Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 2
Björgvin Sigurbergsson úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði hefur titil að verja á góðgerða- mótinu „Einvíginu á Nesinu“ sem fram fer á mánudaginn. Alls taka tíu kylfingar þátt og þar á meðal eru Íslandsmeistararnir í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson og Tinna Jóhanns- dóttir. Björgvin gæti með sigri jafnað við Magnús Lárusson úr Kili Mosfellsbæ sem hef- ur þrívegis sigrað á þessu skemmtilega móti. Mótið fór fyrst fram árið 1997 og eru leiknar 9 holur fyrir hádegi en eftir há- degi hefst „Einvígið“ þar sem einn kylf- ingur fellur úr keppni eftir hverja holu. Í ár verður það Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sem fær veglega peningaupphæð að gjöf frá styrktarað- ila mótsins, DHL. Þeir sem taka þátt á mánudag eru: Björgvin Sigurbergsson GK, Birgir Leifur Hafþórsson GKG, Tinna Jóhannsdóttir GKG, Bjarki Pétursson GB, Hlynur Geir Hjartarson GK, Nökkvi Gunnarsson NK, Ragnhildur Sigurð- ardóttir GR, Sigurpáll Geir Sveinsson GK, Örn Ævar Hjartarson GS og Örvar Samúelsson GA. Eins og áður segir hefur mótið farið fram frá árinu 1997. Þeir sem hafa sigrað eru, Björgvin Þorsteinsson (1997), Ólöf María Jónsdóttir (1998), Vilhjálmur Ingibergsson (1999), Kristinn Árnason (2000), Björgvin Sigurbergsson (2001, 2009), Ólafur Már Sigurðsson (2002), Ragnildur Sigurðardóttir (2003), Magnús Lárusson (2004, 2005, 2006), Sigurpáll Geir Sveinsson (2007), Heiðar Davíð Bragason (2008). Titilvörn Björgvin Sig- urbergsson vann Ein- vígið á Nesinu síðast. 2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010 Sigurður Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Þrír Íslendingar keppa á Evrópu- meistaramótinu í frjálsíþróttum í Barcelona í dag. Helga Margrét Þor- steinsdóttir úr Ármanni hefur keppni í sjöþraut en hún vann bronsverðlaun á heimsmeistaramóti unglinga um sl. helgi í Kanada. Helga Margrét er yngsti keppandinn í sjöþrautinni og sú eina sem keppti einnig á HM ung- linga í Kanada. „Ég hefði aldrei keppt á tveimur mótum með svona stuttu millibili ef þetta væri ekki heims- meistaramót. Ég er ekki með neinar væntingar um árangur, og markmiðið er að hafa gaman af þessu og njóta þess að keppa á þessum stórkostlega keppnisvelli,“ sagði Helga Margrét í gær við Morgunblaðið. Hún hefur notað undanfarna daga til þess að safna kröftum eftir erfiða törn á HM í Kanada. „Æfingarnar hafa verið mjög létt- ar, mest skokk og teygjuæfingar. Líkaminn er lengi að jafna sig eftir eina keppni í sjöþraut og ég finn al- veg fyrir því að ég þarf aðeins fleiri daga til þess að safna kröftum. En ég ætla ekki að væla yfir því, og ég verð tilbúin að gera mitt besta þegar keppnin hefst,“ bætti Helga við en besti árangur hennar er 5878 stig. Karolina Klüft frá Svíþjóð á heims- metið sem er 7.032. Stefán Jóhannsson, þjálfari Helgu, segir að mótið sé mikilvægt til þess að öðlast meiri keppnisreynslu. „Helga átti í vandræðum með lang- stökkið á HM í Kanada. Það er skilj- anlegt þar sem við tókum langstökkið alveg í gegn sl. vetur og breyttum því mikið. Hún á mikið inni þar og þar sem hún var að jafna sig eftir meiðsli í vetur þá gátum við ekki lagt áherslu á að hraðaæfingar. Hún er ekki með sama hraða og áður en það á eftir að koma smátt og smátt,“ sagði þjálf- arinn. Óðinn hefur kastað 19,37 metra Óðinn Björn Þorsteinsson úr FH hefur keppni kl. 9.30 að íslenskum tíma í kúluvarpi. Óðinn Björn hefur kastað 19,37 metra á þessu tímabili en hann þarf að kasta yfir 20 metra til þess að komast sjálfkrafa í úrslit. 