Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.06.1956, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 20.06.1956, Blaðsíða 1
HVER ER MUNURINN? Það er hollt að rifja upp þau höfuðeinkenni, sem skilja að samvinnurekstur og einkarekst- ur. Því er haldið fram, að nú á dögum sé þessi munur enginn. Ekkert er fjærri sanni. Munur inn er mjög mikill, eins og eftir farandi höfuðatriði sýna: /. Kuupfclögin eru öllum op- in, en einkafélögin eru lokuð. Það getur ekki hver sem vill , fengið að ganga í hlutafélag. Til þess að fá inngöngu, þurfa menn fyrsf og fremst að leggja fram peninga. Það eru peningar, en ekki menn, sem teknir eru í hlutafélögin. — Samvinnufélög- in eru hinsvegar öllum opin, þar er mönnum veitt innganga sem frjálsum einstaklingum, livort þeir eru ríkir eða fátækir. 2. Fólkið stjórnar kaupfélög- unum, peningarnir stjórna einkafélögunum. I kaupfélögun um gildir sú meginregla ávallt að hver félagsmáður hefur aðeins eitt atkvæði, hvort sem hann er ríkur eða fátækur, hvort sem hann verzlar mikið eða lít- ið við félagið. Þetta er efnahags- legt lýðræði í framkvæmd. — Hlutafélög veita eigendum sín- um atkvæði eftir því, hve marga hluti þeir eiga. Það eru p&ning- ar en ekki menn, sem stjórna þeim félögum. 5. Félagsfólkið fœr tekjuaf- gang kaupfélaganna. — Fáir eig- endur hirða gróða einkafélag- anna. Þegar tekjuafgangur verð ur hjá kaupfélagi er honum skilað aftur til þeirra ,sem raun verulega eiga hann, — þeirra, sem verzlað hafa við félagið. Þeir fá afganginn í hlutfalli við verzlun sína. — Þegar gróði verð ur hjá hlutafélagi, hirða eigend- ur félagsins hann í hlutfalli við þá peninga, sem þeir lögðu í fyr irtækið. Viðskiptavinirnir, sem gróðinn var tekinn af, fá ekkert. 4. Kaupfélögin bera ábyrgð gagnvart. fólkinu, kaupmenn ekki. Það leiðir af þessu eðli kaupfélaganna, að þau og S. í. S. verða að annast margvíslega þjónustu fyrir fólkið, sem kaup- mönnum ber engin skylda til að sinna og þeir sinna ekki. Kaup félögin verða að sjá fyrir nauð- synjavöru, en kaupmenn geta snúið sér að ónauðsynlegri vöru "(sem gróði er á) og gera oft. 5. Kaupfélaögin eru bundin við það hérað, sem stofnar pau, — einkafjármagnið er óbundið. — Kaupfélögin geta ekki farið af starfssvæði sínu og verða þar kyrr, lögum samkvæmt, enda þótt allt fólk flytti af svæðinu. Það fjármagn sem skapast í kaup íéiagi, verður kyrrt, þar sem það er til orðið. — Hins vegar getur einkafjármagnið farið með at- vinnutæki og fé, hvert sem því sýnist. Kaupfélög eru kyrr — — kaupmenn flytja á brott. Kaup félög geta ekki farið með at- vinnutækin vestur til Nýfundna lands, eins og peningamenn hafa §ert- ani 6. Kaupfélögin hafa frá önd- verðu haft frœðslu- og menning arhlutverki að gegna og upp- fylla það með skólarekstri, bréfa skóla, útgáfu blaða og bóka og fleiru. Hjá einkaframtakinu er slíkur stuðningur algerlega háð- ur duttlungum einstaklinga. Af þessum • höfuðdráttum geta menn séð, að mikill eðlis- munur er á samvinnufélögum og einkafyrirtækjum, og enginn hugsandi maður getur látið, sem hann ekki sjái þennan mun. Og þetta er ekki aðeins í orði. Við hvern og einn þessara liða hefði mátt bæta íöngum upptaln ingum af dæmum, sem sanna muninn. Kaupfélögin eru stofnuð