Morgunblaðið - 26.06.2010, Page 3
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010
Þrír Íslands-meistarar
eru í karlalands-
liðinu í golfi sem
tekur þátt í Evr-
ópumóti landsliða
6.-10. júní. Þeir
eru Ólafur B.
Loftsson, Sig-
mundur Einar
Másson og Kristján Þór Einarsson.
Einnig eru í liðinu Hlynur Geir
Hjartarson sem stóð sig frábærlega
með landsliðinu í fyrra, Alfreð Brynj-
ar Kristinsson og Axel Bóasson.
Karlaliðið keppir í Svíþjóð.
Kvennaliðið keppir hins vegar áSpáni sömu daga, en Ragnar
Ólafsson landsliðseinvaldur tilkynnti
liðin í gær. Kvennaliðið er nokkuð
jafnt og er skipað þeim Valdísi Þóru
Jónsdóttur, Signýju Arnórsdóttur,
Tinnu Jóhannsdóttur, Eygló Myrru
Óskarsdóttur, Ólafíu Þórunni Krist-
insdóttur og Rögnu Björk Ólafs-
dóttur.
Landsliðs-konan Rakel
Hönnudóttir
skoraði þrennu
fyrir Þór/KA þeg-
ar liðið skellti
Fjarðabyggð/
Leikni 9:0 í 16-liða
úrslitum Visa-
bikarkeppni
kvenna í gærkvöldi. Arna Sif Ás-
grímsdóttir, Bojana Besic, Lára Ein-
arsdóttir, Amanda Mist Pálsdóttir,
Laufey Hlynsdóttir og Katla Ósk
Káradóttir skoruðu sitt markið hver.
Hlín Hauksdóttir gerði einnigþrennu þegar ÍBV sló ÍA út úr
keppninni með 6:0-sigri. Lerato Kga-
sago, Karítas Þórarinsdóttir og
Kristín Erna Sigurlásdóttir gerðu
sitt markið hver.
Fimleikasamband Íslands fer með268 manna hóp til Óðinsvéa í
Danmörku dagana 10.-16. júlí en þar
fer fram sýningahátíð Fimleika-
sambands Evrópu, Eurogym. Hátíð-
in er fyrir 12 ára og eldri og íslensku
þátttakendurnir koma frá níu fé-
lögum. Einn hópur frá hverju landi
mun sýna á sérstakri „galasýningu“
og frá Íslandi verða það stúlkur frá
Gerplu, Akranesi og Ármanni undir
stjórn Bjarkar Óðinsdóttur, Karenar
Sifjar Viktorsdóttur og Tönju Krist-
ínar Leifsdóttur.
Einar Örn Guðmundsson hefurákveðið að leika með Val í N1-
deildinni í handknattleik á næsta
keppnistímabili. Hann lék með
sænska úrvalsdeildarliðinu IFK
Kristianstad á liðnum vetri. Áður var
hann í herbúðum Víkings og Aftur-
eldingar en hann er alinn upp í Val.
Eygló ÓskGúst-
afsdóttir úr Ægi
setti stúlknamet í
800 m skriðsundi á
Aldursflokka-
meistaramóti Ís-
lands í sundi sem
stendur yfir í Ás-
vallalaug í Hafnarfirði til sunnudags.
Hún synti á 8:49,26 mínútum. Krist-
inn Þórarinsson úr Fjölni setti tvö
drengjamet en hann synti 200 m
skriðsund á 2:01,51 mínútu og 100 m
flugsund á 1:00,10 mínútum.
Michael Ballack hefur ekkert get-að leikið með Þýskalandi á HM
í knattspyrnu í Suður-Afríku vegna
meiðsla. Hann hefur í staðinn nýtt
tímann til að semja við sitt gamla fé-
lag, Bayer Leverkusen, til tveggja
ára. Ballack, sem er 33 ára, mun því
líklega ljúka ferlinum með Leverkus-
en en hann var leikmaður Englands-
meistara Chelsea frá 2006.
Fólk sport@mbl.is
Í dag stendur frjálsíþróttadeild ÍR fyrir alþjóðlegu
kastmóti á kastvellinum í Laugardal. Bestu ís-
lensku kastararnir í kúluvarpi karla, spjótkasti ung-
linga, kvenna og karla, kringlukasti karla og ung-
linga og sleggjukasti kvenna og unglinga etja kappi
sín á milli auk þess sem írskir kastarar eru skráðir
til leiks. Meðal keppenda eru Ásdís Hjálmsdóttir úr
Ármanni, ein fremsta spjótkastskona Evrópu, Óð-
inn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari úr FH, og Guð-
mundur Hólmar Jónsson, spjótkastari úr Ármnni,
sem bætti sinn fyrri árangur um fjóra metra í Evr-
ópubikarkeppni landsliða á Möltu um síðustu helgi.
