Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 12
Vökvadælur Vökvamótorar Stjórnbúnaður Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf Vökvakerfislausnir Kaliforníubúar sem þáðu framfærslu- styrk frá ríkinu notuðu debetkort sem ríkið gaf þeim til að taka út 1,8 millj- ónir dollara í hraðbönkum í spilavít- um á átta mánaða tímabili. Það svarar til 230 milljóna íslenskra króna. Rík- isstjórinn, Arnold Schwarzenegger, hefur gefið út tilskipun þar sem styrk- þegum er skipað að lofa að nota styrk- ina aðeins í allra brýnustu nauðsynjar, að því er fram kemur hjá blaðinu LA Times. Bótaþegarnir tóku peningana út á tímabilinu október 2009 til maímán- aðar síðastliðins. Í tilskipun ríkisstjór- ans eru félagsþjónustu Kaliforníuríkis gefnir sjö dagar til þess að koma með áætlun um það hvernig hægt verði að draga úr annarri „sóun, svikum og misnotkun“ á velferðarkerfi ríkisins. Tilskipunin kemur í kjölfar fréttar LA Times frá því í síðustu viku, þar sem fram kom að embættismenn fé- lagsþjónustunnar hefðu ekki tekið eft- ir því að hægt hefði verið í mörg ár að nota bótakortin til að taka peninga út úr fjölda spilavíta og pókerstofa í Kaliforníu. Debetkortakerfi ríkisins var tekið upp árið 2002. Úttektir í spilavítum, sem voru inn- an við 1% af heildarútgjöldum til vel- ferðarmála á fyrrnefndu átta mánaða tímabili, voru að meðaltali 227 þúsund dollarar á mánuði, eða 29 milljónir króna. Schwarzenegger hefur þegar skipað fyrirtækinu sem sér um að reka hraðbankakerfi velferðarkerf- isins að búa svo um hnútana að ekki verði hægt að nota kortin í spilavít- ishraðbönkum. Þingmenn repúblik- ana vilja nú að stjórnvöld elti uppi þá sem tóku út upphæðir í slíkum bönk- um og endurheimti peningana. „Að mínu viti er þarna um að ræða stórkostlega sóun á skattfé,“ hefur LA Times eftir leiðtoga repúblikana á Kaliforníuþingi, Martin Garrick. ivarpall@mbl.is Eyddu framfærslustyrk í spilavítum Spilavíti Sumir ráða ekki við spilafíknina, jafnvel þótt þeir eigi ekki aðra peninga en framfærslustyrk frá hinu opinbera. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ekki verður annað sagt en að reksturinn hjá Kaup- félagi Skagfirðinga hafi verið með besta móti á liðnu ári: „Heildarvelta var tæpir 22 milljarðar og hagnaður af allri samsteypunni um tveir milljarðar,“ segir Geir- mundur Valtýsson, fjármálafulltrúi KS til 25 ára. Kaupfélagið rekur slaturhús, mjólkursamlag, verslanir og nýtt bílaverkstæði sem Geirmundur full- yrðir að sé með þeim flottustu í Evrópu: „Svo á Kaup- félagið líka Fisk Seafood sem gerir út fjóra togara,“ útskýrir hann, og segir stóran hluta hagnaðarins á liðnu ári koma frá þessu dótturfélagi enda nýtur fisk- iðnaður góðs af lágu gengi um þessar mundir. Geirmundur segir þó reksturinn allan ganga sæmilega, og nefnir sem dæmi að KS seldi úr landi á síðasta ári dilkakjöt fyrir um 700 milljónir. Hann segir erlendu söluna raunar hafa bjargað sláturstarfsem- inni þar sem eftirspurn eftir dilkakjöti innanlands hafi minnkað mjög á síðustu árum: „Við eigum erfitt með að keppa við kjúklinga- og svínakjötið, enda orðið breyting á neysluvenjum í landinu.