Morgunblaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2010 01.09.2010 Fyrstu 50 áskrifendur fá 2 miða á leik ÍBV og Keflavíkur Mættu við innganginn og framvísaðu Moggaklúbbskortinu til að fá miða BÝÐUR ÁSKRIFENDUM ÁVÖLLINN ÍBV - KEFLAVÍK 8. júlí kl. 19:15 á Hásteinsvellinum Arnór Smára-son sem ný- lega samdi við danska úrvals- deildarliðið Esb- jerg skoraði sitt annað mark fyrir liðið þegar það gerði 1:1 jafntefli í æfingaleik við Horsens í gærkvöld. Arnór kom sín- um mönnum yfir strax á 1. mínútu leiksins og hann var óheppinn að bæta ekki öðru marki við en skot hans small í þverslánni. Arnór lék allan tímann á miðjunni en keppni í dönsku úrvalsdeildinni hefst um aðra helgi og mæta Arnór og félagar liði OB á útivelli en með OB leikur Rúrik Gíslason.    Knattspyrnumaðurinn GunnarHeiðar Þorvaldsson er kominn til reynslu hjá enska 2. deildarliðinu Charlton. Gunnar er á mála hjá danska úrvalsdeildarliðinu Esbjerg. Hann á eitt ár eftir af samningi sín- um við félagið en ljóst er að hann verður ekki áfram í herbúðum liðs- ins og leitar að nýjum vinnuveit- endum.    Útvarp KR verður með lýsingufrá leik Glentoran og KR í Evr- ópudeildinni í kvöld. Flautað verður til leiks kl. 19.30 en klukkustund áð- ur hefst útsendingin. Þetta verður 50. Evrópuleikur KR og verður Bjarni Felixson með upphitun fyrir leikinn en hann spilaði fyrsta leik KR í Evrópukeppni við Liverpool 1964. Ólafur Brynjar Halldórsson og Kristinn Kjærnested lýsa leikn- um frá The Oval-vellinum í Belfast. Fólk sport@mbl.is Karlalið Hauka í knattspyrnu hefur enn ekki innbyrt sinn fyrsta sigur í Pepsideildinni í sumar og situr þar á botninum eftir að hafa unnið sér rétt til að spila þar á síðasta ári. Liðið hefur þó náð í fimm stig í fyrstu tíu umferðunum með því að gera jafntefli í helmingi leikja sinna. Árangurinn hefur að sjálfsögðu ekki verið eftir væntingum leikmanna og þjálfara sem brugðu á það ráð fyr- ir 9. umferð að gera með sér veðmál. Um það var samið að ef Haukar næðu sex stigum úr næstu þremur leikjum, gegn Fram, Fylki og Val, yrðu þjálfarar liðsins að synda ákveðna vegalengd í ísköldu Atlants- hafinu. Ef ekki tækist að ná í sex stig yrðu leikmenn hins vegar að synda sjósundið. Nú er orðið ljóst að takmark liðsins næst ekki því það fékk aðeins tvö stig úr leikjunum við Fram og Fylki. Þó er ekki öll nótt úti enn fyrir leikmennina því veðmálið hefur verið „tvöfaldað“ og sleppa þeir því við refsingu vinni þeir sinn fyrsta sigur í sumar gegn Val í kvöld. Að öðrum kosti fá þeir viðbótarrefsingu sem ekki hefur verið ákveðin. sindris@mbl.is Haukar á leið í sjósund? Ólíklegt er talið að Málfríður Erna Sigurð- ardóttir muni geta leikið með íslenska landslið- inu í knattspyrnu þegar það mætir Frakklandi í nokkurs konar úrslitaleik um efsta sæti undan- riðils þjóðanna fyrir HM í Þýskalandi. Málfríður Erna fór meidd af velli í leik með liði sínu Val gegn Breiðabliki í fyrrakvöld og við læknisskoðun í gær kom í ljós að liðband í hné hefur slitnað. Hún mun þurfa að gangast undir nánari skoðun til að skera úr um hvort liðþófi í hné hefur einnig rifnað en ljóst er að krossbönd hafa ekki slitnað. Málfríður Erna, sem gegnir stóru hlutverki í Íslandsmeistaraliði Vals, verður því alla vega frá keppni næstu 4-6 vikurnar og sé liðþófi rif- inn má reikna með að hún verði tvöfalt lengur frá keppni. Þetta er áfall fyr- ir Val sem er þó í góðri stöðu á toppi úrvalsdeildarinnar en hefur leik í Evrópukeppni í lok september og myndi sakna Málfríðar mikið þar. Hún var nýlega valin í landsliðið á ný eftir hlé vegna barneigna og kom inn á sem varamaður í síðasta leik gegn Króatíu. „Þetta er slæmt en ég vona bara það besta. Læknirinn sér betur hvernig staðan er þegar bólgan hjaðnar og kannski er þetta ekki eins slæmt og hann heldur,“ sagði Málfríður í gær. sindris@mbl.is Áfall fyrir Íslandsmeistaralið Vals Málfríður Erna Sigurðardóttir „Þetta verður mjög erfitt og við höf- um alveg gert okkur grein fyrir því. Við erum raunsæir og vitum hver staðan er en þessi leikur fer alla vega í reynslubankann og auðvitað gerum við okkar