Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 1
Útgefandi Framsóknarfélag Vestmannaevia. Málgagn Framsóknar- og sam- vinnumanna í Vestmannaeyjum 26. árgangur. Vestmannaeyjum, 10. janúar 1963 1. tölublað. Áramótaþankar. Glæsilegur sigur Framsóknar flokksins í bæjarstjórnarkosning unum á síðastliðnu vori var merkasti viðburður á sviði ís- lenzkra stjórnmála á árinu 1962. í þeim kosningum fékk þjóðin fyrsta tækifærið til að láta í ljós viðhorf sitt til þeirr- ar stjórnarstefnu, sem rekin hef- ur verið í landinu síðustu árin. Og þetta tækifæri notaði hún þannig, að eftir kosningarnar varð Framsóknarflokkurinn ann ar stærsti stjórnmálaflokkurinn í bæjum og kauptúnum landsins. Þar með er auðsætt, að fólkið við sjávarsíðuna fylkir nú liði og vottar Framsóknarflokknum traust og brautargengi, í þeirri vissu, að hann muni fyrr en seinna verða það afl í þjóðfélag- inu, sem heggur á fjötra „við- reisnarinnar." Jafnframt er sú kenning, að Framsóknarflokkur inn sé aðeins bændaflokkur, úr sögunni. Hugsjónir hans og stefna eiga ekki síður hlutverki að gegna í þéttbýlinu við sjó- inn, og kosningaúrslitin á s. 1. vori undirstrika einnig vaxandi skilning á þeirri staðreynd. Þá er það athyglisvert, að Al- þýðubandalagið, sem einnig er í stjórnarandstöðu, átti í vök að verjast í bæjarstjórnarkosning- unum. Bendir það til að þjóðin afþakki leiðsögn kommúnista í íslenzkum stjórnmálaflokkum. \ Efnahagsbandaiagið. Á sviði utanríkismála var af- staðan til Efnahagsbandalags Evrópuríkjanna stærsta málið á dagskrá. Er það mál miklu um- fangsmeira en svo, að unnt sé að gera því skil i fáum orðum, en þar sem jafnvel sjálfstæði þjóð- arinnar veltur á því, að hér sé viturlega haldið á málstað ís- lands verður drepið á nokkur atriði. Sex ríki: Vestur-Þýzkaland, Frakkland, ítalía og Berilúxlönd in hafa myndað. syokallað Efna- hagsbandalag. Með því leggja þau niður tolla innbyrðis og leyfa óheftan flutning á vinnu- afli og fjármagni milli land- anna. Hér er um að ræða háþró uð iðnaðarríki, sem hafa að ýmsu leyti svipaða aðstöðu. Lát- ið er í það skína, að pólitísk sameining verði svo næsta skref ið, enda sé Bandaríki Evrópu takmarkið. Nokkur ríki, þar á meðal Bretland, Noregur og Danmörk hafa sótt um inn- göngu í bandalagið. Virðist þró un þessara mála vera nokkuð ör, og sá tími nálgast óðum, að við verðum að taka afstöðu til þessara nýju aðstæðna. I banda- laginu eru þjóðir, sem hafa mikil viðskipti við okkur, og eru hagsmunir okkar í sambandi við Efnahagsbandalagið fyrst og fremst á viðskiptasviðinu. Sérstaða íslands byggist á fá- menni þjóðarinnar og litlu fjár- magni annars vegar og stóru landi með allmikla ónotaða möguleika hins vegar. Umhverf is landið eru eins og kunnugt er beztu fiskimið í heimi, og er baráttan fyrir tólf mílna land- helgi glöggt dæmi um, að er- lend ríki líta hornauga til þeirra auðæfa, sem þar eru fólgin. Þá er mikil orka óbeizluð í fossum og hverum. Gangi ísland í bandalagið, afsalar þjóðin sér um leið rétti til að ráða yfir þessum auðlindum sínum. Stjórn bandalagsins hefur þar ákvörð- unarréttinn, og ber henni að sjálfsögðu að stjórna framleiðslu og efnahagsmálunum með hags- muni heildarinnar fyrir augum. Fjármagn og mannafli yrðu flutt hingað eftir því, sem henta þætti, en þjóðin missa það frelsi sem hún barðist lengi fyrir og hefur nú nýlega hlotið. Það er augljóst mál, að svo fámenn þjóð sem íslendingar