Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 04.02.1956, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 04.02.1956, Blaðsíða 2
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Annáll Framsóknar- | blaðið ) RITSTJÓRI OG ) ( ÁBYRGÐARMADUR: ( ) ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON ) ) AFGREIÐSLU ANNAST: ) ) SVEINN GUÐMUNDSSON. ) ) GJALDKERI BLABSINS: ) ) SIGURGEIR IÍRISTJÁNSSON ) ) AIJGLÝSINGAR ANNAST: ) ) SVEINBJ. GUÐLAUGSSON. ) Góður gesfur og fögur mynd. Laugardagskvöldið 14. f. m. minntist Kaupfélag Vest- mannaeyja 5 ára starfs síns með samdrykkju í Samkomu- húsinu hér. Fjöldi manna sat hóf þetta. Benedikt Gröndal ritstjóri og formaður fræðslu- deildar S. í. S. kom hingað í tilefni afmælisins. Flutti hann athyglisverða ræðu meðan set ið var undir borðum og sýndi síðan hina fögru og stór- merku kvikmynd S. í. S. „Viljans merki“, sem samein- ar það tvennt að sýna fegurð landsins og sérkenni, og svo þann árangup sem náðst hef- ur á flestum sviðum þýjðf'é- lagsins með samtökum fólks- ins og samvinnu í verzlun og framleiðslu. Þó þarf vissulega að efla samvinnuna í land- inu um framleiðsluna við sjó- inn. Við þökkum Benedikt rit- stjóra fyrir komuna liingað og myndina fögru og góðu. Ef einhverjir, sem hana sáu, hafa áður verið á hverfanda hveli í hugsun og sannfæringu um ágæti samvinnustefnunnar, hlutu þeir hinir sömu að láta sannfærast, eftir að liafa séð kvikmyndina og hugleitt hana. Að baki þessum máttugu samtökum vakir og starfar vilji fjölmargra hugsjóna- manna, sem vilfa umfram allt og alls staðar efla og bæta hag fólksins í landinu til sjávar og sveita og haga öllum málum þannig, að fólkið sjálft njóti óskipts arðs af vinnu sinni og lífsstarfi öllu. Að undanförnu hefur Kaup félagið látið sýna bæði nem- endum skólanna og bæjarbú- um í heild hina stórfenglegu V élst jóranámskeiði lokið. Nýlega er lokið vélstjóra- námskeiði því, sem Fiskifélag íslands efndi til hér á s. 1. hausti. í námskeiði þessu tóku upphaflega þátt 24 ungir menn. Próf þreyttu 22 þeirra. Tveir féllu, en tuttugu stóðust prófið. Hæstu einkunn hlaut Sigurður Oddsson í Dal hér í bæ 461/3 stig eða meðaleink- unn 7,72. Annar varð Gústaf Finnbogason í Stíghúsi hér, 42 stig eða meðaleinkunn 7,00. Ágætiseinkunn telst milli 7 og 8. Báðir þessir menn hafa því hlotið 1. ágætiseinkunn. Þriðji varð Sævald Pálsson frá Þing- holti hér. Hann hlaut 40% stig eða 6,78. Stjórnandi námskeiðsins og aðalkennari var Helgi Kristj- ánsson vélstjóri frá Reykjavík. Gjafir og áheit til Landakirkju. Sigrún Guðmundsdóttir kr. 50,00; Vilhjálmur Guðmunds son 100,00; Lallý 100,00; Ó- nefndur áheit 150,00; Jón Ól- afsson 505,50; Ólafur Vigfús- son og fjölskylda 200,00; Guð rún Viktoría og Hulda Dóra Jóhannsd. til minningar um ömmu þeirra, Guðrúnu Hal- liðadóttur frá Kiðjabergi hér 200,00; G. B. áheit 100,00; Fjölsk. A. B. gjöf og áheit 500,00; R. V. 25.00; G. S. 50,00; G. G. 500,00; í. E. í bréfi 500,00; N. N. 50,00; N. N. 100,00; M. G. 100,00; H. M. 150,00; B. B. 100,00; }. H. áheit 100,00; Á. G. Á. 50,00; N. N. áheit 300,00; Lilja Ólafjdóttir 100 krónur; Skipshöfnin á m.b. Björgu á- kvikmynd. Ýmsir hafa látið í ljós aðdáun sína á myndinni og tekið til að hugleiða, hversu miklu starfi íslenzka þjóðin hefur þegar komið í framkvæmd fyrir stjórn og hugsun samvinnumanna, hug sjónir þeirra og þrotlausa vinnu. Við þökkum Kaupfélag inu af alúð fyrir það, að við eignuðumst þess kost að sjá „Viljans merki“. Kvikmyndin „Viljans merki“ var sýnd á Elliheimilinu og sjúkrahúsinu s. 1. sunnudag. Jóhann