22 af alls 27 keppendum í kúluvarpinu hafa kastað yfir 20 metra en sá sem á besta árangurinn er Andrei Mikne- vich frá Hvíta-Rússlandi sem hefur kastað 22,09 metra á þessu tímabili. Heimsmet Ulfs Timmermans frá árinu 1988 stendur enn óhaggað, en Vestur-Þjóðverjinn kastaði 23,06 metra árið 1988. Tsátoumas sigurstranglegur Þorsteinn Ingvarsson keppir í lang- stökki en hann hefur stokkið lengst 7,79 metra og það gerði hann á þessu tímabili. Þorsteinn þarf að stökkva yf- ir 8 metra til þess að komast sjálf- krafa í úrslit. Loúis Tsátoumas frá Grikklandi er sigurstranglegur í þessari grein en hann hefur stokkið lengst allra kepp- enda, eða 8,66 metra. Heimsmetið í greininni á Mike Powell frá Banda- ríkjunum. Hann stökk 8,95 metra í stórkostlegri keppni á HM í Japan árið 1991 þar sem Carl Lewis stökk 8,87 metra og er það þriðja lengsta stökk allra tíma. Bob Beamon frá Bandaríkjunum setti heimsmet í greininni árið 1968, 8,90 metra, og það met stóðst allar atlögur allt þar til Powell hitti á „risastökkið“ í Tók- ýó. Morgunblaðið/hag Stórmót Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni hefur keppni í sjöþraut á EM í Barcelona í dag. „Ég verð tilbúin“  Helga Margrét ætlar að njóta þess að keppa á ólympíu- leikvanginum í Barcelona  Óðinn og Þorsteinn keppa í dag Ólafur ÖrnBjarnason nýráðinn spilandi þjálfari Grind- víkinga er búinn að fá bróður sinn, Guðmund Andra Bjarna- son, til félagsins á ný. Guð- mundur er 29 ára gamall og er öll- um hnútum kunnugur í herbúðum Grindavíkur. Hann hefur hins veg- ar leikið með Reyni í Sandgerði í 2. deildinni í sumar. Reynir er að missa af lestinni í baráttunni um sæti í 1. deild að ári og því kannski ágætur tímapunktur fyrir Guð- mund að ganga til liðs við sitt gamla félag á ný. Guðmundur lék 2008 og 2009 með Fjarðabyggð en þar áður með Grindavík.    HólmfríðurMagn- úsdóttir lands- liðskona í knatt- spyrnu var í sviðsljósinu þeg- ar lið hennar Philadelphia In- dependence sigr- aði Chicago Red Stars 3:0 í bandarísku atvinnu- mannadeildinni aðfaranótt fimmtu- dags. Hólmfríður lék sem vinstri bakvörður eins og hún hefur gert undanfarið. Hún var þó ekki í sviðsljósinu af skemmtilegum ástæðum heldur vegna þess að hún var rekinn af leikvelli undir lok leiksins. Gera má ráð fyrir því að hún fái eins leiks bann fyrir vikið.    Roy Hodgson knattspyrnustjóriLiverpool var mjög sáttur við frammistöðu sinna manna gegn FK Rabotnicki í Evrópudeildinni í gærkvöld en hann stýrði liðinu til 2:0 sigurs í sínum fyrsta mótsleik. ,,Ég er mjög sáttur. Þetta var leikurinn sem hefði getað reynst okkur mjög erfiður. Það var fjöl- menni á leiknum og margir liðs- manna minna eru ekki vanir því að spila fyrir framan svona marga áhorfendur,“ sagði Hodgson sem tefldi fram mörgum ungum og óreyndum leikmönnum. ,,Strák- arnir lögðu sig vel fram í leiknum og við förum á Anfield með gott veganesti,“ sagði Hodgson en það var Frakkinn David Ngog sem skoraði bæði mörk Liverpool í leiknum. Liverpool liðið lék án 10 leikmanna sem léku á HM í Suður- Afríku og voru margir stuðnings- menn liðsins með hnút í maganum fyrir leikinn.    