Morgunblaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2010 íþróttir Marksækinn Kristinn Steindórsson og félagar í Breiðabliki stefna óhikað á Íslandsmeistaratitilinn. Pabbinn markahæstur þegar Blikar voru í toppbaráttu 1991. Aukaæfingar sumarsins skila sér. 4 Íþróttir mbl.is Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Karlalið Vals í handbolta fékk góðan liðsstyrk í gær þegar Valdimar Fannar Þórsson skrifaði undir tveggja ára samning við Hlíðar- endaliðið. Valdimar kemur til Vals frá HK sem hann lék með á síðustu leiktíð en hann var kjörinn leik- maður ársins af leikmönnum deild- arinnar á lokahófi HSÍ. Valdimar varð í 2.-3. sæti yfir markahæstu leikmenn í deildinni, skoraði 135 mörk í 21 leik með Kópavogsliðinu. „Mér líst mjög vel á að vera kom- inn í Val. Þetta er ekki eitthvað sem ég átti von á en þegar Valsmenn settu sig í samband við mig þá var ég sterkir í staðinn og mér líst bara vel á liðið. Valur er félag sem hefur mik- inn metnað og stefnir alltaf á titlana og það verður bara gaman að taka þátt í því með þessu stóra og öfluga félagi,“ sagði Valdimar. Valdimar er fimmti leikmaðurinn sem Valur fær til liðs við sig í sumar en hinir fjórir eru: Sturla Ásgeirs- son, Anton Rúnarsson, Finnur Ingi Stefánsson og Einar Örn Guð- mundsson. Á móti hafa Valsmenn misst: Elvar Friðriksson, Fannar Þór Friðgeirsson, Arnór Þór Gunn- arsson og Ingvar Árnason, sem allir hafa samið við erlend lið, Sigfús Pál Sigfússon, Sigurð Eggertsson, Sig- fús Sigurðsson, Ólaf Sigurjónsson og Gunnar Inga Jóhannsson. strax mjög áhugasamur. Valur er fé- lag sem er alltaf í titilbaráttu og ég vil endilega taka þátt í henni,“ sagði Valdimar Fannar í samtali við Morg- unblaðið. Valdimar er þrítugur að aldri. Hann hóf feril sinn með Sel- fyssingum en hefur síðan leikið með Aftureldingu, Fram og HK og tíma- bilið 2007-8 spilaði hann með HK Malmö í Svíþjóð. Hann var til skoð- unar hjá danska liðinu Viborg fyrir skömmu og einnig sýndu norsk lið s.s. Elverum honum áhuga en að hans sögn var ekkert spennandi sem félögin höfðu að bjóða. Valur hefur orðið fyrir töluverðri blóðtöku í sumar en Valdimar hræð- ist það ekkert. ,,Það eru mjög góðir leikmenn farnir en það hafa komið Vil vera í titilbaráttu  Valdimar Þórsson, besti leikmaður Íslandsmótsins, gerði tveggja ára samning við Val  Sá fimmti sem Valur fær Morgunblaðið/Ómar Velkominn Sveinn Stefánsson formaður handknattleiksdeildar Vals og Valdimar Fannar Þórsson eftir undirskriftina á Hlíðarenda í gær. Ásdís Hjálms- dóttir úr Ár- manni vann öruggan sigur í spjótaksti á al- þjóðlegu frjáls- íþróttamóti í Glasgow í Skot- landi í gær- kvöldi. Hún kast- aði lengst 57,43 metra og átti einnig næstlengsta kast keppn- innar, 55,40. Tvö fyrstu köst henn- ar í keppninni voru ógild. Að sögn Stefáns Jóhannssonar, þjálfara Ásdísar, var keppnin frem- ur snubbótt. Hver keppandi fékk aðeins að kasta fjórum sinnum en venjulega stendur keppni í kast- greinum yfir í sex umferðir. Þá var engin aðstaða við keppnisvöllinn til þess að kasta spjóti í upphitun. Þeg- ar komið var út á keppnisvöllinn fékk hver keppandi að kasta tvisv- ar áður en flautað var til keppni. „Ásdís lærir af þessu, þetta fer bara í banka reynslunnar,“ sagði Stefán yfirvegaður í samtali við Morgunblaðið. Laura Whittingham frá Englandi varð önnur í spjótkastkeppninni með 54,46 m. Næst tekur Ásdís þátt í Dem- antamóti Alþjóðafrjálsíþrótta- sambandsins í Gateshead á Eng- landi á laugardaginn. Fyrir vikið tekur hún ekki þátt í Meistaramóti Íslands. „Ásdís er í fínu formi um þessar mundir. Það hefur gengið vel á æf- ingum og við bíðum bara eftir að allt smelli hjá henni í keppni og Ís- landsmetið falli,“ sagði Stefán Jó- hannsson. iben@mbl.is Sigraði í snubbóttri keppni Ásdís Hjálmsdóttir „Það var alveg sama hvar á lið mitt var litið í þessum leik, allir léku framúrskarandi vel,“ sagði hinn yf- irvegaði landsliðsþjálfari Spánar í knattspyrnu, Vicente del Bosque, eftir að hann varð fyrstur spænskra landsliðsþjálfara til þess að stýra knattspyrnulandsliði þjóðarinnar í úrslitaleik heimsmeistaramóts í knattspyrnu í gær. Þá lögðu Spán- verjar Þjóðverja, 1:0, í Soccer City í Jóhannesarborg. Það var miðvörð- urinn Carles Puyol sem skoraði eina mark leiksins á 73. mínútu þegar hann skallaði boltann í markið frá vítapunkti eftir hornspyrnu sam- herja síns hjá Barcelona, Xavi. Spánn mætir Hollandi í úrslitaleik sem hefst kl. 18.30 á sunnudag en sólarhring áður eigast við Þjóðverjar og Úrúgvæmenn í leik um brons- verðlaunin. Þýskaland hlaut brons á síðasta heimsmeistaramóti og silfur á HM fyrir átta árum. Hvorki Spánn né Holland hafa fagnað heimsmeistaratitili í knatt- spyrnu. Spánverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar og geta með sigri á sunnudag fetað í fótspor franska landsliðsins sem var handhafi bæði heims- og Evrópumeistaratitilsins eftir Evrópukeppnina fyrir 10 árum. „Ég held að Spánverjar verði heimsmeistarar,“ sagði Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, eftir tapið í gær. „Spánverjar létu boltann ganga og vinna fyrir sig í þessum leik. Þegar þeir komast í þá stöðu er hrikalega erfitt að eiga við þá. Við náðum okkur aldrei á strik, vorum aldrei nógu beittir,“ sagði Löw ennfremur. iben@mbl.is Puyol hetja Spánar Reuters Fögnuður Gríðarlegur fögnuður braust skiljanlega út á meðal leikmanna Spánar þegar flautað var til leiksloka í gær og ljóst að þeir væru komnir í úrslitaleik heimsmeistaramótsins gegn Hollendingum á sunnudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.