Morgunblaðið - 01.07.2010, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010
4 Viðskipti
FRÉTTASKÝRING
Ívar Páll Jónsson
ivarpall@mbl.is
Ótti er nú vaxandi innan evrópska
fjármálakerfisins um að stöðugleiki
þess sé í hættu og að bankar séu það
illa staddir að hætta sé á því að ein-
hverjir þeirra fari í þrot, sem hefði
ófyrirsjáanlega keðjuverkun.
Spænskir bankar eru taldir standa
hvað tæpast, en samkvæmt frétt
Financial Times berjast þeir nú um á
hæl og hnakka við að reyna að sann-
færa Evrópubankann um að auka
fyrirgreiðslu til þeirra.
Sérstök fyrirgreiðslu- og fjár-
mögnunaráætlun evrópska seðla-
bankans upp á 442 milljarða evra
rennur út í dag og hyggst bankinn
ekki framlengja áætlunina, sem fel-
ur í sér lánveitingar til eins árs. Í
staðinn hyggst bankinn lána bönk-
um til þriggja mánaða í senn. Hefur
Financial Times eftir einum hátt-
settum spænskum bankamanni að
sú ákvörðun sé „út í hött“. „Öllum
seðlabönkum ber að tryggja lausafé.
En það er ekki stefna evrópska
seðlabankans. Það er út í hött,“ segir
hann. Annar þarlendur bankamaður
segir: „Stefna Evrópubankans er að
lána ekki til lengri tíma en þriggja
mánaða. En hann verður að laga sig
[að aðstæðum].“
Geta illa fjármagnað sig á markaði
Bönkum á evrusvæðinu, og þá sér í
lagi á Spáni, hefur reynst erfitt að
fjármagna sig á markaði að undan-
förnu. Því hafa þeir leitað til Evrópu-
bankans, sem veitt hefur þeim lán til
eins árs á eins prósents vöxtum. Sem
fyrr segir hættir bankinn að veita
slík lán í dag, en lánveitingarnar
voru hluti af sérstakri 442 milljarða
evra áætlun, sem sett var í fram-
kvæmd fyrir ári.
Bönkunum verður boðin sérstök
fjármögnun næstu sex daga, til að
brúa gatið fram að næstu sjö daga
fjármögnun. Þá býðst bönkum
þriggja mánaða fjármögnun og mun
sú fjármögnun tryggja þeim fjár-
magn út þetta ár.
„Kerfið virkar einfaldlega ekki,“
segir Simon Samuels, fjármálagrein-
andi hjá Barclays Capital í London.
„Nú eru að verða þrjú ár síðan Evr-
ópubankinn fór að veita lausafjár-
aðstoð og enn eru engin merki þess
að bankar geti staðið einir og
óstuddir á markaði.“ Barclays Capi-
tal áætlar að að minnsta kosti 150
milljarðar evra af fjármögn-
unarpakka evrópska seðlabankans,
sem koma á gjalddaga nú, verði ekki
framlengdir með þriggja mán-
aða lánveitingum. Því muni
bankar neyðast til að draga
úr eigin lánveitingum.
Óttinn um framtíð
bankakerfis Evrópu birtist
á þriðjudaginn í því að
vextir á milli-
bankamarkaði náðu
níu mánaða hámarki. Var það rakið
til þess að teikn væru á lofti um að
fyrrnefnd ákvörðun Evrópubank-
ans um að minnka fyrirgreiðslu
væri ótímabær. Don Smith, hag-
fræðingur hjá Icap, segir að ástæða
sé til að hafa miklar áhyggjur af
kerfisáhættu, þar sem aðgangur
margra banka að markaðs-
fjármögnun sé takmarkaður, sem
fyrr segir. „Evrópubankinn er í
raun að venja bankana af gervi-
stuðningnum – og það er áhyggju-
efni.“
Eiginfjárvandi frekar en
lausafjárvandi?
