Framsóknarblaðið - 20.12.1958, Qupperneq 15
j ÓLABLAÐ FRAMSÓKNÁkBLAÐSÍNS
Konan og barnið
Sérðu það, sem ég sé?
Framhald ai: 17. síðn.
litlu stærri situr á kassa og vind
ur af snældu og lítil stúlka er
að reyna að prjóna ylleppa.
Mamma raular vísur og segir |
smásögur og athyglin er vakandi I
hjá hópnum, sem í kringum
hana er. Þarna er konan for-
sjón og fræðari. Hún undirbýr
allt til jólanna eftir beztu getu.
Hún gleymir ekki að segja börn
um sínum af barninu, sem jóla-
hátíðin helgast af. „Aldrei skyn
né skilningskraftur minn, skildi
betur jólaboðskapinn", segir
séra Matthías, þegar hann rninn
ist Jtess, Jregar móðir hans ræddi
við Jrá bræður um jólin. Mun
margur liafa líka sögu að segja,
þegar liann minnist bernsku
sinnar við móðurlmé.
Nafnkunnur danskur sveitai
prestur, sem léll fyrir morð-
ingjahendi, Jregar land hans var
hersetið og enginn mátti nefna
ættjarðarást, segir í ræðu: „Kon
an er yndislegust, þegar hún
liggur á hnjánum í rosa og
bleytu á rófnaakrinum og
barnakerran stendur í akurjaðr
inum og þrír fjórir hnokkar á
fjórum fótum hjá mömmu sinni
að reyna eftir gelu að lijálpa til
við að lúa og grisja. Á eftir þarf
hún að liugsa um matinn lianda
manninum, þegar liann kémur
lieim frá daglöngu striti sínu.
Þá er konan stærst og yndisleg-
ust, Jiví á Danmörk líf sitt und-
ir lienni.
Hittir hann ekki naglann á J
höfuðið, klerkurinn danski. j
Hann var skáld og rithöfund- |
ur. Trúin og ættjarðarástin, er j
honum brann í brjósti, brutust
út í ræðu og riti svo bersögult,
að ekki varð þolað. Konan er-
stærst, þegar hún cr með barn-
ið við lilið sér eða barm. Þá
Framsoknar-
blaðið I
( RITNEFND; (
IHALLDÓR ÖRN )
JÓHANN BJÖRNSSON
SVF.INN Gl'ÐMIJNDSSON áb. )
AFGREIÐSLU ANNAST; (
SVF.INN GUÐMUNDSSON )
GJALDKFRI BLAÐSINS: (
FILIPPUS G. ARNASON )
á framtíðarheill lands og Jrjóð-
ar svo mikið undir henni.
Fjarri fer, að ég vilji van-
meta starf og strit neinnar stétt
ar þjóðfélagsins. Það er allt
nauðsynlegt og enginn þeirra
má bregðast ef vel á að fara.
Margir inna af liendi hetjudáðir
og liættustarf á sjó og landi, en
ég lield, að það sé konan, sem
leggur undirstöðusteinana, sem
sízt mega haggast. Heimilin
mörgu í sveit og við sjó rnynda
þjóðfélagið og undir þeim öll-
um og liverju einstöku er kom-
in heill, lieiður og hagur þjóðar
innar. En „húsfreyjan heimilis-
heiðurinn mótar,“ Jrað er hún,
sem setur svip á heimilið. Glað-
leg háttprúð liúsfreyja, elur upp
broshýr, blíð og siðsöm börn, og
hús Jiað, sem lnin ræður, brosir
við þeim, sem inn koma. Heim-
ilið verður fagurt og hlýtt, hvað
sem efnahag líður. ög Jiað lieim
ili er ómetanlegur styrkur og
hvíldarstaður manni eftir erfiði,
liættur og amstur dagsstarfsins
og á ekki lítinn þátt í starfs-
Iiæfni hans og framkvæmda-
Jireki.
Mærin í glæsileik og fegurð
æskunnar er fögur og yndisleg,
enda dáð og tignuð af mörg-
um eins og vert er. En fullkom
inni hæð og tígulleik nær hún
fyrst sem fullþroska kona, um-
kringd siðprúðum börnum.
Þá er hún vígð einu Jiví mest
varðandi hlutverki, Jr áer hún
á að móta og leggja liið dýrasta
gull í lófa framtíðarinnar.
Gefi J>að guð, að við öil, eidri
sem yngri mættum læra að taka
á móti lagnaðarboðskap kom-
andi hátíðar eins og börn við 1
góðrar móður hné, Jiá er öruggt
og fullvíst, að við öðlumst
gleðileg jól.
Förum að tilvísun engilsins,
[iá finnum við Jólabarnið og
móður þess.
GLEÐILEG JÓL!
Einar Sigurfinnsson.
T11 s ö 1 u!
nýr amcrískur miðstöðvarketill
STEFÁN STEFÁNSSON
Hólagötu 47.
Sogandi straumhnyklar sverja hið vola grjót,
sameinast fallvötnin Hvítá og Norðlingafljót.
Frá jöklum og heiðum lögðu þau land undir fót,
löng er þeim gangan á úthafsins stefnumót.
Grámosinn bitur sig fastan í Hallmundarhraun,
liógvcer og mjúkur og þögull í sérhverri raun.
Svalviðrin þolir, ei bugast 0 gblœs eliki i kaun;
bjóða heim gróðrinum verða hans erfiðislaun.
Struturinn, ilmbjörli og angviði dregur að sér.
Út yfir hljóðláta víðáttu kvöldskugga ber.
Sólhvarfaroðanum reifaður baldjökull hver.
Rökkrið á húmblcejuvagni yfir jörðina fer.
Sumarnótt daggslóða dregur utn gróatidi jörð.
Dalirnir lcekjabönd teygja út i Skallagrimsfjörð.
Dvelur á afrétt hin dugmikla lagþrúða hjörð.
Dulúðgar fjallgnýþur standa yfir héraði vörð.
i956.
Arnþór Árnason.
S88S8SS2SS88S8S8S8SSSSS8S888S8*8S2SSSS8SSSS8SS?SS2SS?SS2SSSSSSSSSSS8S8S8?SSSS2SSSSSSSSSSSS?SSSS8SSSSSSS8S8S
Kvenkápur
nýkomnar. — KARLMANNAFÖT, yfir 100 setí úr að
velja.
Verzlunin Sólvangur
Síml 104.
SSS88S8SS8SSSSSSSSSSSS8SSS8SSSSSSSSSS8SSSSSSSSS8SSSSSSSSSSS8SSS8SSSS8)
l•0•0•0•0•0•ðl
o«o*o*o*oði
Kaupum EIR
VÉLSMIÐJAN MAGNI.
Fyrir gamlárskvöld
Flugcldar frá kr. 16,00 til 48 kr., margar tegundir.
Sólir, — margir litir.
Blys. — Stjörnuljós.
Verzl. Björn Guðmundsson
mrmmgmwm