Einnig tekur Sandra Pétursdóttir, Íslandsmeistari í
sleggjukasti, þátt í mótinu.
Athyglisvert verður að fylgjast með hinum hálf-
íslenska kringlukastara Blake Jakobsson. Hann er
sonur Óskars Jakobssonar, eins fremsta spjót- og
kringlukastara og kúluvarpara
landsins fyrir um 30 árum. Blake
er búsettur í Bandaríkjunum en
er í heimsókn hér á landi. Þess
má geta að Blake og Óðinn Björn
kúluvarpari eru bræðrasynir.
Einnig tekur stór hópur ungra
og efnilegra íslenskra kastara
þátt í mótinu. Það er hugsað sem
árlegt mót fyrir íslenska kastara
en þátttaka erlendra keppenda
verður efld á næstu árum gegn-
um tengsl við Íra og hinar Norðurlandaþjóðirnar,
eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá
frjálsíþróttadeild ÍR.
Keppni hefst kl. 13:00 á sleggjukasti pilta og lýk-
ur um kl. 16. iben@mbl.is
Kastarar gera strandhögg í Laugardal
Ásdís
Hjálmsdóttir
Þetta er fyrsta sjöþraut-
arkeppnin sem Helga Margrét
tekur þátt í frá því í fyrrasumar
þegar hún meiddist undir lok sjö-
þrautarkeppninnar á Evrópu-
meistaramóti 19 ára og yngri þar
sem hún hafði gullverðlaunin
innan seilingar.
Stefán segir mjög forvitnilegt
að sjá hvar Helga Margrét stend-
ur um þessar mundir. „Vegna
meiðsla sem hún glímdi við í vor
þurftum við aðeins að breyta æfingunum og fyrir
vikið eru nokkrir hlutir í óvissu hjá henni. Ég veit að
tæknilega stendur hún vel að vígi en við þurfum að
sjá hvar hún stendur á ýmsum sviðum,“ segir Stefán
Jóhannsson. iben@mbl.is
Margréti í Tel Aviv
Helga Margrét
Þorsteinsdóttir
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Þessi sigur gefur okkur meira
sjálfstraust. Eftir að hafa tapað
fyrsta leik mótsins vantaði meiri
yfirvegun í menn, og núna er hún
fengin,“ sagði Vicente del Bosque,
þjálfari Spánar, eftir að Evr-
ópumeistararnir tryggðu sér efsta
sæti H-riðils með 2:1-sigri á Chile,
og þar með sæti í 16-liða úrslitum
HM í knattspyrnu í Suður-Afríku.
Þangað fer hið skemmtilega lið
Chile líka þrátt fyrir tapið því
Sviss náði aðeins markalausu jafn-
tefli við Hondúras sem lauk
keppni án þess að skora mark.
Verðskulduðum ekki að fara
áfram í keppninni
Það fór því svo að frækinn sigur
Svisslendinga á Spánverjum, sem
del Bosque talaði um, skipti í raun
engu máli þegar allt kom til alls og
hlutirnir gengu upp á endanum
hjá Evrópumeisturunum.
„Við erum virkilega vonsviknir
því sigurinn á Spáni gaf okkur byr
undir báða vængi. En við verð-
skulduðum bara ekki að fara
áfram því okkur tókst ekki að
skora,“ sagði Ottmar Hitzfeld,
þjálfari Sviss.
Með sigrinum tókst Spánverj-
um að sneiða framhjá fimmföldum
heimsmeisturum Brasilíu en í
staðinn mæta þeir nágrönnum sín-
um frá Portúgal í 16-liða úrslitum.
„Leikurinn við Portúgal verður
ekki auðveldur. Við erum hins
vegar á réttri braut núna. Fern-
ando Torres gat leikið 60 mínútur
og Andrés Iniesta er kominn í gott
stand. Við finnum fyrir mikilli
pressu en það er það sem fylgir
því að spila fyrir Spán,“ sagði del
Bosque.
David Villa kom Spáni yfir í gær
með sínu þriðja marki í keppninni
og hann er þar með einn þriggja
markahæstu leikmanna mótsins
til þessa. Villa nýtti sér þá slæm
markmannsmistök og skoraði af
löngu færi, og hann lagði svo upp
annað markið fyrir Andrés
Iniesta.
