fjárhagsmálum. Verkin tala hér. Bæjarsjóðúr er sokkinn í fen óreiðuskulda og óskila eftir mestu uppgangs- og peningaár, sem þekkzt hafa í sögu þjóðarinnar, meðan leið- togar eiginhagsmunastefnunnar hafa rakað saman fé og eignum sjálfum sér til handa, svo að skiptir hundruðum ef ekki mill- jónum króna. Við, sem unnum Einari lækni og viljum eiga krafta hans ó- skerta við læknisstörfin, eigum aðeins eitt ráð til bjargar okkur og honum. Það ráð er óbrigðult, ef við ásetjum okkur að fylgja því fast fram og einlæglega. Ráðið er þetta: Enginn, sem óskar þess, að Einar læknir helgi sig einvörðungu læknisstörfun- um, má kjósa listann, sem hann er á, þ. e. D-listann. — Enginn kjósi D-listann. Þá kemst lækn- irinn okkar ekki inn í bæjar- málavafstrið, heldur fá sjúkir og lasburða menn og konur, aldnir og ungir, að njóta starfs- krafta hans framvegis eins og hingaö til og það er öllum fyrir beztu. Kjósum ekki D-listann. Það eru þau mestu og beztu gæði, sem við getum látið lækn- inum okkar í té fyrir vel unnið

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.