Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 06.06.1956, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 06.06.1956, Blaðsíða 1
Útgef andi: Framsóknarfélag Vestmannaeyja, 19. árgangur. Málgagn Framsóknar- og samvinnu manna í Vestmannaeyjum, Vestmannaeyjum, 6. júní 1956. 11. tölublað. EUiíil orðsending. Á landsmálafundinum í Sam komuhúsinu 1. þ. m. leitaðist Karl Guðjónsson mjög við að soka róðherra Framsóknarflokks ins um flest eða allt það, sem illa hefur úr hendi farið hjá þeirri ríkisstjórn, er nú situr. Við vitum, að sjávarútvegsmál in eru í hinu mesta öngþveiti. Ekki hefur ráðherra úr Fram- sóknarflokknum farið með þau mól. Sama er að segja um inn- flutnings- og gjaldeyrismólin, viðskiptamálin öll. Ekki hafa ráðherrar Framsóknarflokksins farið með þau mál. Það er ekki nema ofur mannlegar hneigðir hjó Karli að reyna að brigzla Framsóknarmönnum um þau miklu axasköft, sem nú hafa svo berlega komið í Ijós í stefnu og stjórn ríkisvaldsins að undan- förnu, þó að hann viti, að ráð- herrar Framsóknarfl. hafi ékki farið með þau mál í ríkisstjórn inni. Með hliðsjón af öngþveitinu í sjóvarúrvegsmálunum og gjald- eyris- og viðskiptamálunum, langar mig að minna Karl Guð- jónsson á aðrar staðreyndir. Árið 1944 mynduðu hinir póli tísku lærifeður Karls Guðjóns- sonar ríkisstjórn undir hatti Ól- afs Thors. Það er í eina skiptið, sem Brynjólfur Bjarnason og Ein ar Olgeirsson og flokkur þeirra hefur tekið þótt í ríkisstjórn. Þegar ríkisstjórn þessi settist í stóla sína, átti íslenzka þjóðin innstæður erlendis, sem nómu 600 milljónum króna, en Sjólf- stæðisflokkurinn tryggði sér fullt vald yfir gjaldeyri þessum og flestum viðskiptamálum við myndun þessarar ríkisstjórnar. Á þessum árum var svo mikill enskur gjaldeyrir í landinu,, að mörg dæmi voru þess, að kaup- menn seldu bönkum og sparisjóð um sterlingspund um leið og þeir - lögðu peninga inn í við- skiptareikninga sína í þessum stofnunum. Þegar Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason höfðu set- ið í ríkisstjóminni með Sjólfstæð isróðherrunum tvö ár, voru allar þessar miklu gjaldeyrisfúlgur þjóðarinnar gengnar til þurrðar og aðrar 600 milljónir, sem var andvirði útflutningsins á þess- um árum. Þó voru allar búðir fylltar af skrani og öðrum ó- þarfavarningi, en nauðsynjar sótu fremur á hakanum. Þó var það sem við íslendingar urðum frægir fyrir innkaup okkar ó postulínsbeljunum. Ekki vil ég halda því fram, að Einar og Brynjólfur hafi haft mestan óhuga fyrir því í. ríkis- stjórn þessari að lóta eyða hin- um dýrmæta gjaldeyri fyrir skranvarning og annan óþarfa. Eg fullyrði, að þeir hafa ætlazt til alls annars um .notkun hans. En svona var það nú samt, að þeir góðu menn fengu hér ekki við neitt ráðið. Þeir höfðu einu sinni um það samið, þegar þeir lögðust I flatsængina með Sjálf stæðisfloknum, að hans ráðherr ar færu með gjaldeyris- og við- skiptamálin, og svo fór sem fór. Finnst nú Karli Guðjónssyni sanngjarnt að brigzla hans mönnum um þessa misnotkun hins dýrmæta gjaldeyris og allt það öngþveiti, öll þau vandræði, sem síðan steðjuðu að íslenzku þjóðinni sökum gjaldeyrisskorts, vegna þess að ófyrirleitnir eigin- hagsmunamenn fengu því róðið að hin dýrmætasta gjaldeyris- sameign þjóðarinnar var notuð til innkaupa á skrani, sem ein- staka menn seldu svo þjóðinni, af því að hún bjó þó yfir mikilli kaupgetu og græddu á offjór. Fyrst ég afréð að rökræða þessi mól lítilshóttar við Karl, tel ég rétt