Morgunblaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010
6 Viðskipti
tíð er engin ástæða til að ætla að
skuldir þess lendi á ríkissjóði.
Ástandið hjá Íbúðalánasjóði er
hins vegar annað og verra. Vissulega
ætti tekjuflæði hans að vera sæmi-
lega tryggt og hann er með veð fyrir
stærstum hluta útlána sinna ef ekki
öllum. Tap varð hins vegar á rekstri
sjóðsins í fyrra og nam það 3,2 millj-
örðum króna. Þegar haft er í huga
að eigið fé sjóðsins er ekki nema
rúmir tíu milljarðar er alls ekki úti-
lokað að ríkið muni að minnsta kosti
þurfa að hlaupa undir bagga með
sjóðnum ef taprekstur heldur áfram.
Lágt eiginfjárhlutfall sjóðsins –
1,3 prósent – undirstrikar líka það
hve illa hann er staddur til að bregð-
ast við ófyrirséðum áföllum. Verði
meiri vanskil á íbúðalánum frá
sjóðnum en nú er gert ráð fyrir gæti
hann þurft á aðstoð að halda.
Bæði Landsvirkjun og Íbúða-
lánasjóður nutu góðs af hárri láns-
hæfiseinkunn íslenska ríkisins ein-
mitt vegna ríkisábyrgðarinnar, en sú
tenging virkar einnig í hina áttina.
Síendurteknar lækkanir á lánshæf-
iseinkunn íslenska ríkisins hafa leitt
til þess að lánshæfiseinkunnir
Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs
hafa lækkað. Mun það gera endur-
fjármögnun þeirra erfiðari og dýrari
en ella, en Landsvirkjun hefur hins
vegar mun meira svigrúm en sjóð-
urinn til að mæta þessum aukna
kostnaði.
Hallarekstur hjá sveitarfélögum
Ríkið ber einnig ákveðna ábyrgð á
sveitarfélögum og fyrirtækjum
þeirra og reiknast Lánasýslunni svo
til að ábyrgð vegna þessa liðar nemi
nú um 1,1 milljarði króna. Afar erfitt
er að meta hvort og með hvaða hætti
skuldir og skuldbindingar sveitarfé-
laganna gætu lent á ríkissjóði, en
vart verður framhjá því horft að á
heildina litið gæti staða sveitarfélag-
anna verið betri.
Skuldir sveitarfélaganna sam-
tals eru um 235 milljarðar króna og
nam halli á rekstri þeirra 16,8 millj-
örðum. Þegar fyrirtæki sveitarfé-
laganna eru skoðuð sést að þau
voru í heildina rekin með halla árið
2008, mismiklum þó. Orkuveitur
hafa í þessu sambandi ákveðna sér-
stöðu einfaldlega vegna stærðar
þeirra, en orkuveitur sveitarfélag-
anna voru í heildina reknar með
76,3 milljarða króna halla árið 2008.
Skuldir orkuveitnanna voru í lok
þess árs 222,3 milljarðar króna og
eignir umfram skuldir námu 48,2
milljörðum. Þetta þýðir að hafi
rekstrarniðurstaða orkuveitnanna
verið sambærileg árið 2009 og 2008
er eigið fé þeirra neikvætt núna.
Neikvætt eigið fé
Þá vekur það athygli að tveir flokk-
ar fyrirtækja í eigu sveitarfélaga
voru þegar í árslok 2008 með nei-
kvætt eigið fé og það voru fráveitur
og félagslegt íbúðarhúsnæði.
Skuldir umfram eignir hjá fráveit-
unum voru 3,5 milljarðar króna og
hjá félagslega íbúðarhúsnæðinu
var það neikvætt um 6,9 milljarða.
Í báðum tilvikum var rekstrarnið-
urstaða einnig neikvæð, sem þýðir
að nema þeim hafi tekist að snúa
við blaðinu í fyrra er skuldastaðan
væntanlega enn verri nú.
Líkt og með aðrar ábyrgðir
ríkissjóðs gildir þó um skuldir og
skuldbindingar sveitarfélaga að
nær útilokað er að þær lendi allar á
ríkinu. Hins vegar er alls ekki úr
myndinni að ríkið neyðist með ein-
um eða öðrum hætti til að koma
einstökum sveitarfélögum til að-
stoðar.
Eins og áður segir hafa lífeyr-
isskuldbindingar ríkisins verið
taldar til skulda en ekki ábyrgða,
en það er samt upplýsandi að skoða
hve miklar þær eru og hvernig þær
koma til.
Lögbundin réttindi
Lífeyrisréttindi opinberra starfs-
manna greinast í grófum dráttum í
A og B-deild. Árið 1996 var lokað
fyrir nýja sjóðfélaga í B-deild Líf-
eyrissjóðs starfsmanna ríkisins en
við stofnun hinnar nýju deildar, A-
deildar, var gengið út frá þeirri for-
sendu að réttindi skyldu vera jafn-
verðmæt og þau höfðu verið fram til
þessa.
Eins og Viðskiptaráð Íslands
benti á í apríl síðastliðnum eru líf-
eyrisréttindi starfsmanna ríkisins
skilgreind í lögum og til að standa
undir lífeyrisskuldbindingum var
reiknað með að lögbundið iðgjald
þyrfti að vera 15,5% af heild-
arlaunum.
Þar sem starfsmenn greiða 4% í
lífeyrissjóð er mótframlag ríksins
11,5% eða nærri helmingi hærra en
gengur og gerist á almennum vinnu-
markaði.
