Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.12.1958, Síða 7

Framsóknarblaðið - 20.12.1958, Síða 7
jÖLABLAÐ FRAMSÓKNARBLAÐSlNS ÁRNI ÁRNASON: EINU Slí Mestu breytingar, er orðið hafa í Vestmannaeyjum síðustu 80—100 árin, aðrar en þær, sem beinlínis varða fiskveiðarnar, eru á sviði búskapar bænda og annarra búenda. Er þar um svo breytt líisskilyrði að ræða, svo ótrúlegar og margvíslegar breyt ingar, að nútímafólk á eriitt með að trúa, að i'ólk liaii get- að lifað og hrærzt í þeim skorti og sparnaði, er var í hvívetna í þann tíma. fá, rnanni finnst jafnvel furðulegt, að nokkurt mannsbarn skyldi komast til vits og ára gegnum þá feikna erfiðleika. Voru Eyjarnar þó sízt ver á vegi staddar en önn- ur héruð meginlandsins, livað t. d. matföng snerti. Þessi miklu framfarir eru fyrst og fremst því að þakka, að Eyja- mönnum tókst loks að brjóta af sér lilekki hinnar illræmdu ein- okunarverzlunar. Það frelsi leiddi af sér eigin bátaflota þeirra og síðar komu vélbát- anna í stað róðrarskipanna. Eft- ir það fór að rofa til í hvers- konar Iramkvæmdum og lífsaf- koma almennings batnaði með ári hverju. Þess þurfti líka og það að mun. Líf almennings hafði verið liörð og ömúrleg barátta við áþján, veikindi, sár- ustu fátækt og skort, sem jafn- vel hið dugmikla fólk, sem lluttist hingað ofan af megin- landinu, sá litla og enga mögu- leika til að sigrast á svo ára- tugum skipti. En þetta tókst. Með undraverðu þreki og þraut- seigju tók kjarnafólk Eyjanna upp baráttuna og linnti ekki sókninni fyrr en erkióvinirnir þrír: Einokunin, ginklofinn og látæktin voru að velli lagðir. Við skulum nú líta inn á heimili cins Eyjabóndans á árun um kringum 1870 og kynnast örlítið högum fólksins, vinnu þess og lífsviðurværi. Svo get- um við borið saman hag þess og okkar í dag. Það er mikill munur á lífsmöguleikum. \7ið förum því upp að Búa- stöðum til hjónanna Lárusar Jónssonar og Kristínar konu lians, sem flutt-u til Eyja 1863. Þau eru allvel efnuð, sitja góða jörð og vel liýsta eftir þátíma mati. Lárus er, jafnframt því að VAR... vera bóndi og hafa góðar heima- lands- og úteyjanytjar, formað- ur fyrir stóru skipi, snjall fugia veiðimaður, talinn ágætur bóndi og smiður, fiskinn vel og dugmikill í hvívetna. Auk þess ara tífshlunninda gegnir hann opinberum störfum með laun- um. Heimilið var stórt og veit- ult og lífsafkoma hans betri en margra. Eigi að síður gefur inn- sýn á heimili hans nokkra hug- mynd um lífskjör samtínra bændafólks. Þar af getum við líka myndað okkur skoðanir um kjör fátækra þurrabúðarmanna, sem oft og tíðum ekki höfðu málungi matar, en drógu fram lífið af molurn þeim, er hrukku til þeirra af náðarborði einok- unarkaupmannanna eða gjöfum velviljaðra þorpsbúa. Líf þessa fólks var ekki ósjaldan mjög erf- itt enda sagt, að sum árin sötr- aði dauða úr skel. Ef þeir liefðu haft sér til framfærslu örlítinn hluta þess, er bændur höfðu, hefði þeim fundizt líf sitt kon- unglegt. En það var nú eitt- hvað annað. Þó voru kjör- sumra bænda slæm og vart við unandi. — En sem sagt: Bústaðalieimil- ið var stórt. Þar voru t. d. 2 vinnumenn, 2 vinnustúlkur, 4 til 5 sjómenn, 2—3 niðursetning ar, þ. e. gamalt fólk, sem sveit- arfélagið sá um, sem erfið lífs- kjör cða elli hafði kornið á kné í lífsbaráttunni. Þarna var t. d. kona ein. Hún hafði eign- azt 15 börn, scm öl 1 liöfðu lát- izt tir hinni hræðilegu barria- veiki, ginklofanum, utan eitt, scm eitthvað komst upp, en lést svo líka. Skömmu þar á eftir lézt svo maður hennar. Stóð hún þá ein uppi útslitin sálar- og líkamlega og allslaus. Á þessu heimili leið henni nú vel eftir ástæðum og naut góðrar umhyggju húsbændanna og barna þeirra. Dagleg heimilisstörf voru margþætt og gjörólík því, sem nú gerist. Hvert heimili reyndi að vera sjálfu sér nóg í allri framleiðslu til fæðis og klæðis, og voru hreint ekki svo lítil störf í kringum það. Útistörf- in voru mikil og margþætt, t. d. bera á túnin. Það var nú ekk- ert léttaverk . fyrir . kvenfólk. Þungir forarstampar á hand- kjálkum bornir langar leiðir. Ef handleggir þess sviku undan þunganum, voru sett axlabönd frá