að benda honum á þær stað reyndir, að landbúnaðarmólin, félagsmálin, raforkumólin og fjármál ríkissjóðs eru öll talin fara vel úr hendi og vera í hinu stakasta lagi. Allt eru þetta mól, sem ráðherrar Framsóknarflokks ins fara með í þeirri ríkisstjórn, sem nú situr. Ölafur Þ. Kristjánsson frambjóðandi umbótaflokkanna. Ýmsir hér í bæ vita deili ó því, að ég þekki Ólaf Þ. Kristjóns- son, frambjóðanda Alþýðuflokks ins og beggja umbótaflokkanna hér við þessar alþingiskosningar. Rétt er það, að kynni okkar Ól- afs eru þegor orðin löng. Við Ól- afur kynntumst fyrst við nám í Kennaraskólanum. Síðan hafa leiðir okkar legið saman þrósinn is. Eg mundi ekki styðja Ólaf Þ. Kristjánsson við þessar kosning- ar, ef ég teldi hann ekki þess verðan i alla staði og mér sómi að því. Svo mun um okkur alla, sem nokkur kynni hafa af hon- um haft. Ólafur Þ. Kristjónsson er bóndasonur vestan úr Önundar- firði. Hann ruddi sér ungur braut af eigin ramleik fram til manndóms og dóða. Ólafur Þ. Kristjónsson er stól- gáfaður maður, eins og við kom- umst stundum að orði, og vel menntaður. Hann er duglegur og fylginn sér að sama skari. Skaplyndi hans einkennist af festu, heilindum og kappi með forsjó. Margir hafa notið góðs af þessum einkennum Ólafs Þ. Kristjónssonar, enda hafa hon- um verið falin fjölmörg mikil- væg trúnaðarstörf, sem hann hefur rækt og unnið að með ó- gætum. Hann hefur starfað í verkalýðshreyfingunni og fyrir í orðum sínum og skrifum hef ur Karl Guðjónsson og 'flokks- bræður hans viðurkennt það, að eina leiðin út úr ógöngunum með sjávarútvegsmálin væri sú stefna, sem bezt hefur reynzt bændum og landbúnaðinum okk ar, samvinnustefnan. Hún trygg ir sjómanninum og útgerðar- manninum sannvirði framleiðsl- unnar og lokar úti afæturnar, sem vilja hirða bróðurpartinn af striti sjómannsins og útgerð- armannsins. Þ. hana um óratugi og unnið ötul- lega og einlæglega að bættum hag hins vinnandi lýðs, enda jafnan notið mikils trausts verka manna og sjómanna, og verið fulltrúi þeirra í Hafnarfirði urn longt skeið. Þó nýtur ólafur P. Kristjáns- son einnig mikils álits og trausts kennarastéttarinnar í landinu, og hefur hann unnið fyrir hana mikið og gott starf. Hannvar um skeið ritstjóri málgagns hennar, tímaritsins Menntamála og er nú ritstjóri að hinni miklu útgófu kennarastéttarinnar, -— Kennaratalinu. Ólafur Þ. Kristjónsson er ó- sérhlífinn og duglegur að hverju sem hann gengur, og málafylgju maður er hann mikill og rök- fastur í hugsun. Ræðumaður er hann ógætur. Með tilliti til þessara kynna minna af Ólafi Þ. Kristjónssyni tel ég okkur það happ að eiga nú kost ó að greiða honum at- kvæði við kosningarnar 24. jú'ní n. k. Það er sannast móla, að sjald an eða aldrei hafa kjósendur hér í Eyjum mátt hugleiða eins rækilega, hvar þeir leggja til at- kvæði sitt á kjördegi eins og nú. Hvert eitt atkvæði, sem Ólafur Þ. Kristjónsson fær við þessar kosningar, getur orðið þess vald- andi, að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn nái hrein um meirihluta á Alþingi við kosningarnar og geti þó myndað þó festu í stjórnarhóttum lands- ins, sem okkur er nú lífsnauðsyn svo að bætt verði úr öngþveit- inu og ringulreiðinni, sem nú ríkir á flestum sviðum í íslenzku stjórnmólalífi og stjórnarhátt- um. Minnumst þess m. a. Vest- mannaeyingar, að víð þurfum að fá þá skipan á útflutningsmólin, að sjómenn og útgerðarmenn Framhald á 2. síðu.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.