Áhyggjur annarra rista þó dýpra og
lúta að grundvallarheilsu evrópskra
bankakerfisins. Þannig má setja
spurningarmerki við fullyrðingar
um að einungis sé um lausa-
fjárvanda að ræða – hér sé frekar
um að ræða ofurskuldsett net fjár-
málastofnana, sem hver sé annarri
háð og geti því fallið eins og spila-
borg, með dómínóáhrifum, ef einn
banki lendir í vandræðum. Skort á
lausafé megi rekja til þess að bank-
ar þori einfaldlega ekki að lána öðr-
um bönkum, af ótta við að fá ekki
endurgreitt. Má í því samhengi
benda á nærtækt dæmi, af íslenska
bankakerfinu fyrir hrun, en for-
ráðamenn þess héldu því statt og
stöðugt fram að aðeins þyrfti aukna
fyrirgreiðslu hjá Seðlabanka Ís-
lands, en eins og seinna hefur komið
í ljós var um djúpstæðan eiginfjár-
og skuldavanda að ræða, fremur en
að aðeins hafi skort lausafé.
Evrópskir bankar í öndunarvél
Reuters
Takmarkað bankakerfi Óttast er að evrópskir bankar séu illa staddir.
Evrópskir bankar eiga margir í miklum erfiðleikum með að fjármagna sig á markaði og þurfa að reiða sig á fyrirgreiðslu Evrópubankans
Spænskir bankar taldir standa sérstaklega tæpt Sérstakri fyrirgreiðslu Evrópubankans, með lánveitingum til eins árs, lýkur í dag
Bank for International Settle-
ments (BIS), sem seðlabankar
heimsins eiga aðild að, segir í
ársskýrslu sinni að bankar
beggja vegna Atlantsála séu „af-
ar skuldsettir og [virðist] enn
vera í öndunarvél. Hinu mik-
ilvæga verkefni að draga úr
skuldsetningu og lagfæra efna-
hagsreikninga er einfaldlega
ekki lokið. Gríska þjóðar-
skuldakreppan sýnir hversu við-
kvæmt fjármálakerfið er enn,“
segir í skýrslunni.
Þá segir BIS að tap á efna-
hagsreikningum evrópskra
banka muni væntanlega hlaðast
upp á næstu árum. Sumir bankar
velti á undan sér útlánum í stað
þess að ganga að þeim og fresti
því þannig að láta tapið birtast í
bókum sínum.
BIS telur að lágir vextir og
eyðsla hins opinbera geri illt
verra og skapi freistnivanda,
þar sem bankar taki áhættu á
kostnað annarra. Hætta sé á
því að bankakerfið verði líkt og
í Japan á tíunda áratugnum –
haldið á lífi með peningaprentun
og ófært um lánveitingar.
Mikið dulið
útlánatap
BIS UM BANKANA
FRÉTTASKÝRING
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Útlit er fyrir að frumvarp um starf-
semi fjármálafyrirtækja í Banda-
ríkjunum hljóti ekki samþykki
beggja deilda þingsins, líkt og reikn-
að hafði verið með. Scott Brown, öld-
ungadeildarþingmaðurinn sem tók
við sæti Edwards Kennedys í
Massachusetts, hefur sett sig upp á
móti ákvæðum sem bætt hafði verið
við frumvarpið á síðustu stundu.
Ákvæðin mæla fyrir um það að
bankarnir sjálfir greiða kostnaðinn
sem af frumvarpinu hlýst. Við þetta
er meirihlutinn, sem verið hafði fyrir
því að samþykkja lögin, fallinn. Lík-
legt er að frumvarpið fari nú aftur í
nefnd og málamiðlunar leitað.
Áfall fyrir Obama
Umbætur á fjármálakerfinu eru
meðal stærstu málaflokka sem Bar-
ack Obama Bandaríkjaforseti ætlar
að setja mark sitt á á kjörtímabilinu.
Fyrirhugað hafði verið að áðurnefnt
frumvarp yrði klárt nú í vikunni, og
að Obama myndi staðfesta það sem
lög næstkomandi mánudag, á sjálfan
þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Nú
er nánast útilokað að af því verði.
