Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.06.1956, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 20.06.1956, Blaðsíða 2
 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Við sýnum það við kjörborðið. Á öðrum stað hér í blaðinu er birt greinargerð um muninn á aflafleytum stórgróðakerfisins og einstaklingshyggjunnar, liluta félögunum, og félögum fólksins í landinu, kaupfélögunum. Lófi peningavaldsins íslenzka er í Reykjavík, en fingurnir teygja sig út um alit land, og ekki sízt hingað til \?estmannaeyja. Sam- vinnufélögin í landinu vinna fyrir fólkið og hamla á móti skefjalausri gróðagræðgi pen- ingavaldsins í Reykjavík. Þetta skilur liver kjósandi, sem vill skilja það. Aðeins tuttugu menn og félög hér í Eyjnm eiga sam- leið með peningavaldi höfuð- borgarinnar og foringjum, eða kjarna Sjálfstæðisflokksins þar. Allir hinir Eyjabúar eiga sam- leið með fólkinu í landinu, sem m. a. styðst við samvinnufélögin í lífsbaráttunni. Það er því óeðli legt hverjum óbreyttum kjós- anda til lands og sjávar að veita s tórgróða va Idinu bra u targeng i við þingkosningar. — Við þessar kosningar mun það líka korna berlega í ljós, að mikill liópur Eyjabúa vill hætta þeim óeðii- lega stuðningi og veita samtök- um sjálfs fólksins lið með atkv. sínu við þessar kosningar. — Við Eyjabúar erurn engir „snobbar- ar“, og við skiljum því okkar vitjunartíma. Við kjósum fulltrúa urnbóta- flokkanna, Ólaf Þ. Kristjánsson, á þing, til þess m. a. að styðja samtök fólksins sjálfs í landinu. Skilningur okkar og þroski í fé- lagsmálum fer vaxandi. Það sýn- um við í verkinu, — við kjör- borðið. Fjórmól ríkisins. Landsbankinn gefur út árbók, Framsóknar- j blaðið j ) RITSTJÓRI OG ( ( ÁBYRGÐARMAÐUR: ) ) ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON ( ) AFGREIÐSLU ANNAST: ( ( SVEINN GUÐMUNDSSON. ) ( GJALDKERI BLAÐSINS: ) ) SIGURGEIR KRISTJÁNSSON ( ) AUGLÝSINGAR ANNAST: ) j SVEINBJ. GUÐLAUGSSON. ) sem ekki er í margra liöndum. Þess vegna kýs Framsóknarblað- ið að birta liér svolítinn kafla úr árbók bankans um fjármál ríkisins. Þar segir m. a.: „Ennþá liggja ekki fyrir end- anlegir ríkisreikningar, en ljóst er, að afkoma ríkissjóðs var mjög góð á árinu 1955. Allt út- lit er fyrir, að rekstrarafgangur ríkissjóðs liali ekki orðið minni en árið 1954, en þá nam hann 98,5 millj. króna. Mikill hluti rekstrarafgangs fór Lil þess að greiða halla á eignahreyfinga- reikningi, en 55 millj. kr. af honum var ráðstafað með lögum til Ræktunarsjóðs, Fiskveiða- sjóðs, íbúðalána og fleiri nota — —Svo sem kunnugt er, þá er það Framsóknarmaður, sem fer með fjármál ríkissjóðs. Gjaldeyrismálin. Um þau segir í árbók Lands- bankans m .a.: „Gjaldeýrisstaðan versnaði mjög mikið á árinu 1955, enda varð verzlunarhallinn meiri en dæmi eru til áður, eða alls 416 millj. króna“. Öllum er það kunnugt, að það er ráðherra úr Sjálfstæðisflokkn- um, sem fer með gjaldeyrismál- in. — Dró íslenzka sjómanna- stéftin af sér? Skyldi hin neikvæða gjaldeyr- isstaða íslenzku þjóðarinnar ár- ið 1955 stafa af því, að íslenzka sjómannastéttin hafi dregið af sér við framleiðslustörfin á fyrra ári? Ónei, síður en svo. Hún