Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.06.1956, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 20.06.1956, Blaðsíða 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ ‘Uallur á UornL Telja foringjar Sjálfstæðis- flokksins sér vísan stnðning kommúnista til stjórnarmyndun ar, ef umbótaflokkarnir fá ekki nægan meiri liluta eftir alþingis- kosningarnar? Hérna á dögunum átti ég tal um þessi mál öll við greindan kunningja minn, sem fylgir Al- þýðubandalaginu að málum. — Hann hefur nána samvinnu við Karl Guðjónsson og lians lið. Ég spyr hann: „Hefurðu trú á því, að sósíalistarnir standi við hlið þingmanna Sjálfstæðis- flokksins um að beita lagaleysu og ofbeldi meðj því að reka heim af þingi uppbótarþingmenn Al- þýðuflokksins, svo að Sjálfstæð- isflokkurinn geti fengið fleiri uppbótarþingmenn og þeir sjálf- ir?“ „Já, það er alveg sjálfsagt,1' sagði hann. „En þá er líka á eftir útilokuð vinstri samvinna um stjórnarmyndun, ef hræðslu bandalagið okkar nær ekki al- veg nægilega sterkum meiri hluta við kosningarnar“. — Svar þessa kunningja míns í Alþýðu- bandalaginu þótti mér mjög at- liyglisvert, svo að ég hef ekki um annað meira liugsað síðan. Svar sósíalistans var þetta: „Það er ekkert til fyrirstöðu, að við sósí- alistar getum gengið til stjórn- armyndunar með Sjálfstæðisfl. eins og árið 1944“. — Mig setti hljóðan við þetta svar. Og vegna þess að ég vissi, að andlegt sam- band Karls Guðjónssonar og þessa kunningja míns er mjög náið um bessar mundir, þóttist ég vita, að hann hefði svarið eða hugsunina 1 því frá Karli. Þá kom mér það í hug, að „herra Ólafur Thors“ vissi fyr- irætlanir „Iierra Einars OÍgeirs- sonar“ og félaga hans um skil- yrðin fyrir hlutleysinu á síðasl. vori, áður en Hermann Jónas- son og aðrir Framsóknarþing- menn vissu þau, og voru þeir þó annar aðilinn, sá sem bað um hlutleysið. Við skulum gera okkar til að tryggja umbótaflokkunum sig- urinn á sunnudaginn kennir og vinna þannig að því, að loka úti öngþveitið í íslen-kum stjórn- málum næsta kjörtímabil. * Ég er að vella því fyrir mér, hvers vegna Sósíalistaflokkurinn hefur tekið það ráð að þykjast vera dauður. Karl Guðjónsson skýrði frá þessu klækjabragði flokksins í Samkomuhúsinu í. þ. m. Karl hlýtur að vita þetta nrj°g vel, þvi að hann var Joing- maður flokksins, og skal það því ekki dregið í efa, að þetta sé satt. En hverjar skyldu þá or- sakirnar vera lyrir því. að svo er komið? I síðustu alþingiskosningum rnisstu sósíalistar fimmta hvert atkvæði, og er það meira tap en nokkur annar flokkur hefur orð ið að líða um iangt skeið hér á landi. — Þá átti það sér stað í marz í vetur, að hinn andlegi leiðtogi og átrúnaðargoð komm- únista, Stalin, var afhjúpaður. og reyndist hann þá hafa verið ójrokki og grimmdarseggur, með meiri glæpaverk á samvizkunni en nokkur annar maður, er ver- aldarsagan getur um. Þetta var stórt áfall fyrir íslenzka komm- únista, jjar sem leiðtogar þeirra höfðu í árátugi [pónað jæssu er- lenda skálksmenni og tillteðið J^að. Það er af þessum ástæðum, sem Sósíalistaflokkurinn þykist vera dauður. Og Alþýðubanda- lagið er stofnað til þess að breiða yfir hinn austræna undirlægju- hátt með því að reyna enn að blekkja íslenzka kjósendur, því að bak við allt þetta brölt stend- ur harðsnúinn línukommúnisti, sem heiiir Brynjólfur Bjarnason, maðurinn, sem sagði, að Jiað „mætti skjóta án miskunnar á íslandi“. * Um síðustu helgi átti Jóhann Þ. Jósefsson 70 ára afmæli. Blað- ið Eylkir minntist þess með löng um og eftir því efnislitlum grein um, þegar Jæss er gætt, að hér átti hlut að niáli maður, sem er búinn að vera þingmaður Vest- mannaeyjakaupstaðar í 33 ár. Kaffidrykkja var í Samkomuhús inu í tilefni afmælisins og terta á borðum, og voru sumir gest- anna látnir greiða 15 kr. fyrir kaffisöpann. Fvrir þessu afmæl- ishófi höfðu staðið hin svo köll- uðu sjálfstæðisfélög í bænum. Okkur finnst skömm til þess koma, að 1 )jóða trúum og dygg- um kjósendum kaffisopa ein- vörðungu á slíku merkisafmæli. Ekki minna en svínasteik liefði sæmt afmælisbarninu. * Sannir kommúnistar reyna að reyta af sér borgaraleg einkenni. —■ Þeir segja sig úr lögum við kirkju og kristindóm. Þeir láta ekki skíra börnin sín. Stalin var þeirra drottinn, meðan hans naut við. Jafnvel hér í Vestm.