Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 4
Á VELLINUM Júlíus G. Ingason sport@mbl.is Eyjamenn unnu sannfærandi 3:0- sigur á Selfossi í fyrsta Suður- landsslag efstu deildar þegar ná- grannaliðin tvö mættust á Há- steinsvelli í gærkvöldi. Tryggvi Guðmundsson skoraði fyrsta mark- ið eftir aðeins 40 sekúndur en þrátt fyrir einstefnu að marki Sel- fyssinga urðu mörkin ekki fleiri. Síðari hálfleikur var örlítið jafnari en Tonny Mawejje og Tryggvi bættu við tveimur mörkum og þar við sat. Talsverð tengsl eru á milli félag- anna tveggja, leikmenn hafa farið á milli í gegnum árin en í leik- mannahópi Selfyssinga mátti m.a. finna þrjá Selfyssinga sem höfðu leikið með ÍBV í efstu deild. Það ríkti því talsverð eftirvænting í Eyjum í gærkvöldi enda létu áhorfendur sig ekki vanta á Há- steinsvöllinn því bæði Eyjamenn og Selfyssingar fjölmenntu og stemningin var skemmtileg. Aftur eru Eyjamenn komnir á topp deildarinnar, tímabundið í það minnsta. Þeir sem spáðu liðinu botnbaráttu í sumar eru líklega flestir tilbúnir að viðurkenna það að Eyjamenn hafa alla möguleika á að berjast um Íslandsmeist- aratitilinn í sumar. Í því samhengi er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að af þeim níu leikjum sem ÍBV hefur leikið í sumar eru sex á útivelli og aðeins þrír á heimavelli. Eyjamenn hafa til þessa verið taldir það lið sem gengur hvað verst á útivelli og hvað best á heimavelli en þrátt fyrir fáa heimaleiki er ÍBV í efsta sæti deildarinnar. Stuðningsmenn liðsins bíða spenntir eftir júl- ímánuði þegar ÍBV leikur fimm heimaleiki í röð, hvorki meira né minna, og með góðu gengi í þeim leikjum gæti haustið orðið ansi spennandi í Eyjum. Gamli refurinn Tryggvi Guð- mundsson sýndi að markanefið er enn í góðu lagi en Tryggvi er nú markahæstur í liði ÍBV með fjögur mörk. Í raun er erfitt að finna veikan hlekk í liði Eyjamanna eins og liðið hefur spilað undanfarið. Það er helst fyrrnefndur skortur á nýtingu færa sem er veikleiki. Þá mun brotthvarf enska bakvarð- arins James Hurst skilja eftir sig skarð sem verður vandfyllt en Hurst hefur þótt leika afbragðsvel á lánstímanum hjá ÍBV. Eftir ágæta byrjun Selfyssinga, þar sem liðið vann m.a. frækinn útisigur gegn KR, hefur liðið nú tapað fimm leikjum í röð. Það er hugsanlega meira en brothætt lið nýliðanna ræður við en þó vantar ekkert upp á umgjörðina hjá félag- inu. Nýr heimavöllur verður brátt tekinn í notkun og stuðningsmenn Selfyssinga eru þeir bestu í upp- hafi Íslandsmótsins. Nú er það verkefni leikmannanna sjálfra að fylgja eftir uppganginum inni á vellinum. Getan er svo sannarlega fyrir hendi en sjálfstraustið skortir sárlega. Sannfærandi sigur ÍBV  Eyjamenn aftur á toppnum eftir 3:0-sigur á Selfyssingum  Stemning í fyrsta Suðurlandsslagnum  Fimmti ósigurinn í röð hjá nýliðunum Ljósmynd/Sigfús Gunnar Marksækinn Tryggvi Guðmundsson var aðeins 40 sekúndur að koma ÍBV yfir í leiknum í gærkvöldi. Hér sækir hann að marki Selfyssinga en Ingólfur Þórarinsson er til varnar. Ingólfur og félagar máttu sætta sig við sinn fimmta ósigur í röð í deildinni en Eyjamenn skelltu sér í toppsætið með sigrinum. 4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 Júlíus G. Ingason sport@mbl.is „Þetta minnti bara á gömlu góðu tímana,“ sagði Tryggvi Guðmunds- son eftir að hafa skorað tvö mörk gegn Selfossi í gærkvöldi. „En það sem skiptir máli er auðvitað sigurinn og að við skulum koma okkur í topp- sætið. Þetta var bara góður sigur og ljúfur. Við náðum samt sem áður ekki að fylgja eftir þessari byrjun okkar til að klára leikinn strax í fyrri hálfleik eins og við hefðum átt að gera. Leikurinn var frekar jafn í seinni hálfleik, þar til Tonny setti seinna markið, og eftir það áttum við leikinn. Liðið sem heild spilar mjög vel, frábær vörn, ótrúlega vinnusöm miðja og flottir framherjar. Við er- um ánægðir með stöðuna sem við er- um í en erum jafnframt meðvitaðir um að það er nóg eftir af Íslands- mótinu.