Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010 Elvan Abeyle-gesse frá Tyrklandi sigraði með yfirburðum í 10.000 metra hlaupi kvenna á Evrópumeist- aramótinu í frjáls- íþróttum á mið- vikudag. Hún var 12 sekúndum á undan Ingu Abitovu frá Rússland. Abeylegesse er fædd í Eþíópíu en er nú með tyrkneskan rík- isborgararétt. Hún ætlar sér einnig sigur í 5.000 metra hlaupinu. Hún kom í mark á 31.10,23 mínútum. Inga Abitova frá Rússland varð önnur en hún sigraði á Evrópumeistaramótinu árið 2006 í þessari grein. Jessica Aug- usto frá Portúgal varð þriðja.    Slóvakinn Libor Charfreitag sigr-aði í sleggjukasti karla á EM. Hann kastaði 80,02 metra en þetta er í fyrsta sinn sem Slóvakía vinnur til gullverðlauna á Evrópumeist- aramótinu í frjálsíþróttum. Robert Stefko var með bestan árangur Sló- vaka á EM en hann varð fjórði í 10.000 metra hlaupi árið 1994. Annar í sleggjukastinu varð Ítalinn Nicola Vizzoni sem kastaði sleggjunni 79,12 metra. Bronsið fékk Krisztián Pars frá Ungverjalandi, 79,06 m. Heims- og Evrópumetið er 24 ára gamalt en það á Juri Sedikh, 86,74 metrar sem hann setti í Stuttgart árið 1986.    Bandaríkja-maðurinn Lorenzen Wright, sem lék í 13 ár í NBA deildinni í körfubolta, fannst látinn í skóglendi fyrir utan borgina Memphis í fyrra- dag. Wright, sem var 34 ára gamall, hafði verið saknað frá 18. júlí eða í 10 daga. Lögreglan rannsakar nú málið en talið er að Wright hafi verið myrtur. Wright var valinn af Los Angeles Clippers í há- skólavalinu sumarið 1996 og var hann sá sjöundi sem var valinn í fyrstu um- ferð. Hann lék með Los Angeles Clip- pers, Atlanta Hawks, Memphis Grizzlies, Sacramento Kings og Cle- veland Cavaliers veturinn 2008-2009. Hann skoraði 8 stig að meðaltali í 778 leikjum og tók 6,4 fráköst.    BÍ/Bolungarvík framlengdi í gærsamninga við tvo af sínum efni- legustum sonum, Bolvíkinginn Andra Rúnar Bjarnason og Ísfirðinginn Matthías Króknes Jóhannsson. Andri er markahæsti leikmaður 2. deildar sem stendur og Matthías er í 17 ára landsliðinu.    Mark Hughesvar í gær- kvöld ráðinn nýr knattspyrnustjóri enska úrvalsdeild- arliðsins Fulham. Hughes skrifaði undir tveggja ára samning við Lundúnaliðið og leysir af hólmi Roy Hodgson sem er tekinn við liði Liverpool. Hughes hefur verið at- vinnulaus frá því hann var rekinn úr starfi hjá Manchester City í desem- ber á síðasta ári en áður var hann við stjórnvölinn hjá Blackburn. Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið orð- aður við Fulham.    Íslenska sveitin er í öðru sæti áfyrsta degi af þremur í und- ankeppni fyrir EM piltalandsliða í golfi í Eistlandi. Rúnar Arnórsson GK lék best Íslendinganna á 71 höggi eða höggi undir pari. Páll Theodórs- son GKj. átti næst besta hringinn á 76 höggum, Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR lék á 77, Hall- grímur Júlíusson GV á 79, Magnús Björn Sigurðsson GR á 86 og Guðni Fannar Carrico GO á 81. Fólk sport@mbl.is Bandaríska landsliðið í körfuknatt- leik karla undirbýr sig af krafti fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram í Tyrklandi í ágúst en þar hafa Spán- verjar titil að verja. Bandaríkin náðu aðeins bronsverðlaunum á HM 2006 sem fram fór í Japan en þar tapaði liðið gegn Grikkjum í undan- úrslitum. Fækkað