Morgunblaðið - 26.06.2010, Qupperneq 1
LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010
íþróttir
Efstir ÍBV er komið í efsta sætið eftir sigur á Selfyssingum í Suðurlandsslagnum í Eyjum, 3:0.
Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö markanna. Fimmti ósigur Selfossliðsins í röð. 4
Íþróttir
mbl.is
„Ég lít á þetta sem spennandi tæki-
færi fyrir mig til þess að spila í einni
sterkustu deild í heimi og þroskast
áfram sem handknattleiksmaður,“
sagði Elvar Friðriksson úr Val sem í
gær skrifaði undir þriggja ára samn-
ing við danska úrvalsdeildarliðið
Lemvig á Norðvestur-Jótlandi.
Lemvig lék í úrvalsdeildinni á síð-
ustu leiktíð og tókst að forðast fall.
Það hefur nú styrkt sig verulega og
var Elvar einn fimm leikmanna sem
gengu frá samningi við liðið í gær.
„Liðið hefur styrkt sig verulega
og ég sé ekki fram á annað en að
skemmtilegir tímar séu framundan,“
sagði Elvar sem leikið hefur með Val
allan sinn feril. „Ég hef verið í góðu
sambandi við Valsmenn alveg frá því
að boðið frá Lemvig kom upp í hend-
urnar á mér. Hjá Val vissu menn að
hugur minn stæði til þess að fara út
og þeir hafa ekkert staðið í vegi fyrir
því. Þetta átti sér stuttan aðdrag-
anda. Forráðamenn Lemvig höfðu
samband og buðu mér út til æfinga.
Í framhaldinu var mér boðinn samn-
ingur og nú hef ég skrifað undir. Ég
er mjög ánægður og sé fram á
skemmtilega tíma í einni sterkustu
deild í heimi,“ segir Elvar Frið-
riksson, en hann bætist í stóran hóp
leikmanna Vals sem eru horfnir á
braut frá félaginu í sumar.
Einn Íslendingur hefur áður leikið
með Lemvig. Það var Stjörnumað-
urinn Vilhjálmur Halldórsson. Hann
lék með Lemvig veturinn 2007 til
2008. iben@mbl.is
Elvar frá Val til Lemvig
Samdi til þriggja ára við danska úrvalsdeildarliðið
Einn fimm nýrra leikmanna Margir farnir frá Val
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Suður-
Afríku lauk í gærkvöld og þar með varð endanlega
ljóst hvaða 16 lið það yrðu sem halda áfram
keppni og slást um 19. heimsmeistaratitilinn í
knattspyrnu. Spánn og Chile kræktu í tvö síðustu
sætin og Spánverjar náðu um leið að forðast að
mæta Brasilíu í 16-liða úrslitum eins og horfur
voru á. Þeir fá grannaslag við Portúgal í staðinn.
Nú liggur líka fyrir hvernig möguleg leið lið-
anna í undanúrslit keppninnar lítur út.
Úrúgvæ, Suður-Kórea, Bandaríkin og Gana
mætast innbyrðis fram að undanúrslitum. Eitt
þeirra mun því standa eftir. Fari sigurliðin í riðl-
unum í gegnum 16-liða úrslit verða það Úrúgvæ
og Bandaríkin sem eigast við í 8-liða úrslitum.
Argentína, Mexíkó, Þýskaland og England
munu slást um eitt sæti í undanúrslitum. Sigur-
liðið í viðureign Englands og Þýskalands á morg-
un mætir Argentínu ef allt fer eftir bókinni.
Holland, Slóvakía, Brasilía og Chile eru á
sama kanti og þar er í sigtinu spennandi viðureign
Hollands og Brasilíu í 8-liða úrslitum.
Paragvæ, Japan, Spánn og Portúgal mynda
síðasta fjögurra þjóða hópinn. Það gæti endað
með leik Spánar og Paragvæ í 8-liða úrslitum.
Fari allt áfram eftir bókinni í 8-liða úrslitum
yrðu viðureignir undanúrslitanna á milli Brasilíu
og Úrúgvæ annars vegar og milli Argentínu og
Spánar hinsvegar. En það gætu að sjálfsögðu orð-
ið allt önnur fjögur lið sem ættu í hlut.
Baráttan heldur áfram í dag en 16-liða úrslitin
eru leikin næstu fjóra daga, tveir leikir á degi
hverjum. »2-3
Sextán sem koma til greina
Verða Brasilía – Úrúgvæ og Argentína – Spánn leikirnir í undanúrslitum?
