Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.12.1958, Page 13

Framsóknarblaðið - 20.12.1958, Page 13
JOLABLAÐ FRAMSÓKNAkBLAtíSINS EINU SINNI VAR... Framhald aí 7. síðu. in degi liins heilaga Þorláks. Ekki var þetta fastur matarsið- ur, en ekki óalgengur. Sést af þessu, að flest var nýtt, sem mat arliæft var og engu hent. Á Þorláksmessukvöld var saltaður lugl með molakafti á eftir, síð- ar um kvöldið var svo aftur molasopi . Á aðfangadag var einnig fisk ur að morgni, kaffi og smurt brauð um hádegið, en kjötsúpa í miðdagsmat og kl. 3 kaffi með kökum, , þá fékk fólk svo- nefnda ,,Imbuköku“, sem síðar hlaut nafnið Jólakaka. Á jóladaginn var farið á fæt- ur kl. 6, fólki gefið kaffi og jólalesturinn lesinn. Til morg- unverðar var hrísgrjónagrautur með rúsínum o gsvo sætri mjólk út á.Ein flatkaka til ábætis með rúllupylsusneið. Klukkan tíu var venjulega búið að borða og morgunverkum lokið. Þá fóru allir a ðbúast sparifötunum því messað var kl. 12. Til kirkjunn- ar fóru allir, sem rólfærir voru, klæddir í sitt bezta skart. Þegar heim kom fengu ailir kaffi með stnurðu brauði og kökur. Seinni part dagsins var haft kjöt og fékk hver maður einn salt.kjöts- og einn hangikjötsbita, 2 flat- kökur, 3—4 sneiðar af rúllu- pylsu, eitt eða tvö liangikjöts- rif, eitthvað tillegg af slátri og brauði. Auðvitað fékk svo hver maður jólakérti og var það skammtað með matnum. Það gerði húsfreyja sjálf. Að sjálf- sögðu var ísl. smjor og reyndu \íst flestir að gera sér þann dagamun, gegnum viðskipti sín við meginlandsbúa eða eigin heimili ef hægt var. Margir geymdu sér mat frá jóladegin- um og neyttu hans milli mála aðra daga meðan entist og þótti mikilsvert. Þessu líkt mun hafa verið á bændaheimilum í Eyj- um, senr voru sæmilega stæð. Flvað jólagjöfum við kom voru þær gefnar með þörf þiggjandans fyrir augum. Oft voru það fh'kur eða nytsemdar hlutir, nýjir ísl. skör vel brydd- aðir Iranda stúlkunum og snúr- aðir handa karlmönnunura. Skóna gerði húsfreyja sjálf, en húsbóndinn gaf þá máske eitt- lrvað smálegt, sem hann lrafði smíðað. Stundum var og ýmis- legt smálegt úr verzluninni lát- ið fylgja með gjöfinni, svo sem greiða, sirs í svuntu, vasahníf- ur o. s. frv. Enginn mátti fara í jólaköttinn. Gjafirnar vöktu almenna gleði og ánægju þótt ekki væru þær stórar og óhófs- lega dýrar. Trúarlíí Eyjamanna var sízt verra en nú gerist. Allir fóru í kirkjuna, sem vettlingi gátu vald ið, ltæði til aftansöngs og dag- messu. Fólkið hlakkaði ávallt til kirkjuferðarinnar, heyra fallega sálma sungna, góð orð prestsins, sjá allt kirkjufólkið og heilsa upp á kunningjana. Ekki voru aðrar samkomur mannfleiri í þann tíma. Þó Eyj- an væri lítil var fólk ekki á stöðugu húsrápi t. d. niður í sand, upp fyrir Hraun, upp á bæi eða austur á Kirkjubæ. Auk trúarsiðanna í kirkjunni sjálfri, voru auðvitað allsstaðar og ávallt lesnir liúslestrar á heimilunum. Það voru góðar hugvekjur, passíusálmarnir o. fl. Enginn dagur féll úr, ekki einu sinni stórhátíðar. Siður þessi þótti sjálfsagður og hélzt allt til 1922 á Búastöðum og sum- staðar jafnvel enn í dag, þó fá- títt sé. Ekki ósjaldan var nokkrum erfiðleikum bundið að kornast til aftansöngsins. Vegir voru fáir um þorpið, og aðeins 3 utan þess að heitið gæti, þ. e. Strandvegurinn, Vilborgarstaða vegur og svo kirkjuvegurinn. AUt var hulið glórulausu myrrki í skammdeginu, því engin voru vitanlega götuljósin. Göngufæri var stundum slæmt, vegna snjóa, bleytu og moldarleðju um troðninga og þröngar slóðir. Alla umferð bættu nokkuð handluktir, sem hvert heimili átti. Þær voru úr þunnum, létt- um við með gleri á þrem könt- um en tré eða málmloku á ein- um. Loftræsting var undir handfanginu og brann eitt kerti í luktinni. Hún lýsti furðu vel og var borin fyrir göngu- fólkinn. Ekki þættu slíkar luktir merkilegar