handkjálkunum yfir axlir þess, svo þunginn kærni á krop.p inn og þær gætu borið forar- stampinn. Svo koni túnavinnsl- an og síðar slátturinn. Garðrækt arstörfin, hin margvíslegu störf viðkomandi fuglaveiðum, lang- ur vatnsburður, innan úr ganrla pósti, öll störfin viðkomandi fiskveiðunum o. m. fl. í öllum þessum störfum tók kvenfólkið þátt til jafns við karlmenn. nema fiskveiðununj sjálfum. Hinsvegar „gekk það í sandinn“ dró fiskinn frá skipunum upp í krærnar, stundum yfir F.iðið fyrst, gerði að fiskinum, sótti salt, Bar heim að bæ allskonar fiskúrgang o. m. fl. Flutninga- tæki voru þá engin ntan nokkr- ir hestar, senr á var flutt á klif- berum, bakskrínur, sem fólk bar ýmislegt í á bakinu og hand börur, sem tveir báru á milli sín. Auk þessa alls vann svo kvénfólkið við rit- og uppskip- un á allskonar vörum úr skip- unum. Flest var látið á bakið og borið til og frá ákvörðunar stað og var það ekki svo lítið erfiði. Þetta þætti harður kvennaskóli nú til dags! En í þann tíina var kvenfólki ekki vorkennt að vinna. Innivinnan var lík og til sveita á meginlandinu, þ. e. á kvöldvökunum hverskonar tó- og ullarvinna, vefnaður, saumaskapur og viðgerðir. Karl- menn unnu við smíðar, viðgerð- ir á hverskonar verkfærum, sjó- klæðum o. m. fl. Allir höfðu nóg að starfa ungir og gamlir. Ekki var börnunum hlíft við vinnuna. Þau voru ekki gömul, er þau fóru að halda í hespur, prjóna barða í skóna sína o. fl. smálegt, sem létti undir. Leik- tími þeirra var í rökkririu, þeg- ar eldra fólkið fékk sér rökkur- blundinn. En góða gát urðu þau að hafa á því, þegar ljós var kveikt. Þá urðu þau að þjóta heim að vinna. Úti fengu þau ekki að vera á kvöldin. Það var þeim ekki hollt að þeirra tíma hugsunarhætti og mætti senni- lega heimfæra það til nútímans. Fæði hjá bændunr var senni lega nokkuð svipað. Mest var borðaður fiskur og fugl, nýtt eða saltað. Var venjulega rnikið líI af trosfiski og fugli í liverju betra búi, t. d. lundi, svartfugl, súla og fýll. Oftast náði saman saltfuglinn og nýmetið á vorin. Þó kom fyrir, að þetta hafðist ekki, ef um veiðibrest liafði verið að ræða. Þá var oft þröngt í búi. Kindakjöt var ekki á hvers manns borðum og ekki oft. Það var sparað mjög og drýgt með íuglakjötinu. Matmálstímar voru þá aðrir en nú. Morgunkaffið var kl. 7 til 8 enda þá venjulegur fóta- ferðatími um haust og vetur. Borðað var kl. 10, oftast fiskur með rófum og kartöflum og til viðbits lýsis- eða fýlafeitisbræð ingur. Þótt bóndinn ætti ísl. smjör, var ekki bruðlað svo með það, að það væri notað til hverdagsbrúks. þessi morgun- máltíð var nefnd „frúkostur“ og mun orðið kornið úr dönsku máli. Kaffi var drukkið kl. 12, þ. e. hádegiskaffið, en miðdegis matur etinn kl. 3. Þá var oftast saltaður fugl með garðmat ann an daginn, en liinn harðæti með brauði ög flatkökum, söl o. fl. Kvöldmatur var kl. 8. Saman- stóð hann af t. d. íýlasúpu eða mjólkurgraut, máske lítill kjöt- biti með, smurð flatkaka, Blóð- mörssneið etc., fýlshausar, súlu- svið og lifrarpylsa var etið með an veiðitímabil þeirra fugla stóð yfir og þótti mörgum það bezti matur. Kaffibrauð eða -kökur var sjaldnast nema á hátíðum og tyllidögum. Þó var einstaka sinnum svo mikið við haft, ef fólk var við hirðingu heyja og þegar þurrfiskurinn var lagður inn í verzlunina. Þá var tekinn einn fiskur, lagður inn og kaffi brauð keypt fyrir anclvirði hans og gefið fólkinu. Þetta þótti ær- inn munaður, enda leyfðu fáir sér slíkt, og létu nægja mola- kaffi. Um hátíðar var breyttur mat- ur og fór eftir getu heimilanna mn ágæti hans. Á Búastöðum, sem var allvel statt heimili, var gott fæði á þess tima vísu og nóg. Hins vegar var allt matarkyns nýtt til hins ýtrasta og mundi vart þykja nothæft nú á dögum. T. d. var oft á Þor- láksmessu fiskur að morgni, saltað trosfiski, en síðar um dag- inn fisktálknin, sem rifin höfðu verið úr hausnum daginn áður, lögð í bleyti og svo soðin í hangikjötssoði og framborin með flatkökum. Þetta þótti gott og sjaldan mun hafa heyrzt að fæða jressi væri ekki samboð- FTamhald á bls. 13.

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.