eru, mundu litlu ráða í hinu nýja ríki, sem mun telja mörg hundruð milljóna. Reynsla ís- lendinga er sú, að þeim hefur vegnað bezt, þegar þeir ráða mál uni sínum sjálfir. Svo mun enn verða í framtíðinni. Stefna Framsóknarflokksins í málinu er sú, að við eigum ekki að gerast aðilar að þessu fyrirhugaða ríki. Hinsvegar höf um við sem hingað til vinsam- lega samvinnu við hinar vest- rænu þjóðir, og leitumst við að ná viðskiptasamningum við bandalagið á jafnréttisgrund- velli. Góðæri, þrátt fyrir „viðreisn". Alkunn eru þau sannindi, að sólin skín bæði á vonda og góða, og það rignir yfir réttláta og rangláta. Þetta hefur líka sann- azt hér, því þrátt fyrir „við- reisnarstjórn" urðu uppgrip sjávaraflans meiri en nokkru sinni áður. Mun láta nærri, að sumarsíldveiði árið sem leið, hafi verið tíu sinnum meiri en meðaltal áranna 1949 til 1958. Þá hefur tekizt síðustu árin að fiska mikið magn af síld við suðurströnd landsins. Útfærsla landhelginnar hefur auk þess verið forsenda þess, að mikill afli hefur fengizt hvarvetna á grunnmiðum umhverfis landið. Býr auk þess enn að merkilegri þróun á sviði atvinnumálanna frá tíð vinstri stjórnarinnar. Mörg skip, sem þá voru flutt til landsins hafa nú skilað miklu verðmæti í þjóðarbúið. Sama máli gegnir um margskonar upp byggingu varðandi nýtingu afl- Framhald á 2. síðu. Undarleg vinnubrögð Aflatryggingarsjóðs Aflatryggingarsjóður á, svo sem kunnugt er að greiða þeim bátum bætur, sem ekki ná til- skildu meðalaflamagni í hverri veiðistöð. Til þess að sjóðurinn taki til starfa, þarf þó að verða svo almennur aflabrestur í ver- stöðinni, að meðalaflamagn nái ekki tilskildu lágmarki. Vetrarvertíðin hér í Vest- mannaeyjum s. 1. ár var það lé- leg, að vertöðin var bótaskyld, ef svo má að orði kveða, enda hafa margir fengið álitlegar upp hæðir greiddar úr sjóðnum. Hinsvegar er framkvæmd þess ara mála stundum dálítið undar leg og skulu hér tilfærð nokkur dæmi þess. Undanfarin ár hafa nokkrir bátar hér, undir 30 smál. að stærð, stundað línu- og neta- veiðar. Að dómi forráðamanna Aflatryggingarsjóðs eiga þessir litlu bátar ekki samleið með þeim stærri og hafa þeir ekki fengið sínar bætur eftir venju- legum _leiðum, heldur verið hen.t' í þá einhverjum hundsbót- um, efti.r miklar rekistefnur. S. 1. ár munu þessir. bátar ekkert . hafa fengið úr sjóðnum. Bátar, sem eru stærri en 30 smál. og stunda handfæraveiðar, þykja heldur ekki eiga heima í flokki með smærri færabátum. Þess vegna var gripið til þess ráðs, að skipa handfærabátum af þessari stærð, gerðum út frá Eyjum, í flokk með samskonar bátum við Faxaflóa, en þar var aflinn mikið betri og varð sá flokkur ekki bótaskyldur. Af þessum orsökum fengu þessir handfærabátar í Vest- mannaeyjum engar fébætur úr sjóðnum, þrátt fyrir aflabrest- Þess eru líka talin dæmi, að skýrslur báta hafi verið rangtúlk aðar og jafnvel rangt reiknaðar, með þeim afleiðingum, að við- komandi varð af bótum, og fékk ekki leiðréttingu mála sinna. Nokkrir bátar hér gerðu ein- göngu út á net s. 1. vertíð og var þeim skipað saman í sérstakan bótaflokk. Meðal afli þessara báta varð það hár, að flokkur- inn varð ekki bótaskyldur. Út- gerðarmenn þessara báta, sumir. a. m. k., munu þó hafa sent um-, sóknir um bætur úr sjóðnum, en verið synjað. Einn þessara manna hélt þó glímunni áfram og fékk að lokum bætur úr sjóðn Framhald á 4. síðu.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.