Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 09.04.1958, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 09.04.1958, Blaðsíða 1
Utqefandi: Framsóknarfélag Vestmannaeyja. Mólgagn Framsóknar- oa sam- vinnumanna í Vestmannaeyjum. 21. argangur Vestmannaeyjum i). aprtl 1958 8. tölublað. SSSSSSSSS2S2S2S2SSS2SSSSSSSSS2SSS2SSS2SS82SSS8S8S882SiiS8SSSSSSS£S2S2SSSíSSS2SSSSSSaS288S8S2*SSSSS8*?^SSSSS2S8SSS2S2S28888«S!?SS2SSS2S8*SSSS£S2S2*SSS«íf>SgSS8*88S88S2S8S2SSSS8^88S888S888íbs8SS8S882S2S8SSS28S8S8282S2SSS2S2? Holræsakerfi bæjarins Leggja þarf tvær nýjar höfuðleiðslur. Og byggja rot- þró með dœlistöð niður við höfn. Holræsin í miðbænum munu vera orðin um 40 ára gömul. Síðan hefur bærinn stækkað verulega, og álag á holræsakerf ið margfaldazt, ekki eingöngu vegna fjölgunar íbúðarhúsa í Jiessum hluta bæjarins, heldur miklu fremur vegna Jress, að vatnssalerni eru nú komin í vel flest íbúðarhús, og Jrar af leið- andi margfalt nieira frárennsli, cr fer í gegnum holræsakerfið. bað lætur því að líkum, að hol- ræsakerfið í miðbænum þarf endurnýjunar við. Skolprörin í aðalgötunum eru of grönn, líklega 12—15”. Að viðbættu stórauknu frárennsli frá íbúð- um manna, bætist svo við mik- ill hluti af leysingarvatni af Strembunni og Helgafellsdal, er fellur í svelgi með frárennsli í nefnd holræsi. Við höfum dæm- in deginum Ijósari frá þessum vetri, að þegar holklaki er í jörðu, er sá feikna vatnsflaum- ur, sem kemur niður Löngu- iág og Dalveg, að holræsakerfið tekur ekki svipað við því magni og afleiðing jiess verður sú, að vatnið bæði streymir yfir götur bæjarins, og upp um niðurföll- in í göturennunum. í stórrigningunum í vetur, meðan holklaki var í jörðinni, olli vatnsflaumur miklu tjóni, bæði á vegum og húsum, er vatn rann inn í. Ofaníburður og viðgerð á þessum vegum, eftir hverja stórrigningu, kostar stór- fé. I’að getur því ekki dregizt úr hömlu lengur en fram á kom- andi sumar að gera endurbæt- ur á holræsakerfinu. Sjálfsagt eru skolprörin í þess um hluta bæjarins of grönn. Að rífa þau upp og leggja önnur víðari kostar mikið fé. En fleiri leiðir eru fyrir hendi. Það þarf að létta verulega á- lagið ;í Jiessu kerfi. Og það er hægt með Jwí að grafa svelgi — djúpa og víða — niður í hraun- ið, við rnynni Helgafellsdals og Löngulágar, og víðar eftir þörf- um. Ofanjarðarvatninu er að langmestu leyti hægt að koma á þennan hátt niður í hraunið og létta Jrar með á holræsakerfinu. Reynsla hér er þegar fengin fyr- ir því, að þetta er meira en mögulegt. Aðeins framkvæmdar- atriði. Það er líklegt, að með þessum aðgerðum Jryrfti ekki að rífa upp höfuðleiðslurnar í Skólaveginum og Kirkjuvegin- um, nema þá ef til vill neðst í bænum, Jrar sem álagið er mest. Kostnaðurinn við að grafa svelgi fyrir ofanjarðarvatnið mundi hverfandi, á móti stöð- ugti \iðhaldi umræddra gatna, eftir hverja stórrigningu. Það hefur áður verið minnzt á Jrað í þessu blaði, að leggja þyrfti tvær nýjar höfuðleiðslur. Aðra úr Vesturbænum norður fyrir Eiði. í j)á leiðslu mætti ná frárennsli úr vestustu götun- um í bænum frá og með Boða- slóð, úr Strembugötu og Bröttu götu, og einnig vesturhlutann af Hásteinsveginum. Önnur höf uðleiðslan yrði fyrir Austurbæ- inn, austan Heimagötu, og lægi austur fyrir garða. í sámbandi við þær ábending ar að leggja nýja aðalleiðslu