var um þrjá leikmenn í æfingahópnum í gær. Tyreke Evans, nýliði ársins frá Sacramento, O.J. Mayo frá Memphis og Gerald Wal- lace frá Charlotte voru settir út úr liðinu. Athygli vekur að aðeins tveir miðherjar eru nú eftir í æfingahópn- um, Brook Lopez og Tyson Chand- ler Æfingahópurinn er nú þannig skipaður: Kevin Durant (Oklahoma), Eric Gordon (LA Clippers), Chauncey Billups (Utah), Derrick Rose (Bulls), Rajon Rondo (Celtics), Russell Westbrook (Oklahoma), Lamar Odom (Lakers), Stephen Curry (Golden State), Andre Iguo- dala (76’ers), Rudy Gay (Memphis), Danny Granger (Indiana), Kevin Love (Minnesota), Brook Lopez (New Jersey) og Tyson Chandler (Dallas). Mike Krzyzewski er þjálf- ari liðsins en hann stýrði liðinu til sigurs á Ólympíuleikunum í Peking. Margir af stjörnuleikmönnum NBA- deildarinnar gáfu ekki kost á sér í landsliðið að þessu sinni og má þar nefna LeBron James og Dwayne Wade. Athygli vekur að allir leik- mennirnir úr ólympíuliðinu 2008 verða fjarverandi að þessu sinni. Bandaríska liðið leikur æfingaleik gegn Frökkum í Madison Square Garden þann 15. ágúst. Liðið mun leika æfingaleiki gegn Spáni, Grikk- landi og Litháen í Evrópu áður en keppni hefst á HM þann 28. ágúst. Bandaríkjamenn eru með Brasilíu, Króatíu, Íran, Túnis og Slóveníu í B- riðli. Í A-riðli eru: Angóla, Argentína, Ástralía, Þýskaland, Jórdanía og Serbía. Í C-riðli eru: Kína, Fílabeins- ströndin, Grikkland, Rússland, Pú- ertó Ríkó, Tyrkland. Í D-riðli eru: Kanada, Frakkland, Líbanon, Litháen, Nýja-Sjáland og heimsmeistaralið Spánar. Bandaríska liðið á ÓL í Peking var þannig skipað: Carlos Boozer, Jason Kidd, LeBron James, Deron Williams, Michael Redd, Dwyane Wade, Kobe Bryant, Dwight How- ard, Chris Bosh, Chris Paul, Tays- haun Prince, Carmelo Anthony. Draumaliðið frá Peking mætir ekki á HM Reuters Landsliðsmaður Chauncey Billups leikmaður Utah er lykilmaður. Svo gæti farið að Unnur Tara Jónsdóttir tæki ekki þátt í titilvörn Íslandsmeistara KR í körfuknattleik kvenna á næstu leiktíð. Unnur gekk til liðs við KR á síðustu leiktíð og var kjörin besti leikmaður úr- slitakeppninnar. Morgunblaðið bar þetta undir Hrafn Kristjánsson þjálfara KR en hann tók við lið- inu í sumar af Benedikt Kristjánssyni. „Unnur hef- ur reynt að komast inn í læknisfræðina hérlendis en það gekk ekki. Hún sendi einnig inn umsókn til Ungverjalands í hálfkæringi og það gekk eftir. Það er bara ánægjulegt fyrir hana og ég býst fastlega við því að hún láti á það reyna,“ sagði Hrafn við Morgunblaðið í gær. Varðandi leikmannamálin almennt þá sagðist Hrafn ekki eiga von á miklum breytingum á meist- araliðinu. Það væri þó ekki fullljóst enda væru enn tveir og hálfur mánuður í að deildakeppnin hæfist. Miðherj- inn Signý Hermannsdóttir hefur reyndar ekki gert það upp við sig hvort hún heldur áfram að spila eða leggur skóna á hilluna. Signý ýjaði að því í vor að hún væri að velta því fyrir sér að hætta. Spurður um Signýju sagðist Hrafn ekki vita til þess að hún hefði gert þetta upp við sig en sagði að hún yrði áfram í KR ef hún kysi að halda áfram. Hrafn benti einnig á að fjöldi leikmanna hjá KR hefði tekið miklum fram- förum á undanförnum árum og það væri kominn tími til að þær fengju stærri hlutverk. kris@mbl.is Unnur