nú til dags, en voru á sínum tíma mestu þarfaþing og ómissandi. Það var skennnti legt að sjá, þegar kirkjufólkið kom í langri röð austan frá Kirkjubæjum fram lijá Búastöð- um um kvöldið á leið til kirkj- unnar. Margar luktir vorti í hópnum, sem alltaf stækkaði eftir því sent vestar kom, og fleiri luktir bættusc við, frá Oddsstöðum, Búastöðum, Ólafs- liúsum, Nýjabæ, Vesturhúsum og stundum frá Gerðisbæjun- um. Var þarna því allstór lióp- ur fólks, sem þræddi slóðirnar vestur heiðina vestan Nýjabæjar og vestur í kirkjuna. Lukt var borin fyrir Itverri fjölskyldu svo umferðarerfiðleikarnir leyst ust furðanlega. í forkirkjunni höfðu margir skóskipti áður en þeir gengu í kirkjuna og var oft nauðsynlegt ef fólk lenti í slæmri færð. Skammt fyrir sunnan og ofan kirkju var til skamms tíma all- st(>r grjótvarða, sem að nokkru var hol innan. Þar geymdu ofan byggjar, þ. e. fólk, sent bjó fyr- ir ofan hraun, skó sína meðan þeir. gengu í kirkjuna. Varðan var })ví nefnd ,,Skóvarða“ og var rifin fyrir nokkrum árum. Kirkjuferðin var fólki ekki svo lítill viðburður og tilbreyt- ing. Kirkjan var öll úppljóm- uð af kertaljósum, björt og hlý, lífsgæði, sem mjög skorti á á heimihun manna. Hún var í augum almennings aðdáanlegt musteri Ijóss og dýrðar, þar sem heyra mátti trúarkenning- una, sígildar frásagnir um fæð- ingu frelsarans og líf hans í þágu mannkynsins, angurblíða jóla- og áramótasálma. Til þess að verða þessa aðnjótandi lagði fólk á sig hvers konar erfiði, því af kirkjuferðinni vildi það ekki missa um hátíðarnar. Þessari heimsókn í bændabýl- ið er nú lokið. Við höfum séð örlítið af daglegu lífi fólksins og kynnzt högum þess. Margt er breytt á liðnu tímabili og flest ti! batnaðar. Að minnsta kosti finnst okkur, • að við hefðum ekki getað lifað þolanlegu lífi við þau skilyrði. Þó var þetta býli með þeim bezt stæðu. Hvernig lífsskilyrði fátækra tómthúsmanna hafa verið, sem ekkert höfðu af því, sem hér uin getur, nerna eitthvað af fiski og fugli, ef eitthvað aflaðist. Ef jtað brást hefur 1 í 1 þeirra ekki verða öfundsvert. Þá var ekkert nema náðarbrauð kaupmanns- ins, gjafir náungans eða að leita aðstoðar hreppsins og það voru þung spor. Eitt hefur lítið breytzt á nefndu tímabili. Það er jólahá- tíðin. Hún er í sjálfu sér ó- breytt, a. m. k. trúarkjarni henn ar og útfærsla helgisiðanna í kirkjunni og á flestum heimil- um. Við njótum helginnar og friðarins, sem er í kringum liana og þess að komast í náin tengsl við trúarsiðina, orð þeirra og athafnir, sem þrátt fyrir alit eru okkar hjatans mál. Það er okkur sönn hvíld og friðþæging frá dagsins önn og erli að hlusta á fagra og unaðs- blíða jóla- og áramótasáln a á- samt sígildum frásögnum um jólahátíðina. Við óskum livert öðru gleði- legra jóla og nýjárs og þökkum liðnar samverustundir. Við von- um og óskum að komandi ár megi færa hinu hrjáða mann- kyni farsæld og blessun. GLEÐILEG JÓL! Skrifað samkv. heimildum Frið- ar Lárusdóttur frá Búastöðum. Lag: Englar hastir, andar stærstir. Himna faðir, hjartans glaðir helgum jólum fögnum vér. Elska þín er öllu hærri, allri hugsun manna stærri. Kenn oss Guð að þakka þér. Drottinn fæddist, dufti klæddist. Dýrðarljós á jólanótt jarðarbörnin blessun vefur, birtu Drottins heimi gefur. Læknar meinin ljóssins nótt. Jólin kalla: Jesús alla jarðarbúa signir náð. Komið, segir hann, kærleik njótið. Komið allir, frelsi hljótið. Himnesk ykkur helgi náð. Kristi klæðist, kærleik fæðist kristin þjóð á jólanótt. Leiti og öðlist allar tíðir allir jarðarinnar lýðir, Drottins blessun dag og nótt. Himnafaðir, hjartans glaðir helgum jólum fögnum vér. Elska þín er öllum hærri, allri hugsun manna stærri. Kenn oss Guð að þakka þér. Ofanleiti í Vestmannaeyjum í desember 1958. Halldór Kolbeins.

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.