Bjarnason, kaupfélags stlóri og Þorsteinn Þ. Víglunds son sýndu myndina í stofnun- um þessum. heit 250,00; Stefán Guðlaugs- son, áheit 500,00; F. G. A. gamalt áheit 800,00; Steinunn og Nikulás á Bjargi 500,00. — Samtals kr. 5980,50. Móttekið með beztu þökkum. Féhirðir. Á árinu 1955 voru glafir og áheit til Landakirkju kr. 101071,98. Gefendur eru sam- tals 265. Sóknarnelndin þakkar gjaf- ir og áheit, svo og allan vel- vilja og hlýhug safnaðarins til Landakirkju á s. 1. ári og árn- ar söfnuðinum árs og friðar, sem og öllum Vestmannaeying um biðjum við allrar blessun- ar á hinu nýbyrjaða ári. Skipakaup. Nýlega sat skipakaupanefnd kaupstaðarins á rökstólum. Fyrir fundinum lágu teikning ar af skipum. Fundurinn sam- þykkti að biðja skipaeftirlit ríkisins að leita tilboða í skip, sem verða mun um 360 smá- lestir að stærð og kaupverð tæplega undir sex milljónum króna. í aðallest getur það rúmað 110 smálestir af vörum og hefur rúm fyrir 32 farþega. Kæliklefar til þess að flytja í mjólk og matvæli verða í skipi þessu. Útsvör hœkka. Útsvör á Akranesi eru áætl- uð þetta ár kr. 7.700.000,00 eða kr. 225.000,00 hærri en hér í Eyjum. Útsvör í Hafnarfirði hækka á þessu ári um 30% eða eins og í Reykjavík, Lán til fóðurbœtiskaupa. Af láni ríkisins til fóðurbæt iskaupa voru sendar hingað kr. 50.000,00. Aðeins 11 kúa- eigendur hér sóttu um lán af fé þessu. Fulltrúar ríkisstjórn- arinnar gáfu þær reglur um lánveitingar þessar, að þeir mjólkurfrainleiðendur, sem minnsta hefðu flárgetu til fóð- urbætiskaupa og svo þeir, sem hefðu búskap að aðalatvinnu, skyldu sitja fyrir lánum af fé þessu. Með hliðsjón af þeim reglum fá tíu mjólkurframleið endur hér þessar kr. 50.000,00 að láni. Þeir hafa 100 gripi á framfæri sínu. Lán þetta nem ur því kr. 500,00,á hvern grip. Byggðarsafnið. Allaf öðru hvoru berast byggðarsafni kaupstaðarins Færðar þakkir og rógi tnófmæll. Skipstjóra- og stýrimanna- félagið Verðandi hér í Eyjum hefur beðið blaðið að birta eft irfarandi samþykkt, er gjörð var á fundi félagsins 15. f. m. ,-jAðalfundur Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi lýsir ánægju sinni yfir þeim stórkostlegu hafnarframkvæmd um, sem nú er verið að ljúka í Vestmannaeyjum. Færir félagið hafnarnefnd, bæjarstjórn, verkfræðingum, verkamönnum og verkstjórum þakkir sjómannastéttarinnar fyrir heppileg og vel unnin störf. Jafnframt harmar félagið, að fram skuli hafa komið op- inberlega ástæðulausar og fjar stæðukenndar hrakspár um mannvirkjagerðina. Telur fé- lagið ekkert benda til, að hafn armannvirkin komi ekki að tilætluðum notum“. „Islendingar vilj- «m vár allir vera". Framhald af i. síðu. því hezta í menningu annarra menningarþjóða. En sönn menningarþjóð, þroskuð og sjálfstæð, sem veit hlutverk sitt og skilur slálfa sig og þjóð erni sitt, hún síar einungis það bezta úr erlendri menningu og samræmir það staðháttum sínum og lífi. Sé svokölluð menningar- þjóð svo vanþroskuð, að faðm- ur hennar og hugur standi op- inn öllum hreyfingum og „ismum“, sem brjótast upp á yfirborðið með erlendum þjóðum, þá stendur hennar menning aldrei lengi. Sjálf- stæði þeirrar þjóðar er þegar dauðadæmt. góðar og gagnlegar gjafir frá Eyjabúum. Fyrir skönnnu barst því safn af verzlunarbók uin gömlum frá Einari Sigurðs syni eða úr fórum hans og hans manna í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. Þá hafa safn- inu borizt gamlar rnyndir af fólki, sem á sínum tíma lifði hér og starfaði. Fyrir allar þessar gjafir þakkar byggðarsafnsnefndin innilega.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.