Tara á leið til Ungverjalands? Unnur Tara Jónsdóttir Úrslit í fimm greinum á Evr- ópumeistaramótinu í frjálsíþróttum réðust í gær. Mikil spenna var í 100 metra hlaupi kvenna þar sem Þjóð- verjinn Verena Sailer sigraði með minnsta mun. Hún kom í mark á 11,10 sek- úndum og var aðeins 1/100 úr sek- úndu á undan Véronique Mang frá Frakklandi. Myriam Soumaré varð þriðja á 11,18 sekúndum. Rússar einoka hástökkið Rússarnir Aleksander Shustov og Ivan Ukhov börðust um sigurinn í hástökki karla. Shustov hafði betur en hann var sá eini sem fór yfir 2,33 metra. Ukhov fór yfir 2,31 metra. Þriðji varð Bretinn Martyn Bernard með 2,29 metra. Svíinn Linus Thörn- blad varð fjórði með 2,29 metra en hann þurfti fleiri tilraunir til þess að komast yfir þá hæð. Evrópumet Sví- ans hárprúða, Patriks Sjöbergs stendur enn þrátt fyrir að vera 23 ára gamalt. Hann stökk 2,42 metra árið 1987 í Stokkhólmi. Javier So- tomayor frá Kúbu á heimsmetið sem er 2,45 metrar, frá árinu 1993. Rússar hafa einokað þessa grein á Evrópumeistaramótinu frá árinu 2002. Jaroslav Rybakov sigraði árið 2002 og Andrei Silnov árið 2006. Idowu kom á óvart Phillips Idowu frá Bretlandi sigr- aði í þrístökki karla en hann stökk 17,81 metra og bætti eigin árangur um átta sentimetra. Idowu varð ann- ar í greininni á Ólympíuleikunum í Peking en hann sigraði á heims- meistaramótinu í Berlín fyrir ári. Marian Oprea frá Rúmeníu varð annar og stökk 17,51 metra. Frakk- inn Teddy Tamgho var sig- urstranglegur fyrir keppnina en hann á lengsta stökk ársins, 17,98 metra. Hann náði sér ekki á strik og endaði í þriðja sæti með stökk upp á 17,45 metra. Barras meistari í tugþraut Keppni í tugþraut karla lauk í gær og Romain Barras frá Frakklandi stóð uppi sem sigurvegari. Hann fékk 8.453 stig sem er töluvert frá heimsmetinu sem Tékkinn Roman Sebrle á, 9.026 stig. Eelco Sintnicola- as frá Hollandi varð annar með 8.436 stig og Hvít-Rússinn Andrei Krauc- hanka fékk bronsverðlaun með 8.370 stig. Lemaitre ætlar að vinna tvöfalt Undanúrslitin í 200 metra hlaupi karla fóru fram í gær. Frakkinn Christophe Lemaitre komst auðveld- lega áfram þrátt fyrir að sýna þreytumerki. Hann sigraði í 100 metra hlaupinu og ætlar sér tvöfald- an sigur á EM. Lemaitre er eini hvíti spretthlauparinn sem hefur náð því að hlaupa undir 10 sekúndum en besti tími hans er 9,98 sek. Norð- maðurinn Jaysuma Saidy Ndure er líklegur til afreka í þessari grein en hann kom fyrstur í mark í sínum riðli í undanúrslitunum. seth@mbl.is Reuters Gullverðlaun Verena Sailer kom fyrst í mark í 100 metra hlaupi kvenna á EM.  Þýskt gull í 100 metra hlaupi kvenna Verena Sailer sigraði með minnsta mun U20 ára landslið karla í hand- knattleik lagði Slóvaka, 33:26, í fyrsta leik sínum í lokakeppni Evrópumótsins sem hófst í Sló- vakíu í gær. Íslendingar höfðu undirtökin allan tímann og voru þremur mörkum yfir í leikhléi, 15:12. Guðmundur Árni Ólafsson var markahæstur í íslenska lið- inu með 8 mörk, Oddur Gret- arsson, Heimir Óli Heimisson og Ragnar Jóhannsson skoruðu 4 mörk hver, Sig- urður Ágústsson og Aron Pálmarsson gerðu 3 mörk hvor, Ólafur Guðmundsson 2, Róbert Aron Hostert 2 og Arnór Stefánsson 1. Góð byrjun á EM Guðmundur Árni Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.