- eyjum finnast slíkar týpur, — menn, sem reyndu að fylla tóm sálarinnar með því að hafa myndir eða líkneski af þessum austurlenzka ójrokka í hýbílum sínum. En Stalin brást, og nú er Jrað ljóst, að í einfaldri Jrjón- X Olafur ustu sinni við hann hafa íslenzk ir menn váðið mikinn reyk. — Sumir læra af reynslunni og láta sannleikann gera sig frjálsa. Kommar hér í Eyjum eru dálít- ið út af fyrir sig, enda eru til- tektir þeirra sérstæðar, sem sé að yfirfæra dýrðargloríuna af Sta- lin á Karl Guðjónsson. Auðvit- að er Karl sjálfur potturinn og pannan í þessu, eins og Eyjablað ið vitnar um. Allir vita, að Sig. Stefánss. er blásnauður af hug- Misjafnf hðfumst við að. Framhald af 1■ síðu. Morgunblaðshöllina. - Þannig sáu þessir menn hag útgerðar- innar borgið. Það verður gam- an að sjá, þegar Morgunblaðs- höllin leggur frá landi með fisk- farminn! Á sama tíma og þetta gerðist, hafa samvinnumenn í landinu keypt olíuflutningaskip, stærsta farkost, sem íslendingar hafa eignazt og spara mun þjóðinni tugi milljóna árlega í framtíð- inni. Samvinnumenn hafa klif- ið þrítugan hamarinn við marg- víslega erfiðleika til þess að tryggja framtíð þjóðarinnar eft- ir mætti á Jressu sviði sem öðr- um“. Tiviinn. í fljóttí bragði virðist svo sem jslenzkir útgerðaruienn >éu ekki á hvínandi kúpunni eða í pen- ingahraki. meðan trúnaðarmenn Jieira geta sólundað fé útvegs- manna í pólitískar hallir kaup- manna og Morgunblaðsins í Reykjavík. Þessir káupmenn í Reykjavík byggja á Jreirri sann færingu sinni, að útgerðarmönn- um megi bjóða allt, svo undir- gefnir og hlýðnir séu Jreir og á- nauðugir peningavaldi Reykja- víkur. En nú erunr við sannfærðir um, að útgerðarmönnum er nóg boðið. Eina ráðið, sem Jteir geta gripið til, er að sýna foringjun- um í tvo heimana með því að draga úr atkvæðamágni Sjálfst,- sjónum en Gunnlaugur Tryggvi ekki pennafær, og slitrur úr dag- bókum Ása í Bæ ekki alltaf við hendina. Hefur Karl ekki setið á Al- þingi í þrjú ár og á þessum tíma komið fram einni lagabreyt- ingu? Jú, Jrar stendur „frá Hvols velli“ í staðinn fyrir „úr Land- eyjum“. Og svo er hann fram- úrskarandi ræðumaður og fóta- lipur, ef hann þarf að flýja rök andstæðinga sinna. Já, hvers vegna ekki að gefa honum Kalla dýrðina? Bara að það væri nú hægt að kríta á hann geislabaug! * Úr kvæðinu Pétursborg eftir Stefán G.: Þá blasti við blæðandi hrönnin, þá breyttust þau kynjamögn ögn, í hræreyk og helkyrrðar þögn. Og faílinn lá bróðir um bróður og barn við skaut sinnar móður. Hún roðnaði, rússneska fönnin. Þessar línur gætu vel verið um eitthvert grimmdarverk Sta- lin-ismans, samanber ræðu Krút- séf: Hann rak börn og gamal- menn út á gaddinn og lét myrða saklaust fólk þúsundum saman. En þrátt fyrir allt lofuðu ís- lenzkir kommúnistar Stalin, meistara sinn, og sögðu: „Þar brosir aðeins maður, sem er mannsins bezti vin“. Heiðarlegt fólk spyr hinsvegar: Hvenær hættir rússneska fönnin að roðna af saklausu blóði? Hjúskaparheit-. Opinberað hafa hjúskaparheit sitt Vígluncktr Þór Þorsteinsson, kennari, Goðasteini, og Fríða kennari Daníelsdóttir, Hörðdals málarameistara í Hafnarfirði Jóhann Þ. Jósefsson varð 70 ára 17. Jd. m. Flokks- félög hans hér í bæ héldu hon- um samsæti í Samkomuhúsinu í tilefni atmælisins. flokksins við Jæssar kosningar. Það er J>að einj. vopn, sem eig- inhagsmunamenn Jressir óttast og taka tillit til. Jjá mundi þeirn skiljast, að útgerðarmönnum er nóg boðið. mmmmmmimmmmmtmi TILBOÐ óskast í bifreiðina V 55 (Flugrútan). Tilboðin óskast fyrir 20. þ. m. — Öll réttindi áskilin. FLUGFÉLAG ÍSLANDS H.F. KARL KRISTMANNS. Símar 520 og 525. SSSSSSSSSSS8SSSS2S8SSSSSSS8SSSSS28SS88SS2S2S2SSSSSSS2SS8SSSS2SSSS8SS8SS8SS8SS888S8SSS8SSSS88S8S88SS8S8S8SS8 Úfvarpað verður fró framboðsfundinum ó föstu- daginn á bylgjulengd 210. Þ. Krisljánsson

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.