Signý Arnórs-
dóttir úr Keili og
Arnar Snær Há-
konarson úr GR
eru efst að lokn-
um fyrsta hring á
Canon-mótinu í
golfi sem er hluti
af Eimskips-
mótaröðinni.
Signý lék Urr-
iðavöll á 72
höggum og hefur tveggja högga
forystu á Ólafíu Þórunni Krist-
insdóttur, GR. Signý er á höggi yfir
pari. Góð frammistaða Nínu Bjark-
ar Geirsdóttur, fyrrverandi Íslands-
meistara úr Kili, vekur athygli en
hún lék á 75 höggum og er jöfn nú-
verandi Íslandsmeistara, Valdísi
Þóru Jónsdóttur úr Leyni. Nína lét
ekki mikið að sér kveða í fyrra og er
að keppa á sínu fyrsta stigamóti í
sumar.
Ungur kylfingur, Arnar Snær,
náði sér virkilega vel á strik og lék á
69 höggum. Einn annar kylfingur
lék undir pari en það var landsliðs-
maðurinn Hlynur Geir Hjartarson
úr Keili. Höggi á eftir Hlyni og
tveimur á eftir Arnari koma Björg-
vin Smári Kristjánsson, GKG og
Sigurpáll Geir Sveinsson, Keili. Þrír
kylfingar léku á 72 höggum. Einn
þeirra, Sigmundur Einar Másson
GKG, varð einmitt Íslandsmeistari á
Urriðavelli fyrir nokkrum árum.
„Gamla“ kempan Ólafur Már Sig-
urðsson, GR, og stigameistarinn í
fyrra, Alfreð Brynjar Kristinsson,
GKG, voru einnig á 72 höggum.
54 holur eru leiknar í mótinu sem
er það þriðja í röðinni á Eimskips-
mótaröðinni og heldur áfram í dag.
Valdís Þóra hefur sigrað í kvenna-
flokki á báðum mótunum. Björgvin
Sigurbergsson sigraði hjá körlunum
á Flugfélags Íslands-mótinu í Vest-
mannaeyjum og Sigurþór Jónsson á
Fitness Sport-mótinu á Leirdals-
velli. kris@mbl.is
Arnar Snær á
69 höggum á
Urriðavelli
Signý
Arnórsdóttir
Arna Sif Pálsdóttir, landsliðskona í
handknattleik, hefur flutt sig um
set innan Danmerkur. Hún hefur
skrifað undir samning við úrvals-
deildarliðið Team Esbjerg en hún
var í herbúðum Horsens á síðasta
tímabili. Horsens féll úr úrvals-
deildinni í vor. Arna Sif, sem er 22
ára gömul, skoraði 19 mörk í 20
leikjum fyrir Horsens og lék stórt
hlutverk í varnarleiknum.
Haft er eftir Flemming Viderik-
sen, íþróttastjóra Team Esbjerg, á
vefsíðunni hbold.dk að Arna Sif
verði mikilvægur hlekkur í varn-
arleik liðsins sem hafi gengið í
gegnum nokkrar breytingar frá
síðasta tímabili. „Það skipti okkur
miklu máli að fá leikmenn sem geta
leikið jafnt í vörn sem sókn. Arna
uppfyllir þær
kröfur auk þess
sem hún kemur
með baráttuanda
inn í liðið frá eyj-
unni í norðri.
Hún er vön að
leggja hart að
sér við æfingar
og kemur með
ferska vinda inn í
leikmannahóp
okkar sem mun örugglega gera
gott lið betra,“ segir Videriksen.
Arna Sif hefur átt sæti í íslenska
landsliðinu sem hefur unnið sér
þátttökurétt á EM sem fram fer í
Danmörku í desember. Áður en hún
hélt til Danmerkur lék hún með
HK. iben@mbl.is
Arna samdi við Esbjerg
Arna Sif
Pálsdóttir
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Peyjarnir Það er ekki síður fjör í Vestmannaeyjum en í Suður-Afríku þessa dagana þar sem strákarnir í 6. flokki heyja sína eigin heimsmeistarakeppni,
nánar til tekið Shellmótið, hið árlega peyjamót ÍBV. Þessir Njarðvíkingar voru í varnarvegg í leik við ÍR og voru smeykir þegar boltinn nálgaðist.