“ Byrjunin gerði útslagið Sævar Þór Gíslason, fyrirliði Sel- foss í gærkvöldi, var ósáttur við tap- ið. „Það sem gerði útslagið í þessu var byrjunin. Að fá mark á sig eftir aðeins fjörutíu sekúndur sendi allt okkar skipulag út um gluggann. Við vorum klárir í slaginn í upphafi leiks en við ætluðum að vera þéttir fyrir enda vissum við að þeir vilja sækja. Hins veg- ar vorum við heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur í fyrri hálf- leik en leikurinn var mun jafnari í seinni hálfleik. Við hefðum átt að nýta okkur vind- inn betur þá. En Eyjamenn eru klókir og með þessa gömlu stelpu í framlínunni sem kann að skora mörk,“ sagði Sævar og skaut nettu skoti á Tryggva sem kom aðvífandi. „Minnti á gömlu góðu tímana“ Sævar Þór Gíslason 1:0 1. Eyjamenn voru ekkilengi í gang því eftir fyrstu sókn og þrjú skot að marki lá bolt- inn í netinu og það eftir aðeins 40 sekúndur sléttar. Þórarinn Ingi Valdimarsson lék í gegnum sofandi vörn Selfyssinga, skaut en Jóhann Ólafur varði, Þórarinn skaut aftur og aftur varði Jóhann en þá kom Tryggvi Guðmundsson aðvífandi og lagði boltann snyrtilega í netið.. 2:0 63. James Hurst tókhornspyrnu, sendi á fjær- stöng þar sem Rasmus Christian- sen skallaði að marki. Jóhann Ólaf- ur varði í stöng og náði að krafla boltanum frá marklínunni en ekki betur en svo að Tonny Mawejje mætti á markteigshornið og þrum- aði boltanum upp í þaknetið úr þröngu færi. 3:0 76. Þórarinn Ingi Valdi-marsson sendi stungu- sendingu inn á Eyþór Helga Birg- isson, sem missti af boltanum en Tryggvi Guðmundsson þefaði bolt- ann uppi, lék inn í vítateig og lagði boltann snyrtilega í netið úr vítat- eignum. I Gul spjöld:Sigurður (Selfossi) 34. (brot), Sytnik (ÍBV) 38. (brot), Ein- ar Ottó (Selfossi) 72. (brot), Þór- arinn (ÍBV) 75. (brot), Eiður (ÍBV) 85. (brot), Arilíus (Selfossi) 88. (brot), Gauti (ÍBV) 89. (brot). I Rauð spjöld: Enginn. MMM Enginn. MM Enginn. M Albert Sævarsson (ÍBV) James Hurst (ÍBV) Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) Matt Garner (ÍBV) Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) Andri Ólafsson (ÍBV) Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) Sigurður Guðlaugsson (Selfossi) Agnar Bragi Magnússon (Selfossi) Sævar Þór Gíslason (Selfossi)  Enski bakvörðurinn James Hurst lék sinn síðasta leik fyrir ÍBV í gær- kvöld en hann hefur verið í láni frá enska félaginu Portsmouth í sumar. Hurst hefur vakið verðskuldaða at- hygli fyrir góða frammistöðu og verður án efa sárt saknað í Eyjum.  Tryggvi Guðmundsson skoraði sitt 110. mark í efstu deild þegar hann kom ÍBV yfir á fyrstu mínútu leiksins. Hann bætti öðru við, því 111., og þokast smám saman nær markahæsta leikmanni allra tíma, Inga Birni Albertssyni, sem heldur þó enn 15 marka forskoti. Ingi gerði 126 mörk í deildinni.  Tryggvi komst í leiðinni upp í þriðja sætið yfir markahæstu leik- menn ÍBV í deildinni frá upphafi, sigldi fram úr Tómasi Pálssyni og er með 57 mörk fyrir félagið. Fyrir ofan hann eru Steingrímur Jóhann- esson með 72 mörk og Sigurlás Þorleifsson með 60 mörk.  Ingólfur Þórarinsson var á ný í liði Selfyssinga í gærkvöld eftir að hafa misst af leikjunum við Val og FH vegna meiðsla. Sævar Þór Gíslason var í byrjunarliði á ný en hann missti af Valsleiknum og kom inná seint í leiknum við FH. Þetta gerðist á Hásteinsvelli Hásteinsvöllur, Pepsi-deild karla, 9. umferð, föstudaginn 25. júní 2010. Skilyrði: Austanvindur, sól og hiti um 11 gráður. Hásteinsvöllurinn góð- ur. Skot: ÍBV 18 (13) – Selfoss 7 (4). Horn: ÍBV 8 – Selfoss 5. Lið ÍBV: (4-5-1) Mark: Albert Sæv- arsson. Vörn: James Hurst, Eiður Ar- on Sigurbjörnsson, Rasmus Christi- ansen, Matt Garner. Miðja: Tonny Mawejje (Arnór Ólafsson 73.), Finnur Ólafsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson (Gauti Þorvarðarson 78.), Þórarinn Ingi Valdimarsson. Sókn: Denis Sytnik (Eyþór Helgi Birgisson 49.) Lið Selfoss: (4-4-2) Mark: Jóhann Ólafur Sigurðsson. Vörn: Sigurður E. Guðlaugsson (Viðar Örn Kjartansson 73.), Agnar Bragi Magnússon, Stefán R. Guðlaugsson, Andri Freyr Björns- son. Miðja: Ingi Rafn Ingibergsson (Davíð Birgisson 57.), Einar Ottó Antonsson, Ingólfur Þórarinsson (Jón Guðbrandsson 57.), Jón Daði Böðvarsson. Sókn: Arilíus Marteins- son, Sævar Þór Gíslason. Dómari: Þóroddur Hjaltalín – 3. Áhorfendur: 1.292. ÍBV – Selfoss 3:0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.