Skörð í leikmannahóp Chile
Í sömu andrá var Marco Est-
rada, leikmanni Chile, vikið af velli
þegar hann fékk sitt annað gula
spjald. Tveir til viðbótar, þeir
Waldo Ponce og Gary Medel,
fengu einnig gult spjald í leiknum
og verða þeir einnig í leikbanni í
16-liða úrslitunum, svo ljóst má
vera að Chile mætir með laskað lið
í Suður-Ameríkuslaginn við Bras-
ilíu.
Tapið í gær var fyrsta tap Suð-
ur-Ameríkuþjóðar á HM til þessa
sem er ansi mögnuð staðreynd.
Það var þó augljóst af leik Chilem-
anna í seinni hálfleik, eftir að þeir
höfðu minnkað muninn, að þeim
var slétt sama um slíkt. Staðan var
nefnilega þannig þá að Sviss hefði
þurft að skora tvö mörk í sínum
leik, svo leikmenn Chile brugðu á
það ráð að leika af meiri varfærni
en áður enda manni færri.
„Þetta var frekar skrýtið en
þeir [Chilemenn] virtust vissir um
að Sviss myndi ekki vinna með
tveimur mörkum, og að 2:1-tap
myndi þá duga þeim. Þessi úrslit
voru því báðum aðilum til góða,“
sagði markaskorarinn David Villa.
„Við vissum þegar við fórum í
þennan leik að við yrðum að vinna,
en við neituðum að láta það hafa
áhrif á okkur og leystum þetta
verkefni fagmannlega. Tapið í
fyrstu umferð var áfall en nú erum
við á réttri leið,“ bætti þessi nýi
leikmaður Spánarmeistara Barce-
lona við.
Allt gekk upp
á endanum hjá
Spánverjum
Chile fylgdi Spáni þrátt fyrir tap
Fyrsta tap Suður-Ameríkuþjóðar
silíumenn og Portúgalar tryggðu
tvö efstu sætin í G-riðli á HM í
ur-Afríku með því að gera marka-
t jafntefli í lokaumferð riðlakeppn-
ar í gær. Brasilía vann riðilinn með
g og mætir Chile í 16-liða úrslitum.
túgal náði öðru sætinu með 5 stig
Fílabeinsströndin fékk 4 stig eftir
afa unnið Norður-Kóreu 3:0.
túgal og Fílabeinsströndin gerðu
tefli en með því að bursta Norður-
eu 7:0 tókst Portúgölum að koma
í mjög góða stöðu. Portúgal mætir
nágrönnum sínum Spánverjum í 16-
liða úrslitum keppninnar.
Knattspyrnuáhugamenn höfðu gert
sér vonir um að leikur Brasilíu og
Portúgals yrði mikil skemmtun enda
geta bæði lið leikið leiftrandi sóknar-
bolta á góðum degi. Leikurinn var hins
vegar tíðindalítill fyrir utan að sjö gul
spjöld fóru á loft og öll í fyrri hálfleik.
Sigurvilji leikmanna virtist afskaplega
takmarkaður, jafnvel þótt efsta sæti
riðilsins hafi verið í húfi sem getur gef-
ið ,,auðveldari“ andstæðing í 16-liða
úrslitum. „Hinn leikreyndi miðvörður
Brasilíu, Lucio sagði ekki óeðlilegt að
leikurinn hefði þróast með þessum
hætti en gagnrýndi að Cristiano Ro-
naldo skyldi hafa verið valinn maður
leiksins. „Þetta er án efa ákvörðun
FIFA. Við vitum hvað hann getur en
það er ekkert réttlæti í knattspyrnu,“
sagði Lucio og hafnaði því að siguvilj-
ann hefði skort hjá leikmönnum.
„Við vitum að bæði lið vildu vinna
þennan leik og stundum voru tækling-
arnar nokkuð harðar. En það er eðli-
legt,“ sagði Lucio og samherji hans Ju-
lio Cesar er bjartsýnn fyrir
framhaldið. „Við erum ánægðir með að
vera komnir áfram í efsta sæti úr erf-
iðum riðli. Við viljum vera hérna til 11.
júlí. Það er sama hverjir verða and-
stæðingar okkar, við erum tilbúnir til
þess að fara lengra,“ sagði markvörð-
urinn snjalli.
Didier Drogba, stærsta stjarna Fíla-
beinsstrandarinnar, sagðist vera
svekktur en ekki of svekktur vegna
styrkleika riðilsins. kris@mbl.is
Reuters
ugur David Villa braut ísinn fyrir Spán með laglegu marki og lagði upp annað.
7 gul spjöld í fyrri hálfleik en engin mörk