“ Það berst í tal að lengi hefur loðað nokkuð nei- kvæð ímynd við kaupfélagsformið. Dæmin eru ófá um illa heppnaðan rekstur kaupfélaga og jafnvel að þau þyki hreinlega „sveitó“. „Þetta hefur vissulega verið umdeilt rekstrarform og margir athafnamenn voru ill- ir út í Sambandið á sínum tíma. Hvernig reksturinn hefur gengið á hverjum stað held ég að hafi farið mik- ið eftir stjórnendunum og vegna þess að farið hefur verið of geyst,“ segir Geirmundur. Viðhorfin breytt til rekstrarformsins „Sumir fóru t.d. flatt á þvi að setja reksturinn á mark- að og ég man að hugmyndir voru uppi á sínum tíma um að fara þá leið með KS. Við ákváðum að halda frekar áfram í gömlu gildin og samvinnureksturinn,“ segir hann og bætir við að afbragðsgott starfsfólk og samstaða í héraðinu sé sterkasta undirstaða rekstr- arins. „Mig grunar að hugmyndir fólks um það rekstr- arform sem kaupfélag er hafi gjörbreyst við atburði síðustu missera. Við sjáum að það sem stendur uppi núna eru fyrirtækin sem vinna á heimavelli og eru engum háð.“ Og það er komið sumar í Skagafirði, yndislegt að vanda. Að vísu segir Geirmundur að það varpi skugga á blíðuna að Landsmót hestamanna skyldi blásið af vegna hitasóttar og áhrifin neikvæð á alla hesta- mennsku í héraðinu. „En við deyjum ekki ráðalaus og heimamenn að finna upp á ýmsu sem koma mun í staðinn.“ Gömlu góðu gildin hafa reynst best Morgunblaðið/Björn Björnsson Í búðinni „Sumir fóru t.d. flatt á þvi að setja reksturinn á markað og ég man að hugmyndir voru uppi á sín- um tíma um að fara þá leið með KS,“ segir Geirmundur um misjafnt gengi sumra kaupfélaga landsins. Svipmynd Geirmundur Valtýsson fjármálafulltrúi Ákvörðun Ásdísar Ránar Gunnars- dóttur, helstu fyrirsætu Íslands, um að sitja fyrir hjá búlgarska Playboy hefur að vonum vakið athygli. Einn er þó sá flötur á máli því, sem íslenskir fjölmiðlar hafa ekki fjallað um. Það er hinn efnahags- og viðskiptalegi. Eins og Ásdís segir réttilega í við- tali á mbl.is, eru háar upphæðir í boði „þegar um er að ræða stjörnur sem sitja fyrir á forsíðu Playboy eins og í mínu tilviki […] en svo eru óþekktar stelpur sem gera þetta fyrir sama sem ekki neitt.“ Þetta þýðir, með öðrum orðum, að þegar Ásdís Rán fær greitt fyrir fyr- irsætustörfin fær íslenskt hagkerfi innspýtingu í formi búlgarsks gjald- eyris, en lögeyrir þar í landi er sem kunnugt er hið svokallaða lev. Búast má við því að levin fari að flæða um íslenskt efnahagslíf á næstu mán- uðum. Á móti kemur að Íslendingar hafa skuldbundið sig til að kaupa 1.000 eintök af umræddu tölublaði búlg- arska Playboy-tímaritsins. Útiloka má þann möguleika að það sé grein- anna vegna, þar sem búlgörsku- kennslu er því miður áfátt í íslensku menntakerfi. Þess vegna má, ef marka má rétttrúnaðinn, leiða að því líkur að íslenskir kaupendur séu upp til hópa dónakarlar, sem vilji sjá Ás- dísi nakta. Innspýting frá Búlgaríu  Útherji Ásdís Háar upphæðir standa stjörnum eins og henni til boða fyrir fyrirsætustörf. Réttarríkið Þóroddur Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.