Frumvarpið er kennt við þingmenn-
ina Christopher Dodd og Barney
Frank, sem hafa borið hitann og
þungann af smíði þess. Markmiðið
með fyrirhugaðri lagasetningu er
fyrst og fremst að koma í veg fyrir
það að fjármálakerfið geti hrunið,
líkt og gerðist síðla árs 2008. Jafn-
framt er ætlunin að styrkja stöðu
neytenda með því að koma á fót rík-
isstofnunum sem einbeita sér að
neytendamálum er snúa að fjár-
málastarfsemi, s.s. greiðslukorta-
samningum, húsnæðislánum og pen-
ingamarkaðssjóðum.
Aukin samþjöppun banka
Stórum fjármálastofnunum á borð
við Bank of America og Goldman
Sachs verður gert óheimilt að eiga í
viðskiptum fyrir eigið fé, og beinum
fjárfestingum þeirra í vogunar- og
einkafjárfestingarsjóðum settar
þröngar skorður. Skilgreining þess
sem telja má til eigin fjár verður
þrengd. Eftirlitsheimildir seðla-
bankans aukast til muna, og mun
hann meðal annars eiga aðild að svo-
kölluðu „áhætturáði“, sem er ætlað
að fylgjast með kerfisáhættu og
meta það hvenær stórum fyr-
irtækjum er gert að selja eignir.
Þeir bankar sem haft hafa að-
gang að neyðarlánaglugga seðla-
bankans þurfa að draga verulega úr
viðskiptum sínum með afleiður, ell-
egar eiga það á hættu að missa að-
gang sinni að lánaglugganum. Í ljósi
þess að efnahagur margra þeirra
hefur batnað til mikilla muna, og
sumir hverjir endurgreitt stóran
hluta lána sinna, er óljóst hvorn
kostinn þeir velja. Það verður enn
óljósara sé haft í huga að þeir njóta
að öllum líkindum ríkisábyrgðar. Af-
leiðingar kreppunnar hafa meðal
annars verið þær að nú eru fjármála-
fyrirtækin færri og stærri, sem gerir
þau enn mikilvægari kerfinu í heild.
Rökin fyrir björgunaraðgerðum
stjórnvalda á sínum tíma voru ein-
mitt kerfislegt mikilvægi fjármála-
fyrirtækja, og þar sem þau hafa
stækkað síðan þá verður ekki annað
séð en þau rök eigi ennþá við.
Frumvarp um endurbætur á
fjármálakerfi steytir á skeri
Reuters
Ábúðarfullir Mikið hefur mætt á þeim Frank og Dodd við að berja saman ný lög um fjármálafyrirtæki vestra.
Meirihluti fyrir samþykkt nýrra laga um starfsemi fjármálafyrirtækja í Bandaríkjunum féll á síðustu stundu
Jón Steindór Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,
hefur sagt starfi sínu lausu. Upp-
sögnin tekur gildi í dag. Jón Stein-
dór hefur starfað fyrir Samtök iðn-
aðarins, og áður Félag íslenskra
iðnrekenda, í samtals 22 ár, lengst af
sem aðstoðarframkvæmdastjóri en
síðustu árin sem framkvæmdastjóri.
„Starf mitt í þágu iðnaðarins hef-
ur verið ákaflega skemmtilegt og
gefandi. Verkefnin hafa verið fjöl-
breytt og krefjandi og á þessum
tíma hefur orðið bylting í atvinnu-
málum Íslendinga. Ég hef notið þess
að leggja mitt af mörkum og búa í
haginn fyrir iðnaðinn frá degi til
dags en ekki síður að tryggja honum
nauðsynleg starfskilyrði innan Evr-
ópu og skapa svigrúm fyrir vöxt
nýrra greina sem skapa vinnu og
velferð,“ segir Jón Steindór.
Helgi Magnússon, formaður SI,
segir að nýr framkvæmdastjóri sé
fundinn og tilkynnt verði um ráðn-
ingu hans innan skamms.
Morgunblaðið/Heiddi
Jón Steindór Hefur starfað fyrir SI
og forvera samtakanna í 22 ár.
Jón Stein-
dór hættur
hjá SI
Tilkynnt um ráðningu
eftirmanns innan skamms