Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 29.02.1956, Qupperneq 1

Framsóknarblaðið - 29.02.1956, Qupperneq 1
Guðlaugur Hansson fyrrverandi heilbrigðisfulltrúi. MINNINGARORÐ Föstudaginn 24. þ. m. var til moldar borinn frá Landakirkju Guðlaugur Hansson fyrrverandi heilbrigðisfulltrúi hér í bæ og bæjarfulltrúi Eyjabúa um langt skeið. Guðlaugur Hansson var 81 árs, er hann féll frá, fæddur 17. apríl 1874 í Hólmahjáleigu í Vestur-Landeyjum. Árið 1886 fluttist Guðlaugur hingað til Eyja, þá 12 ára dreng- ur, harðsækinn og framgjarn. Hann stundaði síðan sjó.hér um margra ára skeið bæði a opnurn skipum og vélbátum, eftir að þeir komu til sögunnar. Þegar hann hætti að stunda sjóinn, gerðist hann starfsmaður hjá Gísla ]. Johnsen, kaupmanni. Alls dvaldist Guðlaugur Hans son lrér í Eyjurn um 62 ara skeið. Árið 1904 giftist Guðlaugur eftirlifandi konu sinni Mál- fríði Árnadóttur, mestu ágætis- og sómakonu, sem nu dvelst a Elliheimilinu hér. Þeim hjónurn varð ekki barna auðið, en þau ólu upp eina stulku, sem bat nafn þeirra og hét Málfríður Guðlaug. Hún hafði nýlega lok ið kennaraprófi, er hún lézt vet urinn 1932. Það varð þeim hjón- um mikið sorgarefni. Þau unnu fósturdóttur sinni af þeirri ást og umhyggju, sern heitust getur orðið milli barna og foreldra. Segja mátti með sanni, að þau sæju ekki sólina fyrir henni, eins og stundum er að orði komizt. Málfríður heitin var þá einnig næsta óvenjulega vel gerð stulka, góðlynd, blíðlynd og gáfuð, trú rækin og trygglynyd. Það var sem geislaði frá henni góðmennskan og guðsgneistinn. Þessa skaplynd is nutu fósturforeldrar hennar í ríkum mæli. Þau kunnu líka að meta það og með það að fara. Þetta göfuga skaplyndi fóstut- dótturinnar átti næman hljóm- grunn í hjörtum fósturforeldr- anna. Þau voru sjalf þroskuð og víðsýn á guðlegt gildi salatlegia eiginda, enda trúrækin sjálf, fast- mótuð með trausta skapgerð og viðkvæmar kenndir. Á þessum árum var ég tíður gestur á heimili þeirra Fögru- vallahjóna, Guðlaugs og Málfríð ar, og þekkti þau vei. Mér er enn í fersku minni dag urinn sá, — dagurinn eftir að Málfríður dó. Til þess dags liafði ég engin kynni haft af sorginni. Aldrei fyrr komið inn á syrgj- andi heimili. Nú kynntist ég sorg inni í almætti sínu eins og tök eru á að kynnast henni án þess að bera sjálfur þunga liennar. Guðlaugur Hansson var hug- sjónamaður. Sökum þess, hve næma tilfinningu hann hafði fyrir líðan lítilmagnans í þjóðfé- laginu, og óskaði innilega að geta rétt hlut hans eftir því sem efni og kraftar stóðu til. sner- ust hugsjónir hans mest að þeim málum. EJm margra ára skeið vann hann hér ótrauður að gagni og gengi verkalýðssamtakanna og stóð fast á rétti verkalýðsins, hvar sem á reyndi og hann fékk aðstöðu sinni við komið til bar- áttu fyrir hagsmunamálum hans. Guðlaugi Hanssyni var það ljóst, svo víðsýnn, er hann var í þeim málum, að liátt kaup og hækk- andi nægði ekki einvörðungu til þess að verkalýður til lands og sjávar gæti lifað hér á landi mannsæmandi lífi. Meira þurfti með. Það var ekki minna virði að skapa þessum verkalýð hall- kvæma viðskiptaaðstöðu. Þess vegna beitti Guðlaugur sér með öðrum víðsýnum og góðum mönnum fyrir stofnun kaupfé- lags hér í bæ. Það var kaupfélag ið Drífandi. Þó að Guðlaugur Hansson væri einlægur og