Framsóknarblaðið - 09.04.1958, Qupperneq 4
4
FRAMSÓKN AR BLAÐ If)
Ársskýrsla
Bókasafns Vestmannaeyja 1957
Er Guðmundur Hagalín bóka
íulltrúi átti viðræður við bæjar-
ráð fyrir áramótin, skýrði hann
frá því, að bókaútlán frá bóka-
safninu hér væru, miðað við
fólksfjölda, næst mestu á land-
inu. í Neskaupstað einum voru
bókaútlán nokkuð meiri.
Á s. I. bæjarstjórnarfundi
var lögð fram skýrsla bókavarð-
ar fyrir s. I. ár og birtist hún
hér með:
Ritauki:
Bókaeign safnsins jókst á ár-
inu um 630 bindi, og er ein
mesta aukning, sem orðið hef-
ur á einu ári. Samkvæmt að-
fangabók var skráð bókacign í
árslok 6980 bindi, en auk þess
eru til um 500 bindi óbundin.
Bókaeign skiptist þannig: Rit
írumsamin á íslenzku 3503,
þýdd 2393, á erlendum málum
1084.
Útián:
Alls voru lánuð út á árinu
18918 bindi og er það u-m 2600
bindum fleira en 1956. Eftir efn
isflokkum skiptast útlánin sem
hér segir:
Ýmis rit 120, heimspeki og
sálarfræði 156, trúmál 30, félags
mál 101, tungumál 20, náttúru-
l'ræði og stærðfræði 37, gagn-
fræði og framleiðsla 105, listir
ög skemmtanir 108, bókmenntir
15657 (undir þennan lið heyrir
111. a. öll skáldrit íslenzkra höf-
unda og þýdd, 1 jóð, ritgerðasöfn
og fornbókmenntir). saga og
landafræði 2584 bindi.
Safnið var opið til útlána
fjóra daga í viku, kl. 4—7, nema
þriðjudaga kl. 20—22. Fastir lán
þegar voru skráðir 332 á árinu.
í gestabók lesstofu skráðu 630
gestir nöfn sín, en þar komu þó
talsvert fleiri en skráðir eru.
Bókagjafir:
Séra Halldór Kolbeins, Ofan-
leiti, gaf safninu 81 árgang inn-
lendra og erlendra tímarita og
blaða. Nokkrir árgangar eru þó
ekki comph, en auðvelt að bæta
1 þá.
Frú Lovísa Björgvinsdóttir,
Brekastíg 7, gaf 80 bindi skáld-
sagna. F A O, fiskiveiðadeild
S. Þ. sendi sem að undanförnu
hin merku rit sín og skýrslur
um fiskveiðar í heiminum.
Þá hefur upplýsingaþjónusta
bandaríkjanna í Reykjavík sent
að staðaldri nokkur tímarit, er
Ijalla m. a. uni tækni, landa-
fræði og íþróttir.
Nýjar bókahillur:
Skipt var að mestu um bóka
hillur í útlánssal og lesstofu.
Settar voru upp nýjar og
smekklegar bókahillur úr harð-
viði. Smiður h. f. sá um verkið
í samráði við bókavörð.
Guðmundur Gíslason Hága-
lín, bókafulltrúi, heimsótti safn
ið í desembermánuði.
Vestmannaeyjum 28. febr. 1958
Haraldur Guðnason.
F r é 11 i r
Vorfuglarnir:
í mínu ungdæmi heyrði ég
eldra fólkið segja frá því — og
iíklega hefur það trúað því, —
að veðrátta vorsins — hlý eða
köld — færi eftir því, hvort fugl
arnir kæmu snemma eða seint.
Kænni fuglarnir snemma vissi
það á liart vor og svo aftur gagn
stætt. Eg hefi um mörg ár veitt
komu farfuglanna athygli. í ár
koma þeir fyrstu óvenjulega
seint. Eftir trú feðranna ætti
það að vita á gott vor!
Tjaldurinn kom hingað 19.
f. m. En það er í seinna lagi.
Nokkur vor hefur hann komið
hingað frá 10.—15. marz. Að
morgni 1. apríl var hér allrnik-
ið af svartþröstum, og tveim dög
um síðar var hér mikill fjöldi
af gráþröstum, einnig íslenzki
þrösturin, er verpir hér. Um s.
I. mánaðamót voru hér um
nokkra daga 4 vepjur. Það mun
vera óvenjulegt að sjá vepjur á
þessum tíma árs hér á landi.
Friðrik (esson kennari, sem er
allra manna fróðastur hér um
fugla, telur að vepjan hafi ver-
ið að ,,vepjast“ inan um tjald á
ströndum Skotlands, og slegist
óviljandi með í förina.
Lóan er komin.
Skrifan er komin í Flóann.
Afli:
í páskavikunni var afli yfir-
leitt ágætur hjá netabátum. En
tregur afli hefur verið á hand-
færi. Er ískyggilegt útlit um af-
kontu þeirra manna, er treyst
hafa á handfæraveiðar sem aðal-
atvinnu á vetrarvertíðinni. Hér
eru nú um 50—60 trillur og bát
3SSSSSSSSS8SSSSSS388SSSSSS8SS ^S8SSSSSSSSS$SSSSíSSSSSSSSS2SS3SS8SSSSSSSSSSS88SSSSS8SS
PERLU
þvottaduft
8888S888S888S888SSS8S8SSSS8SS8S88SSSg8SS8SS8SSSS8SSSSS§S8888888S8888SSSSS8SSgSS8SSS8S882S888SSSSS88888S888?
ar, sem stunda handfæraveiðar,
og meginhluti skipshafnanna
eru Vestmannaeyingar, þ. á m.
menn á bezta aldri, kjarni sjó-
mannastéttarinnar. Það er því
mjög tilfinnanlegt atvinnutap
hjá þeim fjölda manna, er hand
færaveiðar stunda. Af reynslu
undanfarna vetur er sá tími lið-
inn er mest hefur aflaz.t á hand-
færi.
A laugardaginn fyrir páska
barst á land yfir 1400 tonn af
fiski. Og á annan í páskum
komu 1520 tonn á land. Hvort-
tveggja var eins og tveggja nátta
fiskur.
Á annan í páskum kom Ófeig
ur III., skipstjóri Ólafur frá
Skuld, með 63,670 kg. af fiski
og átti þó eina trossu ódregna.
í fimm síðustu róðrunum hefur
Ófeigur fengið 197 tonn.
Bókamarkaöur:
Bóksalafélagið hefur bóka-
markað í Akóges þessa dagana.
Á markaðnum eru nokkrar bæk
ur, sem Jjegar eru orðnar fágæt
ar, en eigulegar.
Skólarnir:
Vegna mikillar vinnu við
framleiðsluna hefur Gagnfræða-
skólanum verið lokað nokkra
daga. Kennsla hófst í barnaskól-
anum í dag að Ioknu páskaleyfi.
•0*o2o2oSo*o2 SSSSSSS*SS?!*SS82SSSSS2SSS8SSS2SSSSS88»
T APAZT
hefur kvenarmbandsúr. Vin-
samlegast skilist að Skólavegi 10.
SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS8SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS.
Allar fáanlegar
matvörur.
Verzl. BORG
Sími 465 — 222