afi- aði 5,5% meira magn en árið áður (i954).En því meir sem aflast af gjaldeyri, þeim mun meir vex innflutningurinn á skraninu. ALÞINGISKOSNINGAR. Kosningar til Alþingis á þingmanni fyrir Vestmannaeyjar fara fram 24. þ. m. og hefjast kl. 10 árdegis. Kosið verður í tveimur kjördeildum þannig: 1. kjördeild: Ákógeshúsið. Þar greiða þeir atkvæði, sem heima eiga ,i bæjum og í liúsum, sem eigi eru talin við götur og ennfremur þeir, sem búa við götur, sem heita nöfnum, sem byrja á bókstöíunum A—H, að báðum þeim bókstöfum meðtöldum. 2. kjördeild: Hús K. F. U. M. Þar greiða þeir atkvæði, sem búa við götur, sem lieita nöfn- um, sem byrja á bókstaf síðar í stafrófinu. Einn'ig þeir, sem eru á aukakjörskrá. Yfirkjörstjórn. mmmíi s Lögtaksúrskurður! Lögtak má fara fram til tryggingar ógreiddum, gjaldföllnum útsvarshlutum til bæjarsjóðs Vestmannaeyja upþ í útsvör 1956, sem svarar helmingi álagðs útsvars 1955, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, að liðnum átta dögurn frá lögbirtingu úrskurðar þessa. Bæjarfógétinn í Vestmannaeyjum, 19. júní 1956. FR. ÞORSTEINSSON ftr. (sign. L. S.) T i 1 s ö 1 u! .þýzkur barnavagri. — Uppíýsingar að Reykjum. Sími 225. mmmmmmmmmmsm X Úlafur Þ. Kristjánsson ANNÁLL. Skólpið. Ein hin mestaðkallandi nauð- syn hér í bæ er að stemma stigu fyrir því, að skólpið úr bænum renni í höfnina. — Það veldur margvíslegum óþægindum og skaða. Þar um hafa fæst orð minnsta ábyrgð. rillaga okkar Framsóknar- manna er sú, að nú þegar verði hafizt handa um að leggja aðal- veitu úr vesturbænum fram með Hlíðarbrekkum norður á Eiði. í þá aðalveitu mætti leiða skólppipur úr öllu Hásteins- hverfi og ef til vill vesturhluta Brekastígs, Hásveinsvegar, Vest- mannabrautar og Faxastígs. Þessar framkvæmdir þola enga bið héðan af. Aflinn. Nokkrir stórir bátar stunda nú veiðar með handfæri. í fyrri viku fengu þeir nokkurn afla. Um miðja vikuna komu þeir að með 1800—2400 fiska eftir 2 sólarhringa útiveru. Aflinn er mest einvörðungu ufsi. Á bátun- um eru 4—6 menn. Afli á opna báta er tregur, enda sækja jreir aðeins á grynnstu heimamið, en stóru bátarnir fá aflan á svæðinu frá Pétursey austur uridir Dyrhóla- ey. Nokkrir bátar stunda veiðar með dragnót og liafa fengið góð- an afla. Lendur Gagnfræðaskólans. Unnið hefur verið að Jiví öðru livoru, Jiað sem af er Jiess- um mánuði, að jafna og laga land Gagnfræðaskólans norðan byggingarinnar. — Rigningar hamla verkinu. Þarna er um að ræða mikinn tilflutning á mold, og ógerningur að inna það verk af liendi með ýtu, nema moldin sé þúrr. Verkamannabústað- irnir. I ráði hefur verið lengi að hefja byggingu á fjórum verka- mannabústöðum hér á þessu sumri. Von er að menn spyrji, hvað líði undirbúningi þeirra framkvæmda. Samið hefur ver- ið um kaup á lóðum undir hús- in í túni Hofs við Landagötu. Þá hefur nú loks náðst sam- komulag við stjórn Byggingar- sjóðs verkamanna í Reykjavík um stærð íbúðanna. Lán til í- búðanna eru afráðin og láns- kjör. Miklar vonir standa til þess að byggingarframkvæmdir geti haf- izt upp úr miðju sumri, ef skipu lagsstjóri lætur ekki á sér standa.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.