heitur baráttu- maður fyrir hagsmunum hinna vinnandi verkalýðsstétta til lands og sjávar, var hann enginn öfga- maður og sízt að hann væri „línumaður“. Hann var þjóðleg ur hugsjónmaður, sem lét fyrst og fremst sína eigin samvizku og sitt eigið innræti ryðja veginn og leggja sér „línuna". Hann liafði viðurstyggð á erlendum „línum" í þeim efnum. Hann kaup aldrei erlendum boðum, íslendingurinn í Guðlaugi Hans syni. Þar var soralaus málmur í rnætri og göfugri mannssál. Hann rnátti aldrei vamm sit vita í neinu og ekkert rnátti hann aumt sjá eða vita, svo að hann vildi ekki úr því bæta. Þar gekk heilhuga halur að verki, þar sem Guðlaugur Hansson var. Eg kom til lians í Sjúkrahús- ið nokkrum dögum áður en liann dó. Auðsjáanlega dró að Á fundi Framsóknarfélags Vestmannaeyja 19. þ. m. hreyfði ég því máli og reifaði það, að nú væri tímabært að samvinnumenn í Eyjum og aðrir unnendur þeirrar stefnu tækju höndurn saman og stofnuðu hér fiskiðju ver á samvinnugrundvelli. Bátaflotinn hér fer ört vaxandi ár frá ári. Þau fiskiðjuver, sem nú eru hér starfrækt, virðast eiga fullt í fangi með að hafa undan að vinna úr hráefni því, sem að þeim berst á línuvertíð, og eykst þó aflamagnið um allan helming á netjavertíðinni. Þetta er stórmál, sem þarf mikinn óg góðan undirbúning. Til þess að stofna fiskiðjuver, sem annazt gæti fjölbreytilegá vinnslu úr hráefninu, þarf mikið fjármagn. Auðvitað yrðu hér op- inber framlög að koma til. Meiri hluti Alþingis virðist hafa hug á að efla alþýðu manna í landinu til þess að stofna fram leiðslufélög á samvinnugrund- velli. Það mundi því mest und- ir dugnaði okkar sjálfra komið og framtaki, hvort við komurn slíku fyrirtæki sem þessu á fót. Þar fer saman bæjarnauðsyn og aldurtilastund. Ylurinn einn og manngæzkan virtist nú einkenna rnest sálarlíf hans. Augun báru þess vitni, þó að varnað væri honum máls að miklu leyti. Slík urn mönnum er fegurst að deyja eftir unnið langt dagsverk. Við biðjurn og vonum, að hin háaldraða ekkja Guðlaugs Hans sonar rnegi njóta góðra stunda, það sem hún á eftir af ævikvöldi sínu og ylur minninganna um mætan lífsförunaut og göfuga fósturdóttur megi verða henni ljós til hinztu stundar. Blessuð sé minning Guðlaugs Hanssonar. aiþjóðarnauðsyn. Svo gígurlegur fjöldi aðkomufólks sækir hingað atvinnu sína hvert ár og skáann af árstekjum sínum. Það mun ekki fjarri sanni, að Eyjabúar þurfi um 2000 manns að á hverri vetrarvertíð til þess að fullnægt verði þörfinni um vinnuafk við framleiðsluna. En við stofnun slíks fyrirtækis sem þessa þurfurn við Eyverjar að byggja á gamalli og gagnlegri reynslu um ýmsa hluti. Til eru þeir menn hér í bæ, sem reynt hafa eftir megni að nudda sér utaní og inn í sem flest sam- vinnusamtök. Þar hafa þeir síð- an spillt öllu með eiginhags- munabrölti og sérhyggjutog- streytu. Gengið á hlut fyrirtækj- anna ser til Iiagsbóta, og smeygt tortryggni og rógi með úlfúð og lygum. Þessa og þvílíka rnenn þarf að útilooka með samþykkt- um frá þátttöku í framleiðslu- fyrirtækjum. Þau mega ekki vera opin sllkum prelátum frem ur en kaupfélög eru það mönn- um, sem keppa við þau á vett- vangi viðskiptanna. Engin áhrif á það að hafa á Framhald á 4. síðu. Fiskiðjuver á sam- vinnugrundvelli.

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.