besta og sjáum hvert það fleytir okkur,“ sagði Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis. Fylkir leik- ur seinni leik sinn við Torpedo Zhod- ino frá Hvíta-Rússlandi í undan- keppni Evrópudeildarinnar í knatt- spyrnu í dag. Liðin mætast kl. 19 á Laugardalsvelli en Torpedo vann fyrri leikinn á heimavelli sínum, 3:0, fyrir viku. „Við förum afslappaðir inn í þennan leik en leggjum okkur auðvitað alla fram. Þetta var erfiður leikur úti og þeir eru með hörkulið sem spilar þrælvel. Leikmennirnir eru mjög teknískir og fljótir, og ekki hægt að segja annað en að þetta sé þrælgott lið,“ sagði Valur Fannar sem vonast til að íslensk veðrátta geti riðið bagga- muninn í kvöld þótt útlitið sé vissu- lega dökkt fyrir Fylkismenn. „Það er aldrei hægt að útiloka neitt í fótbolta og nú mæta þeir í rokið og rigninguna úr 40 gráðu hitanum sem við spiluðum í úti. Það er talsverð breyting. Við hljótum að geta nýtt okkur það og spilað boltanum upp í vindinn. Þeir kunna það ekki,“ sagði Valur Fannar léttur. sindris@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Evrópuleikur Valur Fannar Gíslason og félagar eiga á brattann að sækja í kvöld eftir ósigurinn í Hvíta-Rússlandi í síðustu viku, 0:3.  Fylkir mætir Torpedo í Laugardalnum í kvöld  Valur vonar að veðrið hjálpi „Þrælgott lið“ „Við stefnum að því að spila leikinn þannig að það á ekki að vera nein hætta á ferð,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari KR-inga, sem leika seinni leik sinn við Glentoran í undankeppni Evr- ópudeildar UEFA í Belfast í dag. „Við vitum hins vegar að það getur verið mikill munur á liðum eftir því hvort þau spila á heimavelli eða úti- velli, og nú hafa Glentoran-menn haft viku til að hugsa sinn gang eftir fyrri leikinn. Þeir þekkja okkur betur núna, rétt eins og við þekkjum þá betur,“ bætti Logi við. KR vann fyrri leikinn 3:0 og er því með afar vænlega stöðu. „Það voru ágætis kaflar í þeirra leik í fyrri hálfleiknum á KR-velli og það eru fínir fótboltamenn í þessu liði. Þeir eru með grundvallaratriði fótbolt- ans á hreinu og kunna vel að spila sína „tegund“ af fótbolta. Það var einn í banni í síðasta leik og svo hafa bæst við þrír leikmenn með töluverða reynslu úr Evr- ópukeppni sem voru ekki með síðast. Við getum því ekki nú frekar en áður verið kærulausir í þessum leik. Við munum spila af krafti frá byrjun, ekki bara til þess að halda fengnum hlut heldur til að vinna leikinn,“ sagði Logi. Allir leikmenn KR eru heilir heilsu utan Mark Rutgers sem meiddist í leik gegn Grindavík á sunnudag. Hann gæti þó vel verið orðinn klár í slaginn í dag að sögn Loga. Guðjón Baldvins- son og Jordao Diogo eru að mestu búnir að jafna sig af meiðslum. Glentoran, sem hafnaði í þriðja sæti á síðasta tímabili á Norður-Írlandi, hóf fyrir stuttu undirbúning fyrir næstu leiktíð sem hefst eftir mánuð, 7. ágúst. Leikur KR og Glentoran fer fram á The Oval í Belfast og hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma. sindris@mbl.is „Á ekki að vera nein hætta á ferð“  KR sækir Glentoran heim í kvöld  Þriggja marka forskot á að nægja a, miðvallarleikmaður Manchester City, hefur tilkynnt að ki lengur kost á sér í franska landsliðið. Hann ætlar að ein- rið að Manchester City sem hann gekk til liðs við í janúar. aðist eftir því að verða valinn í franska landsliðshópinn sem hann hlaut ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans, Ray- nech, sem er nú hættur. ti mér nú að Manchester City og engu öðru. Ég vil gera rir félagið og vil borga til baka það traust sem Roberto r haft á mér,“ sagði Vieira. st hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með frammistöðu M eins og allir landar sínir en Frakkar urðu í neðsta sæti í g fóru heim með skottið á milli lappanna en mikill skrípa- ringum liðið. „Ég varð fyrir vonbrigðum eins og allir Frakk- sitt landsliðið. Það var erfitt að vera ekki til staðar en ég val. Við reiknuðum öll með því að það kæmist upp úr riðl- tókst ekki og þetta var mjög erfiður tími.“ gummih@mbl.is ick Vieira er hættur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.