af fólhinu sjálfu, stjórnað af fólk- inu og starfa fyrir fólkið. (Samvinnan). Misjaínl höfumsl við að. Samband íslenzkra fiskframleiðenda (S. 1. F.) lagði fé í Morgunblaðshöllina í stað fiskflutningaskips. Á sama tíma réðust samyinnumenn í það við margvíslega erfiðleika, að kaupa stórt olíuflutn- ingaskip til þess að geta lækkað olíuverðið og létta auknum kostnaði af útgerðinni. kaupm. í Borg, Lúðvík Þorgeirs- son, kaupm., og Björgvin Frið- riksson, allir stjórnarmeðlimir Varðar (stjórnmálafélag Sjálfst.- flokksins). Fimmti kaupandinn „'Eins og kunnugt er, þá er S. í. F. mikill fiskhringur og sér um mjög mikla saltfisksölu til útlanda. Til þeirra flutninga vantar íslendinga tilfinnanlega fiskflutningaskip. Fyrir fjórum árum ákvað S.í. F. að festa kaup á slíku skipi og selja niðursuðu- verksmiðju sína til" þess að fá fé til skipakaupanna. Verksmiðjan var seld, en þess þó gætt, að hún væri enn í höndum íhaldsgæð- inga Thorsara. Svo virðist sem bezt hafi yerið að selja verk- smiðjuna stjórn Varðarfélagsins, því að kaupendur voru Birgir Kjaran, Þorbjörn Jóhannesson, var Gunnlaugur Briem, tengda- sonur Richards Thors, og varð hann framkvæmdastjóri. Nú mætti ætla, að skipakaupa peningarnir væru fengnir, enda voru kaupendurnir engir aukvis ar. En árin liðu og ekkert frétt- ist um skipakaup. — í reisugildi Morgunblaðshallarinnar kom hinsvegar upp úr dúrnum, að skipsverðið hafði verið lagt í Framhald á 4. síðu. Isienzka þjóðin óvírl. Bandarískt blað hefur látið orð falla um það, að íslendingar séu til flests fáanlegir fyrir doll- arann. Með þessari fullyrðingu er íslenzka þjóðin stórlega óvirt. Ef til vill eigum við sjálfir, ís- lendingar, nokkra sök á því. — Stærsta blað landsins, Morgun- blaðið, og stærsti stjórnmála- flokkur landsins, Sjálfstæðis- flokkurinn, hefur að undan- förnu haldið því fram, að við hefðum ekki efni á því að missa dollaratekjurnar af Keflavíkur- flugvelli og yrðum því að hafa setuliðið í landinu um óákveð- inn tíma, en það þýðir alltaf. Þar með er sjálfstæði okkar ís- lendinga lokið, við vöknum þá við það í framtíðinni eftir vær- an þjóðernisblund, að dollarinn ræður ríkjum á íslandi en ekki íslenzka þjóðin. Þegar bandaríski blaðamaður- inn bendir á, að við íslendingar séum í'áanlegir til alls fyrir doll- ara, þá gefur hann um leið til kynna, að við séum ekki öðru- vísi en íbúar smáríkjanna í Mið- Ameríku, sem létu ginnast af dollaranum og lúta síðan áhrif- um hans og tangarhaldi í einu og öllu. Mundum við geta á annan veg óvirt stúlku meir en að segja um hana, aQ hún gerði allt fyrir dollara? Mundi Jóhanni Þ. Jós- efssyni ekki telja sér stórlega misboðið, ef einhver segði við hann, að hann gerði allt fyrir dollara, líka að svíkja land sitt á vald stórveldis og erlends fjár- magns? Þessu hafa einmitt Sjálf- stæðismenn haldið fram um kommúnista, að þeir væru jafn- vel fúsir til að svíkja þjóð sína á vald Rússa, ef rússnéskt vin- fengi og völd fengjust í aðra hönd. Það er mikið harmsefni, að stærsti stjórnmálaflokkur lands- ins skuli nú gefa heiminum á- stæðu til að ætla, að við íslend- ingar séum mútukindur, sem Framhald á 3. síðu. X Úlafur Þ. Kristiánsson

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.