aústur fyrir Garða, má vel vera að á Jrað verði bent, að ekki sé á jiað hættandi að beina hol- ræsakerfi bæjarins að einhverju leyti austur fyrir garða, vegna sjógeymisins. Sjórinn mengist af gerlagróðri og geti valdið tjóni á framleiðsluvörum okkar. En þá er því til að svara, að það er aðeins tímaspursmál, og raunar bráðaðkallandi að flytja sjógeym inn, af ástæðum er ekki verða ræddar nú. En rétt er að benda á það, að Jregar borað var eftir vatni á s. 1. sumri, inni í sand- görðum, kom að vísu ekkert vatn, en það sem var jafnvel eins mikils virði var það, að sjórinn reypdist lítið eða ekki mengaður af gerlagróðri, og bezta sýnishornið, hvað það á- hrærir hefur verið sent héðan til rannsóknar. Það mælir því margt með því, að sjógeymir verði byggður Jrar á nálægum tíma. En um Jrað verður ekki rætt meira að sinni. Raddir eru uppi um það, að holræsakerfið megi og eigi ekki að liggja í höfnina, Jr. e. innan Garða. Þetta er efalaust rétt. En eins og horfir um staðhætti hér. og fjárhagslega líka séð, Og enn ráðumst við í að gefa út ársritið okkar, Jiótt útgáfán kosti milli 30—40 þúsundir króna. Hinar góðu undirtektir Eyjabúa «g miklu kaup á ritinu hvetja okkur til framtaks í þess- um eínum. Ritið er nú í prentun. Það verður fjölbreyttara að efni nú en oftast áður. Meginefni Jress er í 28 liðum og eru þessir helzt ir: 1. Hugvekja eftir Þ. Þ. V. 2. Kvæðið: Gagnfræðaskólinn er vígi, eftir séra Halldór Kol- beins. 3. Við ísskörina, gömid sögn, sem frú Ingibjörg Ólafsdóttir í Bólstaðarhlíð hefur skráð og gefið ritinu. Mynd. 4. Traustir ættliðir. Hér birt ir Þ. Þ. V. aðalatrið.i úr ævisögu Sigríðar Einarsdóttur húsfreyju í Stakkagerði, ömmu Guðjóns bónda á Oddsstöðum, svo og langafa hans, afa, föður og móð- ur. 5. Skýrsla um Gagnfræðaskól- ann 1956-1957. virðist sú úrlausn vera hendi næst að byggja rotþró eða Jrrær við Bratta og vestan við Bása- skersbryggju. í Jrær lægju frá- rennslin úr þessum hluta bæj- arins. Og samtímis yrði byggð dælistöð við þær, og frárennsl- * inu dælt norður fyrir Eiði. Þetta er tæknilega hægt. Dæli- stöð og rotþrær eru ekki slík stórvirki, að þau þurfi að vaxa bæjarfélaginu í augum, livað kostnað áhrærir. Þótt ávallt séu nægileg verk- efni fyrir bæjarsjóð til úrlausna, og sjálfsagt skiptar skoðanir urn livað eigi að sitja í fyrirrúmi, verður Jró ekki fram hjá því gengið, að endurbæta þarf hol- ræsakerfi bæjarins sem allra fyrst, og þolir raunar enga bið. (i. Mynd af nemendinn gagn- fræðadeildar með skýringum, svo og margar aðrar tnyndir frá skólastarfinu. 7. Þáttur nemenda með mynd um. Um 20 höfundar eiga hér greinar í þætd þessum. 8. Engilbert Gíslason áttræð- ur. Mynd. 9. Þrjár myndir af málverk- um Engilberts með skýringum. 10. Kröggur á vetrarferðuni, eftir Einar Sigurfinnsson. Mynd. 11. Sveinsstaðir í Eyjum tneð mynd og skýringum. Hér sjá Eyjabúar mynd af forseta bæiav stjórnar nokkurra mánaða górnl um í keltu móður sinnar. 12. Tyrkjaránið, eftir scra Jes A. Gíslason með teiknimvnd af minnisvarðanum á leiði Jóns píslarvotts. 13. Gömul skjöl. Þar er birt- ur í íslenzkri þýðingu (Þ. Þ. V.) samningur sá, er gjörður var vori, 1774 um byggingu Landa kirkju í Vestmannaeyjum. -— Mynd. E"ramhald á 2. síðu. - BLIK - ársrit Gagnfrœðaskólans.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.