„Ríkið þarf að standa við fyr-
irfram skilgreindar lífeyrisgreiðslur,
hvort sem ávöxtun LSR reynist já-
kvæð eða neikvæð. Þetta er öfugt við
sjóði almenna lífeyriskerfisins þar
Staða ríkisábyrgða 2001-2010 (í milljónum króna)
1.000.000
900.000
800.000
700.000
600.000
500.000
400.000
300.000
200.000
100.000
0
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
*
*= Fyrsti
ársfjórðungur Aukning frá 2007 til 1. ársfj. 2010 = 35,3%
– Lánastofnanir – (Þar af Íbúðalánasjóður) – Ríkisfyrirtæki – – Sameignar- og hlutafélög – (
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
*
Aukning frá 2007 til 1. ársfj. 2010 = 34,1%
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
*
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
*
Aukning frá 2007 til 1. ársfj. 2010 = 97,2%
20
01
20
02
Aukni
37
8.
0
80 46
0.
77
9
50
1.
60
5
56
4.
92
3
54
2.
0
59
59
4.
12
2
66
7.
56
6
83
6.
14
4
90
1.
38
2
90
3.
07
8
35
3.
41
9
43
4.
25
3
47
3.
29
8
53
6.
56
2
53
1.
35
7
58
2.
65
4
65
6.
47
0
81
4.
24
7
87
8.
55
2
88
0.
58
1
6.
72
5
7.0
28
7.
35
9
7.0
28
7.6
33
3.
46
7
0 0 0 0
56
.7
80
54
.7
4
8
47
.1
24
52
.3
07
56
.0
21
90
.9
30
19
6.
73
6
37
5.
15
7
40
4.
89
4
38
8.
0
52
36
.2
17
33
73
8
300.000.000
250.000.000
200.000.000
150.000.000
100.000.000
50.000.000
0
-50.000.000
-100.000.000
Staða B-fyrirtækja sveitarfélaga í árslok 2008
(í þúsundum króna)
– Hafnarsjóðir – – Vatnsveitur – – Hitaveit
R
E F S
R
E F S
R
E
R=
-1
.6
54
.1
75
27
.4
70
.3
88
12
.5
28
.8
91
14
.9
41
.4
98
-3
36
.6
96
8.
67
0.
66
8
1.
78
4.
82
6
7.0
38
.0
20
-4
35
.3
09
4.
22
6.
27
0
Innstæður í bankakerfinu í mars 2010
(Í milljónum króna)
Heimild Seðlabanki Íslands
Samtals
1.558.235 milljónir
Veltiinnlán
432.272
Gengisbundin
veltiinnlán
33.205
Peningamarkaðs-
reikningar
182.614 Óbundið sparifé
358.114
Verðtryggð innlán
227.715
Orlofsreikningar
9.105
Viðbótarlífeyrissparnaður
77.336
Annað
bundið
sparifé
108.806
Innlendir
gjaldeyris-
reikningar
129.068
Ábyrgðir ríkisins nema þús
Ríkisábyrgðir, að meðtöldum innstæðum í bönkum, nema alls um 2.900 millj-
örðum króna Eru þær enn hærri þegar teknar eru með lífeyrisskuldbindingar
Ríkisábyrgðir Ábyrgðir ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs nema um 880 milljörðum og v
FRÉTTASKÝRING
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Ábyrgðir ríkissjóðs, þegar teknar
eru með innstæður á bankareikn-
ingum, nema alls um 2.900 millj-
örðum króna. Er hér horft framhjá
þeim fjárhæðum sem um er deilt í
Icesave-málinu, en ef þær bætast við
nema ábyrgðir ríkisins um 3.600
milljörðum. Í þessum tölum eru ekki
ábyrgðir vegna tryggingafræðilegs
halla á opinberum lífeyrissjóðum, en
þær hafa verið taldar til skulda rík-
issjóðs en ekki ábyrgða. Neikvæð
tryggingafræðileg staða sjóða með
ábyrgð opinberra aðila er um 500
milljarðar króna.
Nettóskuldir ríkissjóðs eru um
1.550 milljarðar króna. Það er fé
sem við vitum að ríkið mun þurfa að
greiða fyrr eða síðar, en öðru máli
gegnir um ríkisábyrgðirnar.
Rétt er að hafa í huga að margt
má fara úrskeiðis áður en nokkur
þessara ábyrgða lendir á ríkissjóði,
en það er upplýsandi að fara yfir
hverjar ríkisábyrgðirnar eru og
hvaðan þær eru til komnar.
Staða Landsvirkjunar sterkari
Ríkisábyrgðir að undanskildum inn-
stæðum og lífeyrisskuldbindingum
nema samkvæmt tölum Lánasýsl-
unnar 1.336,5 milljörðum króna.
Langstærstu þættirnir eru annars
vegar Landsvirkjun og hins vegar
Íbúðalánasjóður. Ábyrgðir vegna
þessara tveggja þátta nema samtals
1.255 milljörðum króna.
Staða Landsvirkjunar er af
þessum tveimur stofnunum umtals-
vert sterkari en lánasjóðsins. Hagn-
aður Landsvirkjunar á síðasta ári
nam 24,7 milljörðum króna á núvirði
og eiginfjárstaða fyrirtækisins er
mjög sterk. Takist fyrirtækinu að
endurfjármagna skuldir sínar í tæka