Ítalski framherjinn GiuseppeRossi lék á vörn Tottenham þegar spænska liðið Villareal skellti Lundúnaliðinu, 4:1, í æfinga- leik á White Hart Lane í gærkvöld. Rossi, sem um tíma var á mála hjá Manchester United, skoraði þrjú af mörkum Villareal en eina mark Tottenham skoraði Mexíkóinn Giovani Dos Santos. Fólk sport@mbl.is KNATTSPYRNA Bikarkeppni karla VISA-bikarinn, undanúrslit: KR – Fram .................................................4:0 Óskar Örn Hauksson 40., Grétar Sigfinnur Sigurðarson 58., Björgólfur Takefusa 71., 80.  KR leikur við FH í úrslitaleik á Laug- ardalsvelli 14. ágúst. 1 deild kvenna B ÍBV – Fjölnir .............................................5:0 Hlíf Hauksdóttir, Kristín Erna Sigurlás- dóttir, Edda María Birgisdóttir, Sóley Guð- mundsdóttir,Antonio Karel Ese. Staðan: Selfoss 11 11 0 0 65:10 33 ÍBV 11 10 0 1 58:8 30 ÍR 11 5 1 5 20:34 16 Fjölnir 10 5 1 4 11:27 16 Fjarðab./Leikn. 11 4 1 6 16:32 13 Sindri 11 3 0 8 18:31 9 Fram 11 1 3 7 16:34 6 Höttur 10 0 2 8 7:35 2 Evrópudeild UEFA Forkeppni, 3. umferð, helstu úrslit: Buducnost Podgorica – Bröndby ...........1:2 Fatos Beciraj 90. – Goran Adamovic 73. (sjálfsm.), Mike Jensen 87. Rabotnicki – Liverpool ............................0:2 David Ngog 17., 58. AZ – IFK Gautaborg ................................2:0 Ragnar Klavan 52., Jóhann Berg Guð- mundsson 56. Shamrock Rovers – Juventus .................0:2 Amauri 3., 75. Olympiacos – M. Tel-Aviv........................2:1 Jaouad Zairi 67., Dennis Rommedahl 73. – Haris Medunjanin 18. (víti). Cercle Brügge – Anorthosis ...................1:0 Dominic Foley 69. OB – Zrinjski.............................................5:3 Rúrik Gíslason 16., Johan Absalonsen 23., Peter Utaka 31., 60., Hans Henrik Andr- easen 37. – Vlado Zadro 15., 71., Mladen Zizovic 65. Aalesund – Motherwell............................1:1 Alexander Mathisen 90. – Jamie Murphy 48. Molde – Stuttgart .....................................2:3 Mattias Moström 65., Magne Hoseth 76. – Sebastian Rudy 27., Zdravko Kuzmanovic 74., Martin Harnik 82. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir hollenska liðið AZ Alkmaar í gær í forkeppni Evrópudeildar UEFA. AZ Alkmaar lagði sænska liðið Gautaborg, 2:0, á heimavelli í fyrri leik liðanna í gær. Ragnar Klaven skoraði fyrsta mark heimamanna á 55. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Jó- hann með góðu skoti sem fór yfir markvörðinn og í stöngina og inn. Kolbeinn Sigþórsson var á vara- mannabekk AZ Alkmaar og kom ekki við sögu. Þrír íslenskir leik- menn léku með Gautaborg. Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson voru í vörn liðsins frá upphafi en Theódór Elmar Bjarnason lék síð- ustu 30 mínúturnar fyrir Gauta- borg. Jóhann Berg skoraði sitt fyrsta mark Jóhann Berg Guðmundsson Rúrik Gíslason skoraði fyrir OB frá Óðinsvéum í 5:3 sigri liðsins gegn Zrinskij frá Bosníu í 3. um- ferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í gær. Rú- rik skoraði á 16. mínútu og kom heimaliðinu yfir en staðan í hálfleik var 4:0. Íslenski landsliðsmaðurinn fór af leikvelli í hálfleik. Markið sem Rúrik skoraði kom eftir fyrirgjöf og skoraði hann af stuttu færi. Rúrik skoraði í átta marka leik Rúrik Gíslason Íslandsmeistararnir mæta í „Einvígið á Nesinu“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.